Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.07.2004, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 12.07.2004, Qupperneq 50
22 12. júlí 2004 MÁNUDAGUR Suður-Ameríku-bikarinn í knattspyrnu: Mexíkó vann Argentínu FÓTBOLTI Argentínumenn eiga á hættu á að komast ekki áfram í átta liða úrslit Suður-Ameríku bikars- ins eftir 0-1 tap fyrir Mexíkó í annarri umferð riðilsins aðfaranótt sunnudagsins. Argentínumenn, sem unnu Ekvador, 6-1, í fyrsta leik sínum, þurfa nú sigur á nágrönnum sínum Úrúgvæ til að komast áfram í næstu umferð. Úrúgvæ vann Ekvador, 2-1, í hinum leik riðilsins og er á toppi riðilsins ásamt Mexíkó með fjögur stig en Argent- ínumenn hafa þrjú. Það var Ramon Morales sem skoraði sigurmark Mexíkó með glæsilegri auka- spyrnu eftir aðeins átta mínútna leik. Þrátt fyrir að argentínska liðið hafi mikið verið með boltann og oft sýnt skemmitleg tilþrif út á velli tókst þeim ekki að brjóta á bak aftur sterka vörn Mexíkó. Javier Saviola sem skoraði þrennu í fyrsta leiknum gegn Ekvador var í strangri gæslu og Argent- ínumenn fundu engar leiðir fram hjá hinum unga Oswaldo Sanchez í marki Mexíkó. Diego Forlan hjá Manchester United og Car- los Bueno skoruðu mörk Úrúgvæ en Franklin Salas jafnaði í millitíðinni fyrir lið Ekvador sem er úr leik í keppninni. ■ Schumacher sigraði á Silverstone Michael Schumacher vann sinn 10. sigur á tímabilinu þegar hann kom fyrstur í mark á Silverstone-brautinni. Þetta var sigur númer 80 á ferlinum hjá Þjóðverjanum hraðskreiða. FORMÚLA 1 Það var boðið upp á end- urtekið efni á Silverstone-braut- inni þegar Michael Schumacher kom fyrstur í mark í tíunda sinn á tímabilinu en hann hefur unnið all- ar keppnir tímabilsins nema eina. Fyrir vikið er hann kominn með yfirburðaforystu í keppninni og virðist ekkert geta stöðvað hann. Hann fékk þó ágætis keppni að þessu sinni frá Finnanum Kimi Raikkonen sem saumaði að Þjóð- verjanum en það dugði ekki til og Raikkonen varð að sætta sig við annað sætið. Þetta er í fyrsta sinn sem McLaren kemst á pall í ár. „Við komumst í það minnsta á pall og það er framför,“ sagði Finninn ungi. „Ég komst nálægt honum en ekki nógu nálægt.“ Schumacher var með fína for- ystu í keppninni þegar Jarno Trulli klessti illa á 15. hring sem þýddi að öryggisbíllinn varð að koma inn á og Schumacher fékk Raikkonen í bakið. Það skipti engu því Þjóðverjinn stakk Finnann af og kom rúmum tveim sekúndum á undan honum í mark. „Það var svolítið slæmt að missa forskotið svona,“ sagði Schumacher. „Ekki bætti úr skák að öryggisbíllinn fór mjög hægt yfir og virtist ekki leggja mikinn metnað í aksturinn hjá sér.“ Þetta var þriðji sigur Schumachers á Silverstone-braut- inni og hann fagnaði vel og inni- lega eftir keppnina rétt eins og hann væri að sigra sinn fyrsta kappakstur. „Mér fannst taktík okkar í þess- ari keppni mjög góð,“ sagði Schumacher. „Þrátt fyrir það urð- um við aðeins að breyta taktíkinni eftir fyrsta þjónustuhléð. Eftir það snerist allt um hafa stjórn á keppn- inni og ekki hleypa Kimi of nálægt. Það þrengdi aðeins að okkur á tímabili en við fundum ekki fyrir miklum hita frá keppinautunum.“ Félagi Schumachers hjá Ferr- ari, Rubens Barrichello, varð þriðji og Jenson Button kom fjórði í mark. Juan Pablo Montoya náði fimmta sætinu og Giancarlo Fisichella tók það sjötta. ■ Real Madrid: Perez áfram FÓTBOLTI Florentino Perez verður áfram forseti knattspyrnurisans Real Madrid en hann vann kosning- arnar með miklum yfirburðum í gær. Fyrrum forseti félagsins, Lor- enzo Sanz, fékk aftur á móti skelfi- lega kosningu sem kemur nokkuð á óvart en Sanz lagði mikið undir og var búinn að lofa því að kaupa marga leikmenn ef hann kæmist aftur að sem forseti. Arturo Baldasano var einnig í kjöri til forseta Real Madrid en hann fékk álíka mörg atkvæði og Ástþór Magnússon fékk í forseta- kosningunum hér heima. Næst á dagskrá hjá Perez er að uppfylla kosningaloforð og kaupa Porto-mennina, Costinha og Ric- ardo Carvalho. ■ ■ ■ SJÓNVARP  16.45 Landsmót UMFÍ á RÚV. Samantekt frá mótinu sem lauk á Sauðárkróki í gær. Endursýning.  