Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI sími 550 5000 FÖSTUDAGUR LISTSÝNING Sýning á verkum 40 japanskra listamanna verður opnuð í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag klukkan 17. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BJART OG FALLEGT VEÐUR syðra í dag. Hæglætisveður á landinu í dag með bjartviðri syðra en dálítilli vætu norðan- og austanlands. Sjá síðu 6. 16. júlí 2004 – 192. tölublað – 4. árgangur ● matur ● tilboð Tengdadóttir Íslands Dominique Plédel Jónsson: nr. 28 2004 etzÇ{|ÄwâÜ dagskráin 16. júlí - 23. júlí { golfari } Las Njálu fjögurra ára birta Ragnhildur Sigurðardóttir: ▲Fylgir Fréttablaðinu dag EKKERT FRAMLAG OF SMÁTT Nelson Mandela sendir ákall til ríkja heims, fyrirtækja og einstaklinga um framlög í baráttuna gegn al- næmi. Stefna Bandaríkjamanna harðlega gagn- rýnd á ráðstefnu um alnæmi. Sjá síðu 2 BRÝNT AÐ DRAGA ÚR SYKUR- NEYSLU Ráðherra segir að kanna verði allar leiðir til að draga úr sykurneyslu, þar á meðal forvarnarskatt. Samtök iðnaðarins segja slíkar hugmyndir „með öllu óþolandi“ en Lýðheilsu- stöð telur gagnrýni þeirra á misskilningi byggða. Sjá síðu 6 FRJÁLSRÆÐI GOTT Ný skýrsla sýnir að Ís- land stendur sig ágætlega hvað varðar frjáls- ræði í efnahagsmálum. Fjárfesting, landsfram- leiðsla og tekjur á mann haldast í hendur við stöðu þjóða þar sem velsæld er mest hjá þeim sem búa við mest frjálsræði. Sjá síðu 10 HALLAREKSTUR Fimmtíu stofnanir fóru svo langt fram úr fjárlögum á síðasta ári að reglur kröfðust aðgerða. Fjármálaráðherra segir fjárhagsvanda oft reynast stjórnunar- vanda. Sjá síðu 16 baksviðs á hárinu ● bestu brettasvæðin ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 30 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 24 Sjónvarp 36 STJÓRNMÁL Stjórnarflokkarnir eru sammála um að láta helgina líða áður en frekari lausnar á ágrein- ingi þeirra í fjölmiðlamálinu verð- ur leitað. Samkomulag um annað liggur ekki fyrir Framsóknarmenn sem Frétta- blaðið ræddi við telja málið komið í ógöngur og vilja draga núverandi frumvarp til baka. Ekki er stemn- ing fyrir því í forystu Sjálfstæðis- flokksins. Þar líta menn svo á að með því hefðu menn tekið á sig pólitísk óþægindi vegna málsins án þess að ljúka því. Framsóknarmenn telja mikið í húfi og eru sannfærðir um að forsetinn muni ekki skrifa undir nýja frumvarpið. Þeir eru ekki til- búnir í þann slag. Innan þing- mannahóps Sjálfstæðisflokksins telja menn talsverðar líkur á að forsetinn skrifi ekki undir, en eru tilbúnir í slaginn. Davíð Oddsson og Halldór Ás- grímsson hittust í gær og ræddu málin. Niðurstaða þess fundar er að láta helgina líða. Allsherjar- nefnd mun koma saman eftir helgi og eftir það munu línur skýrast frekar. Davíð útilokaði ekki að frumvarpið yrði dregið til baka. „Það hefur engin þess háttar ákvörðun verið tekin. Nefndin er með málið og kemur saman á nýj- an leik hygg ég eftir helgi.“ Að því loknu færi málið til þingsins. Fyrir fund Davíðs og Halldórs áttu þeir fundi með sínu fólki. Dav- íð snæddi hádegisverð í þinginu með þingmönnum flokksins í alls- herjarnefnd. Halldór átti fund með forystufólki Framsóknarflokksins í utanríkisráðuneytinu. Hvorki Davíð né Halldór vildu tjá sig um viðræður sínar eftir fundinn, en lýstu ánægju með hann. Þeir telja stjórnarsamstarfið ekki í hættu. Innan þingmannahóps Fram- sóknarflokksins telja menn afstöðu samstarfsflokksins ein- kennast af einstrengingshætti. Þeir telja alltof mikinn tíma fara í málið og það sé farið að bitna á öðr- um mikilvægum málum sem stjórnin eigi að fara að snúa sér að. Núverandi frumvarp með annarri synjun forseta héldi því áfram í þeim ógöngum og það er í nú. