Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.05.2004, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 22.05.2004, Qupperneq 52
samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu“. Tvær túlkanir eru um þessa grein stjórnarskrárinnar og greinir mönnum á um hvort for- setinn hafi yfirleitt rétt til að synja lögum samþykkis. Það fer eftir túlkun forsætisráðherra hvort hann lætur fara fram þjóð- aratkvæðagreiðslu um málið þar sem þjóðin samþykkir eða fellir lögin. Hins vegar getur forsætis- ráðherra túlkað 26. grein stjórn- arskrárinnar á þann hátt að for- seti hafi ekki málskotsrétt. Þá gæti ráðherra ákveðið að gera ekki neitt, það er að láta ekki fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef þjóðaratkvæðagreiðsla fer ekki fram Tvennt gæti þá komið til. Meirihluti Alþingis gæti stefnt forsætisráherra fyrir brot á lög- um um ráðherraábyrgð. Færi málið fram fyrir Landsdómi, sem skipaður væri sérstaklega. Sérstök lög gilda um það hvernig skipa eigi Landsdóm. Fimmtán sitja í Landsdómi, þar af eru fimm hæstaréttardómarar, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, átta einstak- lingar kosnir af Alþingi auk dóm- stjórans í Reykjavík. Aldrei hefur komið til þess að til Landsdóms hafi verið kallað. Meirihluti Alþingis þarf að samþykkja málaferlin því er ólík- legt að til þess komi því forsætis- ráðherra hefur þegar meirihluta Alþingis á bak við sig. Sérfræðingar í stjórnskipunar- rétti telja jafnframt hverfandi lík- ur á því að Alþingi stefni forsætis- ráðherra fyrir Landsdóm. Ef forsætisráðherra túlkar 26. grein stjórnarskrárinnar þannig að hann ákveði að láta ekki fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu get- ur hver sem er höfðað mál fyrir dómstólum um hvort fjölmiðla- lögin hafi verið sett á stjórnskipu- legan hátt. Lögin giltu áfram, því sam- kvæmt stjórnarskránni taka þau gildi um leið og þau hafa verið samþykkt á Alþingi. Hins vegar myndu dómstólar úrskurða um hvort þau hefðu ver- ið sett á stjórnskipulegan hátt. Ef dómstólar kæmust að þeirri nið- urstöðu að svo hafi ekki verið, gilda lögin áfram en þeim væri ekki beitt. Hver sem er gæti stefnt ríkinu Einnig gæti hvaða hags- munaaðili sem er stefnt ís- lenska ríkinu fyrir þrenns kon- ar brot og fara málin ólíkar leiðir í dómkerfinu eftir því hvers konar mál yrði höfðað. Í fyrsta lagi væri hægt að höfða mál vegna meints brots á stjórnarskránni með lagasetn- ingunni. Málið yrði rekið í hér- aðsdómi. Ef ráðherra yrði sýknaður giltu lögin áfram, en lögin taka gildi um leið og þau eru lögð fyrir forseta, hvort sem hann veitir þeim samþykki sitt eður ei. Þá má áfrýja málinu til Hæstaréttar, sem kveður upp endanlegan úrskurð. Í öðru lagi er hugsanlegt að stefna íslenska ríkinu fyrir mannréttindabrot. Hugsanlegt væri að mannréttindabrot fælust í broti á eignarréttarákvæðinu og tjáningarfrelsinu. Málið yrði tekið fyrir í héraðs- dómi og hægt væri að áfrýja því til Hæstaréttar og því næst til mannréttindadómstólsins. Þar yrði málið tekið fyrir af mann- réttindanefnd sem lýsti kæruna annaðhvort tæka eða ótæka. Ef kæran er lýst tæk fer málið fyrir mannréttindadómstólinn. Komist mannréttindadómstóllinn að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn mannréttindum með lagasetningunni hefur íslenska ríkið þjóðréttarlega skyldu til að breyta lögunum í samræmi við úrskurðinn. Þriðja leiðin er sú að hver sem er gæti fært fram kvörtun við Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, þar sem því væri haldið fram að lög- in stangist á við EES-samninginn. ESA fer yfir málið og ef stofnun- in telur ástæða til, beinir tilmæl- um til íslenska ríkisins um breyt- ingu á lögunum í samræmi við EES-reglur, eða sendir málið áfram til EFTA-dómstólsins sem úrskurða myndi um málið. Enn fremur væri hægt að stef- na íslenska ríkinu fyrir héraðs- dóm vegna meints brots á EES- samningi. Héraðsdómur myndi leita álits ESA varðandi EES- samninginn, úrskurðurinn yrði endanlegur og væri ekki hægt að áfrýja honum. Ekki ljóst um útkomu Eins og sjá má að ofansögðu er ljóst að ekki er útséð með lyktir fjölmiðlafrumvarpsins. Þó svo lögin verði samþykkt á Alþingi í dag hefur hver sá sem telur á sér brotið fjölda leiða til að fara með málið fyrir dómstóla. Hugsanlega gætu þrír dóm- stólar, íslenskir, EFTA-dómstólar og mannréttindadómstóllinn, og enn fleiri dómstólastig þurft að skera úr um það hvort brotið hafi verið gegn hinum ýmsu lögum. Lögmenn hafa að undanförnu bent á að hugsanlega brjóti lögin í bága við íslensku stjórnar- skrána, EES-samninginn og mannréttindalög, en einungis verður úr því skorið fyrir dóm- stólum. Einnig hefur verið ágreining- ur um túlkun á 26. grein stjórnar- skrárinnar. Aldrei hefur reynt á þessa grein og er ekki ljóst hvort það mun gerast nú, fyrr en lögin hafa verið samþykkt á Alþingi og komið er að forseta að veita lög- unum samþykki - eða synja þeim samþykki. ■ LAUGARDAGUR 22. maí 2004 39 Tvær túlkanir eru um 26. grein stjórn- arskrárinnar og greinir mönnum á um hvort for- setinn hafi yfirleitt rétt til að synja lögum samþykkis. Aldrei hefur reynt á mál- skotsrétt forseta.“ ,, Hver sem er gæti stefnt ríkinu fyrir þrenns konar brot og fara málin ólíkar leiðir í dóm- kerfinu.“ ,, RÍKISRÁÐ, RÁÐHERRAR RÍKISSTJÓRNAR DAVÍÐS ODDSSONAR AUK FORSETA ÍSLANDS, ÓLAFS RAGNARS GRÍMSSONAR Ágreiningur er um túlkun 26. greinar stjórnarskrárinnar. Aldrei hefur reynt á hana og er ekki ljóst hvort það gerist nú. Fyrst þarf meirihluti þingmanna að samþykkja lögin á Alþingi. Þá kemur að forseta að veita lögunum samþykki – eða synja þeim samþykki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.