Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 11
11LAUGARDAGUR 15. maí 2004 Stjúputilbo› Tilboð í garðplöntusölu Molta og mold í kerruna ø 18 sm 699 kr. ø 24 sm 999 kr. ø 35 sm 1.699 kr. Þykkir frostþolnir útipottar 999 kr. 20 stjúpur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 46 52 05 /2 00 4 Verðhrun Á lægra ver ði Hreinir litir, hólfabakkar 499 kr. (áður 699 kr.) Margarita 999 kr. Sýpris 100-125 sm MENNTAMÁL Verzlunarskóli Íslands og Menntaskólinn við Sund bjóða á haustmánuðum upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs. Hjá báðum skólum er um nám á sérvöldum brautum að ræða. Í Menntaskólanum við Sund verður boðið upp á þriggja ára nám á náttúrufræðibraut og út- skrifast nemar þá af líffræðikjör- sviði. Aðeins sterkum nemendum verður boðið upp á námið. Már Vil- hjálmsson rektor segir að ef vel takist til verði framboðið aukið. „Þetta er tilraun til að auka sveigjanleika í námi við skólann og koma til móts við þá nemendur sem liggur á að komast í Háskóla.“ Í Verzlunarskóla Íslands verð- ur boðið upp á þriggja ára nám af tveimur brautum. Annars vegar af líffræðisviði náttúrufræði- brautar og hins vegar af hag- fræðisviði viðskiptafærðibrautar. Ingi Ólafsson, aðstoðarskóla- meistari Verzlunarskóla Íslands, segir alla sem treysta sér til geti spreytt sig. Námsbrautinar beggja skól- anna eru skipulagðar þannig að nemendur einbeita sér að fáum námsgreinum í senn en klára fleiri einingar á önn. ■ Á FUNDI MEÐ RÁÐHERRUM Herferð japanska forsætisráðherrans gegn þeim sem greiða ekki iðgjöld hittir hann sjálfan fyrir. Forsætisráðherra: Borgar ekki iðgjöldin TÓKÝÓ, AP Junichiro Koizumi, for- sætisráðherra Japans, hefur svik- ist um að greiða iðgjöld í eftir- launasjóð í nær sjö ár. Einn ritara Koizumi viðurkenndi þetta fyrir blaðamönnum en að undanförnu hafa stjórnvöld ráðist harkalega gegn þeim sem hafa svikist um að greiða iðgjöld. Málið þykir afar neyðarlegt fyrir forsætisráðherrann. Nánasti aðstoðarmaður hans og helsti leið- togi stjórnarandstöðunnar hafa sagt af sér á síðustu dögum eftir að hafa orðið uppvísir að álíka brotum. ■ Trilla tilkynnti ekki stað- setningu: Mangi fannst fljótt LEIT Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitin Berserkir frá Stykkishólmi voru voru í gær- morgun kallaðar út til leitar að sex tonna trillu, Manga. Trillan hafði ekki gefið frá sér sjálfvirk boð til tilkynningarskild- unnar sem reyndi ásamt loft- skeytastöðvum að ná sambandi við hana án árangurs. Trillan fannst rétt norður af Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi í góðu standi og var þyrlunni snúið heim. ■ Ummæli í útvarpsþætti Báðust afsökunar FJÖLMIÐLAR Morgunblaðið birti í gær ummæli sem dagskrárgerð- armaður á FM 957 lét falla í út- varpsþætti nýlega. Ummælin mátti skilja þannig að hann mæltist til þess að forsæt- isráðherra yrði ráðinn af dögum. Páll Magnússon, yfirmaður dag- skrársviðs Norðurljósa, sem starfrækja FM 957, sagði að sér þætti sérkennilegt af hálfu Morg- unblaðsins að slá málinu upp sem stórfrétt. „Þessi ummæli eru auðvitað sett fram í hálfkæringi í þætti sem fyrst og fremst höfðar til ung- linga. Strákarnir vissu upp á sig sökina og báðust opinberlega af- sökunar á þessum kæruleysislegu ummælum í gær,“ sagði Páll. ■ Forsetakosningar: Prinsessa í framboð BELGRAD, AP Jelisaveta Karadjor- djevic hefur bæst í hóp þeirra sem gefa kost á sér í forseta- kosningunum í Serbíu sem fram fara 13. júní. Jelisaveta ber titil prinsessu og er einna æðst í tignarröð konungs- fjölskyldunnar sem ríkti fyrst í Serbíu og síðar í Júgóslavíu á ár- unum frá lokum fyrri heimsstyrj- aldar og fram til ársins 1941 þeg- ar Þjóðverjar gerðu innrás í land- ið. Kommúnistar sem komust til valda við lok seinni heimsstyrj- aldar lýstu fjölskylduna útlæga. Stutt er síðan hin 68 ára Elísabet sneri aftur til ættjarðar sinnar. ■ FJÓRÐI BEKKUR VERZLUNARSKÓLANS Hætt er við að færri taki þátt í peysufatadeginum þegar nemar kjósa að klára framhaldsskóla á þremur árum. Menntaskólinn við Sund og Verzlunarskóli Íslands: Þriggja ára nám til stúdentsprófs 10-11 14.5.2004 19:29 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.