Fréttablaðið - 12.07.2004, Side 52

Fréttablaðið - 12.07.2004, Side 52
24 12. júlí 2004 MÁNUDAGUR Sunna Gestsdóttir úr UMSS vann besta afrek í kvennagreinum á mótinu: Skemmtilegasta keppnin mín á Íslandi LANDSMÓT „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt mót, líklega skemmti- legasta keppni sem ég hef tekið þátt í hér á landi. Brautirnar mjög góðar, veðrið eins og best verður á kosið og allar tímasetningar staðist frá- bærlega. Hlutirnir hafa líka gengið upp hjá mér, mjög ánægjulegt að æfingarnar og undirbúningurinn sé að skila sér,“ sagði Sunna Gestsdótt- ir úr UMSS sem vann besta afrek í kvennagreinum á mótinu í 200 metra hlaupi. Þegar við hittum Sunnu að máli á laugardag var hún nýbúin að vinna þetta afrek, á tíma undir landsmóts- meti sem fékkst reyndar ekki stað- fest vegna of mikils meðvinds. Fyrr um daginn setti Sunna landsmóts- met í langstökki, stökk 5,99, og á sunnudagsmorgun sigraði hún ein- nig í 100 metra hlaupi á 11,99, sem er nýtt landsmótsmet. Það var þó ekki Sunna sem hlaut flest stig í kvennakeppninni, heldur stalla hennar í UMSS, Vilborg Jóhanns- dóttir. Jón Arnar Magnússon var stigahæstur karla og vann einnig besta afrekið í 110 m grindahlaupi. Í heildarstigakeppni félaga fyrir allar 30 íþróttagreinarnar sem keppt var í á landsmótinu sigruðu næstu gestgjafar UMSK með 1.981 stig, gestgjafarnir UMSS urðu í 2. sæti með 1.776 og Skarphéðins- menn, sem oftast hafa sigrað á landsmótum, urðu að láta sér lynda þriðja sætið með 1.650 stig. ■ UMSK vann stigakeppni landsmótsins og heldur næsta landsmót í Kópavogi eftir þrjú ár: Gott veganesti UMSK á næsta landsmót LANDSMÓT UMFÍ UMSK, eða Ung- mennasamband Kjalarnesþings, varð sigurvegari á 24. landsmóti UMFÍ sem lauk á Sauðárkróki í gær. UMSK hafði betur eftir harða keppni við heimamenn í UMSS og hið sigursæla Héraðssambands Skarphéðins. HSK endaði nú í þriðja sæti eftir að hafa verið með tveggja efstu síðan 1949 þar af 15 sinnum í efsta sæti. Íþróttabandalag Reykjavíkur endaði í fjórða sæt- inu. Það fengu alls 25 ungmenna- félög stig á landsmótinu að þessu sinni. Það má því segja að UMSK hafi fengið gott veganesti með sér heim því næsta landsmót fer einmitt fram á heimavelli þeirra í Kópavogi. Þetta var í fjórða skiptið sem UMSK ber sigur úr býtum á mótinu en Kjalnesingar unnu einnig 1940, 1975 og svo árið 1990 þegar þeir héldu lands- mótið síðast en þá fór það fram í Mosfellsbænum. Á þriðja þús- und keppendur tóku þátt í mót- inu sem tókst mjög vel í alla staði. Mótssvæðið á Sauðárkróki var tilkomumikið með mikilli fánaborg íslenska fánans, Hvít- bláans, fánum sambandsaðila, styrktaraðila og annarra. Áætlað er að fánarnir séu á um þriðja hundrað, fyrir utan þá fána sem flaggað er í heimagörðum á Sauðárkróki. Sauðárkróksvöllur er stór- glæsilegur, enda hefur sveitar- félagið Skagafjörður staðið að uppbyggingu leikvangsins af stórhug og metnaði. Landsmót UMFÍ er fjölmennasta íþrótta- mót á Íslandi en fyrsta mótið var haldið árið 1909. Á þessu móti er keppt í mörgum greinum íþrótta auk ýmissa starfsíþrótta eins og dráttarvélarakstri, starfshlaupi, línubeitingu auk annarra greina. Það sem gerir mót þetta að stór- viðburði á Íslandi er hinn mikli fjöldi keppenda og áhorfenda auk mikillar fjölbreytni í keppn- isgreinum. Landsmót UMFÍ hafa sett sterkan svip á íslenska íþrótta- sögu og þeim hefur jafnan fylgt mikil uppbygging á þeim stöðum sem mótin eru haldin. Eins og áður sagði fer næsta landsmót fram í Kópavogi árið 2007. 