Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.07.2004, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 12.07.2004, Qupperneq 47
19MÁNUDAGUR 12. júlí 2004 Ég álít að mál- skotsréttur for- setans til þjóðarinnar sé lagður inn í stjórnarskrá landsins til þess fyrst og fremst að styrkja lýðræð- ið og því beri að nota hann ef þörf krefur. Málskotsréttur styrkir lýðræði og þingræði Gífurlegur orðaflaumur bæði í ræðu og riti hefur fallið að undanförnu um þátt forseta Íslands í núverandi stöðu títtnefndra fjölmiðlalaga og með þeim orðaflaumi hefur flotið ýmiss konar sóðaskapur og vitsmunavandræði. Ég ætla ekki að eltast við þau efni. Ég vil aðeins minnast á tvö til þrjú megin- atriði þessa máls. Forseti Íslands sagði í sjónvarpsviðtali að hann hefði tekið ákvörðun sína um synjun fjölmiðla- laganna fullkomlega einn eins og for- seta beri að gera. Ég efast ekki um það. Ég vil aðeins minna á að tugþúsundir manna höfðu sent honum hvatningar- orð um að undirrita ekki fjölmiðlalögin og vísa þeim þannig til þjóðaratkvæða- greiðslu samkvæmt 26. grein laga í stjórnarskrá Íslands. Ég hef hvergi séð á þetta atriði minnst í fyrrnefndri orð- ræðu um synjunarákvörðun forsetans. Þetta er þó staðreynd, sem minnir á að þjóðin telur sig eiga afskiptarétt að þjóðmálum og þingmálum með atbeina hins þjóðkjörna forseta. Í mörgum blaðagreinum um synj- unarákvörðun forsetans er hún talin svo mikilvæg og áhrifarík að hún skaki samfélagið til falls ásamt þingræði þess og lýðræði. Ég álít að málskots- réttur forsetans til þjóðarinnar sé lagð- ur inn í stjórnarskrá landsins til þess fyrst og fremst að styrkja lýðræðið og því beri að nota hann ef þörf krefur. Ef ég skil orðið þingræði rétt, þá merkir það samráð og samstarf þjóðkjörinna alþingismanna um tiltekin málefni, samþykkt þeirra eða synjun með ein- földum meirihluta atkvæða eða öllum atkvæðum þingmanna. Nú gerðist það á síðasta ári að foringjar ríkisstjórnar- innar ákváðu að rjúfa margra alda gamla og dýrmæta friðarhefð Íslands og styðja stríðsrekstur í Írak, bæði með stuðningsyfirlýsingu og vopna- flutningi, sem þó var unnt að stöðva fyrir tilstilli annarra. Þetta gerðu flokksforingjarnir án þess að ráðgast við Alþingi. Hvar var þá stödd um- hyggjan og virðingin fyrir þingræð- inu? Var þá enginn viðlátinn því til efl- ingar? Í margnefndu umræðuflóði líðandi vors og sumars hefur háttvirtur utan- ríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson, verið óspar á að lýsa yfir þingræðis- vilja sínum. „Ég er mikill þingræðis- maður,“ sagði hann með snikk í beinni sjónvarpsútsendingu. Ég og fleiri mun- um líka aðra sjónvarpsútsendingu af háttvirtum ráðherra, Halldóri Ás- grímssyni, þar sem hann stóð við ræðustól Alþingis og talaði fram til þingmanna. Sjónvarpsáhorfendur sáu á hlið hans og bak. Hann talaði þarna til andmælenda Kárahnjúkavirkjunar bæði innan Alþingishúss og utan og sagði að það væri tilgangslaust að vera með öll þessi mótmæli gegn virkjun- inni, það væri löngu búið að ákveða hana. Þá voru lög um Kárahnjúka- virkjun ekki tilbúin og ekkert var minnst á þingræðið. Eftir undanfarandi upprifjun og endurskoðun margvíslegra mála og málavaxta sé ég ekki fram á, að mál- skotsréttur forseta og þjóðaratkvæða- greiðsla skaði þingræði og/eða lýðræði, heldur efli og styrki hvort tveggja gegn flokksræði. ■ ÁSGERÐUR JÓNSDÓTTIR UMRÆÐAN FJÖLMIÐLALÖGIN ,, AF NETINU Mazda3 T 5HB 1,6 l kostar a›eins 1.795.000 kr. Aukahlutir á mynd: álfelgur og flokuljós Mazda3 – margver›launa›ur bíll á ótrúlegu ver›i H im in n o g h a f - 9 0 4 0 4 7 0 Hvað næst? Hvar á að draga línuna? Þessi spurning kemur upp í hugann þegar fréttir eru fluttar af því að sú hugmynd hafi skotið upp kollinum – og þyki jafnvel koma til álita meðal þeirra sem nokkru fá um ráðið – að setja njósnakubb í alla bíla landsmanna. Vefþjóðviljinn hefur iðu- lega bent á það þegar nýjar hugmyndir um aukið eftirlit hins opinbera með borgurunum skjóta upp kollinum, að verði hugmyndirnar samþykktar líði ekki að löngu