Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 4
4 2. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR Ertu fylgjandi algjöru reykinga- banni á veitingastöðum? Spurning dagsins í dag: Er rétt hjá Íslendingum að stunda vís- indaveiðar á hrefnu? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 36% 64% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Deilum um forseta Íraks til bráðabirgða lauk með vali al-Yawer: Framkvæmdaráðið hafði sitt fram BAGDAD, AP Maðurinn sem meiri- hluti framkvæmdaráðs Íraks vildi sem næsta forseta landsins var útnefndur forseti eftir að maðurinn sem Bandaríkjamenn vildu í embættið hafnaði því. Í kjölfarið var samkomulag um skipan ríkisstjórnar samþykkt og ákvað framkvæmdaráðið að leggja sjálft sig niður og fela bráðabirgðastjórninni völd sín. Forseti var loks skipaður í gær eftir að deilur komu í veg fyrir að það tækist á mánudag eins og stefnt var að. Súnní- músliminn Ghazi Mashal Ajil al- Yawer gegnir embættinu fram yfir kosningar, sem fara væntan- lega fram í janúar á næsta ári. Embættið er valdalaust en samt var mikið deilt um hver skyldi gegna því. Meirihluti fram- kvæmdaráðsins vildi al-Yawer en Bandaríkjamenn vildu Adnan Pachachi. Al-Yawer nýtur trausts meðal hvort tveggja sjíamúslima og Kúrda í fram- kvæmdaráðinu. Óstaðfestar fregnir herma að Bandaríkjamenn hafi um tíma hótað því að viðurkenna ekki skipan al-Yawer og gagnrýndu meðlimir framkvæmdaráðsins Bandaríkjamenn harkalega fyrir afskipti af skipan stjórnar- innar. ■ Orð gegn orði Orð stendur á móti orði í rimmu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs Group, og Víglundar Þorsteinssonar, stjórnarmanns Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Íslandsbanka. Þeir eru ósammála um hvort Hagar hröktust frá Íslandsbanka. VIÐSKIPTI Víglundur Þorsteinsson, fulltrúi Lífeyrissjóðs verslunar- manna í stjórn Íslandsbanka, seg- ir Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóra Baugs Group, fara vísvit- andi með ósannindi í bréfi sínu til Samtaka atvinnulífsins í lok mars. Jón Ásgeir talar þar um að sumir fulltrúar lífeyrissjóðsins hafi beitt sér gegn fyrirtækjum Baugs. „Það er rangt að eitt af dótturfyrirtækum Baugs hafi nánast hrökklast úr viðskiptum við Íslandsbanka. Hann veit sjálf- ur um þær viðskiptalegu ástæður sem að baki lágu,“ sagði Víglund- ur. „Vegna bankaleyndar get ég ekki farið dýpra í málið, en hann getur gert það sjálfur.“ Jón Ásgeir segist aftur á móti standa við orð sín, tiltekur að Hagar hafi hrakist úr viðskipt- um við Íslandsbanka og neitar því að þar hafi legið að baki aðr- ar viðskiptalegar ástæður. Þarna stendur orð á móti orði. „Þeir vita það sem til þekkja hvernig í málinu liggur,“ sagði Jón Ásgeir en vildi ekki tjá sig frekar um efni bréfsins til Sam- taka atvinnulífsins. „Þetta var trúnaðarbréf og það verður að segjast að bagalegt er að slíkum bréfaskrifum skuli vera lekið.