Fréttablaðið - 12.07.2004, Síða 14

Fréttablaðið - 12.07.2004, Síða 14
Mikill úlfaþytur hefur orðið í vest- rænum fjölmiðlum vegna aðgerða rússneskra stjórnvalda gegn olíu- fyrirtækinu Yukos og Mikhail Khodorkovsky, fyrrum fram- kvæmdastjóra þess og ríkasta manni Rússlands. Sumir fullyrða að þetta ásamt öðru bendi til þess að stjórnvöld ætli að hverfa frá markaðhagkerfi og einkavæðingu og snúa sér til ríkiskapítalisma að fyrirmynd Kínverja. Einnig er talið til að í fyrsta skipti síðan Sovétríkin liðu undir lok ætli ríkið að kaupa fleiri eignir en selja og boðaðri einkavæðingu á gas- og orkuveitum landsins hefur verið frestað. Framtíð Yukos er í mikilli óvis- su en félagið skuldar ríkinu alls um 496 milljarða króna vegna vangold- inna skatta frá árunum 2000 og 2001. Greiðslufrestur vegna skuld- arinnar frá árinu 2000 rann út á fimmtudag. Rússnesk stjórnvöld segja aðgerðirnar lið í átaki ríkis- ins gegn efnhagslegri spillingu en raddir eru uppi um að Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hafi andúð á Khodorkovsky vegna póli- tískra afskipta hans. Khodorkovsky er einn ólígar- kanna, sem mikið hefur borið á í fjölmiðlum undanfarið. Þeir for- frömuðust á sínum tíma þegar ráðamenn gáfu út ávísanir á hluti í ríkisfyrirtækjum sem framseldar voru þegnum landsins fyrir mála- myndaupphæð. Milljónir Rússa sátu uppi með ávísanir sem komu þeim að litlum notum og notuðu snjallir kaupsýslumenn tækifærið og keyptu þær upp fyrir lítið fé. Árið 1995 átti ríkið við mikinn fjárskort að etja og tók lán hjá fjár- málafyrirtækjum og veðsetti fjölda stórfyrirtækja sem enn voru ríkisrekin. Fljótlega varð ljóst að ríkissjóður gat ekki með nokkru móti staðið í skilum og féllu fyrir- tækin því í hendur fjármála- fyrirtækja í eigu nokkurra auð- kýfinga. Þegar þarna var komið sögu hafði fámennur hópur kaup- sýslumanna komist yfir stóran hluta af eigum rússneska ríkisins. Breytt stefna? Frá því að Vladímir Pútín komst til valda má segja að aukinnar bjartsýni hafi gætt í garð Rúss- lands enda vill Pútín ólmur tengjast Vesturlöndum traustari böndum og hefur lýst yfir að markaðshagkerfi sé besta leiðin til að umbylta efna- hagnum. George W. Bush Banda- ríkjaforseti hrósaði Pútín til dæmis fyrir umbótastefnu hans í fyrra, en annað hljóð kom í strokkinn í októ- ber síðastliðnum þegar Khodorkov- sky var handtekinn og eignir hans frystar vegna skattsvika. Bæði Bandaríkjamenn og Bret- ar lýstu yfir áhyggjum sínum af þróun mála, en það er óvanalegt að ríkisstjórnir hafi afskipti af skatta- rannsóknum annarra ríkja. Ýmsir fjölmiðlar á Vesturlöndum lýstu því yfir að Rússlandi væri stjórnað af klíku fyrrum KGB-manna sem létu til skarar skríða gegn ólígörkunum til að enduheimta sín fyrri völd. Þessar fullyrðingar hafa fengið byr undir báða vængi í atburðarás síð- ustu daga; fréttastofur lýsa ástand- inu sem vatnaskilum í rússneskri efnahagsstefnu og stjórnvöld ætli að sölsa undir sig einkafyrirtæki með þjóðnýtingu eða stuðla