Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 15. maí 2004 29 frumvarpið undir atkvæði atkvæðisbærra manna í samræmi við ákvæðið. Ef þjóðin synjar lögunum, falla þau úr gildi. Engin lög kveða á um hvað ráðherra ber að gera ef sú staða kemur upp enda engin fordæmi fyrir því. Ef þjóðin hins vegar samþykkir lögin, gilda þau áfram. Engin kvöð er þó á forseta til að láta af embætti, enda hefur hann farið að samkvæmt stjórnarskrá og látið þjóðina skera úr um það sem hann telur vafamál. Alþingi getur höfðað mál Alþingi getur hins vegar höfðað mál gegn ráðherra eftir lögum um ráðherraábyrgð. Til þess þarf meirihlutasamþykkt á Alþingi og er málið höfðað fyrir landsdómi, sem er sérstakur dóm- stóll sem fjallar um slík mál. Í 2. grein laga um ráðherraábyrgð segir að ráðherra megi krefja ábyrgðar ef „hann hefur annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveld- isins, önnur landslög eða að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu“. Tvenns konar aðstæður gætu komið upp svo Alþingi gæti höfðað mál á hendur ráðherra. Þó ber að hafa í huga að meirihluti Alþingis þar að samþykkja máls- höfðun en ef meirihluti Alþingis sem ráðherra styðst við stendur með honum í málinu er ekki lík- legt að sá meirihluti muni samþykkja málshöfðun á hendur honum. Annars vegar væri málshöfðun hugsanleg ef dómstólar úr- skurðuðu að lög brytu í bága við stjórnarskrá eða önnur landslög. Hins vegar mætti höfða mál á hendur ráðherra ef forseti staðfesti ekki lögin og þau yrðu felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef ekki kemur til máls- höfðunar fyrir landsdómi getur einhver sem telur á sig hallað með lögunum farið með almennt dómsmál fyrir dómstóla og látið reyna á það hvort lögin séu gild eða ekki. Ef ráðherra fellst ekki á málskotsrétt Ef ráðherra túlkar hins vegar 26. grein á sama hátt og Þór Vilhjálmsson þá væri honum óskylt að leggja málið undir þjóðaratkvæði. Sérfræðingar í lögum sem Fréttablaðið talaði við telja yfirgnæfandi líkur á því að forsætisráðherra muni ekki túlka 26. grein á þennan hátt. Ef sú staða kæmi upp að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ákveði á synja lögum um fjölmiðla stað- festingar, þykir afar ólíklegt að forsætisráðherra, Davíð Oddsson, teldi sér óskylt að leggja málið undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef forsætisráherra hins vegar, kysi að túlka stjórnarskrána á þann hátt að honum beri ekki að leggja málið undir dóm þjóðar- innar gæti Alþingi hér einnig höfðað mál gegn ráðherra fyrir landsdómi samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð. Einnig væri hægt að höfða mál fyrir almennum dómstólum þar sem yrði látið reyna á túlkun ráðherra á 26. grein. ■ MÁLSKOTSRÉTTUR Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, íhugaði að beita málskotsrétti sínum vegna öryrkjafrumvarpsins svokallaða. Málið var mjög umdeilt og mætti mikilli andstöðu í þjóðfélaginu. Í yfirlýsingu sinni, sem hann sendi frá sér 24. janúar 2001 sagði forsetinn: „Að undanförnu hefur verið látin í ljós sú skoðun að forseti Íslands ætti ekki að undirrita lög um breytingu á almannatrygginga- lögum sem Alþingi hefur nú samþykkt. Rökin hafa einkum verið að lögin samrýmist ekki mannrétt- indaákvæðum stjórnarskrárinnar. Við meðferð málsins á Alþingi og í almennri umræðu hefur komið skýrt fram að ágreiningur er um þau rök, bæði meðal lögfræðinga og annarra sem málið varðar. Samkvæmt stjórnskipun Íslands gildir sú ótvíræða regla að það eru dómstólar landsins sem kveða á um hvort lög samrýmast stjórnarskrá sbr. nýfallinn dóm Hæstaréttar frá 19. desember árið 2000. Forseti lýðveldisins fer ekki með úrskurðarvald um það hvort lög fari í bága við stjórnarskrána né heldur felur þjóðaratkvæðagreiðsla í sér niðurstöðu í þeim efnum. Alþingi hefur nú samþykkt frumvarpið um almanna- tryggingar sem lög með form- legum hætti og stuðningi ríflegs meirihluta þingmanna. Þótt forseti Íslands hafi samkvæmt stjórnarskrá heimild til að vísa lögum til þjóðaratkvæða- greiðslu verður að gæta ítrustu varkárni og rök vera ótvíræð þegar því valdi er beitt. Með tilliti til alls þessa hef ég ákveðið að staðfesta lög um breytingu á almannatryggin- galögum sem Alþingi samþykkti 24. janúar 2001 en ítreka um leið mikilvægi þess að kappkostað sé að ná sáttum í deilum um réttindi öryrkja“. ■ Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands: Dómstólar kveða á um hvort lög samrýmist stjórnarskrá JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON Að sögn Jóns Steinars er deilt um hvort að atbeina ráðherra þurfi til svo að forseti geti nýtt sér þennan rétt. 28-29 Forsetinn 14.5.2004 15:45 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.