Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 6
6 16. júlí 2004 FÖSTUDAGUR Skýrsla Sameinuðu þjóðanna: Menningarleg fjöl- breytni nauðsynleg ÞRÓUNARMÁL Mótun pólitískrar stefnu sem viðurkenni menningar- legan fjölbreytileika ríkja er ekki aðeins ákjósanleg stefna, heldur beinlínis nauðsynleg í nútímasam- félögum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Þróunar- áætlunar Sameinuðu þjóðanna um menningarlegan fjölbreytileika í ríkjum heims í dag. Í skýrslunni er athygli vakin á spurningum á borð við hvernig stjórnarskrá Íraks muni koma til móts við kröfur shítamúslima og Kúrda og hversu mörg tungumál í Afghanistan verði viðurkennd sem opinbert tungumál hins nýja ríkis. Í skýrslunni segir að menning- arlegt frelsi eigi að vera viður- kennt sem hluti af almennum mannréttindum og nauðsynleg forsenda fyrir þróun í samfélög- um 21. aldarinnar. Einnig kemur fram að litið sé á menningarlegan fjölbreytileika sem vandamál í mörgum ríkjum heims, sem sé oftar en ekki afleiðing af alls kyns kreddum og bábiljum. Skýrslan viðurkennir að það verði erfitt fyrir ríki að innleiða stefnu um margbreytileika en það verði að gera, til dæmis með því að viður- kenna hann í stjórnarskrá. ■ Brýnt að draga úr sykurneyslu Ráðherra segir að kanna verði allar leiðir til að draga úr sykurneyslu, þar á meðal forvarnarskatt. Samtök iðnaðarins segja slíkar hugmyndir „með öllu óþolandi“ en Lýðheilsustöð telur gagnrýni þeirra á misskilningi byggða. HEILBRIGÐISMÁL Lýðheilsustöð hef- ur fengið Hagfræðistofnun Há- skóla Íslands til að kanna áhrif forvarnargjalds á sykur og gos á vísitölu neysluverðs. Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra segir að taka verði á ofneyslu sykurs sem eigi annars eftir að verða þungur klafi á heilbrigðiskerfinu og það sé gott að allar leiðir séu kannaðar. Jón vill hins vegar ekki tjá sig að svo stöddu hvort hann telji for- varnarskatt fýsilegan kost í bar- áttunni gegn offitu. „Það er almennt séð mikil þörf að draga úr sykurneyslu landsmanna hvort sem skattar eru notaðir til þess eða ekki.“ Hann bendir einnig á að það sé ekki í verkahring heil- brigðisráðuneytisins að ákveða skattálagningu matvæla. Samtök iðnaðarins setja sig gegn hugmyndum um skattálagn- ingu á sykur og gosdrykki og segir Jón Steindór Valdimarsson hjá samtökunum þær „með öllu óþolandi“, þar sem þetta myndi leiða til hækkunar á matvæla- verði og mismunar á skattlagn- ingu matvæla. Ragnheiður Pétursdóttir hjá Samtökum iðnað- arins segir samtökin vera fús til samstarfs við Lýðheilsustöð til að taka á þessum málum, en aðrar leiðir séu betri. „Til dæmis eru ís- lensk fyrirtæki í auknum mæli að setja fleiri matvæli á markað sem innhalda minni sykur. Auk þess benda skýrslur til að það sé einnig brýnt að draga úr saltneyslu og þar geta Samtök iðnaðarins komið til hjálpar með því að hvetja fyrir- tæki til að draga úr notkun þessara efna í vörur sínar.“ Anna Elísabet Ólafsdóttir, for- stjóri Lýðheilsustöðvar, segir að gagnrýni Samtaka iðnaðarins byggða á misskilningi. Lýðheilsu- stöð hafi beðið Hagfræðistofnun að kanna áhrif forvarnargjalda á sykur á vísitölu neysluverðs og að Samtök iðnaðarins ættu að fagna því að leitast væri við að kanna hugmyndir á faglegan hátt áður en tillögur um málið væru lagðar fram. Hún segir þetta eina hug- mynd af mörgum, en það verði að bregðast við þessu vandamáli sem fyrst áður en offitutengdir sjúk- dómar verði of þung byrði