að svokölluðum pilsfaldskapítalisma, með því að sjá einkafyrirtækjum sem þau hafa sérstaka velþóknun á fyrir verkefnum. Pútín og réttarríkið Í nýlegri skýrslu Efnahags- og framfarastofnun Evrópu um Rúss- land kemur fram að gas- og orku- veitur landsins séu mikilvægustu auðlindirnar til að tryggja áfram- haldandi hagvöxt Rússlands. Guð- mundur Ólafsson, lektor við við- skipta- og hagfræðideild HÍ, er menntaður í Rússland og telur það eðlilegt að stjórnvöld fari sér hægt í stöðunni því hættan sé á að allt umbótastarf verði að öðrum kosti unnið fyrir gíg. „Það virðist vera sem Rússar séu að þróa efnahagslíf sitt með eðlileg- um hætti. Pútín hefur lýst því yfir að markaðskerfi verði reglan. Þær breyting- ar sem hann hefur gert lúta að því að koma skattheimt- unni í eðlilegt horf og það er eðlilegt að Yukos greiði rík- inu skatt, það á engan rétt til sérstakra skattaívilnana.“ Í skýrslu Efnahagsstofn- unarinnar kemur fram að það sé ekki ástæða til að óttast um þróun mála í Rússlandi en gerðar eru ýmsar athugasemdir við rúss- neskt stjórnkerfi, þá sérstaklega skort á réttarríkinu. Guðmundur segir það brýnasta verkefni Pútíns að tryggja það í sessi og það gerist ekki nema hægt og rólega. Sú spurning vaknar hvort Vladímir Pútín, fyrrverandi yfirmaður sovésku leyniþjónustunnar ,sé rétti maðurinn til að tryggja réttar- kerfið? „Þeir sem ráða ferðinni eru hæfir menn,“ segir Guðmundur. Reynsla Pútíns gerir að verkum að hann hefur raunverulegan skilning á nauðsyn þess að tryggja réttar- ríkið. Það má vel vera að það verði einhverjar áherslubreytingar á stefnu hans en það verða engar eðlisbreytingar. Rússnesk stjórn- völd ætla að rétta efnahaginn við og gera það með illu eða góðu, en það bendir ekkert til þess að það verði eitthvað bakslag.“ Óvilhöll staðalmynd Í apríl síðastliðnum birtist grein í tímaritinu Foreign Affairs eftir hagfræðinginn Andrei Schleifer og stjórnmálafræðinginn Daniel Treisman, sem nefnist „A Normal Country“, eða „Venjulegt land“. Í greininni fjalla höfundarnir um afstöðu vestrænna fjölmiðla til Rússlands sem þeir segja oft ein- kennast af sleggjudómum, bá- biljum og ýkjum. Þar hafi Yukos- málið skipt miklu máli og blaða- menn horfi jafnvel fram hjá stað- reyndum þegar þeir fjalla um Rússland. Í greininni setja Schleifer og Treiman Rússland í alþjóðlegt efnahagslegt samhengi og segja að það falla inn í mynstur annarra kapítalískra landa, en miðað við verga landsframleiðslu er Rússland svipað og Mexíkó. Þeir segja efnahagslegri þróun Rússlands oftar en ekki lýst sem samfelldri sorgarsögu frá falli Sov- étríkjanna og jafnvel sem „ein- stökum óskapnaði á heimsmæli- kvarða“. Þessar fullyrðingar séu fjarri raunveruleikanum; ójöfnuð- ur hefur vissulega aukist í landinu, en híbýli fólks hafi batnað og kaup- máttur og einkaneysla hafi aukist. Spilling er óneitanlega mikil í land- inu en í svipuðu hlutfalli og í lönd- um í svipuðum sporum samkvæmt könnun Sameinuðu þjóðanna. Schleifer og