Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 22
Ef þig langar í feitan mat þá máttu alls ekki drekka kaffi eða aðra kaffíndrykki. Kaffín eykur löngunina í feitan mat. Þjóðhátíðardagur Frakka er nýlið- inn en sælkeramat að frönskum hætti má og á að leyfa sér árið um kring. Dominique Plédel Jónsson er formaður Félags frönskumælandi á Íslandi. Hún hefur verið búsett á Íslandi lengi og er stolt af að kalla sig tengdadóttur Íslands. En hún er líka mikill vín- og matgæðingur og sérfræðingur um matargerð síns heima. „Frönsk matargerð einkennist af fjölbreytni og gnægð hráefnis. Hefðin er sterk en gengur í gegn- um stöðuga endurnýjun og það er kannski þessvegna sem hún er svo sígild. Hún er líka mjög stað- bundin og það er það sem gefur fjölbreytnina. Héruðin hafa af- markað sig vegna þess að það er nóg af ólíku hráefni á hverjum stað. Þú borðar kræklinga og ostrur við ströndina og fois gras og andasteikur innar í landinu þar sem er alifuglarækt. Í fjöllunum eru kýr og geitur og þaðan koma ostarnir.“ En hvernig skyldi Dominique hafa litist á íslenska matargerð þegar hún kom hingað fyrst? “Ég kom hingað fyrst 1969 og það var eins og að koma á aðra plánetu. En ég var ekkert að sæk- jast eftir matnum endilega heldur var það náttúran og sagan sem höfðaði mest til mín. Svo fékk ég íslenska matinn í kaupbæti löngu seinna,“ segir Dominique og felst á að deila með lesendum nokkrum leyndarmálum úr sínu franska eldhúsi. ■ Dominique sker eplin í hina heimsfrægu eplaköku Tatin-systranna Saltblómi er besta og bragðmesta saltið sem hægt er að nota. Franskur matur á engan sinn líka: Tengdadóttir Íslands bakar Tarte Tatin FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Magret de Canard aux cardamomes vertes et pêches rôties (Andabringa með grænum kardem- ommufræjum og steiktum ferskjum) 1 andabringa fyrir 2 (eða 2 andabringur fyrir 3!) græn kardemommufræ saltblómi (*) og hvítur pipar ferskjur (ca. 1 á mann eftir stærð) 2 greinar tímían 2 hvítlauksríf smjör (til steikingar) Andasoð (nægir fyrir 4) (Hægt að nota líka tilbúinn andakraft) beinin af öndinni 2 hvítlauksrif 1skalottlaukur 2 gulrætur 150 gr smjör 6 dl kjúklingasoð (*) saltblómi er fyrsta saltið sem myndast við uppgufun sjávar – kemur frá eyjum við Atl- antshafsstrendur og fæst í sælkeraverslunum. Soð: Setjið allt saman í pott og sjóðið nið- ur um 1/4. Slökkvið þá undir. Opnið svo kardemommufræin og bætið útí, látið ligg- ja í 10 - 15 mínútur, síið og geymið. Mýkjið smjörið með gaffli eða sleif í sér- íláti og geymið. Andabringur: Hitið ofninn í 180 ˚C. Takið bringurnar úr kæliskápnum tímanlega þannig að hitinn sé jafn í kjötinu. Skerið nokkrar rispur í fituna með beittum hníf og nuddið með grófu salti og pipar. Steikið við meðalhita (fyrst þeim megin sem fitan er) og snúið reglulega. Takið fljótandi fitu jafnóðum af pönnunni. Þeg- ar kjötið er fallega brúnt beggja megin, skal taka það af pönnunni og klára steik- inguna í ofninum í 8 mínútur. Kjötið verður bleikt innst og safaríkt. Á meðan: Skrælið og skerið ferskjurnar í helminga og steikið í smjöri við meðalhita ásamt tímían og hvítlauknum sem hefur verið soðinn sér í vatni í 3 mínútur. Hellið sjóðandi andasoðinu í smá skömmtum út í smjörið og þeytið vel til að fá þykka sósu. Skerið kjötið í smá sneiðar (með fitunni), setjið ferskjurnar meðfram og hellið sós- unni yfir – notið nokkur kardemommu- fræ til að skreyta. Stráið saltblómanum og pipar á réttinn. Ég mæli með fíngerðum Cabernet Sauvignon frá gamla heiminum eða góðu og sígildu Bourgogne með þessum rétti. Bökudeig: (sem má nota bæði í kar- töflubökuna og Tarte Tatin) 200 gr hveiti 100 gr smjör 1 tsk salt 3/4 vatnsglas Hnoða og geyma í kæli í klukkutíma. Tourte de pommes de terre au chèvre (Kartöflubaka með geitaosti) 600 gr bökunarkartöflur 350 gr bökudeig 1 meðalstór laukur 5-6 sneiðar ca. 1/2 cm á þykkt af geita- osti (“bûche“ sem fæst í ostabúðum) tímian salt og pipar Skrælið og skerið kartöflurnar og laukinn í mjög þunnar sneiðar. Fletjið deigið út og setjið í smurt bökuform. Raðið til skiptis kartöflusneiðunum, tímían, lauk- sneiðum, salti og pipar. Endið á geitaost- inum. Lokið bökunni með deigi, gerið nokkur „öndunargöt“ á kantinn og bakið í ca. 1 1/2 klst. Þegar 15 mínútur eru eftir skal pensla bökuna með blöndu af eggjarauðu og vatni til að fá fallega gyllta áferð. Reiðið fram með fersku, grænu salati og vinaigrette (4/5 hluti ólífuolía, 1/5 edik t.d. rauðvínsedik, ekta Dijon sinnep, salt- blómi). Ég mæli með léttu Rhône-víni eða Rioja með kartöflubökunni. Tarte Tatin (Eplabaka Tatin-systranna) 1,5 kg epli (best eru grænu eplin eða jonagold – en Tatin-systurnar mæla með „reinette“ epl- um sem eru lítil og bragðmikil og mjög algeng um franskar sveitir) 100 gr sykur Skrælið eplin, takið kjarnann úr og skerið í hvert epli í u.þ.b 6 bita. Setjið sykurinn og dálítið af vatni í bökunarform með föstum botni og sjóðið þangað til kara- mella fer að myndast. Raðið þá eplunum fallega í raðir. Fletjið deigið út svo það nái aðeins út fyrir formið. Leggið deigið yfir eplin þannig að það nái niður fyrir formið og myndi lok. Bakið í heitum ofni (180-200˚) í 30-35 mín. Þegar eplin eru bökuð, takið úr ofninum, látið kólna smástund og hvolfið varlega á disk. Berið tertuna fram volga, helst eina og sér eins og Tatin-systurnar, eða með þeyttum rjóma eða ís „à l’islandaise“. Með Tatin-tertu er best að drekka þurrt freyðivín.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.