Fréttablaðið - 12.07.2004, Side 12

Fréttablaðið - 12.07.2004, Side 12
12 12. júlí 2004 MÁNUDAGUR FIS INN TIL LENDINGAR Fyrsti áfanginn í hópflugi fisa umhverfis landið var floginn á laugardagsmorguninn. Ljósmyndari Fréttablaðsins tók þessa mynd þegar svifin komu inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli eftir flug frá Tungubökkum. Í viðtölum við smiði og aðra á Sel- fossi kom fram að fólk taldi að svipaður fjöldi sækti vinnu á Sel- foss úr Reykjavík og sækti vinnu frá Selfossi til Reykjavíkur. Töldu sumir óhætt að fullyrða að um eitt atvinnusvæði væri að ræða. Mika- el Sigursteinsson, verkstjóri hjá Eykt við smíði eins af nýjum fjöl- býlishúsum á Selfossi, segist keyra frá Reykjavík daglega til vinnu sinnar. „Þetta er ágætt og greinilegt að það gera þetta nokk- uð margir,“ sagði hann og benti á að margir hittust við Rauðavatn og skiptust á að keyra yfir Heiðina. „Þar er alltaf hellingur af bílum.“ Einar K. Njálsson bæjarstjóri segist einnig hafa á tilfinningunni að svipaður fjöldi sæki vinnu á Selfoss og til Reykjavíkur. „Hins vegar hafa ekki farið fram á þessu mælingar, þannig að þetta er bara tilfinning, ekki studd tölum,“ segir hann. Í svörum ökumanna í könnun Vegagerðarinnar sem fram fór í maí í fyrra kom fram að á virkum dögum fara um 284 ökumenn til og frá Selfossi um Ölfusárbrú á leið til eða frá vinnu, eða 10,8 prósent allra ökumanna. Í könnuninni er ekki aðgreint hvert fólkið sækir vinnu sína og því óhægt um vik að nota könnunina til að renna stoð- um undir þá tilfinningu bæjar- stjórans eða annarra að straumur sé jafn í báðar áttir af fólki á leið í vinnu. Þó kemur fram að af heild- arfjölda ökumanna sem þar fór um fimmtudaginn 15. maí í fyrra voru um 30,8 prósent búsett á Sel- fossi og 29,4 í Reykjavík. Ekki eru þar samt allir á leið til og frá vinnu, heldur er þar t.d. líka fólk úr sumarhúsabyggð í Grímsnesi sem sækir þjónustu á Selfoss. ■ Íbúðasprenging á Selfossi Gífurleg aukning hefur verið í nýbyggingum íbúðarhúsnæðis á Selfossi. Landrými er af skornum skammti og brátt þarf að huga að nýjum lausnum. Bæjarstjórinn segir aukinn áhuga á strandbyggð bæjarfélagsins Árborgar. Á þessu ári stefnir í met í íbúða- smíð á Selfossi, sé horft er til síð- ustu ára. Árið 2000 varð mikill kippur í nýbyggingum í bænum og svo aftur í fyrra. Það sem af er ári hefur svo verið hafin bygging á fleiri íbúðum í bænum en dæmi eru um áður. Nærri lætur að um þessar mundir hafi verið hafin bygging á fleiri íbúðum en allt síðasta ár, sem þó var metár. Bráðavöxturinn hófst með Foss- landshverfinu við bakka Ölfusár, en það er land í einkaeign og hef- ur uppbygging þar verið í höndum Fossmanna ehf. Uppbygging þar er ör og í nýjustu hverfunum lögð áhersla á lengjur raðhúsa, sem gárungar hafa sumir uppnefnt „refabúin“. Í svonefndri Suður- byggð er svo verið að leggja loka- hönd á fyrsta áfanga nýs grunn- skóla sem verður tekinn í gagnið í haust, auk þess sem þar er mikil uppbygging nýrra húsa. Bárður Guðmundsson, skipu- lags- og byggingarfulltrúi Ár- borgar, segir töluvert meira af nýju íbúðarhúsnæði vera í pípun- um. „Það er til dæmis búið að grafa fyrir tveimur fjölbýlishús- um sem framkvæmdir hefjast væntanlega við síðar á árinu, en það er ekki búið að steypa sökkul þannig að þær íbúðir eru ekki inni í nýjustu tölum,“ segir hann, en upphaf framkvæmda er miðað við að kominn sé sökkull. Aðspurður segir Bárður erfitt að spá fyrir um framhald uppbyggingar í bænum, eða hvenær bærinn verði uppiskroppa með lóðir. „Það er ekki víst að við þurfum að taka flugvöllinn,“ sagði hann, en í um- ræðum um framtíðarbyggingar- land mun sú hugmynd þó hafa komið upp að taka Selfossflugvöll undir íbúðarhúsnæði. Hann segir enn gert ráð fyrir flugvellinum í vinnuplöggum sem í gangi eru og bætir við að unnið sé að aðalskipu- lagi sem taka á gildi síðla árs 2005. „Við teljum okkur hafa nóg