Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 60
60 15. maí 2004 LAUGARDAGUR
Frá Læknadeild Háskóla Íslands
Inntökupróf í læknadeild Háskóla Íslands fyrir nám í læknisfræði
og sjúkraþjálfun verður haldið í Reykjavík dagana 21. og 22.
júní 2004. Staður og stund verða tilkynnt próftakendum eftir
að skráningu er lokið.
Þátttakendur þurfa að skrá sig til inntökuprófsins fyrir 5. júní
2004. Skráning er undir umsjón Nemendaskrá Háskóla Íslands
og er skráningareyðublað að finna á netinu www.hi.is/stjorn/
nemskra/umsoknareydublod.html og á skrifstofu Nemendaskrár.
Inntökuprófið er eitt próf sem tekur tvo daga, með þremur
tveggja tíma próflotum hvorn daginn, eða 12 klst. alls.
Niðurstaða prófsins birtist í einni einkunn sem verður reiknuð
með tveimur aukastöfum. Reiknað er með að niðurstaða liggi
fyrir ekki síðar en um miðjan júlí.
Árið 2004 fá 48 nemendur í læknisfræði og 20 í sjúkraþjálfun
rétt til náms í læknadeild Háskóla Íslands og skulu þeir hafa
skráð sig hjá Nemendaskrá fyrir 20. ágúst. Þeir sem ekki öðlast
rétt til náms í læknadeild, eiga þess kost að skrásetja sig, innan
sömu tímamarka, í aðrar deildir gegn greiðslu
skrásetningargjalds skv. reglum Háskóla Íslands.
Nánari upplýsingar um inntökuprófið og dæmi um
prófspurningar má finna á heimasíðu læknadeildar Háskóla
Íslands www.hi.is/nam/laek.
INNTÖKUPRÓF Í LÆKNADEILD HÍ
SJÚKRAÞJÁLFUNARSKOR OG LÆKNISFRÆÐISKOR
Eftir Patrick McDonnell
■ PONDUS
■ ROCKY
■ KJÖLTURAKKAR
■ BARNALÁN
■ PÚ OG PA Eftir SÖB
Eftir Kirkman/Scott
Eftir Martin Kellerman
Eftir Frode Överli
Það var mikið um dýrðir í
Kaupmannahöfn í gær þegar Mary
Donaldsson frá Ástralíu gekk að
eiga Friðrik krónprins Dana.
Athöfnin var sýnd í beinni
útsendingu í Sjónvarpinu og eins og
gefur að skilja var mikill spen-
ningur í loftinu.
Ástarævintýri Friðriks og Mary
hófst á Ólympíuleikunum í Sydney í
Ástralíu fyrir fjórum árum. Þá var
Mary ósköp saklaus sveitastúlka en
Friðrik að sjálfsögðu konungborinn
piparsveinn sem allra augu
beindust að. Nánast um leið og þau
voru farin að gefa hvort öðru auga
voru danskir fjölmiðlar komnir
með nefið ofan í málið og vildu vita
hver þessi kona væri. Skiljanlegt,
enda hugsanlega næsta drottning
Danaveldis þar á ferðinni.
Einhvers staðar las ég að Mary
þessi kæri sig ekki um að hafa
einkalíf sitt til sýnis. Þess vegna
hafi hún farið fram á það við vini og
fjölskyldu að þau segi fjölmiðlum
ekki frá æsku sinni. Þessi ósk
hennar á ekki eftir að verða upp-
fyllt. Fjölmiðlar eru hnýsnir and-
skotar og láta engan segja sér fyrir
verkum. Veit Mary út í hvað hún er
að fara? Örugglega, enda ku hún
vera álíka snjöll og hún er fögur.
Hún þarf þó að hugsa málið til
enda. Núna er hún orðin
almenningseign og getur ekki
lengur farið út úr húsi án þess að
stórfrétt verði úr. Ljósmyndarar
munu leggja ýmislegt á sig til að
geta fest líf hennar á filmu og það
er ekkert sem hún getur gert eða
sagt sem mun breyta því. Vonandi
ganga þeir þó ekki eins langt og
með hina prinnessuna, hana Díönu.
Ég vona líka Mary sjálf eigi ekki
eftir að breytast of mikið. Ég sé
fyrirsögnina fyrir mér: Saklaus
sveitastúlka breytist í ofsóknar-
brjálaða taugahrúgu. Hún er
örugglega of snjöll til að láta það
gerast.
STUÐ MILLI STRÍÐA
FREYR BJARNASON VELTIR FYRIR SÉR FRAMTÍÐ MARY DONALDSSON
■ Saklausa sveitastúlkan breytist í prinsessu
Ertu viss um að
þú hafir þetta
af? Hvað heldurðu
að ég sé?
Auðvitað ber
ég þig yfir
þröskuldinn!
Tak mig í faðm
þér! OBSASA!
Ekki segja
mér að þú
sért með
hausverk...
...herðar
hné og
tær...
...sósu og
salat...
Ertu sáttur við að þetta er
búið hjá ykkur?
Já, þetta var að verða eins
og einhver Ikea-hryllings-
saga! Vesenið er að finna
nýja gellu, því það eru ein-
tómar gærur á barnum!
Njeee...
Hjálp!
En öldungadeildin? En að gera heimildarmynd
um blautbolskeppni?Mér finnst
diffurjöfnur æði,
en þér?
Njeee...
Ha?
Þú getur farið á reiðnámskeið!
Njeee...
JÁÁÁÁ!!!STÆLT&
STOLIÐ
Kynsvall við
myndatökur!
Sjáið
myndirnar!
Heldurðu að
ég sé tilbúinn að
leggjast í dvala
yfir veturinn?
Mér sýnist
að það verði
afgangur af
þér!
Núna förum við sko og
finnum okkur HELLI!
Ha? HELLI
Já...
Hvar hélstu
að við
myndum
leggjast í
dvala?
Tjah...
Mér datt
Hawaii
í hug.
FLÝTTU
ÞÉR!!
Segið þá:Foreldrar!
Eruð þið orðin þreytt á
að vera misskilin?
Barnalán kynnir
Foreldratal sem
annað tungumál
Örugg samskipti milli
foreldra og barna!
2. lexía
Ef skilaboðin eru:
„Slakaðu bara á og
taktu þér eins mikinn
tíma og þú vilt,“
60-61 (48-49) Fólk-myndasaga 14.5.2004 20:16 Page 2