Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 32
24 16. júlí 2004 FÖSTUDAGUR Við mælum með... ...að stuðningsmenn íslenskra knattspyrnuliða fari á námskeið hjá stuðningsmönnum írska liðsins Shelbourne og læri hvermig á að halda uppi stemningu á knattspyrnuleikjum. Þeir voru mættir 40 talsins á leikinn gegn KR en áttu samt stúkuna, sungu, dönsuðu og trölluðu allan leikinn á meðan varla heyrðist hósti né stuna frá KR-ingum. „Ég er eins og klósettpappír, bleiur og tannkrem – drjúgur og skila alltaf mínu.“ Körfuboltamaðurinn Shaq O’Neal um sjálfan sigsport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 13 14 15 16 17 18 19 Föstudagur JÚLÍ Manst’ ekki eftir mér? Það voru miklar vonir bundnar við brasilíska miðjumanninn Kleberson þegar hann var keyptur til Man. Utd í fyrra. Hann spilaði varla með liðinu en var samt í byrjunarliði brasilíska landsliðsins gegn Paragvæ í fyrrinótt. Fjármálin í höndum fjölskyldunnar Norðmaðurinn John Arne Riise, Eiður Smári Guðjohnsen og Frakkinn Nicolas Anelka eiga það allir sameiginlegt að vera eða hafa verið með umboðsmann í fjölskyldunni. FÓTBOLTI Umboðsmenn knatt- spyrnumanna og reyndar flestra annarra hafa löngum haft slæmt orð á sér. Þeir eru yfirleitt taldir vera óheiðarlegir menn sem hugsa um lítið annað en að skara eld að eigin köku. Hagur um- bjóðenda þeirra skiptir þá yfir- leitt minna máli og allt snýst um að græða sem mestan pening með sem minnstri fyrirhöfn. Nú er svo komið að umdeild- ustu mennirnir í knattspyrnu- heiminum eru ekki leikmenn á borð við David Beckham og Ron- aldo heldur umboðsmenn sem enginn knattspyrnuáhugamaður þekkir í sjón. Þessir menn stjórna stjörnunum og hafa gífurleg áhrif á þær. Þrír leikmenn, franski sóknarmaðurinn Nicolas Anelka, norski varnar- maðurinn John Arne Riise hjá Liverpool og íslenski landsliðs- fyrirliðinn Eiður Smári Guðjohn- sen hafa þó valið að halda öllu inn- an fjölskyldunnar með mjög mis- jöfnum árangri þó. Eiður og Arnór Breski um- b o ð s m a ð u r i n n Peter Harrison var umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen þegar hann gekk til liðs við Bolton sumarið 1998. Harrison sá um sölu Eiðs Smára frá Bolton til Chelsea og samdi fyrir hönd hans við Chelsea. Um leið og Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs Smára, náði prófi sem FIFA-umboðsmað- ur haustið 2002 og fékk leyfi til að starfa sem slíkur var hann ráðinn sem umboðsmaður sonar síns og hans fyrsta verkefni fyrir Eið Smára er nú að semja við Chelsea um nýjan fjögurra ára samning sem færir Eiði Smára samkvæmt áreiðanlegum heimildum um 55 þúsund pund á viku eða rúmar sjö milljónir íslenskra króna. Hlutur umboðsmanna í samn- ingum leikmanna er yfirleitt um 10% af heildarlaunum leikmanns- ins og eru greidd aukalega af fé- laginu þannig að þessi samningur færir Arnóri dágóða búbót eins og menn geta reiknað út. Arnór vildi ekki tjá sig um málið þegar leitað var eftir því en áreiðanlegar heimildir Fréttablaðsins herma að hann hafi allt að einni milljón punda upp úr þessum samningi. Það verður þó ekki tekið af Arnóri að hann hefur náð góðum samn- ingi fyrir strákinn þrátt fyrir að vera nánast reynslulaus í samn- ingagerð af þessari stærðargráðu. Eiður Smári hefur því lagt grunninn að fjárhagslegu öryggi allrar sinnar fjölskyldu með frá- bærri frammistöðu á vellinum í stað þess að láta einhvern mis- vitran umboðsmann hirða pening- inn fyrir samningsgerðina. Þess ber þó að geta að Arnór er hluti af stórri umboðsskrifstofu og þarf væntanlega að greiða einhvern hluta umboðslaunanna til skrif- stofunnar. Anelka-bræðurnir Nicolas Anelka var aðeins sautján ára þegar hann var keypt- ur frá Paris St Germain til Ars- enal árið 1997. Hann hafði ekki verið þar nema tvö ár þegar um- boðsmaður hans, bróðir hans Claude Anelka, fór á stúfana og reyndi að koma honum burtu frá félaginu þrátt fyrir að hann ætti enn þrjú ár eftir af samningi sínum. Claude var sniðugur karl og