Fréttablaðið - 22.05.2004, Side 48

Fréttablaðið - 22.05.2004, Side 48
LAUGARDAGUR 22. maí 2004 Úrval af bréfum Mozarts erkomið í eina bók. Mozart eyddi löngum stundum fjarri heimili sínu og skrifaði gríðar- legan fjölda bréfa á sinni alltof skömmu ævi. Prófessor í Há- skólanum í Massachusetts, Ro- bert Spaethling, tók sér fyrir hendur að koma úrvali af bestu bréfum Mozarts í eina bók. Bréf þessa mesta snillings tón- listarsögunnar hafa vissulega áður komið fyrir almennings- sjónir í bókaformi en mörgum djörfum og bráðskemmtilegum bréfum var þá skotið undan þar sem þau þóttu full klæmin. Þetta nýja úrval hefur vakið at- hygli og þykir einkar skemmti- legt en það geymir um tvo þriðju þeirra bréfa sem Mozart skrifaði. Gagnrýnandi The Guardian segir bréfin gefa mynd af einstaklega viðkunnan- legum mannni sem hafi átt ómögulegt með að vera leiðin- legur. Hann tekur einnig fram að Mozart bréfanna sé alls ólík- ur þeim þreytandi trúð sem Pet- er Schaffer skapaði í leikriti sínu Amadeus. ■ Skáldsaga Einars Más Guð-mundssonar, Englar alheims- ins hefur nú verið seld til 22 landa víðs vegar um heim. Skáldsagan er þar með orðin útbreiddasta ís- lenska skáldsaga sem áreiðanleg- ar sögur fara af. Réttindastofa Eddu útgáfu hefur nýverið gengið frá samningum um sölu á útgáfu- rétti bókarinnar til Eistlands og Búlgaríu og þar með bætast þessi lönd í hóp þeirra 20 sem fyrir voru. Auk Búlgaríu og Rúmeníu hefur bókin ýmist komið út eða er væntanleg í Bretlandi, Bandaríkj- unum, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Spáni, Portúgal, Ítal- íu, Tékklandi, Litháen, Tyrklandi, Póllandi, Kína og Serbíu. Allt frá því að Englar alheims- ins kom út á Íslandi árið 1993 hef- ur hún notið gríðarlegra vinsælda íslenskra lesenda. Margar uppá- komur og tilsvör úr henni eru þjóðþekktar og lifa góðu lífi utan bókasíðanna í frásögum og sam- tölum manna á milli. Samnefnd kvikmynd Friðriks Þórs Friðriks- sonar eftir handriti Einars sem frumsýnd var á nýársdag 2000 hefur síðan enn frekar glætt sögu- persónur og atburði lífi í hugum fólks. Kvikmyndin er enda ein þeirra sem notið hefur hvað mestrar aðsóknar hérlendis og hefur hlotið fjölda viðurkenninga víða erlendis. Það eru ekki ein- ungis Íslendingar sem kunna að meta frásögn Einars af söguhetj- unni Páli, örlögum hans og sum- um hverjum sérkennilegum sam- ferðamönnum. Sagan hefur hvar- vetna hlotið frábærar viðtökur. Meðal annars ritaði gagnrýnandi Süddeutsche Zeitung að bókin væri „einstaklega hrífandi og ljóðræn skáldsaga“. Í Times Liter- ary Supplement sagði að Einar Már byggi „bæði yfir dómgreind og djörfu hugarflugi mikils rit- höfundar“ og gagnrýnandi Politi- ken sagði Engla alheimsins standa „jafnfætis – ef ekki framar – Gaukshreiðrinu“. Þá hlaut Einar Már nýverið Acerbi-verðlaunin á Ítalíu fyrir bókina. Óhætt er að segja að engum íslenskum höfundi utan Halldór Laxness hefur auðnast að öðlast jafn mikla útbreiðslu með verk- um sínum og Einari Má Guð- mundssyni. Auk Engla alheims- ins eru önnur verk Einars Más einnig að gera það gott erlendis, til að mynda er smásagnasafn hans Kannski er pósturinn svangur, sem út kom árið 2001, uppselt í Danmörku og á Ítalíu er nýbúið að endurprenta Fót- spor á himnum. Stór kiljuklúbb- ur í Svíþjóð, MånPocket, gaf út Fótspor á himnum og Draumar á jörðu í einu bindi og Nafnlausir vegir, þriðja bókin í flokknum, er væntanleg í haust. Í Noregi var gerð afar fróðleg heimildar- mynd um Einar Má sem nefnd- ist Þrír sjónvarpsmenn til fund- ar við rithöfund og sýnd var í norska ríkissjónvarpinu fyrir skemmstu. Fótspor á himnum kom út í fyrra í Þýskalandi og fékk góðar viðtökur fjölmiðla. Í kjölfarið eru svo Draumar á jörðu væntanlegir. ■ Nígeríski Nóbelsverðlaunahaf-inn Wole Soyinka var nýlega handtekinn í Lagos, höfuðborg Ní- geríu, vegna mótmæla sem hann hafði tekið þátt í gegn forseta landsins. Soyinka er 69 ára gamall og fékk Nóbelsverðlaunin í bók- menntum árið 1986 fyrir skáld- ævisögur sínar, ljóð og leikrit sem lýsa grimmd og upplausn sem fylgir lífi manna undir herstjórn. Hann flutti frá Nígeríu til Banda- ríkjanna árið 1994. Soyinka var í heimsókn í Nígeríu á dögunum og tók þá þátt í mótmælagöngu um 500 stjórnarandstæðinga. Lög- reglan beitti táragasi á hópinn og handtók Soyinka en honum var fljótlega sleppt. Hann segist nú stefna að frekari mótmælum gegn ríkisstjórn sem hneigist æ meir í ætt til einræðis. Í Nígeríu hafa um 600 manns látist í átökum milli múslima og kristinna síðustu vik- ur. ■ Skemmtilegur bréfritari MOZART Bréf hans þykja sýna að honum var ómögulegt að vera leiðinlegur. EINAR MÁR GUÐMUNDSSON Óhætt er að segja að enginn íslenskur höfundur, fyrir utan Halldór Laxness, hafi öðlast jafn mikla útbreiðslu með verkum sínum. Einar Már er útbreiddasti höfundur Íslendinga: Englar alheimsins koma út í 22 löndum Nóbelshöfundur handtekinn WOLE SOYINKA Var handtekinn í heimalandi sínu þegar hann mótmælti harðstjórn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.