Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 46
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Sveinn Ludvigsen. Evru. Eimskipafélag Íslands hf.. Hilmir Snær stjórnar 70 mínútum Opnuð hefur verið ný plötubúð í kjallara gömlu Hljómalindar við Laugarveg 21. Á efri hæðinni er nú eitt vinalegasta kaffihús bæj- arins sem heitir Bleika dúfan. Þar geta gestir lesið sér til yndisauka yfir kaffi og kökum. Nýjasta plötubúð miðbæjarins heitir Músík og meira, og var opn- uð í síðasta mánuði. Eigandinn er Sigurlaug Ragnarsdóttir, eigin- kona Jóhanns Vilhjálmssonar, söngvara Vonbrigða. „Ég byrjaði á því að leigja hús- næði hér upp á annarri hæð undir annan rekstur,“ segir Sigurlaug, eða Silla eins og hún er kölluð. „Svo mundi ég eftir þessum kjall- ara því fyrir svona 10–15 árum var hér fatamarkaður. Ég og maðurinn minn vorum búin að ganga með þessa hugmynd í maganum að opna verslun á Laugaveginum undir plötur og gjafir. Við höfðum verið að kíkja í kringum okkur í heilt ár en fundum aldrei rétta hús- næðið. Svo þegar við sáum kjallar- ann vissum við að þetta væri til- valið fyrir þann rekstur sem við erum með.“ Búðin er gerð eftir breskri fyrirmynd, í London er algengt að nýtískulegar búðir séu inn- réttaðar í gömul hús. „Svona smá búllufílingur,“ útskýrir Silla. „Við leggjum áherslu á íslenska tónlist og ferðamennirnir koma mjög mikið hingað. Við leggjum líka áherslu á heimstónlist og ambient. Við erum ekki með neina popptónlist eða klassík. 12 Tónar eru mikið með klassíkina og þessar litlu búðir eru að reyna að standa saman í því að vera ekki í samkeppni. Það hefur komið rosalega vel út.“ Búðin tekur gamlar vínyl- plötur í umboðssölu auk þess sem á dagskránni er að panta inn vínyl að utan. Þar er einnig hægt að kaupa sérvörur frá breska fyrir- tækinu Disaster Designs. ■ Ný plötubúð í húsi Hljómalindar MÚSÍK OG MEIRA Eigendur búðarinnar innréttuðu hana sjálf, smíðuðu hillurnar og borðin og gerðu gamla Hljómalindarkjallarann upp. 38 16. júlí 2004 FÖSTUDAGUR „Hilmir Snær verður með mér í þættinum í kvöld því Auðunn, Hugi og Pétur eru úti í Austurríki á tónleikum með Pink,“ segir sjón- varpsmaðurinn Sverrir Þór Sverrisson. „Það er svo leiðinlegt að vera einn með þáttinn og því höfum við þann háttinn á þegar einhver er veikur eða upptekinn í öðru að fá til okkar einhvern frægan og kynna þann sama fyrir heimi sjónvarpsins.“ En af hverju skyldi Hilmir Snær hafi orðið fyrir valinu? „Það þarf náttúrlega að fá einhvern kynþokkafullan í settið fyrst að Auddi er í burtu. En fyrir utan að Hilmir er gullfallegur þá er hann líka ágætis leikari,“ segir Sveppi og hlær. „Það er í rauninni ein- kennilegt að við séum ekki búnir að fá Hilmi Snæ fyrir löngu í þátt- inn til okkar því það er svo margt sem mann langar til að spyrja hann um. Hann hefur leikið svo svakalega mikið en í kvöld ætlum við líka að komast að því hvernig lífi Hilmir lifði áður en hann varð leikari. Við heimsækjum meðal annars gamla vinnustaðinn hans en mér skilst að Hilmir hafi unnið í prentsmiðju áður en hann varð frægur.