Fréttablaðið - 15.05.2004, Síða 4

Fréttablaðið - 15.05.2004, Síða 4
4 15. maí 2004 LAUGARDAGUR Er rétt að lækka skatta strax? Spurning dagsins í dag: Á forsætisráðherra að biðja forseta Íslands afsökunar á ummælum sínum um hann í fréttum Sjónvarps? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 19% 81% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is LONDON, AP Breska blaðið Daily Mirror viðurkenndi í gær að myndir sem blaðið hefur birt af misþyrmingu breskra hermanna á íröskum föngum séu falsaðar. Baðst blaðið afsökunar á þessum mistökum og jafnframt lét rit- stjóri þess af störfum. Í yfirlýsingu frá blaðinu segir að það hafi birt myndirnar í góðri trú og talið þær ófalsaðar. Hins vegar væru nú komnar fram óyggjandi sannanir þess efnis að myndirnar væru falsaðar. Stjórnvöld á Bretlandi lýstu því yfir í fyrradag að myndirnar væru falsaðar. Sögðu þau að vöru- flutningabifreið sem sæist á myndunum hefði aldrei farið frá Bretlandi og því gætu myndirnar ekki verið frá Írak. Fljótlega eftir að Daily Mirror birti myndirnar komu fram efasemdir um að þær væru ófalsaðar og hafa þær efa- semdir nú verið staðfestar. ■ Þúsundir fögnuðu Friðrik krónprins gekk að eiga Mary Donaldson í gær. Tugir þúsunda hylltu brúðhjónin eftir at- höfnina. Einn maður var handtekinn með blys og reyksprengjur áður en athöfnin hófst. KAUPMANNAHÖFN Milli 20.000 og 30.000 manns hylltu Friðrik krón- prins og Maríu krónprinsessu þegar þau veifuðu til mann- fjöldans af svölum Amalíuborgar- hallar eftir að hafa gengið í hjóna- band. Fólkið veifaði dönskum og áströlskum þjóðfánum og fagnaði mjög þegar hjónin nýgiftu kysstust. Þúsundir höfðu raðað sér upp meðfram leiðinni sem brúðhjónin fóru í nær aldargömlum hesta- vagni frá Vorrar frúar kirkju til hallarinnar. Um 1.300 lögreglu- menn stilltu sér upp á ríflega þriggja kílómetra langri leiðinni sem hestavagninn bar brúðhjónin, en alls tóku milli þrjú og fjögur þúsund lögreglumenn þátt í öryggisviðbúnaði vegna brúð- kaupsins. Sjálf athöfnin fór fram í Vorrar frúarkirkju. Friðrik og Mary Donaldson, sem fékk titilinn krón- prinsessa við athöfnina, voru gefin saman frammi fyrir hundruðum gesta, fjölskyldumeðlimum og fyrirmennum. Friðrik er sagður hafa tárast þegar unnusta hans gekk inn í kirkjuna. Þegar brúð- hjónin stigu út úr kirkjunni klukku- stund síðar eftir að hafa unnið heit sín kysstust þau fyrir framan fjölda fólks sem hafði safnast þar saman og fagnaði kossinum mjög. Þó virtust ekki allir mættir til að fagna. Einn maður var handtekinn eftir að lögregla fann blys og reyk- sprengjur á honum. Það gerðist nærri kirkjunni áður en athöfnin hófst. ■ NÍU LÁTNIR Björgunar- menn fundu í gær lík níunda einstaklings- ins sem lét líf- ið í spreng- ingu í plast- verksmiðju í Glasgow á þriðjudag. Enn var leitað að tíunda manninum sem talið er að hafi lokast inni í verk- smiðjunni. DÝRKEYPT RIFRILDI Rúmlega tvítugur Breti sem kom sprengju fyrir á veitingastað eftir að hann lenti í rifrildi við þjón hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Maðurinn bjó til naglasprengju og reyndi að sprengja hana en án árangurs. HORFÐU SAMAN Á BRÚÐKAUPIÐ Hátt í eitt hundrað manns komu saman á Amokka í Borgartúni til að horfa á brúð- kaup Friðriks krónprins Dana og Mary Donaldson. Skora á brúðhjónin að koma við á Íslandi: Kliður fór um salinn þegar kossinn small BRÚÐKAUP „Þau eru hið glæsileg- asta par enda hefur konungsfjöl- skyldan aldrei verið vinsælli í Danaveldi,“ segir Auðunn