Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 39
Myndasögu flokkur Franks Miller um Sin City er með því allra svalasta sem þekkist í myndasögubókmenntunum en drunga- leg film noir stemningin svífur yfir lasta- bælinu Sin City þar sem morðingjar, mell- ur, spilltar löggur og enn spilltari pólitíkus- ar ráða lögum og lofum. Robert Rodrig- ez stefnir að því að koma bíómyndinni sem hann byggir á verkum Millers í kvik- myndahús á næsta ári og biðin á líklega eftir að verða mörgum Miller- aðdáand- anum erfið. Ekki síst eftir að fréttist af persónum og leikendum en það eru eð- altöffarar af báðum kynjum sem koma munu við sögu. Skutlan Jessica Alba leikur Nancy, súlustelpuna með gullhjart- að, og gamla brýnið Mickey Rourke leik- ur verndarengil hennar, morðóða hálf- tröllið Marv. Bruce Willis leikur löggu- harðjaxlinn Hartigan sem leggur allt und- ir til þess að bjarga Nancy, þegar hún er barn, úr klónum á barnaníðingnum Gula bastarðinum. Risinn Michael Clarke Duncan úr The Green Mile, leikur skepn- una Manute en aðrir sem koma við sögu eru: Benicio Del Toro, Carla Gugino (SpyKids, Karen Sisco), Josh Hartnett, Michael Madsen, Brittany Murphy og Elijah Wood. FÖSTUDAGUR 16. júlí 2004 31 Around the World in 80 Days „Stóri bömmerinn er einfaldlega sá að handritið er stefnulaust rekald og það hefur verið höfundum og leikstjóranum gersamlega ofviða að festa söguna á filmu. Við sitjum því uppi með sam- hengislausa moðsuðu misskemmtilegra hasar- og slagsmálaatriða og sumarmynd sem nær aldrei að skapa spennu.“ ÞÞ Walking Tall „Walking Tall er ekki merkileg mynd en manni leið- ist ekkert yfir henni og í þessum geira verður það að teljast býsna gott.“ ÞÞ The Cronicles of Riddick „Hér hafa menn greinilega ætlað að sleppa ódýrt frá öllu saman og veðjað á að það væri nóg að láta Diesel hnykla ofvaxna vöðvanna og sprengja eitthvað í loft upp. Það þarf bara svo miklu, miklu meira til að gera góða hasarmynd.“ ÞÞ Godsend „Handritið er sköllótt og sagan illa ígrunduð þannig að engin raunveruleg spenna myndast nokkurn tíma enda er myndin með ólíkindum fyrirsjáanleg.“ ÞÞ The Ladykillers „The Ladykillers heldur þó ekki dampi og mun seint flokkast með betri verkum þessara snjöllu Coen-bræðra. Hún hefði sjálfsagt sigið vel niður fyrir meðallag í höndunum á minni spámönnum en þeim bræðrum sem eru meira að segja góðir á slæmum degi.“ ÞÞ The Punisher „Þessi nýja Punisher-mynd rétt slefar því yfir meðallagið en ég vona að hún græði nógu margar milljónir dollara til þess að við fáum framhald. Þá er þessi mynd eðlilegur fórnarkostnaður, það þurfti að kynna Castle til sögunnar og leyfa honum að drepa þá sem káluðu fjölskyldu hans. Nú er því lokið og hann getur snúið sér að hvaða þjófi, nauðgara og morðingja sem verður á vegi hans og drápin ættu að geta byrjað fyrir alvöru.“ ÞÞ Eurotrip „Það vefst mikið fyrir mér hvernig ég á að halda sjálfsvirðingunni um leið og ég upplýsi að mér fannst Eurotrip ferlega skemmtileg en þessi vitleysa er þrælfyndin á köflum. Tilgangur myndarinnar er einfaldlega að skemmta áhorfendum í 90 mínútur og það tekst býsna vel. Þetta er fín kynlífsbrandara- súpa með nokkrum óborganlegum bragðefnum og ekki skemmir fyrir að mikið skín í bert hold.“ ÞÞ Eternal Sunshine of the Spotless Mind „Eternal Sunshine er hreinn gullmoli í bíóflórunni þessa dagana. Mynd sem gleymist seint og býður upp á endalausar vangaveltur fyrir þá sem á annað borð nenna að pæla í nokkrum sköpuðum hlut. Brilljant mynd.“ ÞÞ Mors Elling „Það er auðvitað ávísun á vandræðalegar uppá- komur og góða brandara að senda ruglukoll eins og Elling til Mallorca og Mors Elling er því hin besta skemmtun. Hún er þó langt því frá jafn þétt og góð og fyrri myndin og þar munar mest um fjarveru Kjell-Bjarne, sem ekki er kominn til sögunnar, en samspil vitleysinganna tveggja var burðarás Elling.“ ÞÞ Harry Potter and the Prisoner of Azkaban „Fyrir þá sem hafa lesið bókina er þetta hin prýði- legasta skemmtun, þó svo að myndin bæti engu við það sem fyrir var skrifað. Þeir sem ekki hafa lesið bókina ganga mun ringlaðri út úr salnum en þegar þeir komu inn og foreldrar fá að hlýða á margar „af hverju“ spurningar næstu daga á eftir.“ SS Troy „Allt þetta nöldur mitt breytir því þó ekki að Troy er fínasta skemmtun, þó hún sé í lengri kantinum, og það er vissulega ánægjulegt að Hollywood skuli gefa fornsögum svo mikinn gaum þessi misserin. Það fer þó alltaf um mann smá hrollur þegar sígild verk eru löguð að kröfum draumaverksmiðjunnar.“ ÞÞ Vinirnir Lonnie, G og Dominic kom- ast heldur betur í hann krappan í gamanmyndinni My Baby’s Daddy þegar þeir fá hver sitt smábarnið í hausinn. Vinirnir eru ekki beinlínis undir barnastúss búnir enda miklir djamm og stuðboltar sem gera lítið annað en halda brjáluð partí og eltast við stelpur. Grínistinn Eddie Griffin leikur Lonnie en hann er einnig einn hand- ritshöfunda og framleiðenda mynd- arinnar sem fylgist að hans sögn með því hvernig hipphopp-kynslóðinni reiðir af þegar hún þarf að fullorðn- ast og ala sjálf upp börn. Niðurstaðan er víst bæði sláandi og drepfyndin en piparsveinarnir eru auðvitað í tómu rugli þegar þeir þurfa að leggja flöskuna á hilluna og taka upp snuð í staðinn og hætta að vaka fram eftir þar sem fyrsta bleiuútkall dagsins bíður þeirra snemma morguns. Það er samt auðvitað afskaplega gefandi að ala upp börn og þannig taka kapparnir út mikinn þroska, læra að umgangast barnsmæður sínar og verða öllu fróðari um föður- hlutverkið og ástina. Griffin hefur félaga sinn Anthony Anderson og Michael Imperioli sér til halds og trausts en þeir Anderson og Griffin léku til dæmis saman í Scream 3. Imperioli er mesti reynslubolt- inn í hópnum en hann hefur farið á kostkostum í sjónvarpsþáttunum um Sópranó-fjölskylduna í hlut- verki hins mislukkaða fíkils Christophers. ■ Á eftir djammi kemur barn ■ FRUMSÝND UM HELGINA EDDIE GRIFFIN Neyðist til að hætta að djamma og elta stelpur til að sinna barnauppeldi. Í PÍPUNUM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.