Fréttablaðið - 12.07.2004, Page 24

Fréttablaðið - 12.07.2004, Page 24
6 12. júlí 2004 MÁNUDAGUR Fasteignasalan 101 Reykjavík hefur nú flutt sig um set. Reyndar hefur fasteignasalan ekki flutt sig langt heldur aðeins rétt yfir gang- inn í húsnæðinu að Laugavegi 66 í Reykjavík. „Við tókum nú bara lítið hænuskref en þetta rými er miklu bjartara. Nú höfum við góða glugga sem snúa að Lauga- vegi og vinnuumhverfið er allt miklu hlýlegra og skemmtilegra,“ segir Leifur Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri 101 Reykjavík og sölumaður. „Við erum hérna þrír sölumenn, einn löggiltur fast- eignasali og ritari og okkur líkar mjög vel hér,“ segir Leifur. Flutningurinn var reyndar ekki búinn að vera í bígerð lengi að sögn Leifs. „Þetta gerðist allt mjög hratt. Það losnaði skyndi- lega húsnæði handan við gang- inn sem hentaði okkur mjög vel og þá ákváðum við að kaupa það.“ „Það hefur gengið mjög vel hjá okkur í sumar og við erum mjög samhentur og góður hópur. Það má segja að hver starfs- maður hafi sína sérstöðu og þeg- ar allir leggja sitt í púkk þá er þetta frábært samstarf,“ segir Leifur og segir að framtíðin sé björt hjá 101 Reykjavík. Fasteignasalan Ás er nú með sérlega vandað einbýli til sölu að Ásbúð 49 í Garðabæ. Einbýlinu er vel viðhaldið og á tveimur hæð- um. Húsið er 267,9 fermetrar með innbyggðum 48,6 fermetra tvö- földum bílskúr og fjörutíu fer- metra sólskála, eða samtals 356,5 fermetrar. Á hæðinni er forstofa með flís- um á gólfi og skápum. Gangurinn er með flísalögðu gólfi og einnig stofan og borðstofan. Loft er upp- tekið í stofunni með innbyggðu hátalarakerfi. Fallegur arinn prýðir einnig stofuna. Út úr stof- unni er gengið út í sólskálann sem hægt er að opna frá öllum hliðum. Þar eru flísar á gólfi og hiti. Þaðan er gengið út á stóra suður- lóð sem hönnuð var af arkitekt. Þar er hellulögð verönd, heitur pottur og tjörn. Eldhúsið er með fallegum eik- arinnréttingum, flísum á milli skápa og á borðplötum, helluborð, ofn, háfur, borðkrókur og flísar á gólfi. Búr er inn af eldhúsinu með innréttingum og flísum á gólfi. Tvö rúmgóð svefnherbergi eru á hæðinni, annað með flísum og hitt með parketti. Setustofa er fyrir framan hjónaherbergi með skápum og flísum á gólfi. Setu- stofan var eitt sinn herbergi og lítið mál að breyta því aftur. Baðherbergið er inn af hjóna- herberginu með innréttingu, baðkari, sturtu og ljósum flísum í hólf og gólf. Gestasnyrtingin er með sturtuklefa, eikarinnréttingu og ljósum flísum á gólfi og veggjum. Jarðhæðin er möguleg séríbúð. Þar er fallegur viðarstigi niður af gangi og sérinngangur. Forstofan er með flísum á gólfum og skáp- um. Gólfið í sjónvarpsholi er parkettlagt. Á jarðhæðinni eru þrjú svefnherbergi og eru skápar í þeim öllum og parkett á gólfum. Baðherbergið er með eikarinn- réttingu, baðkari, sturtuklefa og flísum í hólf og gólf. Þvottahúsið er stórt með innréttingu, flísum og hita í gólfi. Þaðan er innan- gengt í bílskúr með innréttingu, hillum, flísalögðu gólfi og hurða- opnara. Bílaplan er hellulagt með hita. Sérlega vandað einbýli: Fallegur sólskáli og garður 101 Reykjavík flytur sig um set: Hlýlegra og bjartara vinnuumhverfi Starfsfólk fasteignasölunnar 101 Reykjavík er að vonum ánægt með nýju vinnuaðstöðuna þar sem hún er mun bjartari og hlýlegri. Einbýlið er á tveimur hæðum og með tvöföldum bílskúr. Sólskálann er hægt að opna frá öllum hliðum. Flísar eru á gólfi og hiti.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.