Fréttablaðið - 18.06.2004, Síða 4

Fréttablaðið - 18.06.2004, Síða 4
4 18. júní 2004 FÖSTUDAGUR Hlutverk fyrrverandi forseta þjóðarinnar: Óformlegir fulltrúar embættisins F O R S E T A E M B Æ T T I Ð „Fyrrum forsetar komast aldrei undan því að hafa verið for- setar og stundum er ætlast til þess að þeir komi að einhverjum málum sem slíkir, en þeir eru að sjálf- sögðu ekki fulltrúar forsetaembættisins, né hafa neinum skyldum að gegna við það,“ segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- um forseti Íslands. „Ég harma það hvernig afstaða mín hefur verið afflutt síðustu daga. Það var ekki né er ætlun mín að taka afstöðu opinberlega í við- kvæmu fjölmiðla- máli,“ segir hún og vísar þar til frétta- flutnings af ákvörð- un hennar um að koma ekki fram á Grímunni, verð- launahátíð leikhús- anna. Gunnar Helgi Kristinsson, prófess- or í stjórnmálafræði, er sama sinnis um stöðu fyrr- verandi forseta. Hans mat er þó að neitun um þátttöku í Grímunni beri vott um nokkra við- kvæmni. „Ég hefði ekki talið það neitt vandamál fyrir Vig- dísi Finnbogadóttur að koma fram, jafn- vel þó að stríð væri í íslenskri pólitík og forseti Íslands kæmi þar við sögu. En þetta er hennar mat og út af fyrir sig ekk- ert við því að segja.“ Skýringuna segir Gunnar Helgi kunna að liggja í ólíkum viðhorfum Vigdísar og Ólafs Ragnars til embættisins. „Ólaf- ur Ragnar hefur bæði að gjörðum og yfirlýsingum lýst öðrum hugmyndum um forsetaembættið en þeim sem birst hafa í yfirlýsingum og gjörðum Vigdís- ar,“ sagði hann og vísaði til hugmynda Vigdísar um ópóli- tískt forsetaemb- ætti. „Því þarf ekki að vera neitt óeðli- legt við að hún haldi sig við sína hugmynd um embættið og telji af þeim ástæðum rétt að halda sig til baka.“ ■ Illdeilur innan Tækniháskólans Rektor Tækniháskóla Íslands hefur skipað nefnd sérfræðinga til að rannsaka fall lokaársnema. Lektor skólans er ósáttur, segir rektor brjóta reglur og hefur gert menntamálaráðherra viðvart. TÆKNIHÁSKÓLINN Lektor við Tækni- háskóla Íslands hefur sent menntamálaráðherra bréf þar sem hann greinir frá þeirri ákvörðun rektors háskólans að skipa rannsóknarhóp sérfræðinga til að „fara ofan í saumana á próf- um, prófsyfirferð, samræmi milli námskeiðs og prófa og fleiru sem þurfa þykir,“ eins og sagt er í bréfi til kennara skólans. Hann segir rektor grípa til ólöglegra að- gerða þar sem aðeins nemendur og kennarar megi fara fram á að prófniðurstöður séu skoðaðar. Rektor er honum ósammála. Víð- tæk stjórnunarheimild sé til að grípa inn í mál. Friðrik Eysteinsson, lektor og sviðstjóri markaðsgreina við THÍ, segir Stefaníu Katrínu Karlsdótt- ur rektor grípa til ólöglegra að- gerða vegna þess hversu margir féllu. „Hún ætlar ekki að athuga hvers vegna þeir féllu heldur er hún búin að ákveða að þetta sé mér og hinum kennaranum í áfanganum að kenna.“ Stefanía Katrín Karlsdóttir segir nemendurna hafa óskað eft- ir aðgerðum. „Ég væri ekki að gera þessa hluti ef að þetta væri ólögmætt.“ Stefanía segir að ekki sé um skyldiákvörðun að ræða. „Það eru margir lögfræðingar sem koma að málum. Ef ég hefði ekki gripið til þessara aðgerða þá væri ég að bregaðst mínum starfsskyldum gagnvart nemend- um. Það er mjög alvarlegt mál þegar úskriftarnemendur eru að falla með þessum hætti.“ Hátt fall var í öllum fimm áföngum fyrri annar síðasta skólaárs nemendanna segir Frið- rik. „Þetta eru fimm áfangar, Það féllu 20% í alþjóðamarkaðsfræði, 35% í verðlagningu, 58% í sölu- stjórnun, 63% í stefnumótun markaðsmála og 80% í vöru- merkjastjórnun.“ Fiðrik kenndi tvo áfangana þar sem fallið var mest. Nemendur falli nú á lokaári þar sem það sé meðal annars kennt á ensku. „Þau ráða ekki við þetta. Þau skilja annars vegar ekki það sem er spurt um að hluta til og eiga hins vegar erfitt með að koma því frá sér. Þau eru vön því fyrstu tvö árin að vera í svoköll- uðum glæruprófum þar sem kennararnir eru í sumum tilfell- um búnir að gefa þeim upp ná- kvæmlega hvaða glærur koma til prófs. Ég get ekki verið sakaður um að stunda ekki fagleg vinnu- brögð þegar ég er að passa upp á það að fólk með ónóga þekkingu komist inn á vinnumarkaðinn.