Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 65
LAUGARDAGUR 15. maí 2004
Opið laugardaga og
sunnudaga frá 10-16
Dalvegi 6-8 · Kópavogi · Sími 535 3515
www.kraftvelaleigan.is
Frír flutningur
á smávélum um helgar
Við komum með vélina á staðinn og sækjum hana eftir notkun.
Gildir fyrir allar smávélar og lyftur að 6.0 tonnum, á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
■ TÓNLEIKAR
Börn og ævintýri í fyrirrúmi
LEIKHÚSHÁTÍÐ Á litríkum laugardegi
Listahátíðar í Reykjavík hefst
einnig norræna Assitej-barnaleik-
húshátíðin sem stendur til mið-
vikudags. „Hátíðin opnar á morg-
un niðri í Hljómskálagarði klukkan
13 með því að uppljómað naut sem
tvær listakonur frá Ástralíu,
Tamar Kirby og Karen Zabiegala,
hafa smíðað fyrir okkur fer af stað
frá Ráðhúsinu í fylgd íslensku og
norrænu leikaranna sem taka þátt
í hátíðinni auk 200 reykvískra
skólabarna, kennara og foreldra,“
segir Brynhildur Björnsdóttir,
framkvæmdastjóri Barnaleikhús-
hátíðarinnar.
Í Hljómskálagarðinum verður
nautið vígt við hátíðlega athöfn og
það útnefnt verndari barnsins og
ævintýrisins. „Nautið er landvætt-
ur Suðvesturlands og við gefum
því það hlutverk að vernda barnið
í okkur öllum og ævintýrið.“
Hátíðin stendur yfir fram á
miðvikudag en á henni verða sýnd
fjögur íslensk og fjögur norræn
barnaleikrit og segir Brynhildur
þau henta mismunandi aldurs-
hópum og því ættu öll börn að geta
fundið leikrit við sitt hæfi. Eftir
opnunarhátíðina í dag verður
„Tveir menn og kassi“ sýnt í
Möguleikhúsinu klukkan 14.30 og
„Sjaldgæfur dagur á lagernum hjá
Larsson frá Svíþjóð“ verður sýnt í
Iðnó klukkan 15.00. Aðgangur er
ókeypis inn á allar sýningar. ■
LISTAHÁTÍÐ Kandadíski píanó-
leikarinn Marc-André Hamelin
mun halda tvenna tónleika á
Listahátíð í Reykjavík. Hinir
fyrri verða haldnir í Háskólabíói
klukkan 16 í dag en þeir síðari á
morgun á sama tíma.
Marc-André fæddist í Mon-
treal í Kanada og hóf að læra á
píanó fimm ára gamall. Þegar
hann var níu ára vann hann til
verðlauna í landskeppni í tónlist
í Kanada og ríflega tvítugur
hlaut hann fyrstu verðlaun í
hinni árlegu tónlistarkeppni
sem haldin er í Carnegie Hall.
Hann er nú í hópi eftirsóttustu
konsertpíanista heims og var
tvö ár í röð útnefndur til
Grammy-verðlaunanna, árin
2001 og 2002. Í umfjöllun um
hann í Financial Times fyrir
skömmu var um hann sagt að
„töfrar hans storki náttúrulög-
málunum“. Það er því ekki að
undra að margir bíði spenntir
eftir því að að fá að heyra píanó-
leikarann sýna listir sínar í Há-
skólabíói í dag eða á morgun. ■
MARC-ANDRÉ HAMELIN
Margir hafa verið spenntir fyrir komu
þessa þekkta kanadíska píanóleikara.
LANDVÆTTUR OG VERNDARI BARNA OG ÆVINTÝRA
Þetta risastóra upplýsta naut verður fremst í flokki skrúðgöngu frá Ráðhúsinu yfir í
Hljómskálagarðinn í dag klukkan 13 þegar norræna Assitej-barnaleikhúshátíðin verður
sett. Dagskrá hátíðarinnar má finna á assitej.is.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Svart hvítir töfrar
64-65 (52-53) Fólk 14.5.2004 19:41 Page 3