Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 14
ORÐRÉTT Innan fárra daga verða kosnir þingmenn sem munu á næstu árum oftlega hafa meiri áhrif á ís- lenska löggjöf en íslenskir alþing- ismenn. Um það bil 350 milljónir manna hafa atkvæðisrétt í kosn- ingunum en nær engir Íslending- ar eru þar á meðal. Evrópuþingið sem kosið verð- ur til í beinum kosningum í 25 ríkjum Evrópusambandsins 13. júní hefur vaxið mjög að mikil- vægi á síðustu árum. Um það bil fjögur af hverjum fimm nýjum lögum ESB þurfa nú samþykki þingsins en meirihluti lagasetn- ingar í aðildarlöndum sambands- ins á uppruna sinn hjá Evrópu- sambandinu. Þingið tekur lög ekki aðeins til samþykktar eða synjun- ar heldur hefur það vaxandi áhrif á innihald lagasetningar Evrópu- sambandsins. Ef ný stjórnarskrá ESB verður að veruleika á næstu misserum munu áhrif þingsins vaxa enn frekar. Evrópuþingið mun hafa umtalsverð áhrif á stór- an hluta allrar nýrrar löggjafar á Íslandi á næstu árum. Stundum er sagt, og það með nokkrum rétti, að EES samning- urinn hafi gefið okkur Íslending- um allt sem við vildum í sam- skiptum okkar við Evrópu án þess að við þyrftum að fórna nokkru í staðinn. Samningurinn var líklega ásamt síðari heimstyrjöldinni og kalda stríðinu einn þriggja stórra happdrættisvinninga okkar Ís- lendinga á tuttugustu öldinni. Ólíkt hinum var hann líka heppi- legur fyrir viðskiptavini okkar. Samningurinn varð hins vegar ekki til fyrir vinskap í garð Ís- lendinga og hefði ekki orðið að veruleika nema fyrir sögulegar tilviljanir sem sneru að arfleifð síðari heimstyrjaldarinnar og lok- um kalda stríðsins. Við fengum að fljóta með og héldum samningn- um eftir að þjóðirnar sem hann var hugsaður fyrir gengu í ESB, eins og Svíþjóð og Austurríki, eða gerðu sérsamninga við samband- ið eins og Sviss. Samningurinn felur hins vegar greinilega í sér þá fórn að við höf- um ekki alltaf mikla möguleika til að hafa áhrif á löggjöf sem við þurfum þó að innleiða í íslensk lög. Það munu að vísu engin dæmi vera til um að þetta hafi komið sér stórkostlega illa fyrir íslenska hagsmuni. Mikið af þeirri réttar- bót sem orðið hefur á Íslandi á síðustu árum hefur líka komið að utan og á ýmsum sviðum allt frá dómsmálum til viðskiptamála get- um við verið þakklát fyrir útlenda leiðsögn. Íslensk stjórnvöld hafa líka yfirleitt getað komið sjónar- miðum sínum á framfæri þegar um sérstök hagsmunamál er að ræða. Það er líka aðeins í undan- tekningartilvikum sem hagsmun- ir okkar eru öndverðir við hags- muni viðskiptalanda okkar í Evr- ópu. Fyrir þá sem líta með hefð- bundnum hætti til fullveldis hlýt- ur málið hins vegar að vera mjög alvarlegt. Frá sjónarhóli lýðræðis hljóta áhyggjurnar líka að fara vaxandi. Þetta er ekki síst vegna auk- inna valda Evrópuþingsins. Vax- andi áhrif þingsins gera lagasetn- ingu í ESB flóknari og auka vægi stofnunar sem við eigum ekki trausta aðkomu að. Við eigum enga fulltrúa á Evrópuþinginu og hagsmunagæsla íslenska ríkisins gagnvart því er um margt erfiðari en gagnvart öðrum stofnunum sambandsins. Vaxandi völd þings- ins vekja ennfremur athygli á þeirri óþægilegu staðreynd að kjósendur í Póllandi og Portúgal geta stundum haft áhrif á íslenska löggjöf sem íslenskir kjósendur og þingmenn hafa ekki áhrif á. Áhrif Íslendinga á Evrópu- þinginu væru auðvitað ekki mikil þótt við værum aðilar að ESB. Væri okkur úthlutað sætum í samræmi við stærð þjóðarinnar fengjum við innan við hálfan þingmann á 732 manna þingi en hálf milljón kjósenda að meðaltali er að baki hvers þingmanns. Ekk- ert ríki hefur hins vegar færri þingmenn en þá fjóra sem Malta hefur á þinginu og mætti ætla að við fengjum þrjá eða fjóra þing- menn ef við værum í ESB. Danir og Finnar hafa sextán, Þjóðverjar tæplega hundrað svo dæmi séu tekin. Þótt þingmenn á Evrópu- þinginu