Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 18
Þegar haldið er til útlanda er gott að passa vel upp á peningana því aldrei er að vita hvenær óprúttnir þjófar taka til sinna ráða. Geymdu peningana á mörgum öruggum stöðum þannig að ef vill svo óheppilega til að einhver ræni af þér töskunni þá missir þú bara smáræði - ekki allan ferðasjóðinn. Ef þú ert með peningapung hafðu hann eins lítinn og hægt er svo enginn sjái hann. 50% afsláttur álántökugjalditil 1. júlí Stokkaðu upp fjármálin Þú getur auðveldlega samið um hagstætt lán hjá Frjálsa fjárfestingar- bankanum, sem er kjörið til að skuldbreyta óhagstæðum lánum á borð við skammtímabankalán. Þannig lækkarðu greiðslubyrðina hjá þér og eykur fjárhagslegt svigrúm. Lánið er veitt til allt að 40 ára gegn veði í fasteign. Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúli 13A, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is www.frjalsi. is – með hagstæðu fasteignaláni Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % 5,95% 6,50% 7,50% 8,00% 8,50% 30 ár 5.960 6.320 6.990 7.340 7.690 40 ár 5.470 5.850 6.580 6.950 7.330 4.960 5.420 6.250 6.670 7.080 *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta. Afborgun- arlaust H im in n o g h a f- 90 40 12 4 Túristi í Reykjavík: Gaman að kynnast borginni uppá nýtt Á sumrin heillar oft að nýta sumarfríið vel og skella sér til útlanda. Grasið er jú alltaf grænna hinu meginn en sniðugt er líka að kynnast sínum heimaslóðum og vera eins konar túristi í Reykjavík. Það er margt hægt að gera sem heima- menn gera sér ekki alltaf grein fyrir og auðvelt að skemm- ta sér alveg jafn vel og erlendis. Leggðu bílnum og taktu strætó eða labbaðu allt sem þú þarft að fara alveg eins og í útlöndum. En hvað kostar að vera túristi í Reykjavík? Er það ekki dýrara en að fara til útlanda? Flug fram og til baka og gisting í heila viku er um sextíu þúsund krónur - athugum hvernig er hægt að eyða því í Reykjavík... Þá er vikan búin og þú náðir að eyða heil- um 67.770 krónur sem er aðeins meira en áætlunin í byrjun gerði ráð fyrir en auðvit- að eyðir maður alltaf aðeins meira í út- löndum. Eftir vikuna er maður líka búinn að labba og taka strætó um allan bæ og það er ótrúlegt hvað maður kynnist Reykjavík vel aðeins með því að líta út um gluggann. Oft tekur tíma til að venjast því að vera í sumarfríi og því er ráð að byrja sumar fríið rólega og sofa út. Síðan tekur við... ...hádegismatur á Thorvaldsen um 1.500 kr. ...sund og sólbað 230 kr. ...göngutúr um Laugardal 0 kr. ...tvíréttuð máltíð á Caruso um 4.000 kr. ...bíóferð og popp og kók 1.200 kr. Samtals 6.930 kr. DAGUR 1 Á öðrum degi er um að gera að hafa það notalegt og kannski gera eitthvað heil- brigt til að láta sér líða vel. Þá er gott að... ...kaupa morgunmat í bakaríi um 300 kr. ...fara í veggtennis 800 kr. ...versla sér sumarföt um 10.000 kr. ...fara út að borða á Indókína um 2.000 kr. Samtals 13.100 kr. DAGUR 2 Á þriðja degi er maður virkilega kominn í sumarfrí. Til hvers að gera eitthvað flókið þegar maður getur notið lífsins. Einfaldast er að... ...borða pylsu og kók í hádegismat um 250 kr. ...fara í 90 mínútna lúxusnudd í Laugum 7.900 kr. ...lítil pítsa og kók í kvöldmat á Pizza Hut 990 kr. ...leigja videospólu um kvöldið 500 kr. Samtals 9.640 kr. DAGUR 3 Á fjórða degi segir maður skilið við ein- faldleikann og lætur stjana við sig í heimahögunum. Þá er tilvalið að... ...fá sér hádegismat á Grænum Kosti 1.000 kr. ...fara í hand- og fótsnyrtingu 9.000 kr. ...fara út að borða á Austur Indía Fjélaginu um 4.000 kr. ...fara í leikhús 2.500 kr. Samtals 16.500 kr. DAGUR 4 Eftir dásamlegan fjórða dag er gott að komast aftur á jörðina með skemmtileg- um ein einfaldari fimmta dag. Frábært er að... ...fá sér morgunmat á Bagel House um 800 kr. ...gefa öndunum brauð á tjörninni um 200 kr. ...kíkja í Kolaportið 0 kr. ...fá sér kvöldmat á Vegamótum um 1.700 kr. ...fara á pöbbarölt um 2.500 kr. Samtals 5.200 kr. DAGUR 5 Á sjötta degi nálgast endalokin óðfluga og því frábært að eyða þeim degi mikið til úti við. Margt er hægt að gera og til dæmis að... ...fara í lautarferð í Hljómskálagarðinumum 1.000 kr. ...kíkja á línuskauta og sólbað í Nauthólsvík 0 kr. ...fá sér dagpassa í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn 1.700 kr. ...fá sér kvöldmat á American Style um 1.200 kr. ...skella sér á fótboltaleik 1.200 kr. Samtals 5.100 kr. DAGUR 6 Nú er sumarfríið næstum því á enda komið og um að gera að ljúka því með stæl. Slepptu þér og opnaðu veskið með því að... ...fá þér morgunmat á Hótel Borg 1.200 kr. ...fara upp í Hallgrímskirkjuturn 300 kr. ...fá þér kaffi og köku á Kaffitár um 800 kr. ...fá þér sushi kvöldmat á Maru um 4.000 kr. ...fara á tónleika um 5.000 kr. ...horfa á sólarlagið á afviknum stað 0 kr. Samtals 11.300 kr. DAGUR 7

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.