bjó þannig um hnútana að tvö af stærstu liðum Evrópu, Lazio og Real Madrid, börðust um að kaupa hann. Á endanum féllu samninga- viðræðurnar við Lazio niður vegna launakrafna Anelka og nið- urstaðan var að hann færi til Real Madrid fyrir 23,5 milljónir punda og skrifaði undir sjö ára samning við félagið. Það tók Anelka aðeins eitt ár að gera allt vitlaust í Madrid með hegðun sinni og kröfum um launa- hækkun og var það mál manna að góði bróðurinn Claude væri á bak við það. Á endanum var hann seld- ur fyrir rúmar 20 milljónir punda til Paris St Germain en þaðan lá leiðin í lán til Liverpool og síðan var hann seldur til Manchester City þar sem Gerard Houllier, þá- verandi knattspyrnustjóri Liver- pool, treysti sér ekki til að kaupa Anelka vegna allra vandræðanna á honum og bróður hans. Anelka hefur hins vegar ekki verið með nein læti síðan hann kom til Manchester City og spurn- ing hvort Claude hafi róast eða Anelka einfaldlega fundið sér annan umboðsmann. Riise og mamma Norðmaðurinn John Arne Riise fór ungur að árum til franska liðs- ins Mónakó frá 1. deildarliðinu Aalesund. Konan á bak við þau félagskipti var móðir Johns Arne, Berit Riise, sem þykir vera mikil kjarnakona á alla lund. Hún gegn- di einnig lykilhlutverki í kaupum Liverpool á stráknum árið 2001 en eftir það ákváðu mæðginin að hætta að vinna saman. „Mér finnst betra að hafa hana sem mömmu, ekki sem umboðs- mömmu. Ástæðan fyrir þessu er að ég vil skilja að vinnuna og fjöl- skylduna,“ sagði Riise, en bætti við að móðir hans hefði reynst honum afskaplega vel. Það er misjafn sauður í mörgu fé. Á meðan sumir umboðsmenn reyna að selja leikmenn á ári hverju til að græða á sölunni þá hugsa aðrir um leikmanninn og leikmanninn eingöngu. Það getur verið gott að hafa mömmu eða pabba við hliðana á sér í samn- ingaviðræðum en það hefur líka sínar slæmu hliðar að blanda sam- an fjölskyldu og vinnu. HVAÐ EIGA ÞESSIR ÞRÍR KNATTSPYRNUMENN SAMEIGINLEGT? John Arne Riise, Eiður Smári Guðjohnsen og Nicolas Anelka hafa allir verið eða eru með bræður, móður eða föður í hlutverki umboðsmanns síns og hafa þannig haldið fjármálunum innan fjölskyldunnar með misgóðum árangri. ■ ■ LEIKIR  20.00 KR og Valur mætast á KR- vellinum í Landsbankadeild kvenna í fótbolta.  20.00 Fjölnir og HK mætast á Fjölnisvelli í 1. deild karla í fót- bolta.  20.00 Þróttur og Völsungur mætast á Valbjarnarvelli í 1. deild karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  10.00 British Open 2004 á Sýn. Bein útsending frá öðrum keppnisdegi Opna breska meistaramótsins í golfi.  19.15 Trans World Sport á Sýn.  20.05 Heimsbikarinn í torfæru á Sýn. MICHAEL PHELPS Stefnir hátt á Ólympíuleikunum í Aþenu. Michael Phelps: Stefnir á átta gull í Aþenu SUND Bandaríski sundkappinn Michael Phelps ætlar að taka þátt í átta greinum á Ólympíuleikun- um í Aþenu í næsta mánuði. Hann stefnir að því að vinna gull í þeim öllum og bæta þar með met landa síns, Mark Spitz, frá Ólympíu- leikunum í München árið 1972 en þá vann Spitz sjö gull. Phelps, sem er nítján ára, ætlar að taka þátt í fimm einstak- lingsgreinum og þremur boðsund- um en hann tilkynnti þetta eftir úrtökumót bandaríska sundlands- liðsins á dögunum. Phelps mætir ástralska heims- methafanum Ian Thorpe og landa hans Grant Hackett, fyrrum heimsmethafa, í 200 metra skrið- sundi og hann sagðist hlakka mik- ið til jafnvel þótt svo gæti farið að hann ynni ekki til verðlauna í þeirri grein. „Það verður heiður að keppa við Thorpe í hans bestu grein og ég hlakka til þess,“ sagði Phelps. ■ GREINAR PHELPS Í AÞENU 200 metra skriðsund 100 metra flugsund 200 metra flugsund 200 metra fjórsund 400 metra fjórsund 4x100 metra skriðsund 4x200 metra skriðsund 4x100 metra fjórsund Það getur verið gott að hafa mömmu eða pabba við hliðana á sér í samninga- viðræðum en það hef- ur líka sínar slæmu hlið- ar að blanda saman fjöl- skyldu og vinnu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.