Fréttablaðið - 18.06.2004, Page 23

Fréttablaðið - 18.06.2004, Page 23
3FÖSTUDAGUR 18. júní 2004 Leynivopnið í eldhúsinu: Blástursofninn gerir kraftaverk „Ég fékk mér einu sinni bakara- ofn því mig langaði svo í nýtt eld- hús í íbúðina mína. Ofninn var keyptur til að hvetja sjálfan mig áfram í framkvæmdunum en hann var geymdur í kassa í heilt ár,“ segir Guðjón Jónsson leik- stjóri. „Á endanum dreif ég í að skella upp eldhúsinnréttingu með hjálp nokkurra vina og var ekki lengi að þegar ég loksins fór af stað.“ Guðjón hefur unnið sem leik- stjóri myndbanda og auglýsinga hjá Norðurljósum á undanförnum árum en gekk nýlega til liðs við framleiðslufyrirtækið Spark. Myndbönd hans fyrir hljómsveit- ina Írafár hafa m.a. verið tilnefnd til Edduverðlauna og íslenskra tónlistarverðlauna. „Piparsveinalífið hefur að vissu leyti heft mig í matargerð- inni og ég hef ekki verið mikill at- hafnamaður í eldhúsinu. Ég bý einn og finnst leiðinlegt að elda bara fyrir sjálfan mig. Þó hef ég orðið töluvert duglegri eftir að eldhúsið var tekið í gegn og nú elda ég jafnvel tvisvar í viku,“ segir hann og viðurkennir að áður hafi það gerst hálfsmánaðarlega. „Leynivopnið mitt er án efa SMEG-blástursofninn sem ég er mjög stoltur af. Í honum hef ég eldað frosnar pítsur með ýmsu áleggi en svo er rauður karrí- kjúklingaréttur í miklu uppáhaldi hjá mér. Gummi Jó, vinur minn, bauð mér upp á þennan rétt einu sinni og næst þegar ég fór í búð hringdi ég í hann og bað um upp- skriftina. Síðan hef ég eldað rétt- inn fyrir hann og fleiri við góðar undirtektir. Ef maður eldar nóg af honum er þetta kærkominn þynnkuréttur í ísskápinn. Mér finnst líka mexíkóskur matur mjög góður, svona puttamatur. Það er skemmtilegt að borða hann á meðan maður er að elda.“ Guð- jón segist vera mikið í einföldu réttunum en spreytti sig á bakstri ekki alls fyrir löngu. „Já, já, ég blandaði eggjum og vatni við Betty Crocker mix og skellti í blástursofninn því vinkona mín var að fara til útlanda. Svo var kakan á boðstólum fyrir gesti og gangandi, ansi góð.“ ■ Leynivopn Guðjóns í eldhúsinu er blástursofninn. Sennilega kaupa Íslendingar ekki vín frá neinu landi í meiri mæli en Chile. Suður-amerísk vín virðast höfða til okkar jafnt sem töfraraunsæið í skáldskapnum. Vínin frá Montes hafa lengi verið einhver vinsælustu vínin frá Chile hérlendis. Um Montes-víngerðina og aðalvíngerðarmann- inn sem fyrirtækið er kennt við, Aurelio Montes, má lesa í vínblaði í Birtu sem fylgir Fréttablaðinu í dag. Merlot-vín eru þegar best lætur flauelsmjúk og þægileg og víngerðar- menn í Chile hafa náð miklu út úr þessari þrúgu, sem hentar vel ljósu kjöti og ekki síst grilluðum fiskréttum. Kynningarverð á grilldögum í Vínbúðum 1.090 kr. Montes Merlot Reserve Vinsælt Chile-vín Vín með grillmatnum Freixenet er stærsti freyðivínsframleiðandi heims og þekkja margir Cordon Negro sem er auðþekkt á flöskunni svörtu. Carta Nevada Semi Seco er einnig frá Freixenet, framleitt samkvæmt kampavínsaðferðinni - hefðbundnu aðferðinni eða Metodo Tradicional - en eins og öll freyði- vín utan Champagne-héraðsins í Frakklandi nefnist það freyðivín en ekki kampavín. Spánverjar kalla sín freyðivín cava en orðið cava er spænska orðið yfir helli. Framleið- endur hjuggu göng í klettabergið til þess að fá kaldar nátt- úrulegar geymslur fyrir vínin. Þetta er hálfsætt freyðivín en er engu að síður 11,5% að styrkleika. Verð í Vínbúðum 890 kr. Carta Nevada Hálfsætt freyðivín Vín vikunnar Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR HANDA MINNST FJÓRUM FYRIR 1000 KR. EÐA MINNA. Grillaður grísahnakki og grænmeti Grísahnakki er mjög safaríkt og gott kjöt til að grilla og ekki sakar að það er oft á mjög góðu tilboði í verslunum landsins. Grillað grænmeti er frábært meðlæti með þessu kjöti. Ef ekki er hægt að grilla úti má grilla kjöt, og grænmeti og flestan mat á grillpönnu inni við. Útbúið marineringuna og veltið kjötinu vel upp úr henni. Mariner- ið kjötið í að minnsta kosti 20 mínútur en allt upp í eina klukkustund. Skerið paprikurnar í strimla, laukinn í fjórðunga og kúrbítinn í sneið- ar eftir endilöngu. Marinerið grænmetið í 2 msk. ólífuolíu og 1 msk. sojasósu í 10 til 15 mínútur. Byrjið á að grilla grænmetið þar til það er fallega röndótt og meyrt undir tönn. Setjið til hliðar og grillið kjötið fyrst á háum hita stutta stund á hvorri hlið, en grillið svo á ögn lægri hita í um 10 mínútur, með snúningi að sjálfsögðu. Berið fram með grænmetinu og soðnum hrísgrjónum. Kostnaður um 1.000 kr. 4 sneiðar grísahnakki um 800 g [um 700 kr.] Marinering: 4 msk. ólífuolía, 2 msk. sojasósa, 2 hvítlauks- geirar, 1 msk. rifinn ferskur engifer Grænmeti: kúrbítur, gul paprika, rauð paprika 1 rauður laukur [um 300 kr.] Suður-afríska vínið Roodeberg, eða rauðfjall, dregur nafn sitt af birtunni er geislar af fjöllunum við Góðrarvonarhöfða við sólarlag. Roodeberg er höfðingleg blanda bestu þrúganna í Vestur-Höfðahéraði. Roodeberg hefur verið flaggskip framleið- andans KWV í yfir 50 ár og hlotið alþjóðlegar viðurkenningar og verðlaun gegnum árin. Vínið hefur ákafan ilm af grænum pipar, kanil og dökkum berjum. Roodeberg er mjúkt og fágað vín sem hentar hvað best með rauðu kjöti sem og þroskuð- um ostum. Góð kaup á Grilldögum Vínbúða þar sem það hef- ur verið lækkað í verði. Kynningarverð á grilldögum í Vínbúð- um 1.290 kr. Roodeberg Mjúkt og fágað Vín með grillmatnum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.