líti í vaxandi mæli á sig sem fulltrúa pólitískra sjónar- miða frekar en fulltrúa tiltekinna landa taka þingmenn einstakra ríkja oftlega höndum saman þeg- ar um er að ræða sérstök hags- munamál viðkomandi ríkis. Rík hefð er fyrir því í öllum stofnun- um ESB að taka alvarlega sér- hagsmuni ríkja og ganga ekki gegn þeim. Þótt Evrópuþingið hafi fengið aukin áhrif og völd verður ekki sagt að þingið vekji mikinn áhuga kjósenda og líklegt er að einungis helmingur evrópskra kjósenda neyti atkvæðisréttar síns. Það er raunar álíka þátttaka eins og í bandarískum forsetakosningum og mun meiri þátttaka en oft er í bandarískum þingkosningum. Þinginu hefur hins vegar greini- lega mistekist að ná til almenn- ings. Það gæti breyst á næstu árum þegar mönnum verður ljós- ara að þangað eru að safnast raunveruleg völd. ■ F ram að síðasta starfsdegi Alþingis í vikunni sem leið ríkti óvis-sa um það hvort væntanlegt frumvarp ríkisstjórnarinnar umskattalækkanir yrði lagt fram. Niðurstaðan var að fresta málinu fram á haust. Hefur komið fram að Sjálfstæðisflokkurinn vildi sýna frumvarpið fyrir þinglok en að Framsóknarflokkurinn hafi hafnað því. Þetta hefur kallað fram vangaveltur um það hvort málið geti jafnvel orðið tilefni stjórnarslita á haustdögum þegar kveða þarf upp úr um innihald frumvarpsins. Hafi ríkisstjórnin ekki áhuga á að framhald verði á slíkum bollaleggingum virðist skynsamlegt að forsvarsmenn hennar, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra, kveði þetta tal niður nú þegar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar á síðasta ári voru gefin ótví- ræð loforð um skattalækkanir, bæði eðli þeirra og tímasetningu. Þar sagði að ríkisstjórnin ætlaði „að nýta aukið svigrúm ríkissjóðs til að tryggja aukinn kaupmátt þjóðarinnar með markvissum aðgerðum í skattamálum“. Þetta var skýrt svo: „Á kjörtímabilinu verður m.a. tekjuskattsprósenta á einstaklinga lækkuð um allt að 4%, eignarskatt- ur felldur niður, erfðafjárskattur samræmdur og lækkaður og virðis- aukaskattkerfið tekið til endurskoðunar með það í huga að bæta kjör al- mennings. Enn fremur er ætlunin að auka möguleika almennings á skattfrjálsum viðbótarlífeyrissparnaði. Skattalækkanir verði nánar ákveðnar í tengslum við gerð kjarasamninga“. Í ljósi þess að nokkrir mánuðir eru liðnir síðan gengið var frá kjara- samningum stærstu samtaka á vinnumarkaði er ekki óeðlilegt að óþol- inmæði hafi verið farið að gæta innan þings og utan með efndir þessa loforðs. Framsóknarflokkurinn hefur ekki gefið skýr svör við því hvers vegna hann lagðist gegn því að frumvarpið yrði lagt fram fyrir þinglok. Við vitum því ekki hvort skoðanamunur er á milli stjórnar- flokkanna um mikilvæg efnisatriði í því frumvarpi sem þegar mun hafa verið samið. Í grein sem Hjálmar Árnason þingflokksformaður framsóknar- manna ritar á heimasíðu sína á netinu í fyrradag staðhæfir hann að aldrei hafi annað staðið til en að efna loforðið. En hvert er þá vanda- málið? Þau orð að kjarasamningum sé ekki að fullu lokið þar sem ósamið sé við opinbera starfsmenn eru ekki sannfærandi því að frá upphafi hefur verið ljóst að átt var við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Þess er heldur ekki að vænta að opinberir starfsmenn rjúfi þær viðmiðanir sem samið hefur verið um. Hjálmar Árnason gefur hins vegar til kynna að ágreiningur sé um efnisatriði með því að velta upp spurningum um það hvort svigrúm sé til fjögurra prósenta lækkunar tekjuskatts ef einnig eigi að lækka virð- isaukaskatt á matvæli og taka upp svokölluð barnakort. Einnig gerir hann að umtalsefni fjárhagsleg vandamál velferðarkerfisins í þessu samhengi. Vangaveltur þingmannsins eru út af fyrir sig málefnalegar. Auðvitað hljóta stjórnvöld að vega og meta tekjur og útgjöld ríkissjóðs þegar ákvarðanir eru teknar um skattalækkanir. En kjarni málsins er sá að í stjórnarsáttmálanum var búið að slá föstu hvaða leiðir yrðu farnar og hvenær. Óviðunandi er að við það sé ekki staðið. Almenning- ur á rétt á því að fá skýr svör við því hvaða ljón séu í veginum. ■ 2. