Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 31
23MIÐVIKUDAGUR 2. júni 2004 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 30 31 1 2 3 4 5 Miðvikudagur JÚNÍ ■ ■ LEIKIR  16.50 Ísland og Frakkland leika í forkeppni Evrópumóts landsliða kvenna í knattpyrnu á Laugar- dalsvellinum.  20.00 Fylkir og Keflavík leika í Ár- bænum í Landsbankadeild karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  16.50 Landsleikur í fótbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Ís- lands og Frakklands í forkeppni Evrópumóts landsliða kvenna.  19.45 Landsbankadeildin á Sýn. Bein útsending frá leik Fylkis og Keflavík í Landsbankadeild karla í knattspyrnu.  22.00 Olíssport á Sýn. Farið yfir íþróttaviðburði dagsins. Mitre Academy Legghlífar Kr. 990.- Án/ökklahlífar Markmannshanskar fyrir krakka kr. 990.- Mitre MS2 Legghlífar Kr. 1790.- m/ökklahlíf Mitre Hydro Frá kr. 3.990.- Mitre Superfit Æfingahanskar Kr. 3.990.- Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36, Reykjavík, sími 588 1560 www.joiutherji.is sendum í póstkröfu Mitre GRT Pro Keppnishanskar Kr. 5.990.- Við eigum gott úrval af HM vörum FÓTBOLTI Skagamenn fóru sann- færandi á topp Landsbankadeildar karla í knattspyrnu eftir 2–1 sigur á KA-mönnum á Akranesi í gær. Haraldur Ingólfsson skoraði sigur- markið úr vítaspyrnu, sitt fyrsta mark fyrir félagið í sjö ár, eftir að Óli Þór Birgisson felldi Kára Stein Reynisson innan vítateigs. Skagamenn voru mun meira ógnandi í leiknum en sem fyrr var vandamál liðsins síðasta send- ingin. Þeir léku oft vel á milli sín út á vellinum en þegar kom að teignum gekk illa að spila í gegn- um sterka varnarlínu KA-manna þar sem Ronni Hartvig var eins og kóngur í ríki sínu. Gunnlaugur Jónsson kom ÍA yfir með skalla eftir hornspyrnu Kára Steins Reynissonar og fyrri hálfleikur var algjörlega í eigu Skagamanna. KA-menn náðu að jafna þegar Atli Sveinn Þórarinsson skallaði aukaspyrnu Deans Martin í netið en Skagamenn náðu að tryggja sér sigurinn. KA-menn pressuðu í lokin og voru óheppnir að jafna ekki leikinn. Hreinn Hringsson var rekinn út af fyrir sitt annað gula spjald í leiknum þegar tíu mínútur voru eftir. ■ Landsbankadeild karla í knattspyrnu í gær: Skaginn fór á toppinn ÍA–KA 2–1 (1–0) 1–0 Gunnlaugur Jónsson 8. 1–1 Atli Sveinn Þórarinsson 55. ■ Það sem skipti máli 2–1 Haraldur Ingólfsson, víti 74. DÓMARINN Gísli Hlynur Jóhannsson Mjög góður BESTUR Á VELLINUM Ronni Hartvig KA TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 15–11 (6–6) Horn 6–2 Aukaspyrnur fengnar 19–19 Rangstæður 1–4 Spjöld (rauð) 0–2 (0–1) MJÖG GÓÐIR Ronni Hartvig KA Dean Martin KA Pálmi Haraldsson ÍA Kári Steinn Reynisson ÍA GÓÐIR Þórður Þórðarson ÍA Gunnlaugur Jónsson ÍA Reynir Leósson ÍA Grétar Rafn Steinsson ÍA Sandor Matus KA Atli Sveinn Þórarinsson KA MARKASKORAR ÍA FAGNA Haraldur Ingólfsson og Gunnlaugur Jónsson skoruðu mörk liðsins í gær og fagna hér marki Gunnlaugs. Manchester-mótið í knattspyrnu í gær: Jafntefli FÓTBOLTI Englendingar og Japanir mættust í gærkvöld á Manchest- er-mótinu í knattspyrnu en við Ís- lendingar erum þar einnig þátt- takendur. Leikar skildu jafnir, 1-1. Það var Michael Owen, leikmaður Liverpool, sem kom Englending- um yfir á 22. mínútu, en Shinji Ono, leikmaður Feyenoord, jafn- aði metin á 53. mínútu. Þar með hefur Englendingum mistekist að landa sigri í fimm síðustu leikjum sínum og víst er að mikil pressa verður á þeim gegn Íslendingum á laugardaginn enda er það loka- leikur þeirra fyrir Evrópukeppn- ina í Portúgal. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Mörg mörk og mikið fjör Fjórtán mörk skoruð í fjórum fyrstu leikjum fjórðu umferðarinnar. Víkingar fengu fyrsta stigið. Eyjamenn skoruðu tvö mörk manni færri gegn KR-ingum. Grindavík vann Fram 3-2. VÍKINGUR–FH 1–1 (0–0) 1–0 Ármann Smári Björnsson 54. 