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru sjálfstæðismenn full- meðvitaðir um að framsóknar- menn vilji bakka í málinu. Boltinn er í herbúðum Davíðs og helgin verður notuð til að leita niðurstöðu. haflidi@frettabladid.is sjá bls. 4 Davíð hefur helgina til að finna lausn Halldór Ásgrímsson gerði Davíð Oddssyni grein fyrir sjónarmiðum flokksmanna í fjölmiðlamálinu. Framsóknarmenn vilja að núverandi frumvarp verði dregið til baka. Reynt verður að ná sátt um málið áður en allsherjarnefnd kemur saman eftir helgi. GENGIÐ TIL FUNDAR Meira mæðir á Davíð Oddssyni forsætisráðherra nú um stundir en venja er á þessum árstíma. Skin og skúrir skiptast á í stjórnmálum. Davíð fundaði í gær með Halldóri Ásgrímssyni um framhald fjölmiðlafrumvarpsins. Veðurspá helgarinnar lofar blíðu og verður hún nýtt til að leita lausnar. Sérstakar heimildir dönsku lögreglunnar: Skapar frið á götum DANMÖRK Dönsk lögregluyfir- völd hafa heimild til að banna þekktum ofbeldismönnum að- gang að þekktum veitingahús- og næturklúbbahverfum í land- inu. Er þannig yfir 500 einstak- lingum bannað að láta sjá sig í tilteknum hverfum í Kaup- mannahöfn einni saman og gild- ir slíkt bann í tvö ár. Eru hörð viðurlög við brotum á banni þessu og eru löggæslumenn hvarvetna sammála um að þetta gefi góða raun og skapi meiri frið á götum borganna. ■ Afdrifaríkt símtal: Dýr myndi Hafliði allur ÞÝSKALAND Þýskur karlmaður hefur kært unga konu sem starfar hjá erótískri síma- þjónustu til lögreglu eftir að honum barst um hálfrar millj- ónar króna símreikningur vegna samtals við konuna sem stóð yfir næturlangt. Að sögn mannsins hringdi konan í hann og sagðist hún hafa fundið símanúmerið hans á netinu. Hún sagðist vilja spjalla við manninn og bað hann um að hringja í sig til baka. Vel fór á með þeim í sam- talinu og var því ekki slitið fyrr en eftir sex klukktíma. Að sögn mannsins ræddu þau um heima og geima. Málið er rannsakað sem svikamál. ■ RÚSSLAND Rússneski auðkýfing- urinn, Mikhail Khodorkovsky, lýsti yfir sakleysi í öllum ákæruatriðum í dómsal í Moskvu í gær. Réttað er yfir honum vegna ákæru um skattsvik. Aðrir yfir- menn olíufyrirtækisins Yukos, sem er að meirihluta í eigu Khodorkovskys, sem einnig voru fyrir rétti, neituðu líka sök. Eru þetta fyrstu skref ákæru- valdsins en margir telja að Khodorkovsky sé fyrir rétti á fölskum forsendum þar sem hann hefur alla tíð barist gegn Pútin, forseta landsins, og sé að gjalda þess nú. Hann hefur boðist til þess að láta af hendi 44 prósenta hlut í fyrirtækinu sem hann ræður yfir til stjórnenda félagsins ef það mætti verða til þess að aflétta skattaskuld fyrirtækisins. Handtaka Khodorkovsky hefur valdið óróa á mörkuðum í Rúss- landi og lækkað hlutabréf olíu- félaga þar í landi þrátt fyrir gósentíð í greininni í kjölfar hækkunar olíuverðs. Krafa rúss- neskra stjórnvalda er að Yukos greiði jafnvirði 240 milljarða króna í sekt. ■ Réttarhöldin yfir Khodorkovsky: Lýsti sig saklausan af ákærum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.