Arnórs- son, hirðmeistari Hins konung- lega fjelags. En hátt í hundrað manns komu saman á Amokka í Borgartúni þar sem félagar komu saman til að fylgjast með brúð- kaupi Friðriks, krónprinsi Dana og Mary Donaldson. Auðunn segir klið hafa farið um salinn þegar brúðarkossinn small. Hann segir líka hafa verið sérstakt þegar biskupinn, sem gaf þau saman, talaði um að krón- prinsessan ætti eftir að sjá danska konungsríkið þar sem því tilheyrðu einnig há fjöll. Þar átti biskupinn við Grænland og Fær- eyjar en þangað munu brúðhjónin sigla í sumar. Auðunn segir líklegt að Hið konunglega fjelag muni skora á brúðhjónin að koma við í Reykjavíkurhöfn. „Þetta er hið glæsilegasta par enda hefur kon- ungsfjölskyldan aldrei verið vin- sælli í Danaveldi.“ ■ FJÖLSKYLDAN VEIFAR FJÖLDANUM Margrét Þórhildur drottning og maður hennar, Hinrik prins, fögnuðu krónprinsinum og nýju krónprinsessunni á svölum Amalíuborgarhallar. Tugþúsundir stóðu á torgi hallarinnar og hylltu brúðhjónin. HVATT TIL UPPREISNAR Í BASRA Stuðningsmenn íraska klerksins Muqtada al-Sadr hvöttu í gær íbúa Basra, þar sem breskir hermenn fara með völd, til að taka þátt í uppreisninni gegn hernámsliðinu. ■ EVRÓPA KONSERTMEISTARINN Guðný Guðmundsdóttir er heiðursgestur Listahátíðar og fagnar 30 ára afmæli sem konsertmeistari. BÓLURNAR Í MANNLÍFINU Hvað er orðið um verðbréfaæðið, brjóstastækkanir, herbalife og aðrar bólur í mannlífinu sem allir voru að tala um einu sinni? SPILAFÍKILL SEGIR FRÁ Búið er að stofna Samtök áhugafólks um spilafíkn. Spilafíkill segir Fréttablaðinu sögu sína. MÁR TIL BASEL Valinn úr alþjóðlegum hópi 80 hagfræðinga - kemur glóðvolgt inn um lúguna hjá þér alla sunnudagsmorgna Fréttablaðið á sunnudegi [ MEÐAL EFNIS Í BLAÐINU Á MORGUN ] ELSTA KONUNGSFJÖLSKYLDA Í HEIMI Danska konungsfjölskyldan á rætur sína rætur að rekja allt aftur til Gorms gamla, sem var konungur yfir Noregi og Danmörku á 10. öld. Margrét Alexandra Þórhildur Ingiríður drottning fæddist 16. apríl 1940 og tók við embætti af föður sínum 1972. Hún giftist Henri la Laborde de Monpezat árið 1967, sem tók við það titil prins. Krónprinsinn Friðrik fæddist 26. maí 1968 og hefur stundað nám í Dan- mörku og Frakklandi auk Bandaríkjanna. Krónprinsessan fæddist 5. febrúar 1971 á Tasmaníu og var nefnd Mary Elizabeth Donaldson. Foreldrar hennar eru skoskir að uppruna. HEITIN UNNIN Svend Norman Svendsen biskup gaf krónprinsinn og ástralska unnustu hans saman. RÚMRA ÞRIGGJA ÁRA TILHUGALÍF September 2000 Kynnast meðan á ólympíuleikunum í Sidney stendur. 16. nóvember 2001 Danska blaðið Billed Bladet greinir frá því að prinsinn sé í tygjum við ástralska konu en hirðin neitar staðfestingu. 14. febrúar 2002 Hirðin staðfestir sam- band Friðriks og Mary. Ársbyrjun 2003 Mary flytur til Danmerkur. Janúar 2003 Dönsk blöð birta mynd af parinu að kyssast. 24. september 2003 Hirðin tilkynnir um væntanlega trúlofun. 23. mars 2004 Þingið samþykkir að veita Mary danskan ríkisborgararétt. 14. maí 2004 Friðrik krónprins og Mary Donaldson giftast. BRÚÐHJÓNIN VEIFA ÁHORFENDUM Friðrik krónprins og María krónprinsessa ferðuðust með hestavagni frá kirkjunni til hallarinnar. Fjöldi fólks fagnaði þeim á leiðinni. MIKIÐ FJÖLMENNI Mikil mannþröng var á stéttunum meðfram götunum sem brúðhjónin óku eftir. Fleiri þúsund manns veifuðu dönskum og áströlskum fánum. Misþyrmingar á föngum: Falsaðar myndir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P 04-05 14.5.2004 21:42 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.