“ Jón Ásgeir telur menn al- mennt sammála um að stjórnar- seta stjórnarmanna lífeyris- sjóða í fyrirtækjum sé óheppi- leg. „Almenna reglan finnst mér eiga að vera, líkt og í Englandi, að lífeyrissjóðirnir láti vera að tilnefna menn í stjórnir enda eignarhlutur þeirra oft ekki nema 5 til 10 prósent,“ sagði hann og bætti við að honum þætti eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Íslandsbanka hafa verið óvenjustöðugur gegnum tíðina ef horft væri til hreyfinga á eignarhlut sjóðsins í öðrum félögum. „Ósannindi hitta alltaf ósann- indamanninn sjálfan fyrir á end- anum,“ sagði Víglundur og taldi hugleiðingar Jóns Ásgeirs um fjárfestingar og hluthafastefnu Lífeyrissjóðs verslunarmanna byggðar á vanþekkingu. Hann sagði enga fjárfestingu lífeyris- sjóðsins hafa skilað jafn miklum arði og þá í Íslandsbanka. Eins taldi hann fráleitt að lífeyris- sjóðir fjárfestu í fyrirtækjum, en væru skoðanalausir þegar kæmi að rekstri þeirra. „Það er skylda lífeyrissjóðsins að há- marka arðsemi fjárfestinga sinna,“ sagði hann. olikr@frettabladid.is Með fölsuð vegabréf: Sá fjórði í varðhald LÖGREGLUMÁL Fjórði maðurinn hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald grunaður um að hafa aðstoðað þrjá útlendinga sem eru í haldi vegna gruns um að hafa komið hingað til lands með Norrænu fyrir skömmu á fölsuðum vegabréfum. Höfðu menn- irnir þrír dvalið í leiguherbergi í Reykjavík um hríð og er talið líklegt að þeir hafi notið aðstoðar þess fjórða á meðan en sá hefur verið bú- settur hér á landi um tveggja ára skeið. Við handtöku óskuðu mennirn- ir eftir hæli en talið er að þeir séu allir frá Mið-Austurlöndum þó að vegabréf þeirra hafi verið útgefin í Danmörku og á Spáni. ■ HÉRAÐSDÓMUR NORÐURLANDS EYSTRA Í dómsúrskurði héraðsdómsins kemur fram að atburðurinn hafi átti sér stað í partíi eftir dansleik í Tjarnarborg. Tvö ár og tæplega 400.000 króna greiðsla: Hnífstunga í Ólafsfirði DÓMSMÁL Héraðsdómur Norður- lands eystra dæmdi mann á þrí- tugsaldri í tveggja ára fangelsi fyrir hættulega líkamsárás í Ólafs- firði í desemberlok. Maðurinn, Tómas Waagfjörð, réðst að öðrum manni með um 34 sentimetra löngum hníf og stakk hann í vinstri hönd. Hann hlaut 5 sentimetra langan og 5 millimetra djúpan skurð á þumalfingur vinstri handar og lítinn skurð á löngutöng sömu handar. Hann var að öðru leyti óslasaður. Tómasi er gert að greiða tæplega 160 þúsund krónur auk vaxta, þar af 80 þúsund í miskabætur og málsvarnarlaun verjanda síns að sömu upphæð. ■ Ræktaði kannabis: Átján daga fangelsi DÓMSMÁL Maður á fimmtugsaldri var dæmdur í Héraðsdómi Reykja- víkur til að greiða 80 þúsund króna sekt innan fjögurra vikna eða sæta átján daga fangelsi fyrir fíkniefna- brot. Alls voru 108 kannabisplöntur gerðar upptækar hjá manninum sem og 3,57 grömm af kannabis- fræjum eftir að lögreglan í Reykja- vík hafði fengið vísbendingu um að maðurinn seldi fíkniefni. Hann greiðir 90 þúsund krónur í málsvarnarlaun. ■ TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON Segir hægt að koma í veg fyrir þenslu af völdum skattalækkana. Í lagi að lækka skatta ef dregið er úr ríkisútgjöldum: Mælir með skattalækkun SKATTALÆKKANIR Hægt er að koma í veg fyrir þenslu við skattalækkanir ef ríkissjóður sker niður í samræmi við skattalækkanirnar, segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- flokkanna er áætlað að lækka tekju- skattprósentu á einstaklinga um allt að fjögur prósent. Fella á eignar- skatt niður og endurskoða á virðis- aukaskattkerfið með það í