26. landsmótið fer síðan fram á Akur- eyri 2009 en 100 árum fyrr fór þar fyrsta landsmótið fram. ■ SVEINN NÁÐI Í GULL EN EKKI MET Sveinn Margeirsson að loknu 5000 metra hlaupinu ásamt Kára Steini Karlssyni. Sveinn Margeirsson var fánaberi Skagfirðinga: Vantaði meiri keppni til að slá metið LANDSMÓT „Það voru mér vonbrigði að þrír sterkir hlauparar hættu við og það minnkaði möguleika mína á að slá Íslandsmetið. Mig vantaði meiri keppni til að halda hraðanum lengur í hlaupinu,“ sagði Sveinn Margeirsson, Skagfirðingurinn knái sem sigraði örugglega í 5000 metra hlaupinu en vantaði nokkuð upp á að slá Íslandsmet Jóns Dið- rikssonar í greininni. Það er við að- stæður eins og voru á Sauðárkróki um helgina, þegar veðrið og stemningin er til staðar, sem frjálsíþróttamenn vilja setja met og þótt Sveinn hlypi glæsilega og að því er virtist áreynslulaust dugði það ekki til að takmarkið næðist. Sveinn var fánaberi Skag- firðinga við setningu mótsins á föstudagskvöld og framkvæmdi fánakveðju að athöfn lokinni, en setningarathöfnin heppnaðist frá- bærlega vel. Þar sýndi m.a. dansk- ur fimleikaflokkur listir sínar við aðstæður sem væntanlega hefðu ekki getað verið betri í risasýning- arhöllum. Fjöldi fólks fylgdist með af brúnum Nafanna fyrir ofan íþrótta- og sýningarsvæðið. ■ Landsmótið á Sauðárkróki 2004: Jón Arnar setti þrjú landsmótsmet LANDSMÓT Fyrirliði landsmóts- meistaranna í UMSK, Jón Arnar Magnússon, fór fyrir sínu félagi í frjálsíþróttakeppninni en hann setti þrjú landsmótsmet um helg- ina, í stangarstökki, 200 metra hlaupi og 110 m grindarhlaupi. Jón Arnar náði besta afreki móts- ins í því síðastnefnda og var stiga- hæsti karlinn í frjálsíþrótta- keppni landsmótsins. Það voru þó gömlu félagar hans í UMSS sem unnu frjálsíþróttakeppni mótsins, hlutu alls 428 stig. Næst kom ÍBR með 402 og Jón Arnar og félagar hans í UMSK urðu þriðju með 343,5 stig. Jón Arnar er reyndasti landsmótsgesturinn en hann hefur keppt fyrir UMSK, UMSS og HSK á landsmótinu. ■ SIGURSÆLL NORÐMAÐUR Norðmaðurinn Thor Hushovd fagnar þegar hann kemur fyrstur í mark í 8. áfanga í Tour de France hjólreiðakeppninni. Frakkinn Thomas Voeckler er enn efstur í heildina en Hushovd er ekki langt á eftir. TOUR DE FRANCE SKEMMTILEGT MÓT AÐ BAKI Sunna Gestsdóttir að loknu 200 metra hlaupinu ásamt stöllu sinni úr UMSS, Arndísi Einarsdóttur. LOKASTAÐAN Á 24. LANDSMÓTI UMFÍ 2004 1. Ungmennasamband Kjalarnesþings 1.981,25 2. Ungmennasamband Skagafjarðar 1.776,25 3. Héraðssambandið Skarphéðinn 1.650 4. Íþróttabandalag Reykjavíkur 1.452,50 5. Héraðssamband Suður-Þingeyinga 667,50 6. Keflavík - íþrótta- og ungmennafélag 525 7. Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands 500,25 8. UMS Eyjafjarðar / UMF Akureyrar 429,75 9. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar 321 10. Ungmennasamband Borgarfjarðar 304,50 11. Ungmennafélag Njarðvíkur 280 12. Héraðssamband Vestfirðinga 276,50 13. Íþróttabandalag Akureyrar 248 14. Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu 195 15. Ungmennafélagið Fjölnir 184 16. Ungmenna- og íþróttasamband Ólafsfjarðar 119 17. Ungmennasamband A-Húnvetninga 90 18. Héraðssamband Bolungarvíkur 90 19. Ungmennasamband Dalamanna og N-Breiðfirðinga 56 20. Ungmennasamband V-Húnvetninga 28 21. Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu 13,50 22. Ungmennasamband Norður-Þingeyinga 10 23. Ungmennafélagið Vesturhlíð 10 24. Ungmennasambandið Úlfljótur 10 25. Héraðssambandið Hrafnaflóki 4 MIKIL STEMNING Á SAUÐÁRKRÓKI UM HELGINA Forseti Íslands, Herra Ólafur Ragnar Grímsson, var heiðursgestur á opnunarhátíð 24. landsmótsins sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. JÓN ARNAR Í SIGURLIÐ Á HÁLFGERÐUM HEIMAVELLI Jón Arnar Magnússon var fyrirliði UMSK sem sigraði á landsmótinu en hann hafði lengi aðsetur á Sauðárkróki og keppti því á hálfgerðum heimavelli. Með Jóni Arnari á myndinni er sonur hans Krister Blæ.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.