1–1 Vilhjálmur Vilhjálmsson 76. DÓMARINN Erlendur Eiríksson Í meðallagi BESTUR Á VELLINUM Höskuldur Eiríksson Víkingi TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 10–8 (4–3) Horn 6–4 Aukaspyrnur fengnar 9–20 Rangstæður 2–1 Spjöld (rauð) 1–1 (0–0) MJÖG GÓÐIR Höskuldur Eiríksson Víkingur GÓÐIR Kári Árnason Víkingur Sölvi Geir Ottesen Víkingur Tommy Nielsen FH Sverrir Garðarsson FH Heimir Guðjónsson FH FÓTBOLTI Víkingar voru búnir að tapa sex leikjum í röð í efstu deild fyrir leikinn í gær, þremur síðustu sumarið 1999 og þremur fyrstu á þessu tímabili. Síðasta stigið kom í hús gegn Blikum 27. águst 1999. ■ Það sem skipti máli GRINDAVÍK–FRAM 3–2 (3–0) 1–0 Grétar Hjartarson 23. 2–0 Grétar Hjartarson 29. 3–0 Sinisa Kekic 45. 3–1 Ríkharður Daðason 70. 3–2 Ríkharður Daðason, víti 78. DÓMARINN Ólafur Ragnarsson Góður BESTUR Á VELLINUM Grétar Ólafur Hjartarson Grindavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 19–8 (8–5) Horn 2–1 Aukaspyrnur fengnar 14–10 Rangstæður 5–4 Spjöld (rauð) 1–4 (0–0) MJÖG GÓÐIR Grétar Hjartarson Grindavík Sinisa Kekic Grindavík Ríkharður Daðason Fram GÓÐIR Ray Anthony Jónsson Grindavík Óðinn Árnason Grindavík Paul McShane Grindavík Orri Freyr Óskarsson Grindavík Tómas Ingason Fram ■ Það sem skipti máli ÍBV–KR 2–2 (1–2) 0–1 Kristinn Hafliðason 4. 0–2 Arnar Gunnlaugsson, víti 12. 1–2 Gunnar Heiðar Þorvaldsson 45. 2–2 Gunnar Heiðar Þorvaldsson 78. DÓMARINN Magnús Þórisson Slakur BESTUR Á VELLINUM Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–11 (6–6) Horn 5–3 Aukaspyrnur fengnar 20–19 Rangstæður 5–4 Spjöld (rauð) 2–1 (1–0) MJÖG GÓÐIR Bjarnólfur Lárusson ÍBV Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV Mark Schulte ÍBV Ágúst Gylfason KR GÓÐIR Kristinn Hafliðason KR Bjarni Þorsteinsson KR Kjartan Henry Finnbogason KR Ian Jeffs ÍBV Matt Garner ÍBV Atli Jóhannsson ÍBV ■ Það sem skipti máli ■ Staðan í deildinni ÍA 4 2 2 0 5–2 8 Keflavík 3 2 1 0 6–3 7 Fylkir 3 2 1 0 4–1 7 ÍBV 4 1 3 0 5–4 6 FH 4 1 2 1 3–3 5 Grindavík 4 1 2 1 4–5 5 Fram 4 1 1 2 6–6 4 KR 4 1 1 2 5–7 4 KA 4 1 0 3 3–5 3 Víkingur 4 0 1 3 2–7 1 MARKAHÆSTIR Grétar Ólafur Hjartarson, Grindavík 3 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 3 Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Fram 2 Sævar Þór Gíslason, Fylki 2 Þorbjörn Atli Sveinsson, Fylki 2 Magnús Már Lúðvíksson, ÍBV 2 Arnar Gunnlaugsson, KR 2 Ríkharður Daðason, Fram 2 Atli Sveinn Þórarinsson, KA 2 FÓTBOLTI Það voru skoruð 14 mörk í fyrstu fjórum leikjum fjórðu umferðar Landsbankadeildar karla í gær og þetta voru langþráðar fréttir úr deildinni, sem hafði farið mjög rólega af stað í fyrstu þremur umferðunum. Grindavíkurgrýla Framara er enn við lýði og það sást vel í gær þegar Grindvíkingar unnu sinn fyrsta sigur í sumar, 3–2, á Fram í Grindavík. Framarar hafa aðeins unnið 3 af 17 leikjum liðanna í efstu deild og töpuðu í níunda skiptið í gær. Grindavík skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik en Ríkharður Daðason minnkaði muninn í eitt mark með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Framarar léku skelfilega fyrstu 70 mínútur leiksins en tóku völdin þegar fyrirliði Grindavíkur, Sinisa Kekic, þurfti að yfirgefa völlinn. Eyjamenn skoruðu tvö mörk manni færri gegn KR í Eyjum og tryggðu sér 2–2 jafntefli. KR-ingar byrjuðu vel í Eyjum og voru orðnir manni fleiri og tveimur mörkum yfir eftir aðeins 12 mínútuna leik. Kristinn Hafliðason skoraði fyrsta markið og Arnar Gunnlaugsson það seinna úr vítaspyrnu eftir að Eyjamaðurinn Einar Hlöðver Sigurðsson hafði varið á marklínu með hendi og fengið rauða spjaldið að launum. Eyjamenn hætta aldrei og Gunnar Heiðar Þorvaldsson tryggði þeim stig með tveimur mörkum. KR hefur því ekki unnið í Eyjum síðan 1997. Vilhjálmur Vilhjálmsson tryggði Víkingum fyrsta stig sumarsins með frábæru marki í 1–1 jafntefli gegn FH en Ármann Smári Björnsson hafði komið Hafnarfjarðarliðinu yfir í leiknum. Leikurinn var daufur og bæði lið buðu upp á bitlausan sókn- arleik nánast allan tímann. ■ VARNARLEIKUR Í HÁVEGUM HAFÐUR Í VÍKINNI Sverrir Garðarsson hjá FH sækir hér að þeim Þorvaldi Má Guðmundssyni og Stefáni Erni Arnarsyni úr Víkingi. Atli Viðar Björnsson fylgist vel með í bakgrunninum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.