Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 12
12 16. júlí 2004 FÖSTUDAGUR DÝRÐLEGUR EIFFEL Eiffelturninn ljómaði í allri sinni dýrð þegar flugeldar lýstu upp himininn yfir París að kvöldi þjóðhátíðardags Frakka 14. júlí. RÉTTAÐ YFIR FORSETA Réttar- höld eru hafin yfir Rolandas Paksas, sem hraktist úr emb- ætti forseta Litháen vegna ásakana um spillingu. Paksas sagðist fullviss um að verða hreinsaður af ásökunum um að hafa ljóstrað upp um ríkis- leyndarmál. Fleiri mál gegn forsetanum fyrrverandi fylgja í kjölfarið. BJÖRGUNARMENN ÁKÆRÐIR Ítalskir sak- sóknarar íhuga að ákæra áhöfn skipsins Cap Anamur sem flutti 37 flóttamenn í land. Flótta- mönnunum björguðu skipverjar af sökkvandi bát. Saksóknarar telja skipverjana hafa gerst seka um að hjálpa til við ólöglega flutninga fólks milli landa. Samkeppnismál: Kók vill málamiðlun BRUSSEL, AP Coca Cola fyrirtækið hefur boðist til að gera verulegar breytingar á viðskiptaháttum sínum í Evrópu. Með því vonast fyrirtækið til að binda endi á rannsókn samkeppnismála- yfirvalda Evrópusambandsins sem hefur staðið yfir í sex ár. Fyrirtækið er reiðubúið að draga úr kröfum um sölu- aukningu hjá smásölum sínum, hætta að veita ekki afslátt af kók nema smásalar kaupi einnig aðra drykki frá fyrirtækinu og leyfa takmarkaða sölu drykkja frá öðrum framleiðendum úr kælum sínum og sjálfsölum. Málaferlin hófust eftir að Pepsí kærði viðskiptahætti Coca Cola. Evrópusambandið ber til- lögu félagsins nú undir keppi- nauta þess. ■ Ástralía: Kveikt í barni LÖGREGLUMÁL Lögregla í bænum Minto í Ástralíu leitar nú tveggja stúlkna sem gerðu sér lítið fyrir og kveiktu í níu ára stelpu í al- menningsgarði í gær. Engin vitni vissu nákvæmlega hvað átti sér stað en það sást til tveggja stúlkna með grímur hlaupa frá vettvangi. Litla stúlkan liggur þungt haldin á sjúkrahúsi með bruna á 40 prós- entum líkamans. Lögregluyfir- völd hafa enga hugmynd um hvað lá að baki árásinni en leit stendur yfir. ■ Í TOLLI Áfengi og tóbak eru dýrar vörur í Noregi og fleiri láta hafa sig út í smygl vegna þess. Noregur: Smygl stóreykst INNFLUTNINGUR Ekkert lát er á til- raunum Norðmanna til að smygla áfengi og tóbaki til landsins en það magn sem norsk tollayfirvöld hafa gert upptækt á þessu ári hefur margfaldast. Þannig hefur náðst helmingi meira áfengi en á sama tíma fyrir ári og enn betri árangur hefur náðst hvað tóbak varðar. „Raunin virðist vera sú að venju- legt fólk sem að öllu jöfnu er lög- hlýðið virðist færa sig meira og meira upp á skaftið hvað varðar smygl á þessum vörum, „segir Marit Wiig, hjá norska tollstjóraem- bættinu. „Það er áhyggjuefni hversu margir eru reiðubúnir að brjóta lögin fyrir nokkrar krónur.“ ■ ■ MIÐAUSTURLÖND ■ EVRÓPA SheerDrivingPleasure BMW3Línan www.bmw.is SÍMINN ALLTOF DÝR Líbönskum neytendum blöskrar svo hversu dýr símafyrirtæki landsins eru að sextán samtök neytenda og launþega hvetja nú til þess að landsmenn fari í dálítið öðruvísi verkfall en þeir eru vanir. Nú vilja þeir að fólk noti farsíma sína ekki í heilan sólarhring til að láta vanþóknun sína í ljós. Dýr- ustu innanlandssímtölin kosta um 40 krónur á mínútuna. Ungt fólk í Bretlandi: Fjárhags- aðstoð æ algengari FÉLAGSMÁL Sá fjöldi ungs fólks í Bretlandi sem lent hefur í alvar- legum fjárhagsvandræðum og þurft á hjálp að halda hefur tí- faldast á síðustu tveimur árum. Á sama tíma hefur hlutfallsleg skuld hvers og eins hækkað mik- ið, úr rúmum 300 þúsundum í tæpa milljón. Hafa nokkur sam- tök bent á að þetta megi skýra með hærri skólagjöldum í bresk- um háskólum og það sé ein helsta ástæða þess hve ungt fólk hrapar fljótt í fjárhagsvandræði. ■ Blóðsúthellingar og skemmdarverk í Írak: Stjórnvöld skipa öryggissveit OLÍUFRAMLEIÐSLA Bráðabirgða- stjórnvöld Íraka hyggjast koma á fót sérstakri öryggissveit vegna þeirra árása uppreisnarmanna sem verið hafa að undanförnu. Sprengja varð tíu að bana í bæn- um Haditha í gær og hafa enn- fremur sprengjur verið sprengd- ar við tvær stórar olíuleiðslur og þannig skert getu landsins til olíu- útflutnings til muna. Yfirvöld reiða sig á það fjármagn sem fæst með sölu olíu til nauðsynlegrar uppbyggingar og til að koma á friði í landinu. Fátt virðist hafa breyst þó Írakar sjálfir hafi tekið við stjórnartaum- um í landi sínu. Ekki líður dagur án blóðsúthellinga af einhverju tagi og er þá oft um bílsprengjur að ræða. Uppreisnarmenn gera sér far um að sprengja slíkar sprengjur þar sem mannfjöldi er samankominn og óttast er að slíkt grafi undan trú almennings á stjórn sinni ef fram- hald verður á slíku. ■ HEFT FRAMLEIÐSLA Efnahagur Íraka reiðir sig á fjármagn vegna sölu á olíu og því eru skemmdarverk á olíu- leiðslum afar kostnaðarsamar fyrir landið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.