Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 16.07.2004, Blaðsíða 36
16. júlí 2004 FÖSTUDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ ROCKY ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Martin Kellerman Eftir Frode Överli P o p p m e n n i n g hefur aldrei not- ið virðingar hér á landi. Ef menn svamla í henni, hvort sem það er við gerð tónlistar eða kvikmynda- g e r ð a r l i s t a r , þurfa þeir annað hvort að sætta sig við að synda á móti straumi eða brenna út sem þrælar ölmenningarinnar. Einu sinni vann ég hjá dagblaði hér í bæ þar sem ritstjórarnir skiptu hugarfóstrum landsbúa blygðunarlaust í há- og lágmenn- ingu. Ég áttaði mig aldrei á eftir hvaða reglustriku þeir mældu í þeim efnum, og geri ekki enn. Sér- staklega ekki þegar blaðamönn- um var skipað að nú væri Björk „okkar“ Guðmundsdóttir búin að sanna sig og því ætti að fjalla um hana á „menningarsíðunum“ hér eftir í stað popphluta blaðsins sem hafði fylgst með ferli hennar frá upphafi. Eins og það væri einhver leið til þess að votta henni virð- ingu að láta menn sem fylgdust ekkert með raftónlist né poppi fjalla um afurðir hennar? Álíka skynsamlegt og að láta mig skrifa um íþróttir, pólitík, bíla... já eða bara klassíska tónlist. Málið er einfalt. Eldri hluti þjóðarinnar lítur niður á popp. Eins og sú sköpun sé eitthvað ómerkilegri en sköpun þeirra sem semja fyrir hámenntaða tón- listarflytjendur. Gamla Ísland er enn við ritstjórnarvöllinn og fyrir þeim er popp eitthvað sem nýttist þeim bara þegar þá langaði að komast á séns með ömmum ykk- ar. Við hin vitum að popp er merkilegasta menningarafurð síðustu aldar. Eða, hvor haldið þið að muni prýða síður sögubókanna eftir 100 ár, Björk eða Atli Heim- ir Sveinsson? Jón Leifs eða Sigur Rós? Hvor ber hróður landsins lengra? Skilgreiningin í há- og lág- menningu eru landamæri sköpuð af fordómum og hroka. Tónlist hreyfir við fólki, eða ekki. Þá skiptir engu máli hvort hún sé popp, klassík eða kántrí. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA BIRGIR ÖRN STEINARSSON TRÚIR EKKI AÐ HÆGT SÉ AÐ SKIPTA TÓNLIST Í HÁ- OG LÁGMENNINGU. Er ein menning betri en önnur? M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N OK, nú er hún að míga. Best að koma sér áður en hún kemur til baka! Samt... hún var helvíti sæt... og það væri kannski ágætt svona einu sinni að halda sambandi við hátíðardræsu... Hvað í andskotanum er hún eiginlega að gera? Hún hlýtur að hafa blöðru á við vindsæng! Ætlarðu virkilega að skilja tjaldið eftir? Það var alveg glænýtt! Sko... typpið á honum lítur út eins og sveppur! Ó Frikki, þetta er svo spennandi! Þetta hús hefur verið tómt svo lengi - en einhver hlýtur að vera að fara að flytja inn! Ég vona að þau séu hljóðlátari en síðasta parið!!! Pabbi, má ég hlusta á Pott- þétt jól? Nei, það er júlí. Sjáðu til, lögin segja að það megi ekki spila jólalög í júlí, þegar maður er í farartæki að ferðast austur á virkum degi, þar sem síðasti stafurinn er „r“. Af hverju skáldarðu svona fárán- legar sögur? Sannleikurinn virkar ekki eins vel. Pabbi veit allt.Ó... Takk! Þitt næst! Gerðu! Svona, svona! GEEEE- RRRÐUUU... Ég er bara aðeins að hita upp í lófann! Hey! Bíddu aðeins! Pabbi, þú ert á Ráð- húsreitnum! MEÐ HÓTELI! Svona, já! Mjúk og fín!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.