Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 2. júní 2004 ■ TÓNLIST SUMARjazz á Argentínu næstu tvo fimmtudaga Jazztríó Björns Thoroddsen leikur fyrir matargesti. 3. júní Jazztríó BjörnsThoroddsen Björn Thoroddsen Guðmundur Steingrímsson (Papa Jazz) Jón Rafnsson Í tilefni þessara tónlistarkvölda höfum við sett saman 3ja rétta kvöldverð og kynnum Alamos vín frá Argentínu sem fara sigurför um heiminn. Matseðill Snöggsteikt risahörpuskel og humar á ratatouille með humarsósu Grilluð nautasteik með bakaðri kartöflu og Béarnaise sósu Frosin Tiramisu með sætu hindberjamauki Kaffi kr. 4.900.- Verið velkomin Borðapantanir í síma 551 9555 eftir kl. 14:00 e-mail: salur@argentina.is Réttarhöldin yfir MichaelJackson hefjast 13. septem- ber samkvæmt ákvörðun dómara í Santa Barbara þar sem réttað verður yfir söngvaranum. Búist var við því að réttarhöldin myndu hefjast í desember en dómari sá enga ástæðu til þess að bíða svo lengi. Verjendur í málinu reyna nú að finna ástæður til þess að fresta réttarhöldunum um nokkra mán- uði. Þeir reyna líka hvað þeir geta til þess að fá dómara til þess að lækka tryggingargjaldið á hendur Jackson, en samkvæmt ákvörðun dómara þarf hann að greiða 3 milljónir króna fyrir frelsi sitt fram að réttarhöldum. Saksóknari í málinu krafðist þess að gjaldið yrði þetta hátt til þess að söngvar- inn freistist síður til þess að flýja land í stað þess að verða sendur í fangelsi. Jackson er sakaður um kyn- ferðisbrot gagnvart krabbameins- sjúki barni, auk tilraunar til mannráns og að gefa barni undir lögaldri áfengi. Popparinn heldur fram sakleysi sínu. ■ Réttað í september [ MÁL ] MICHAELS JACKSON MICHAEL JACKSON Verður í fyrsta skiptið á ævinni að svara yfir ásakanir í réttarsal, en hingað til hefur hann komið sér hjá því. Þjóðverjar gleyma íslenskuhljómsveitinni Mezzoforte lík- legast seint en hún sló í gegn um allan heim á níunda áratugnum. Upp frá því hafa liðsmenn margir hverjir haft annan fótinn úti í lönd- um, þá aðallega gítarleikarinn Friðrik Karlsson og trommuleikar- inn Gunnlaugur Briem sem báðir hafa leikið inn á plötur heims- þekktra tónlistarmanna. En Gulli leyndi á sér og innra með sér geymdi hann neista sem hann hleypti svo út á fyrstu sóló- plötu sinni sem kom út fyrir rúm- um tveimur árum. Nú hefur hann stofnað utan um sig hljómsveitina Earth Affair, sem hann mannar þó einn eins og er, og gefið út fyrstu breiðskífu sína, Chapter One. Plat- an kemur út í Evrópu í næsta mán- uði. „Þessi tónlist á rætur sínar að rekja til Íslands en hún er undir áhrifum frá Frakklandi, Tyrklandi og Írlandi,“ útskýrir Gulli. „Þetta er kraftmikil afslöppunartónlist, „tjillát“ sem krossar aðeins yfir í triphop. Ég gaf mér alveg lausan tauminn með þetta. Þannig er eitt lag sem er sungið á latínu, annað á frönsku og svo syngur Morten Harket lag á ensku. Ég fer um víð- an völl en það er samt einhver þráður í gegnum þetta.“ Fyrir þá sem ekki þekkja þá er Morten í norsku poppsveitinni A- ha sem sló allrækilega í gegn á ní- unda áratugnum. Morten syngur lagið Gilda’s Prayer sem nú er í mikilli spilun á Rás 2. „Við kynnt- umst fyrir sex, sjö árum í gegnum sameiginlega vini í Osló. Við hitt- umst alltaf annað slagið og svo þegar ég var að vinna lagið þá fannst mér pláss fyrir rödd og fannst hann vera besti gæinn til þess að gera þetta. Sönglínan ligg- ur svolítið hátt og hann hefur flotta falsetturödd sem getur ráðið við þetta. Hann fer niður og upp án þess að þurfa að pína sig.“ Auk Mortens bregður fyrir á plötunni Flood, upptökustjóra U2 sem vinnur með honum lagið Tun- isia, Einari „Eberg“ Tönsberg og Bird. Gulli setti saman 6 manna hljómsveit fyrir Iceland Fashion Week síðast og vonast til þess að spila plötuna á tónleikum um Evr- ópu. Hann dreymir líka um áfram- haldandi ævi Earth Affair, eins og nafn plötunnar, Chapter One, gef- ur til kynna. „Ég hef ekki hug- mynd um af hverju en ég sé þetta fyrir mér sem þrjá kafla. Við verð- um þó bara að byrja á byrjunni og sjáum svo hvernig gengur,“ segir Gulli hógvær að lokum. ■ Gulli og mál jarðarinnar GULLI BRIEM Segir plötu Earth Affair ekki vera týpíska trommuleikaraplötu, heldur hafi hann brotið utan af sér alla ramma.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.