Fréttablaðið - 02.06.2004, Page 10

Fréttablaðið - 02.06.2004, Page 10
10 2. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR ALLIR DANSA SAMBA Brasilísk kona dansar samba á götum úti í Berlín. Þar var haldin menningarkjöt- kveðjuhátíð um helgina og gengin skrúð- ganga af því tilefni. Um 4.200 þátttakend- ur frá öllum heimshlutum tóku þátt í skrúðgöngunni. Forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík: Fortíðardraugur lagður að velli MENNTUN „Enn einn fortíðar- draugurinn hefur verið lagður að velli,“ segir Þórður S. Gunnars- son, forseti lagadeildar Háskól- ans í Reykjavík, um lagabreyt- ingu er varðar lögmenn. Hann fagnar því að breytingin skuli nú hafa verið bundin í lög og segir mikið baráttumál í höfn. Breytingin felur í sér að sá sem sækir um réttindi til að vera héraðsdómslögmaður skuli hafa lokið fullnaðarnámi í lögfræði með meistaraprófi eða embættis- prófi frá lagadeild háskóla sem viðurkenndur sé af menntamála- ráðuneytinu samkvæmt lögum um háskóla. Þeir sem ljúka grunn- og meistaranámi frá laga- deild HR hafa þar með lokið fullnaðarnámi í framangreindum skilningi og uppfylla því umrætt lagaskilyrði fyrir öflun lög- mannsréttinda. „Við höfum ekkert á móti því að aðrir skólar útskrifi lögfræð- inga svo fremi sem vel er að því staðið, þannig að uppfylltar séu sömu kröfur og gilt hafa hér og gilda í nágrannalöndunum,“ segir Eiríkur Tómasson, forseti laga- deildar Háskóla Íslands. ■ DÓMSMÁL Það er lögmaður fyrrum leigjenda Hótels Arkar í Hvera- gerði sem leitað hefur til dóm- stóla vegna sölu hótelsins í febrú- ar síðastliðnum. Salan vakti strax harðar deilur, annars vegar milli kaupenda og hins vegar milli tveggja aðila, sem höfðu leigt rekstur hótelsins, svo og annarra tveggja sem töldu sig vera búna að kaupa hótelið. Forsaga þessa máls er í stuttu máli sú að tveir veitingamenn, Óli Jón Ólason og Ágúst Ólason, tóku hótelreksturinn á leigu af Jóni Ragnarssyni, þáverandi eiganda Hótels Arkar, um mánaðamótin janúar-febrúar. Samhliða stóðu yfir viðræður Jóns og Jónasar A. Þ. Jónssonar og Ívars Ómars Atla- sonar um kaup hinna síðarnefndu á hótelinu. Gengið var frá kaup- samningi við þá 30. janúar. Leigu- takarnir hófu rekstur hótelsins af fullum krafti í kjölfarið, meðal annars með vinnu að samningum og bókunum. Greiddu þeir 2,4 milljónir króna í leigu fyrir febrúarmánuð. Þeim var að sögn jafnframt tjáð að ef kaupsamn- ingurinn yrði af einhverjum ástæðum felldur úr gildi myndu þeir leigja hótelið áfram af Jóni. Þann 23. febrúar var þeim hins vegar tilkynnt fyrirvaralaust að búið væri að selja hótelið þriðja aðila, Nóa fasteignafélagi. Leigj- endunum var gert að yfirgefa hótelið og tók Nói fasteignafélag þegar við rekstrinum. Kröfur þær sem lögmaður leigjendanna fyrrverandi leggur fram í dómi eru þær að leigjendun- um verði veitt umráð yfir rekstri hótelsins og húsnæði, ásamt lausa- fé. Jafnframt að núverandi eigend- ur og rekstraraðilar verði bornir út með beinni aðfarargerð. Þá er þess krafist að þeir greiði allan málskostnað og að fjárnám verði heimilað fyrir kostnaði, bæði hjá Nóa fasteignafélagi og Jóni Ragn- arssyni, seljanda hótelsins. Óli Jón Ólason veitingamaður sagði við Fréttablaðið vegna deil- unnar sem reis vegna sölunnar í vetur að leigjendurnir myndu verða fyrir verulegu tjóni vegna þessa máls. jss@frettabladid.is Tólf slösuðust: Tvær lestir skullu saman DANMÖRK Tólf slösuðust þegar tvær farþegalestir skullu sam- an rétt fyrir utan Holstebro á Jótlandi snemma í gærmorgun. Flestir farþeganna meiddust lít- ið en tveir heldur meira þó að meiðsl þeirra væru ekki mjög alvarleg. Lestirnar voru á leið í gagn- stæða átt þegar þær lentu hvor framan á annarri. Þær voru hins vegar á litlum hraða og skaðinn því minni en ella hefði getað orðið. Orsakir slyssins eru óþekkt- ar en rannsókn á slysinu hófst í gær. ■ Farið verður í alla helstu hluta stuttmynda- gerðar þ.e. myndatöku, klippingu, hljóðsetningu, hreyfimyndir og handritagerð. Unnin verða einstaklings og hópaverkefni sem miðast við að hver og einn verði í lok námskeiðsins tilbúinn að skapa sitt eigið meistaraverk. Æskilegt er að nemendur hafi aðgang að stafrænni myndbandsupptökuvél og ekki er verra að hafa með hugmynd að handriti. Frábær tveggja vikna skóli fyrir alla verðandi kvikmyndagerðamenn á aldrinum 12-15 ára. Námskeiðin eru sem hér segir: Nr. 1 - 21. júní til 2. júlí frá 9:00 til 12:00 Nr. 2 - 21. júní til 2. júlí frá 13:00 til 16:00 Nr. 3 - 9. til 20. ágúst frá 9:00 til 12:00 Nr. 4 - 9. til 20. ágúst frá 13:00 til 16:00 Hlíðasmára 9 - Kópavogi – hefur þú séð DV í dag? Keflvíkingur borgaði nektardans með kreditkorti Bandaríkjahers KJARAMÁL Lyfjafræðingafélag Ís- lands og Samtök atvinnulífsins hafa undirritað kjarasamning vegna apóteka. Samningurinn gildir til ársloka 2007. Samningurinn kveður á um 3,25 prósenta upphafshækkun frá 1. júní og önnur 3 prósent 1. janúar 2005. Samningsforsendur taka mið af fyrri samningum Samtaka at- vinnulífsins. Lyfjafræðingar hafa samið um tilfærslu frídaga og geta því, í sam- vinnu við atvinnurekanda, fært fimmtudagsfrí yfir á annan virkan dag svo sem mánudag eða föstudag. LYF „Samningsaðilar eru sammála um að stuðla að aukinni endurmenntun lyfjafræðinga. Í því skyni verði stofnaður sérstakur endurmenntunarsjóður í hverju fyrirtæki,“ segir í kjara- samningi Lyfjafræðingafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Lyfjafræðingar semja: Geta fært til frídaga EIRÍKUR TÓMASSON Allir uppfylli sömu kröfur. Krafa um útburð kaup- enda Hótels Arkar Enn er hart tekist á um eignarhald á Hótel Örk í Hveragerði. Lögð hefur verið fram svokölluð innsetningarkrafa, sem í raun felur í sér að látið er reyna á lögmæti sölu hótelsins. Málið er fyrir Héraðsdómi Suðurlands. ÁTÖK UM HÓTEL ÖRK Lögmaður fyrrum leigjenda rekstrar Hótels Arkar krefst þess að kaupendur hótelsins verði bornir út og kaupunum rift.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.