Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.06.2004, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 18.06.2004, Qupperneq 24
Leggirnir þínir virðast lengri ef þú klæðir þig í sokkabuxur sem eru í stíl við skóna og pilsin þín. Ef þú ert í munstruðu pilsi ættirðu að finna þér sokkabuxur sem passa við grunnlitinn. Opið mán-föst. 13-18 Fyrir herra: Hattar og húfur Fyrir dömur: Derhúfur í úrvali Alcatara hattar Poplin hattar Regn hattar Hattar og húfur Fyrir ferðalagið Fyrir alla veðráttu Nonnabúð: Gjörningur, inn- setning og skúlptúr Á horni Klapparstígs og Laugavegar er verslunin Nonnabúð, en hún flutti þangað nýlega eftir ársdvöl á Smiðjustíg og má fullyrða að hún eigi ekki sinn líka í borg- inni. Verslunin var stofnuð 16. júní 2003 og átti því ársafmæli í vikunnni. Nonnabúð er hugarfóstur Jóns Sæ- mundar Auðarsonar, myndlistarmanns og fatahönnuðar. Búðin er allt í senn gjörning- ur, innsetning og skúlptúr sem þó byggir á starfsemi hefðbundinnar verslunar. Jón Sæmundur útskrifaðist úr Mynd- listar- og handíðaskóla Íslands 1999. Þá tók við mastersnám í Glasgow School of Art til ársins 2001. Hann á að baki fjölda sam- og einkasýninga og muna eflaust margir eftir verkinu hans „Foss“ á gömlu Morgunblaðs- höllinni við Ingólfstorg á Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar 2002. Óhætt er að segja að þorri þeirra hluta sem fást í Nonnabúð undir því vingjarn- lega vörumerki Dead einkennist mjög af þremur áberandi þáttum, sterkum áhrifum rokk og pönk tónlistar, sterkri þjóðernis- kennd og misaugljósum tilvísunum í dauð- ann. Þrátt fyrir nokkuð hráa og nöturlega ásýnd vörumerkisins Dead vill Jón Sæ- mundur meina að það sé í raun runnið und- an rifjum fegurðarinnar. Dead er að sögn Jóns nafn á hliðarsjálfi hans sem hefur það göfuga markmið að opna augu fólks fyrir fegurð dauðastundarinnar og losa um hræðslu og ótta gagnvart henni. Er þetta markmið einnig undirstrikað með setningu sem umlykur hauskúpumynd vörumerkis- ins: „One who fears death does not enjoy life“ eða sá sem óttast dauðann nýtur ekki lífsins. Vöruúrvalið í versluninni er allsérstakt en þar má finna flíkur á bæði kynin; jakka, peysur, boli, belti, skartgripi, póstkort og fleira. Allar flíkur Jóns eru handþrykktar því hann staðhæfir að nærvera manns- handarinnar ljái flíkinni ákveðna sál og segir að handverkið og takmarkað upplag gripa hans greini hans hönnun ekki hvað síst frá fjöldaframleiddum silkiprentuðum vörum sem má finna í öðrum verslunum. Eitt höfuðeinkenna hönnunar Jóns undir merkjum Dead er sterk fortíðarþrá og má víða í búðinni sjá ýmsar rammíslenskar vísanir með sterkum pólitískum undirtón. Ástæðu þessa segir Jón hafa sprottið í námsdvöl sinni erlendis þar sem hann fann fyrir söknuði eftir öllu því sem íslenskt er og mikilvægi þess að vernda okkar ein- staka menningararf. Hann leggur á það herslu að hönnun hans sé umfram allt þjóð- leg og segir að ekki sé vanþörf á að skapa fleiri vel hannaða túristahluti, því ekki sé um auðugan garð að gresja í þeim efnum hérlendis. Það dylst engum sem kemur inn í Nonnabúð að hvorki eigandinn né hliðar- sjálf hans eru hættir að vinna að hönnun undir vörumerki Dead. Hann hefur sýnt á undanförnu ári að honum er fátt heilagt, og skirrist ekki við að skjóta föstum pólitísk- um skilaboðum á neyslusamfélagið í gegn- um einn ástsælasta miðil þess, tískufatnað- inn. Vefsíðan er dead.is ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.