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Almenningur á rétt á að vita hvort ágreiningur sé innan stjórnarflokkanna um skattalækkanir. Óviðunandi tafir á skattafrumvarpi Villst á guðspjalli Frelsið [eftir John Stuart Mill var] kannski óheppileg lesning í málþófi eins þingmanna Sam- fylkingarinnar. Máli sínu til stuðnings hefði hann átt að fara með Hayek eða Milton Fried- man eða Hannes Hólmstein, annálaða og ótvíræða Ayatollah óskoraðs frelsis einstaklingsins. Glúmur Baldvinsson DV 1. júní. Steinhissa Mjög kemur á óvart að tveir þing- menn Sjálfstæðisflokksins skuli hafa uppi brigslyrði í garð Fram- sóknarflokksins vegna skatta- málanna. Tilefnið er óþarft því aldrei hefur staðið til annað en að fylgja eftir því sem kveðið er á um skattalækkanir í stjórnarsátt- málanum. Hjálmar Árnason alþingismaður. Althingi.is/hjalmara Lögfræði fyrir byrjendur Samkvæmt meginreglum ís- lenskrar stjórnskipunar er það hlutverk löggjafans að setja lög. Við það verkefni er hann bund- inn af reglum stjórnarskrárinnar. Jón Steinar Gunnlaugsson lagapró- fessor. Morgunblaðið 1. júní. FRÁ DEGI TIL DAGS En kjarni málsins er sá að í stjórnarsáttmálanum var búið að slá föstu hvaða leiðir yrðu farnar og hvenær. Óviðunandi er að við það sé ekki staðið. Al- menningur á rétt á því að fá skýr svör við því hvaða ljón séu í veginum. ,, ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG EVRÓPUÞINGIÐ JÓN ORMUR HALLDÓRSSON Löggjafi í Evrópu Við eigum enga full- trúa á Evrópuþinginu og hagsmunagæsla íslenska ríkisins gagnvart því er um margt erfiðari en gagnvart öðrum stofnunum sam- bandsins. Vaxandi völd þingsins vekja ennfremur athygli á þeirri óþægilegu staðreynd að kjósendur í Póllandi og Portúgal geta stundum haft áhrif á ís- lenska löggjöf sem íslenskir kjósendur og þingmenn hafa ekki áhrif á. ,, Til varnar Pútín Sú grundvallarregla réttarríkisins að menn eru saklausir uns sekt er sönnuð fyrir dómi virðist eiga erfitt uppdráttar hjá ritstjóra Prövdu - afsakið Morgunblaðsins - eigi rúss- neskir viðskiptajöfrar í hlut. Ritstjórinn furð- ar sig á því í leiðara blaðsins í gær að á Vest- urlöndum skuli vera útbreiddar efasemdir um það hvort handtökur og rannsóknir á fjármálum nafnkunnra rússneskra auðkýf- inga byggist á lögmætum sjónarmiðum. Ritstjórinn setur á sig skikkju rúss- nesks saksókn- ara - nú eða blaðafulltrúa Pútíns forseta - og spyr að hætti málflytjanda í sóknarræðu: „Er óhugsandi að þessi maður hafi í raun stundað stórfelld skatt- svik? Ef svo er hví skyldi hann ekki fá dóm fyrir þau skattsvik?“ Látum liggja milli hluta hvað er hugsanlegt og hvað óhugsandi. Það svið er nokkuð breitt! En gott - fyrir Pútín - að einhver hef- ur trú á rússnesku lýðræði og réttarkerfi. Nema lesa eigi pistilinn í anda Kremlar- fræða? Þá hefur ritstjórinn áreiðanlega gert góðverk á heimavelli og glatt a.m.k. eina sál. Tilefni til stjórnarslita? Sjálfstæðismenn eru mjög reiðir fram- sóknarmönnum fyrir „svik“ í skattamálum. Skyggir málið á samstarf flokkanna og set- ur spurningarmerki við það hvað gerast muni við ráðherraskiptin í haust. Fram- sóknarmenn búa sig undir það að sjálf- stæðismenn muni hafa í frammi ýtrustu kröfur um skattalækkanir og að gengið verði frá þeirri niðurstöðu áður en Halldór Ásgrímsson tekur við forsætisráðuneytinu 15. september. Annars vofi stjórnarslit yfir. Kannski mun því sigur framsókn- armanna á síð- ustu dögum þingsins telj- ast dýrkeyptur þegar öll kurl eru komin til grafar í haust. degitildags@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.