“ Sveppi segir þáttinn verða með hefðbundnu sniði fyrir utan að vera með Hilmi í broddi fylkingar. „Hilmir er náttúrlega að leika í stórum söngleik núna, Hárinu, og ég er í Fame svo það er gaman að rabba aðeins saman um það en það fylgja þessu líka ýmsir kvillar og fyrir utan létt spjall þarf Hilm- ir að taka að minnsta kosti einni áskorun eða setja Íslandsmet,“ segir Sveppi sem syrgir það ekki að hafa misst af Austurríkisferð- inni með Audda, Pétri og Huga. „Það að fara til útlanda með þess- um vitleysingum er ávísun á vesen. Vesenið getur reyndar verið ótrúlega hressandi en stund- um er líka ágætt að missa bara af því. Til dæmis mætti Pétur út á Keflavíkurflugvöll í fyrradag allt- of seint og fattaði þá að hann hafði gleymt passanum heima. Þannig byrjaði ferðin og það kæmi mér ekkert á óvart þó að einhver af strákunum skilaði sér ekki aftur heim á réttum tíma.“ ■ SJÓNVARP 70 MÍNÚTUR ■ Hárið og Fame er meðal þess sem rætt verður um í 70 mínútum í kvöld en Hilmir Snær er gestastjórnandi og verður í settinu með Sveppa. TÓNLIST MÚSÍK OG MEIRA ■ Í kjallara gömlu Hljómalindar hefur opnað ný plötubúð sem leggur áherslu á íslenska tónlist HILMIR SNÆR Sveppi segir að nauðsynlegt hafi verið að fá einhvern kynþokkafullan í settið í fjarveru Auðuns Blöndal. í dag Ófríska e-pillukonan vildi selja sig Símamaður rekinn vegna spjallþráðar Bankastjóri rekinn eftir að lána í svikabrall FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N N AR V . A N D RÉ SS O N Lárétt: 1 skaut, 5 þrep, 6 fallorð, 7 til, 8 á þeim stað, 9 prjón, 10 stafur, 12 í röð, 13 hérað, 15 kyrrð, 16 sleit, 18 gála. Lóðrétt: 1 hrekkjalómur, 2 stafurinn, 3 í röð, 4 afar ófríða, 6 töframaður, 8 þeg- iðu, 11 tunna, 14 tíu, 17 hlotnast. LAUSN: Lárétt:1póll,5rim,6fo,7að,8þar, 9 hekl,10ká,12iíj,13amt,15ró,16rauf, 18gæra. Lóðrétt: 1prakkari,2óið,3lm,4forljóta, 6fakír, 8þei,11áma,14tug,17fæ. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 „Þetta hefur verið lengi í burðar- liðnum. Upphaflega planið var að opna 16. júní en bið eftir leyfum og öðru slíku dró úr hraðanum,“ segir Sverrir Rafnsson, eigandi nýja skemmtistaðarins Rex í Austurstræti. Nafnið á staðnum er engin nýj- ung því veitingastaður með sama nafnið var rekin í húsnæðinu fyrir nokkrum árum. „Við ákváðum að halda nafninu þar sem flestir kalla húsið Rex.“ Sverrir og félagar eru búnir að breyta húsinu töluvert síðustu þrjá mánuði allt í þeim til- gangi að opna stóran og skemmti- legan partístað. „Við tókum eld- húsið og breyttum því í dansgólf, jukum flæðið á staðnum, gerðum hann hlýlegri og opnuðum neðri hæðina fyrir alla. Þetta er nokkurs konar vínbar en klúbbur um helg- ar enda hækkar nokkuð í tónlist- inni þegar kemur að miðnætti.“ Markhópurinn er 24 ára og eldri og segir Sverrir þann hóp vanta stað fyrir sig. „Þessi hópur hefur verið á flakki en núna er staðurinn kominn. Það verður stanslaus partístemning um helg- ar og allir eiga að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Það eru allir velkomnir og snobbinu hefur verið úthýst.“ ■ OPNUN SKEMMTISTAÐURINN REX ■ opnar í kvöld á miðnætti. Stanslaus partístemning verður þar um helgar að sögn Sverris, eiganda staðarins. Snobbinu úthýst REX Skemmtistaður opnar í húsinu í kvöld eftir nokkra bið. Smáralind Sími 553 6622 www.hjortur.is Ú T S A L A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.