“ gag@frettabladid.is Fleiri dæmdir fyrir nauðgun: Ofurölvi njóti verndar SVÍÞJÓÐ Sænski dómsmálaráðherran, Thomas Bodström, kynnti í Stokk- hólmi í dag nýtt frumvarp sem hann telur að muni leiða til að fleiri nauðg- unardómar falli í landinu. Hann segir það ógerlegt eins og lögin eru í dag að dæma nauðgara ef þolandinn var drukkinn þegar afbrotið átti sér stað. Með frumvarpinu leggur Bod- ström til að sá sem brýtur gegn sof- andi eða mjög drukkinni manneskju verði dæmdur fyrir nauðgun. „Kyn- ferðisglæpum þarf að taka á með nú- tímalegri löggjöf.“ ■ FALL LOKAÁRSNEMA Í THÍ 80% féllu í vörumerkjastjórnun 63% féllu í stefnumótun markaðsmála 58% féllu í sölustjórnun 35% féllu í verðlagningu 20% féllu í alþjóðamarkaðsfræði Finnst þér forsetaframbjóðendur sitja við sama borð í umfjöllun fjölmiðla? Spurning dagsins í dag: Tókstu þátt í þjóðarhátíðarhaldi í gær? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 37,50% 62,50% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is HALLGRÍMUR HELGASON Útnefndur borgarlistamaður fyrir árið 2004. Borgarlistamaður 2004: Hallgrímur útnefndur Hallgrímur Helgason var í gær út- nefndur borgarlistamaður Reykja- víkur árið 2004. Þórólfur Árnason borgarstjóri veitti Hallgrími verð- launin, ágrafinn stein, heiðursskjal og ávísun að upphæð ein milljón króna, við hátíðlega athöfn í Höfða. Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning til handa reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í ís- lensku listalífi. Við sama tækifæri var flutt nýtt Reykjavíkurlag við ljóð Hallgríms. Lagið samdi Ragnar Kristinn Kristjánsson og flytjendur voru Auður Gunnarsdóttir sópran og Jónas Þórir píanóleikari. ■ Treysti ekki handhöfum forsetavalds – hefur þú séð DV í dag? FRIÐRIK EYSTEINSSON Er ósáttur við að rektor Tækniháskóla Ís- lands hafi skipað sérfræðinga til að meta niðurstöður prófa nema á loka ári. Það eigi hver nemandi að gera fyrir sig. Áfangar hans fengu 7,8 og 8,7 í einkunn í kennslukönnunum af tíu mögulegum. „Það er ekki mér að kenna í sjálfu sér þegar nemendur kvarta ekki yfir prófum heldur kvarta yfir því hvað þeir fá úr prófunum.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N ■ ÍRAK ÍRAKAR EKKI VIÐ- BÚNIR Paul Wol- fowitz, aðstoðarvarn- armálaráðherra Bandaríkjanna, segir íraskar öryggissveit- ir ekki undir það búnar að halda uppi röð og reglu í Írak. Hann hét Írökum hins vegar aðstoð bandarískra hersveita þar til þeir væru reiðubúnir að taka sjálfir ábyrgð á öryggismálum. UNGVERJI LÉST Fyrsti ungverski hermaðurinn til að láta lífið í Írak fórst þegar sprengja sprakk á vegi suður af Bagdad. Hermaðurinn var vaktmaður í bílalest sem flutti birgðir til úkraínskrar herstöðvar. ÞJÓÐBÚNINGUR Þjóðdansafélag Reykjavíkur hafnar ásökunum um kynþáttafordóma. Ritstjóri tíma- ritsins Reykjavík Grapevine lét hafa eftir sér í fjölmiðlum að Þjóð- dansafélagið hafi neitað að leigja sér skautbúning því fyrirsætan sem átti að skarta honum var svört. Í tilkynningu Þjóðdansafélags- ins segir að umsjónarkona bún- ingaleigu hafi þótt hugsanlega vegið að heiðri búningsins þegar starfsmenn Reykjavík Grapevine lýstu hugmyndum sínum. Hún vís- aði þeim því til formanns félagsins og lauk samskiptum þeirra með þeim hætti að Reykjavík Grapevine ætlaði að hafa samband aftur. Ekkert heyrðist frá þeim aftur fyrr en fjölmiðlar fóru að brigsla félaginu um kynþáttahatur. Þjóðdansafélagið hafnar öllum ásökunum um kynþáttahyggju og vísar meðal annars til þess að félag- ið hefur lánað konum í Félagi nýrra Íslendinga til að nota á ráðstefnum erlendis og stendur auk þess að ýmsum uppákomum til að efla fjöl- menningarlega starfsemi. ■ Þjóðdansafélag Reykjavíkur: Ásakanir um fordóma rakalausar ÍSLENSKUR ÞJÓÐBÚNINGUR Stjórn Þjóðdansafélags Reykjavíkur segir farir sínar ekki sléttar. Forsetakosningar: Nýtt met í fjáröflun BANDARÍKIN John Kerry, forsetaefni demókrata, og starfsmenn kosn- ingabaráttu hans hafa sett nýtt met í fjáröflun fyrir kosningabaráttu að því er fram kemur í Washington Post. Þar segir að dag hvern hafi að meðaltali safnast milli 70 og 80 milljónir króna í kosningasjóði hans frá því hann tryggði sér út- nefningu demókrata 2. mars. Kerry aflaði nær tvöfalt meira fjár í mars, apríl og maí en George W. Bush Bandaríkjaforseti sem á flest fyrri met yfir öfluga fjár- öflun. Kerry aflaði rúmra sjö millj- arða á þeim tíma en Bush tæpra fjögurra. Bush hefur þó aflað meira fjár í allri baráttunni, 15,5 milljörð- um, en Kerry, 10,5 milljörðum. ■ GUNNAR HELGI KRISTINSSON VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR JOHN KERRY Hefur aflað mikils fjárs síðustu mánuði.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.