Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 38
30 2. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ FÓLK Í FRÉTTUM Ég fékk að sjá fyrsta þáttinn ígær og mér líst mjög vel á þetta,“ segir Klara Ósk Elíasdóttir, ein af stúlkunum í bandinu Nylon sem fylgst verður með á Skjá einum í allt sumar, en Nylon-þátturinn verður sýndur í kvöld klukkan níu. „Fyrsti þátturinn er svolítið ólíkur því sem á eftir kemur því þarna er verið að kynna okkur til leiks. Þátt- urinn byggir því aðallega á viðtöl- um við okkur stelpurnar þar sem við reynum að sýna fram á hverjar við erum og hvernig við vinnum. Framvegis verður svo meira fylgst með okkur í daglega lífinu þar sem við glímum við tónlistarbransann og allt sem honum fylgir. Það verð- ur sýnt frá því þegar við erum á söngæfingum og fylgst með um- stanginu sem fylgir því þegar við komum fram.“ Klara viðurkennir að spenningur fylgi því að taka þátt í sjónvarps- þáttunum. „Þetta er viss opinberun þó að við séum ekki að segja frá okkar dýpstu leyndarmálum í þátt- unum. Við erum auðvitað að koma fram fyrir alþjóð og það fylgir því athygli sem er bæði af hinu góða og hinu slæma.“ Klara segir þær stöllur ekki alltaf vera uppstrílaðar í þáttunum. „Þetta er unnið í heimildarmynda- stíl og líka fylgst með hversdags- legum hlutum hjá okkur. Þetta er alls ekki raunveruleikaþáttur í þeim skilningi heldur er fyrst og fremst verið að sýna hvað er að gerast á bakvið tjöldin hjá hljómsveitinni Nylon. Við stelpurnar erum að venj- ast myndavélinni og engin af okkur myndi nenna að vera alltaf máluð og greidd. Það myndi taka of mikið á taugarnar að vera alltaf að spá of mikið í því hvernig fötum við eigum að vera í en við erum reyndar farð- aðar fyrir viðtölin í fyrsta þættin- um og þegar við förum í myndatök- ur og komum fram. Milli þess þá erum við bara við sjálfar.“ ■ Opinberun Nylon NYLON Segja þáttinn um Nylon alls ekki vera raunveruleikaþátt en að þar verði fylgst með því sem gerist á bakvið tjöldin hjá hljómsveitinni. NYLON KLARA ÓSK ELÍASDÓTTIR ■ Er ánægð með fyrsta Nylon-þáttinn sem sýndur verður á Skjá einum í kvöld. Menningarhátíðin á Grand Rokk hefst á morgun! Myndlistarsýning, glæpasagnakeppni, tónlist, spurningarkeppni, kvikmyndasýningar, gjörningur, stuttmyndahátíð, bókauppboð, listaverkauppboð og að sjálfsögðu tónlist alla daga og öll kvöld! Fylgist með á www.grandrokk.is Byrjaði allt í bílskúrnum Frá því ég var lítil hef ég veriðað taka upp vélar í bílskúrnum með föður mínum,“ segir Gyða Ólafía Friðbjarnardóttir, sem út- skrifaðist á dögunum sem bifvéla- virki frá Borgarholtsskóla. Við útskriftarathöfnina flutti Gyða ræðu fyrir hönd nemenda en hún var verðlaunuð fyrir best- an árangur í faggreinum bifvéla- virkjunar. „Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1997 og fór þá í Háskólann á Ak- ureyri í þrjár annir og lærði iðju- þjálfun,“ segir Gyða og bætir því við að á þeim tíma hafi hún verið að reyna að finna út hvað hún vildi leggja fyrir sig. Aðspurð hvernig ákvörðunin um bifvéla- virkjanámið hafi verið tekin segir Gyða Fiat-sportbíl hafa verið or- sakavaldinn. „Faðir minn eignað- ist ‘74 árgerð af Fiat-sportbíl eitt árið. Hann er algjör stelpubíll, demantsrauður, krómaður og mjög fallegur að innan. Síðan ger- ist það að hann bilar og faðir minn ætlar að henda honum. Mér fannst það algjör synd þar sem ég hafði þurft að horfa á eftir öðrum fallegum bíl þegar ég var lítil. Ég sagði því hingað og ekki lengra, ég er farin í skóla að læra að gera þennan bíl upp.“ Gyða vinnur hjá Toyota við söluskoðun notaðra bíla þessa dag- ana. En ætli Gyða finni fyrir for- dómum þar sem fáar konur eru í greininni? „Við erum tiltölulegar fáar miðað við heildina en við vor- um þó þrjár sem brautskráðumst núna. Fólki finnst frábært að ég hafi ákveðið að feta þessa braut og ég fæ aldrei neikvæð viðbrögð. Það er kominn tími til að kvenþjóð- in fari að gera eitthvað á þessu sviði og fólki finnst æðislegt að konur séu að feta inn á þessa braut og brjóta upp hið hefðbundna karlaveldi í stéttinni.“ ■ Starfsmenn hellulagningarfyrir-tækis í Hafnarfirði hafa ákveðið að taka mjög alvarlega þá spurningu hvort forsetinn muni skrifa undir hið svokallaða fjölmiðlafrumvarp þegar hann fær það til undirritunnar. Hafa þeir því stofnað til veðmáls um hvort verður að þessari undirskrift eður ei. Munu Hafnfirðingar eiga á hættu að sjá G-streng þess sem tapar veðmál- inu læðast upp úr buxnastrengnum á meðan hann leggur hellur í Firðin- um. Þetta þykir til marks um að þó svo að deilt sé um hvort forsetinn hafi völd, þá hafi hann í það minnsta áhrif. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Hótel Bjarg. Brynjar Björn Gunnarsson. Vikur. Lárétt: 1 tignarmaður, 5 karlfugl, 6 hvað, 7 tveir eins, 8 haf, 9 rita, 10 ending, 12 samið, 13 nægilegt, 15 bardagi, 16 þráður, 18 ríki. Lóðrétt: 1 stendur jafnfætis, 2 fá verð- mæti, 3 sólguð, 4 stríðið, 6 ofar, 8 sjáðu til, 11 ask, 14 fruma, 17 öfug röð. Lausn: Lárétt: 1jarl,5ara,6ha,7ff, 8sær, 9 skrá,10in,12ort, 13nóg,15at,16garn, 18óman. Lóðrétt: 1jafningi, 2arf, 3ra,4baráttan, 6hærra,8sko,11nóa,14gró, 17nm. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 GYÐA ÓLAFÍA FRIÐBJARNARDÓTTIR Gyða valdi bifvélavirkjun til að bjarga Fiat-sportbíl föður síns. ÚTSKRIFT GYÐA ÓLAFÍA ■ hlaut verðlaun fyrir bestan árangur í faggreinum bifvélavirkjunar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.