Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 10
10 16. júlí 2004 FÖSTUDAGUR HEIMKOMAN UNDIRBÚIN Nelia Cayanan, systir filippseyska gíslsins Angelo dela Cruz, sem verið hefur í haldi mannræningja í Írak, undirbýr heimkomu bróður síns. Vonir ættingjanna standa til þess að Angelo verði sleppt úr haldi eftir að stjórnvöld á Filippseyjum ákváðu að draga herlið sitt heim. Bíða ekki eftir að verða bjargað af öðrum: Vestfirðingar leita sóknarfæra ÍSAFJÖRÐUR Ráðstefnan Með höfuðið hátt var sett í gærkvöld á Ísafirði af herra Ólafi Ragnari Grímssyni for- seta. Hún stendur yfir til sunnudags. Albertína Elíasdóttir, formaður undirbúningsnefndar, segir að með ráðstefnunni sé reynt að skapa nýtt viðhorf gagnvart landsbyggðinni, bæði hjá borgarbúum og lands- byggðinni sjálfri. „Í staðinn fyrir að velta okkur upp úr vandamálun- um og bíða eftir því að einhver komi að bjarga okkur þá viljum við benda á að við getum gert eitthvað sjálf. Við getum fengið hugmyndir og framkvæmt þær.“ Á hádegi í dag á ráðstefnunni verður fyrsta kennslustund Há- skóla Íslands á Vestfjörðum á Silf- urtorgi í tilefni af stofnun hans. Þá verður fundur um samfélagsleg áhrif menntunar og sóknarfæri, í kvöld verður varðeldur og flösku- skeyti verður sent til Evrópusam- bandsins. Að ráðstefnunni standa grasrót- arhreyfing ungs fólks á norðan- verðum Vestfjörðum sem og ungir framsóknar-, jafnaðar- og sjálf- stæðismenn. ■ Ísland í fjórtánda sæti yfir efnahagsfrjálsræði Ný skýrsla sýnir að Ísland stendur sig ágætlega hvað varðar frjálsræði í efnahagsmálum. Fjárfest- ing, landsframleiðsla og tekjur á mann haldast í hendur við stöðu þjóða á listanum þar sem vel- sæld er mest hjá þeim sem búa við mest frjálsræði. EFNHAGSMÁL Ísland er í fjórtánda sæti yfir þau lönd þar sem frjáls- ræði í efnahagsmálum er mest. Sætinu deilum við með Dönum. Ísland fær einkunnina 7,6 í nýrri skýrslu kanadísku stofnunarinnar Frazer sem birtir árlega skýrslu um frjálsræði í efnahagsmálum. Íslenski hluti skýrslunnar er unninn í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Ísland fellur um sæti og lækkar í einkunn frá árinu 2001. Breytingin er óveruleg. Tryggvi Þór Herberts- son segir hana skýrast af breytingu á gengi dollars og tæknilegra breyt- inga á útreikningi auk hækkunar ríkisútgjalda. Einkavæðing við- skiptabankanna er meðal þess sem kemur í veg fyrir frekari lækkun Íslands á listanum. Ísland hefur hækkað um þrjú sæti frá 1995 og segir Tryggvi þá breytingu mark- tæka. Hong Kong trónir á toppi listans með 8,7 í einkunn. Af Norðurlönd- unum eru Norðmenn neðstir eða í 36. sæti en Svíar eru í 22. sæti. Af Norðurlöndunum er mest frjáls- ræði í efnahagsmálum í Finnlandi sem er í 11. sæti með einkunnina 7,7. Tryggvi Þór segir töluverða reynslu komna á þessar rannsóknir. Sterk fylgni sé milli stöðunnar á þessum lista og hagsældar í við- komandi löndum. „Aukið atvinnu- frelsi leiðir af sér aukna fjárfest- ingu, aukinn hagvöxt og í framhaldi af því bætt lífskjör,“ segir Tryggvi. Rannsóknir hagfræðinga benda til þess að frjálsræði í efnahagsmál- um auki velmegun á tvo vegu. Ann- ars vegar með því að leysa úr læð- ingi kraft og hugvit einstaklinga. Hins vegar með því að auka fjár- festingu. Skýrslan sýnir að í þeim löndum sem búa við mest frjálsræði var hagvöxtur 3,4 prósent að meðaltali árin 1980 til 2000 samanborið við 1,7 prósent hjá löndum fyrir miðju list- ans og 0,4 prósent hjá þeim neðstu. Erlend fjárfesting er mun meiri hjá löndum sem búa við frjálsræði og landsframleiðsla á mann mun hærri. Meðallandsframleiðsla á mann í efstu ríkjunum var 26.100 dollara eða rúmar 1,8 milljónir króna meðan landsframleiðsla á mann í þeim fátækustu var um 200 þúsund krónur. haflidi@frettabladid.is Alnæmisfaraldurinn: Lífslíkur minnka BANGKOK, AP Lífslíkur í mörgum landa Afríku hafa fallið niður í fjörutíu ár af völdum alnæmis. Al- næmisfaraldurinn er einnig vald- ur að aukinni fátækt og auknu