af lóðum þangað til,“ segir Bárð- ur. Miðað við þá uppbyggingu sem í gangi er á Selfossi telja kunnug- ir þó ljóst að bæjarfélagið kunni fljótlega að lenda í vandræðum með byggingarlóðir og verði þá að leita til landeigenda suður af bæn- um eftir lóðum til kaups. Bárður segir íbúðaverð á Selfossi hafa hækkað nokkuð síðustu ár. „En það er samt ekki jafn hátt og í Reykjavík,“ bætir hann við. Einar G. Njálsson, bæjarstjóri í sveitarfélaginu Árborg, segir bæði skemmtilegt og áhugavert að takast á við svo mikla uppbygg- ingu, en hingað til hefur hún að megninu til verið á Selfossi. Ástæður uppbyggingarinnar seg- ir hann, fyrir utan að gott sé að búa á Selfossi og staðurinn falleg- ur, segir hann sjálfsagt að miklum hluta rekja til nálægðar við höfuð- borgina. „Hér getum við verið í friðsælu umhverfi, utan borgar- umferðarinnar og spennunnar, en sótt auðveldlega vinnu á höfuð- borgarsvæðið. Svo ef þarf ein- hverja menningarlega afþrey- ingu, umfram það sem er hér í umhverfinu þá er hægt að sækja hana til borgarinnar,“ segir hann. Þó svo að uppbyggingin sé mest á Selfossi segist Einar finna fyrir auknum áhuga á byggð við Eyrar- bakka og Stokkseyri niður við ströndina. „Við leggjum mikla áherslu á að aðdráttarafl sveitar- félagsins felst ekki hvað síst í þessu fjölbreytta byggðamynstri. Við erum með þennan tiltölulega stóra kjarna á Selfossi og svo byggðirnar niður við ströndina á Stokkseyri og Eyrarbakka, sem eru mjög sérstakar með gömlum húsum og mikilli náttúrufegurð og menningarminjum. Þar hefur átt sér stað skemmtileg uppbygg- ing tengd ferðamennsku. Í okkar skipulagsmálum leggjum við núna mikinn þunga á möguleikana niður við ströndina og verðum með framboð af lóðum fyrir frí- Átta látnir: Átök í Tsjetsjeníu RÚSSLAND, AP Embættismaður rússneska hersins greinir frá því að átta rússneskir hermenn hafi látist í uppreisninni í Tsjetsjeníu í gær. Einn her- mannanna lést eftir að skotið var á hann úr bíl í höfuðborg- inni Grozny. Þrír sátu í bíl sem ekið var yfir jarð- sprengju og tveir lentu í átökum. Fjórir létust er skotið var á þá úr laun- sátri við herstöðvar þeirra. Rúss- ar hafa yfirhöndina í norðurhluta Tsjetsjeníu, en Tsjetsjenar í fjöll- unum í suðurhluta landhlutans og höfuðborginni. Árásirnar hafa staðið frá því í september árið 1999. ■ ÞJÓFNAÐUR Á HERSTÖÐVAR- SVÆÐI Ungur maður fékk eins mánaðar skilorðsbundinn fang- elsisdóm í Héraðsómi Reykjaness í gær fyrir stuld á stafrænni myndavél úr verslun einni á varnarliðssvæðinu á Keflavíkur- flugvelli. Þá var manninum gert að greiða allan sakarkostnað. Suðurlandið eitt atvinnusvæði: Bílafloti bíður við Rauðavatn NÝTT FJÖLBÝLISHÚS Í SMÍÐUM Mikael Sigursteinsson, verkstjóri hjá Eykt, sækir vinnu á Selfoss úr Reykjavík. Hann segir marga hafa þann háttinn á, enda megi á degi hverjum sjá bílaflota við Rauðavatn bíða eigenda sem samnýta ferðir yfir Hellisheiði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA BÁRÐUR GUÐMUNDSSON Skipulags- og byggingarfulltrúi Árborgar, segir þá miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað á Selfossi síðustu misseri vera með hreinum ólíkindum. SÉÐ YFIR FOSSLAND Á síðustu árum hefur tvisvar orðið sprenging í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Selfossi. Fyrst árið 2000, þegar hafist var handa við gerð hverfisins sem kennt er við Fossland. Í fyrra varð svo önnur sprenging og í ár stefnir í að met verði slegin í nýbyggingum íbúðarhúsnæðis. BÆJARSTJÓRINN VIÐ RÁÐHÚSIÐ Einar G. Njálsson, bæjarstjóri Árborgar, segist verða var við aukinn áhuga á möguleikum sem sveitarfélagið hefur að bjóða niður við strönd, á Stokkseyri og Eyrarbakka. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ DÓMSMÁL FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Í TSJETSJENÍU Alls létust átta rússneskir hermenn í átökum þar í gær.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.