Treisman leggja áherslu á að margt aðfinnsluvert sé í stjórn- og hagkerfi Rússa en það verði þó að setja í alþjóðlegt sam- hengi. Rússland hefur hingað til liðið fyrir óvilhalla staðalmynd vestrænna fjölmiðla sem geta jafn- vel hægt á umbótaferlum, til dæm- is með því að gera landið að ófýsilegum fjárfestingarkosti. ■ 14 12. júlí 2004 MÁNUDAGUR SCHWARZENEGGER HEIMSÓTTI ÆSKUSTÖÐVAR Arnold Schwarzenegger, kvikmyndaleikari og ríkisstjóri í Kaliforníu, heimsótti Graz í Aust- urríki á laugardaginn. Schwarzenegger ólst þar upp og er ákaflega vinsæll í heimalandi sínu. Scwarzenegger átti fundi með yfirvöld- um á staðnum og snæddi morgunverð með bæjarstjóranum og öðrum embættismönn- um. Ástæða heimsóknar Schwarzenegger til Austurríkis var útför Thomasar Klestil forseta. Sjúkrabílar í Noregi fá nýtt útlit: Gulir og grænir sjúkra- bílar sjást 70 prósent betur NOREGUR Eftir að hafa verið rauðir og hvítir í meira en þrjátíu ár, verða norskir sjúkrabílar nú gulir og grænir. Ástæðan er sú að í þeim lit- unum sjást þeir miklum mun betur í umferðinni en þeir rauðu og hvítu. Nýju litirnir eru með sterku endur- skini. Gulur verður heildarliturinn en allar merkingar og línur verða málaðar í skærgrænu. Hafa norsk umferðaryfirvöld sýnt fram á að guli liturinn sjáist 70 prósent betur en þeir rauðu og hvítu í öllu endur- skini. Gulur og grænn verða til að byrja með eingöngu notaðir á nýja sjúkrabíla, svo enn má sjá gömlu litina í umferð og sem fullgilda sjúkrabíla. ■ Framtíð Rússlands Moldviðrið í kringum olíurisann Yukos hefur vakið háværar raddir sem fullyrða að Pútín stefni í átt að ríkiskapítalisma að hætti Kína. Hagfræðingar segja lítið hæft í því og að Rússland sé jafnvel fórnarlamb hlutdrægra vestrænna fjölmiðla. Brýnt er þó að tryggja réttarríki í landinu. RAFSTÖÐVAR ALL-KEEP m/DIESLMÓTOR og rafstarti 2,7 kvA kr. 59.750 3,75 kvA kr. 92.000 5,0 kvA kr. 110.000 5 kvA kr.165.000 8 kvA kr.235.000 m/HONDA MÓTOR REYKJAVÍK • AKUREYRI Sláttuorf Þau mest seldu. Tilvalin í garðinn og sumarbústaðinn. Verð frá kr. 10.500.- GULIR OG GRÆNIR Norsk umferðaryfirvöld hafa sýnt fram á að gulir og grænir sjúkrabílar sjást miklum mun betur en rauðir og hvítir. 12 ÁRA VISKÍ OG 1500 ÁRA ÍS Tólf ára gamalt viskí er ekki óalgengt en hitt er sjaldgæfara að notast sé við 1.500 ára gamlan ís til kæla það. Valur Magnússon (til hægri), eigandi Kaffi Reykjavík, lét flytja stóra ísklumpa frá Breiðamerkursandi í höfuðborgina og Hörður Sigurjónsson (til vinstri) veitingastjóri skenkti vískíi á klakann við komuna í bæinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L VLADIMIR PÚTÍN Margir telja að aðgerðir hans gegn Yukos stafi af persónulegri og pólitískri andúð hans á Khodorkovsky. MIKHAIL KHODORKOVSKY Sumir segja hann hafa reynt að kaupa sér og fyrirtæki sínu skattfríðindi. BERGSTEINN SIGURÐSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING RÚSSNESK EFNAHAGS- OG STJÓRNMÁL

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.