hungri í álfunni að því er fram kom í máli talsmanna Sameinuðu þjóðanna á ráðstefnu um sjúk- dóminn sem fram fer í Bangkok í Taílandi. Úttekt Sameinuðu þjóðanna sýndi að í tuttugu löndum hafa lífslíkur minnkað síðan árið 1990. Þrettán þessara landa eru í vest- urhluta Afríku þar sem 25 millj- ónir af þeim 38 milljónum sem smitaðir eru af alnæmi búa. ■ SKIPULAGSMÁL Samþykkt var að auglýsa deiliskipulag fyrir Borg- artúnsreit sem afmarkast af Skúlagötu, Borgartúni og Skúla- túni í borgarráði á þriðjudag. Gert er ráð fyrir því að heimil- að verði að byggja þriggja hæða viðbyggingu við hornhúsið, Skúla- götu 51, auk þess sem heimilað verður að stækka hús Frímúrara- reglunnar við Skúlatún 53-55. Þar má einnig byggja þriggja hæða nýbyggingu á austurhluta lóðar- innar sem tengja má við hús frí- múrara með tengibyggingu á efri hæðum, en kvöð er um göngustíg undir tengibygginguna. Tillaga þessi er unnin í takt við óskir Frímúrarareglunnar að sögn Margrétar Þormar, arkitekts hjá skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar, en reglan hafði áður gert athugasemdir við tillögur sviðsins. Þá mótmæltu frímúrarar byggingu hótelíbúða að Skúlagötu 51 í bréfi til sviðsins, þar sem þeir teldu að verið væri að leggja til gerð undirmálsíbúða fyrir leigu- markað, til dæmis langtímaleigu til framhaldsskólanema. Að sögn Margrétar hefur ekki verið lögð fram formleg byggingar- nefndarteikning frá lóðareiganda Skúlagötu 51 um hótelbyggingu á lóðinni. Þó hafi verið lögð fram fyrirspurn um hvort slíkt myndi samræmast landnotkun í aðalskipu- lagi og jákvætt svar fengist. ■ Samþykkt að auglýsa deiliskipulag Borgartúnsreits: Má byggja við hús við Skúlagötu Dómur vegna vinnuslyss: Fékk yfir sig sperrur úr stæðu DÓMSMÁL Alefli ehf. þarf að greiða manni tæplega 1,3 millj- ónir króna vegna vinnuslyss sem hann lenti í árið 1999. Maðurinn slasaðist þegar ysta röð úr timburstafla féll á bak hans og herðar þar sem hann vann við að færa sperrur á vinnusvæði Ale- Aleflis. Fyrirtækið bar að slysið hefði orðið vegna aðgæsluleysis mannsins en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækinu hafi borið að tryggja að fyllsta öryggis væri gætt á vinnustaðn- um. Dómurinn var kveðinn upp fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, miðvikudaginn 14. júlí. ■ Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. 15% AUKAAFSLÁTTUR Á STÓRÚTSÖLUNNI Mörkinni 6. Sími 588 5518 OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 Stuttar og síðar kápur, sumarúlpur, heilsársúlpur, regnkápur bolir, peysur og slæður. 15 50% Afsláttur! s 1Ú T S A L A 50% afsláttur afsíðum kápum Evrópusambandið: Svíar lækki skatt á vínum BRUSSEL, AP Evrópusambandið hefur veitt sænskum stjórnvöld- um tveggja mánaða frest til þess að samræma skattlagningu á bjór og víni. Hærri skattur er á vínum, sem flest eru flutt inn, en á bjór í landinu og telja forsvars- menn Evrópusambandsins að það brjóti gegn samþykktum. Svíar minnkuðu mismuninn milli skattlagningar á bjór og víni eftir bréf frá Evrópusam- bandinu fyrir um þremur árum. Forsvarsmenn Evrópusam- bandsins töldu ekki nóg að gert og hóta því að málið fari fyrir dómstóla verði skattlagningin ekki samræmd. ■ ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Setti ráðstefnuna Með höfuðið hátt á Ísafirði í gærkvöld. Fjölmörg spennandi mál verða á dagskrá. Allir sem áhuga hafa geta tekið þátt og kynnt sér dagskrána á vefsíðunni www.mhh2004.tk. SKÚLAGATA Heimilað verður að byggja við bæði við hornhúsið og hús Frímúrarareglunnar samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var að auglýsa í borgarráði á þriðjudag. M YN D /R EY KJ AV ÍK U R B O RG FRJÁLSRÆÐIÐ Í ASKANA Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands, segir atvinnu- frelsi leiða af sér aukinn hagvöxt. Töluverð reynsla sé komin á rannsóknir á sambandi frjálsræðis í efnahagsmálum og hagsældar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.