Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 45
37FÖSTUDAGUR 16. júlí 2004 ■ TÓNLIST Warren Ellis er ruddalega góður myndasöguhöfundur sem sést best á hinum frábæru Trans- metropolitan sögum þar sem við fylgjumst með rannsóknarblaða- manninum Spider Jerusalem að störfum. Spider þessi er flottasti blaðamaður allrar menningarsög- unnar samanlagðrar. Hann er full- komlega miskunnarlaus, grimm- ari en DV í tíunda veldi og hættu- legri valdhöfum en sjálfur Michael Moore. Hann er sköllótt- ur, allur út í húðflúri, fyllibytta, dópisti og geðsjúklingur sem lætur ekkert stoppa sig þegar hann er með gott efni í höndunum. Í þessari lokabók Transmet bálksins kemur til endanlegs upp- gjörs Spiders við gerspilltan Bandaríkjaforseta sem gerir allt til að halda völdum og lætur sig til að mynda ekki muna um að drepa konuna sína. Þegar við kynntumst Spider fyrst var hann með fasta dálka í blaði en nú birtir hann af- hjúpanir sínar beint á netsvæðinu The Hole sem átti upphaflega að vera klámsíða en er orðin eina frjálsa röddin í kúgaðri fjölmiðla- flórunni. Útsendarar forsetans elta Spider á röndum og reyna að rek- ja útsendingar hans á netinu en það er vont að hafa hendur í hári krúnurakaðs töffara sem er á stöðugri ferð. Það verður engum lögum komið á Spider Jerusalem eins og sést best þegar umsáturs- ástand skapast í Washington eftir að hermenn salla niður friðsam- leg mótmæli menntafólks. Allt útlit er fyrir að það takist að kæfa fréttir af harmleiknum með íþróttum og innihaldslausu slúðri en þá kemur Spider til sög- unnar og eftir að hann hjólar í valdhafana á netinu taka aðrir fjölmiðlar við sér og spilaborg forsetans hrynur. Barátta Spider við forsetann hefur þó tekið sinn toll og hann er orðinn algert flak, heilinn í hakki og skrokkurinn að niðurlotum kominn. Uppgjöf er þó ekki til í dæminu og þó sagan sé býsna fantasíukennd er ekki hægt annað en að skoða þann samtíma sem við okkur blasir þegar framtíðin stendur og fellur með því hvort klikkuðum dópista takist að flæma morðóðan geðsjúkling út úr Hvíta húsinu. Þórarinn Þórarinsson Blaðamaður dauðans kveður TRANSMETROPOLITAN: ONE MORE TIME Taktu skemmtilegar myndir þar sem McVitie’s kex er í aðalhlutverki og sendu okkur þær á stafrænu formi á kex@bergdal.is eða í umslagi merktu: McVitie’s-ljósmyndaleikurinn, Bergdal, pósthólf 4150, 124 Reykjavík. Þú getur átt von á frábærum vinningum. Munið að láta nafn, heimilisfang og símanúmer fylgja sendingunni. ljósmynda- leikurinn Seg›u MakkVittís! Brostu og taktu flátt í skemmtilegum ljósmyndaleik me› McVitie’s kexfjölskyldunni í sumar Sí›asti dagur til a› skila inn myndum er 15. ágúst 2004. fiá tekur dómnefnd til starfa og velur fimm skemmtilegustu myndirnar. Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S B ER 2 49 17 0 6/ 20 04 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S B ER 2 49 17 0 6/ 20 04 1. ver›laun - fer› fyrir 2 til London me› Icelandair 2. ver›laun - vönduð stafræn myndavél 3-5. ver›laun - veglegar McVitie´s kexkörfur Karllægur tónn í bOGb „Mér var boðið að taka að mér þetta verkefni og það hentaði mér vel þegar kallið kom,“ segir Björn Jör- undur Friðbjörnsson, en hann er nú orðinn ritstjóri nýs tímarits sem nefnist bOGb. Björn Jörundur er þekktur fyrir að fást við tónlist, leiklist og dagskrárgerð í bæði sjón- varpi og útvarpi og má því segja að hér sé hann í nýju hlutverki. „Mér finnst þetta alls ekkert svo ólíkt því sem ég hef verið að gera og ég lít bara svo á að ég sé áfram að búa til skemmti- og afþreyingarefni,“ segir Björn Jörundur. „Ég skrifa sjálfur slatta í blaðið en svo eru pennar út um víðan völl sem leggja til efni eftir pöntun.“ Fyrsta eintak bOGb kom út í vikunni en blaðið byggir á grunni tímaritsins Bleikt og Blátt. „Mér fannst vanta almennilegt íslenskt strákablað því flestöll tímaritin hér á landi eru gefin út fyrir stelpur,“ segir Björn Jörundur. „Ég er þó ekkert að finna upp hjólið því bOGb er mjög í anda erlendra strákatíma- rita sem hafa gefist vel.“ Í bOGb er að finna umfjöllum um jaðarsport, bíla og fallegar konur eins og Björn Jörundur margítrekar í ritstjóraávarpi sínu. „Pælingin er að reyna að hafa fallegar konur í blaðinu fyrir ís- lenska karlmenn til að dást að. Bleikt og Blátt tímaritið fjallaði fyrst og fremst um kynlíf en ég kem með talsvert aðrar áherslur inn í bOGb. Í blaðinu reynum við að tala til stráka á þeirra tungumáli um þeirra áhugamál en blaðið er líka uppfullt af kynja- og samskipta- pælingum.“ Aðspurður um hvort verið sé að peppa upp karlmennskuna hjá strákum með blaðinu segir Björn. „Allt efni blaðsins er sett fram á mjög húmorískan hátt en á sama hátt og það er kvenrembutónn í öll- um kvennablöðum er mjög karl- lægur tónn í bOGb.“ ■ U2 disk stolið Eintak af nýjasta disk hljómsveit- arinnar U2, sem ekki er fullgerður, týndist í myndatöku á dögunum. Menn óttast því að hann megi brátt finna á netinu, mörgum mánuðum áður en diskurinn kemur í búðir. Lögreglan í Nice á Miðjarðar- hafsströnd Frakklands sagði að meðlimir hljómsveitarinnar hafi borið vitni um að mögulega hafi honum verið stolið í upptöku- stúdíóinu Victorine í borginni síðastliðinn þriðjudag. Þegar hafa 20 manns verið teknir til yfir- heyrslu. Áætlað var að diskurinn, sem ekki hefur enn hlotið nafn, yrði gefinn út í nóvember. Talsmaður lögreglunnar sagði að þau þyrftu að fara varlega því ekki væri vitað hvort disknum hafi verið stolið, eða hvort hann hafi einfaldlega týnst. „Við störf- um eftir ýmsum kenningum. Það gæti verið aðdáandi sem stal pru- fudiskinum til að eiga í safni sínu, eða netsérfræðingur sem vill verða fyrstur til að dreifa hon- um.“ ■ U2 Tónlistarmennirnir í U2 kættust ekki í vikunni þegar kom í ljós að nýjasti diskur þeirra týndist í stúdíóinu í Frakklandi. BJÖRN JÖRUNDUR Segir nýja starfið ekki ólíkt því sem hann hefur áður fengist við og lítur svo á að hann sé áfram að vinna að því að búa til skemmti- og afþreyingarefni. NÝTT BLAÐ BJÖRN JÖRUNDUR FRIÐBJÖRNSSON ■ ritstýrir nýju blaði sem nefnist bOGb og er ætlað að ná til íslenskra karlmanna [ MYNDASÖGUR ] UMFJÖLLUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.