Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 www.gunnimagg . i s Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma Vinningar verða afhendir hjá BT Skeifunni. Reykjavík.99 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb Sendu SMS skeytið JA POPP á númerið 1900 & þú gætir farið á tónleikana. Við sendum þér spurningu sem þú svarar með SMS skeyti JA A, B eða C á númerið 1900. Við sendum þér STRAX til baka númer hvað þú ert og hvort þú hafir unnið eða ekki. Í boði er : MiðaR á P!nk tónleikana • Geisladiskar með P!NK.Varningur með P!NK & fullt af DVD,VHS og CD’s frá BT & Margt margt fleira. Miðasala er í Skífunni og hjá BT Akureyri og Egilsstöðum! Lífið hefur margar hliðar Margir þeir sem eru ungirhalda að lífið sé einn sam- felldur dans á rósum, að lífið eigi að vera þannig og ef það er ekki þannig þá sé það á einhvern hátt misheppnað. Þegar fólk kemst til vits og ára áttar það sig yfirleitt á því að lífið er stútfullt af alls konar verkefnum, reynslu og til- finningum, sumt er gott og sumt er vont, sumt er auðvelt og sumt er erfitt, sumt er gaman og sumt er leiðinlegt. Þannig er einmitt lífið í margbreytileika sínum. SEM BETUR FER er líf flestra þannig að oftar er gaman en leið- inlegt og oftar líður fólki vel en illa. Lífið er samt ansi oft erfitt. Það er jafnvel oftar erfitt en það er auðvelt. Í flestum tilvikum eru erfiðleikar þó þess eðlis að þeir eru einfaldlega verkefni til að leysa og sama hversu óyfir- stíganlegir erfiðleikarnir virðast vera þegar við hrærumst í hring- iðu þeirra, þá komumst við yfir- leitt í gegnum þá og þegar við lít- um um öxl sjáum við að það sem virtist vera ókleifur hamar var fullfær leið. Það þurfti bara að finna hana. OG ÞAÐ sem meira er, erfið- leikar skilja okkur iðulega eftir reynslunni ríkari, reynslu sem við getum nýtt okkur í glímunni við komandi verkefni. Erfiðleik- ar sem við höfum sigrast á geta í besta falli auðgað líf okkar, til dæmis þegar vinnan við að sigr- ast á þeim veldur því að við end- urmetum lífsgildi og forgangsröð sem stundum vill skolast til í hita og þunga dagsins. FYRIR SUMA eru þó lagðar þrautir sem ekki er hægt að leggja á sömu vogarskálar og önnur verkefni lífsins. Þrautir sem eru svo þungar að erfitt er að ímynda sér hvernig hægt er að lifa með þeim. Andspænis slíkum þrautum stendur maður- inn varnarlaus og ógnarsmár. Þá kemur til kasta samferðafólksins að líkna og styðja við. Þegar fólk lendir í slíkum þrautum er ekki annað hægt en að biðja því allrar blessunar og vona að lífið eigi líka eftir að gefa því eitthvað sem er gott og fallegt. ■ BAKÞANKAR STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.