huga að bæta kjör almennings. Tryggvi Þór segir ekki skipta máli hvar ríkis- stjórnin byrji að lækka skatta því allar lækkanirnar hafi sömu áhrif. „Ef skorið verður niður í ríkis- útgjöldum er mjög gott að fá skatta- lækkanir. Þá mæli ég með þeim,“ segir Tryggvi Þór. ■ Hluthafafundur Flugleiða hf. Hluthafafundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 10. júní á Nordica Hotel að Suðurlandsbraut 2 og hefst hann kl. 14.00. Dagskrá fundarins: 1. Kosning tveggja manna í stjórn félagsins. 2. Önnur mál. Hluthöfum er sérstaklega bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félags ins að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf hluthafafundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað. Stjórn Flugleiða hf. Sala Kaldbaks í Tryggingamiðstöðinni: Kaldbakur með mikið lausafé VIÐSKIPTI Bókfærður söluhagnaður Kaldbaks af sölunni í Trygginga- miðstöðinni nam tæpum 300 millj- ónum króna. Kaldbakur seldi Straumi fjárfestingarbanka þriðj- ungshlut fyrir rúma fimm milljarða króna. Söluhagnaðurinn er frá síð- asta uppgjöri Kaldbaks í lok mars en heildargengishagnaður af söl- unni er um milljarður króna. Kaldbakur hefur selt mikið af eignum að undanförnu og situr nú á miklu lausafé. Stærsta eign Kaldbaks er tæplega átján pró- senta hlutur í Samherja, sem jafn- framt er stærsti hluthafinn í Kaldbaki. Vangaveltur eru á markaði um það hvort félagið verði leyst upp og eigendum greitt út. Eiríkur Jóhannsson, for- stjóri Kaldbaks, segir ekkert hæft í slíkum vangaveltum. „Við feng- um gott tækifæri til þess að selja og gripum það.“ Hann segir að salan tengist ekki á neinn hátt öðr- um verkefnum. Kaldbakur fjár- festi á dögunum með Baugi í verslunarkeðjunni Goldsmiths. Eiríkur segir ekkert launungar- mál að Kaldbakur horfi til er- lendra fjárfestinga. Ekkert sé úti- lokað um innlendar fjárfestingar ef tækifæri gefist. Þeim hafi hins vegað fækkað að undanförnu. ■ JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Segir að betur færi á því fyrir lífeyrissjóði landsins að taka sér Eng- lendinga til fyrirmyndar, en þar tilnefni lífeyrissjóðir almennt ekki fulltrúa í stjórnir fyrirtækja. VÆNTANLEGUR FORSETI Ghazi Mashal Ajil al-Yawer sagði Íraka þurfa hjálp fjölþjóðlegs herliðs til að verjast óvinum Íraks. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ERILSÖM HELGI Lögreglan í Kópa- vogi stöðvaði um helgina 15 ára gamlan dreng ásamt öðrum pilti á bíl sem þeir höfðu tekið ófrjálsri hendi frá móður annars þeirra. Þá var maður handtekinn eftir að hann braut rúðu á veitingastað og ógnaði fólki með litlum hníf. BÍLVELTA Bílvelta varð við Strandar- heiði á Reykjanesbraut í gærmorg- un. Tveir voru í bílnum og sluppu þeir með lítilsháttar meiðsl. Að sögn lögreglu missti ökumaður stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún valt. Bíllinn er mikið skemmdur. FULLT UNDIR KODDANUM Eiríkur Jóhannsson, forstjóri Kaldbaks, situr á miklu lausafé eftir mikla eignasölu að undan- förnu. Verkefni hans á næstunni verður að finna arðsamar fjárfestingar utanlands og innan. VÍGLUNDUR ÞORSTEINSSON „Ósannindi hitta alltaf ósannindamanninn sjálfan fyrir á endanum.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.