17.00 Suður-Ameríku bikarinn á Sýn. Sýnt frá leik sem fram fór í gærkvöldi í riðlakeppni Copa America.  17.45 Fótboltakvöld á RÚV. Sýnt frá leikjum í 9. umferð Lands- bankadeildar karla. Endursýning.  19.30 Harður leikur (Cruel game) á Sýn. Þáttur um mennina sem hafa verið hársbreidd frá sigri á breska meistaramótinu í golfi en ekki þola álagið. Þetta eru kylfing- arnir sem voru næstum því búnir að rita nafn sitt í golfsöguna.  21.30 Saga opna breska meistaramótsins á Sýn. Í þætti- num er rifjuð upp saga opna breska meistaramótsins á Royal Troon en þar fer mótið einmitt fram þetta árið. SIGURVEGARI Frakkinn Thomas Levet heldur hér á verð- launum sínum sem hann fékk fyrir að sigra opna skoska golfmótið sem fram fór á Loch Lomond golfvellinum. GOLF HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 9 10 11 12 13 14 15 Mánudagur JÚLÍ ARGENTÍNUMENN Í VANDRÆÐUM Ramon Morales skorar hér beint úr aukaspyrnu og tryggir Mexíkó 1-0 sigur á Argentínu. UNNU BÁÐA LEIKINA KAA Gent vann báða leikina gegn Fylki með einu marki. Intertoto-keppnin í knattspyrnu: Fylkisbanar úr leik eftir vítakeppni FÓTBOLTI Fylkisbanarnir í KAA Gent frá Belgíu duttu úr leik í annarri umferð Intertoto-keppn- innar í knattspyrnu um helgina en liðið mætti þá makedóníska liðinu í Vardar Skopje í annað sinn á einni viku. Bæði liðin unnu 1-0 sigur á heimavelli sínum og því þurfti að grípa til vítaspyrnu- keppni í lok seinni leiksins í Belg- íu á laugardaginn. Makedóníska liðið vann fyrri leikinn 1-0 en varnarmaður liðsins, Nikola Djos- evski, varð síðan fyrir því að skora sjálfsmark undir lok leiks- ins í Belgíu. Ekkert var skorað í framlengingunni og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar byrjaði umræddur Djosevski á því að láta verja frá sér víti. Belgarnir virtust því ætla nýta sér óvenju slæman dag hjá honum en varð síðan á að misnota tvö víti og Vardar Skopje vann því víta- keppnina 4-3. Fyrir vikið mæta þeir þýska liðinu Schalke04 í næstu umferð. ■ Hollenski vinnuþjarkurinn aftur til Mílanó: Edgar Davis semur við Inter FÓTBOLTI Hollenski landsliðs- maðurinn og vinnuþjarkurinn, Edgar Davis, gerði um helgina þriggja ára samning við ítalska liðið Inter Milan. Davids, sem var í röðum Juventus, var lánaður til spænska liðsins Barcelona á síð- asta tímabili og hafði verið orðað- ur við mörg ensk lið að undan- förnu. Þessi 31 árs Hollendingur, sem hefur einnig spilað fyrir Ajax og AC Milan, ætlar að reyna sig áfram á Ítalíu en þar mun hann spila undir stjórn Roberto Mancini sem hefur tekið við þjálfun liðsins. Davids var með lausan samning og talið er að hann fái um 3,5 milljónir evra fyrir hvert tímabil eða um 310 milljónir íslenskra króna. Forseti Inter, fyrrum fyrirliði ítalska landsliðsins, Giacinto Facchetti, var ánægður með að hafa samið við Davids sem er rómaður fyrir vinnusemi sína og fórnfýsi fyrir liðið. „Við erum mjög ánægðir með að hafa klárað þennan mikil- væga samning við frábæran leik- mann. Það voru mörg lið á eftir Davids og ekki bara lið hér á Ítal- íu. Hann var með lausan samning og gat því ráðið því sjálfur hvert hann myndi fara. Það var ljóst frá fyrstu mínútu í okkar viðræð- um að markmið okkar og hans fóru saman og því er hann á leið- inni til Inter,“ sagði Fachetti kampakátur og lái það honum enginn enda er Inter Milan að tryggja sér leikmenn sem flest stóru liðin í heiminum öfunda það af. Inter endaði í fjórða sæti ítöl- sku deildarinnar og það eru 15 ár liðin síðan liðið vann ítalska titil- inn síðast. Það var árið 1989 þeg- ar Þjóðverjarnir Laothar Matth- aus og Andreas Bremhe voru í aðalhlutverkum hjá liðinu. Síðan þá hefur liðið sjö sinnum verið meðal þriggja efstu en aldrei unnið titilinn. ■ DAVIDS TIL INTER MILAN Hollenski landsliðsmaðurinn og vinnu- þjarkurinn, Edgar Davis, gerði um helgina þriggja ára samning við ítalska liðið Inter Milan. GERIR GRÍN AÐ ANDSTÆÐINGUM SÍNUM Michael Schumacher gerir grín að andstæðingum sínum í Formúlu 1 upp á síðkastið. Það var því vel við hæfi að ulla eftir sigurinn á Silverstone í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.