þar til næsta og enn meira íþyngjandi hugmynd verði viðruð og nái fram að ganga. Vefþjóðviljinn á andríki.is Harðari tónn Á nýafstöðnu þingi EPSU (European Public Service Union, Starfsfólk í al- mannaþjónustu innan Evrópusam- bandsins og EES) í Stokkhólmi í vikunni kom fram harðari tónn frá forsvars- mönnum verkalýðshreyfingarinnar og gagnrýnni í garð Evrópusambandsins en fram hefur komið í langan tíma. Ögmundur Jónasson á ogmundur.is Er allt samfélagið orðið geggjað? Þannig mætti spyrja, miðað við þær fréttir sem fjölmiðlar flytja okkur þessa dagana. Að minnsta kosti mætti ætla að valdhafarnir hefðu gengið af göflunum og væru sannfærðir um að kjósendur séu allir upp til hópa fæð- ingarhálfvitar, sem engan greinar- mun gera á réttu eða röngu. En sem betur fer heldur þjóðin sönsum þó henni sé nú freklega misboðið með skrípaleik stjórnmálanna um þessar mundir. Þrátt fyrir mikið áróðursmoldviðri sem upp var þyrlað í sambandi við hlutverk forsetans í meðferð mál- skotsréttarins þá sýndu úrslit forseta- kosninganna að kjósendur halda enn- þá ró sinni, heilbrigðri skynsemi og dómgreind. Þrátt fyrir bægslagang manna og málgagna í þágu VALDS- INS, sem hefur að engu lýðræðislegan rétt þjóðarinnar til að nota kosningar- rétt sinn, ef þing og stjórn misbeitir valdi sínu á jafn gróflegan hátt og verklag sýndi í meðferð lagasetningar um fjölmiðla. Þessi málskotsréttur er hvorki meira né minna en hornsteinn lýðræðisins og okkar kjósenda eina vopn, þegar valdhafar gleyma skyld- um sýnum til samráðs við aðra, þjös- nast áfram í valdníðslu og hroka og beita naumu „meirihlutavaldi“ til að koma vilja SÍNUM fram, án tillits til þess hvort það er í þágu almanna- heilla eður ei. En við eigum nú eftir að greiða atkvæði samkvæmt málskots- réttinum, rétti okkar kjósenda til að veita valdhöfum aðhald og áminningu, þegar þeir ganga of langt í einræði og gleyma hvaðan þeim kemur valdið Forseti lýðveldisins, hver svo sem hann er og á hvaða tíma sem er, er um- boðsmaður okkar kjósenda, sem hand- hafi þessa valds, til þess er hann kos- inn beinni kosningu af þjóðinni allri, en ekki skipaður pólitískt, af einum flokki eða þröngum hópi manna. Með því að skrifa ekki undir vafasama lagasetningu, afsalar hann sínu um- boði til undirskriftar og staðfestingar, en leggur það í dóm þjóðarinnar að synja eða samþykkja þau lög sem um er að ræða. Þessi margumtöluðu fjölmiðlalög eru komin í hendur þjóðarinnar til samþykkis eða synjunar með at- kvæðagreiðslu, samkvæmt stjórnar- skrá. Og kosningarréttinum geta eng- ir flokksforingjar svipt okkur svona fyrirvaralaust, þó þeir fegnir vildu. Þeirri stjórnarskrá sem enn er í fullu gildi fá þeir heldur ekki breytt að geð- þótta, án undangenginnar umræðu og kosninga. Alþingi afgreiddi fjölmiðla- lögin, forsetinn sendi þau áfram til þjóðarinnar, þar sem þau eru nú og þar skulu þau afgreidd með sama hætti og aðrar kosningar og eftir sömu lögum. Þetta er einfalt mál og augljóst hverjum heilvita manni. Allir tilburðir til að ógilda það ferli eru sjálfsblekking ráðþrota einræðis- hyggju og yfirklór. Að undanförnu er að sjá að valdið hafi stigið sumum svo heitt til höfuðs, að þeir séu hættir að sjá staðreyndir laga og lýðræðis. Og sýnist fullkomin ástæða til að minna valdhafa á það að þeir eru, eins og bóndinn sagði við kaupfélagsstjórann fyrrum, þegar honum fannst stjórinn orðinn einum of fúll og hrokafullur: „Hvað heldurðu að þú sért? Þú ert nú ekkert annað en auðmjúkur þræll okkar bændanna“. Ef til vill eru vald- hafarnir nú svo hræddir við svipaða áminningu frá kjósendum að þeir þora ekki að LEYFA þeim að láta álit sitt í ljós með lögboðinni og stjórnar- skrárvarinni kosningu. ■ GUÐRÍÐUR B. HELGADÓTTIR SKRIFAR UM ÞJÓÐARATKVÆÐA- GREIÐSLUNA UMRÆÐAN Svona gera menn ekki es.xud.www 21:21 XUD Sænsk hágæðarúm The DUX® Bed m a d e i n S w e d e n „Áratuga reynsla á Íslandi“ DUXIANA Háþróðaður svefnbúnaður Ármúla 10 • 108 Reykjavík Sími: 5689950 7007 XUD
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.