á heilbrigðiskerfinu. bergsteinn@frettabladid.is Franskur raðmorðingi: Viðurkennir nauðgun BRUSSEL, AP Franski raðmorðing- inn Michel Fourniret segist hafa rænt og nauðgað ungri konu í Norður Frakklandi árið 1998 til viðbótar við þær níu konur sem hann viðurkennir að hafa ráðið bana. Fourniret segist hafa rænt konunni í franska bænum Sedan og að konan hafi verið af norður- afrískum uppruna en hann hafi ekki drepið hana. Hann hefur ver- ið í haldi belgísku lögreglunnar síðastliðinn mánuð og bíður ákæru en lögreglan komst á snoð- ir um hann eftir að hann reyndi að ræna þrettán ára stúlku. ■ Danmörk: Innflytjendur á glapstigum FÉLAGSMÁL Meirihluti er fyrir því á danska þinginu að láta kanna ástæður þess að innflytjendur lenda hlutfallslega mun oftar í fangelsi en aðrir þegnar landsins. Greinir menn þó á um með hvaða hætti það skuli gert en eru þó sammála um að hafa tilbúna áætlun þegar niðurstöður munu liggja fyrir. Samkvæmt tölum frá dómsmálaráðuneytinu eru tæpir þúsund fangar af alls 3.700 af erlendum uppruna í fangelsum landsins í dag. ■ NJÓSNARAR Leyniþjónusta Ísraela hefur haft tvo menn á Nýja-Sjálandi undir fölsku flaggi í langan tíma. Ríkisstjórn Nýja-Sjálands: Rjúfa öll tengsl við Ísrael ALÞJÓÐAMÁL Stjórnvöld á Nýja-Sjá- landi hafa rofið öll stjórnmálatengsl við Ísrael eftir að tveir Ísraelar voru fundnir sekir fyrir rétti um njósnir en báðir störfuðu fyrir leyniþjónustuna Mossad. Mennirnir fengu hálfs árs fangelsisdóm og voru dæmdir til greiðslu sektar en báðir voru þeir á Nýja-Sjálandi á fölsuðum skilríkjum. Hafa Ísraelsk stjórnvöld verið krafin skýringa á þessari framkomu og verður á með- an engum erindrekum þeirra hleypt inn í Nýja-Sjáland. ■ ■ LEIÐRÉTTING GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,34 0,18% Sterlingspund 131,96 -0,18% Dönsk króna 11,86 0,06% Evra 88,18 0,08% Gengisvísitala krónu 122,40 -0,10% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 234 Velta 4.824 milljónir ICEX-15 3.058 0,98% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 1.641.149 Actavis Group hf. 781.633 Bakkavör Group hf. 557.819 Mesta hækkun Kögun hf. 5,15% Burðarás hf. 2,88% SÍF hf. 2,04% Mesta lækkun Kaldbakur, fjárfestingarfélag hf. -1,42% Hlutabréfsj. Búnaðarbankans -1,38% Opin Kerfi Group hf. -0,79% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ 10.197,6 -0,1% Nasdaq 1.919,1 0,2% FTSE 4.340,7 -0,7% DAX 3.847,2 -1,3% Nikkei 11.409,1 0.46% S&P 1.111,8 0,0% * Bandarískar vísitölur kl. 17. VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir sjávarútvegsráðherraNoregs? 2Vægi hvaða gjaldmiðils er að aukast íutanríkisversluninni? 3Hvaða fyrirtæki tilkynnti í fyrradagum fækkun 40 til 50 stöðugilda? Svörin eru á bls. 38 ISLAMSKAR KONUR Í skýrslunni er meðal annars vakin athygli á slæðubanni í frönskum almenningsskólum. JÓN KRISTJÁNSSON Segir brýnt að taka á sykurneyslu og kanna allar leiðir. ANNA ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR Segir það eina hugmynd af mörgum að kanna forvarnarskatt sem leið gegn ofneyslu sykurs. Fyrir mistök við vinnslu fréttar um frávik útgjalda frá fjárlögum á blað- síðu átta í blaðinu í gær voru sett innan gæsalappa ummæli höfð eftir Baldri Guðlaugssyni, ráðuneytis- stjóra í fjármálaráðuneytinu. Fyrri setningin, um útgjöld umfram fjárl- ög er ekki frá honum komin. Sú síð- ari, um ástæðurnar, er samantekt úr lengra máli.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.