Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 57
45LAUGARDAGUR 15. maí 2004
ÞR
EF
AL
DU
R PO
TTUR
x3 18 MILLJÓNIR
N
O
N
N
I O
G
M
A
N
N
I I Y
D
D
A
•
N
M
1
2
2
2
0
•
sia
.is
Tippaðu á næs
ta lottósölustað
eða á 1x2.is
Við lokum kl. 1
2.25 á sunnuda
g!
Röðin kostar a
ðeins 10 kr. M
undu tölvuvalið
.
*Merktu við aukaseðil á leikspjaldinu
Vertu með og þ
ú gætir unnið
18 milljónir í í
talska boltanum
!*
Ásgeir Elíasson, þjálfari Þróttara, spáir í spilin fyrir opnunarleik Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu:
„Taugaspenna mun setja
mark sitt á leikinn“
FÓTBOLTI Fréttablaðið fékk Ásgeir Elí-
asson, þjálfara 1. deildarliðs Þróttara,
til að spá aðeins í opnunarleik Lands-
bankadeildarinnar í knattspyrnu.
Hann verður í Frostaskjólinu og hefst
klukkan 17 á morgun en þá munu KR-
ingar og FH-ingar leiða saman gæð-
inga sína, eflaust gráa fyrir járnum.
„Það er alltaf gaman þegar boltinn
byrjar að rúlla á vorin,“ segir Ásgeir,
sem hampaði sex stórum titlum sem
þjálfari Framara á árunum 1985–’90:
„Ég er náttúrlega lítið að fylgjast með
þessum liðum eins og er en þekki þó
ágætlega til þeirra beggja. Þetta
verður alveg hörkuleikur sem ég held
að muni að einhverju leyti einkennast
af taugaspennu eins og gjarnt er um
opnunarleiki. Þetta eru bæði lið sem
spáð er góðu gengi í sumar og ekki
ólíklegt að það gangi eftir því mér
sýnist þau hafa alla burði til að stan-
da undir því. Þetta verður eflaust jafn
og spennandi leikur en hvað gæðin
varðar er ég ekki alveg viss – það fer
alveg eftir því hversu taugaspennan
verður mikil. Bæði lið munu líklega
hefja leik sinn varfærnislega en KR-
ingar eru á heimavelli og verða án efa
studdir dyggilega af fjölmörgum
stuðningsmönnum og reyna líklega
að ná stjórn á leiknum. Ég er ekki frá
því að liðin muni ekki verða neitt sér-
staklega ósátt þó leikurinn endi með
jafntefli. FH-ingum hefur reyndar
gengið vel með KR-inga undanfarin
ár og kannski er aðeins meiri pressa
á KR-ingum en venjulega þess vegna
en þó held ég að það sé ekkert komið
á sálina á þeim. KR-ingar eru vanir
pressu og ég er alveg eins á því að 7-
0 tapið í Kaplakrika í fyrra komi til
með að hjálpa þeim í þessum leik
frekar en hitt. En þetta á allt eftir að
koma í ljós en verður þó örugglega
gaman,“ sagði sprækur Ásgeir Elías-
son, þjálfari Þróttar, að lokum. ■
með frá byrjun, en hann var
meiddur í fyrra, og nú fá þeir
Kanadamanninn. Þeir verða mjög
sterkir.“
Betri leikmannahópur ÍBV
en í fyrra
„Það hafa verið miklar hrær-
ingar hjá Eyjamönnum en leik-
mannahópurinn er betri en í
fyrra,“ sagði Njáll. „Þeir sakna
Hjalta Jóhannssonar en þeir eru
komnir með sex nýja leikmenn
sem ég held að hægt sé að segja
að séu mjög frambærilegir og
geri ekki annað en að bæta liðið.
Það er meiri breidd og þeir eru ár-
inu eldri þessir strákar eins og
Gunnar Heiðar Þorvaldsson og
Atli Jóhannsson og þeir geta farið
að draga vagninn ásamt Birki
Kristinssyni og Bjarnólfi Lárus-
syni. Ef Einar Þór Daníelsson nær
sér á strik getur hann klárað leiki
upp á sitt einsdæmi.“
KA kemur á óvart
„Ég hef trú á því að KA komi á
óvart í sumar. Þeir voru í miklu
basli í fyrra. Það er búið að stokka
upp og þeir hafa fengið til sín
Jóhann Þórhallsson og það verður
mjög gaman að fylgjast með hon-
um í sumar.“
„Það er alltaf eitt lið sem kem-
ur á óvart,“ sagði Njáll. „KA var
ekki spáð neinu sérstöku sæti af
því að þeir eru svo langt í burtu.
Það er voða þægilegt að spá liðun-
um sem eru langt í burtu falli en
KA-liðið verður mjög sterkt í
sumar og ef þetta er góður mark-
maður sem þeir hafa fengið eru
þeir í góðum málum.“
Gæti brugðið til beggja
vona hjá Keflavík
„Keflavík er með flott lið og
flotta fótboltamenn og marga
unga og skemmtilega stráka. Það
dugði þeim ekki síðast og þeir
féllu mjög óvænt úr deildinni.
Hvort þeir hafi lært mikið á því,
og því að spila í 1. deildinni í
fyrra, er spurning. Þeir gætu lent
í góðum málum og þeir gætu líka
lent í slæmum málum,“ sagði
Njáll um Keflvíkinga.
KR-ingar verða í baráttunni
„KR-ingarnir verða náttúrlega
í baráttunni. Þeir hafa stóran
leikmannahóp þó þeir væli svolít-
ið í augnablikinu. KR er bara með
það breiðan og mikinn hóp að þeir
verða bara í baráttunni. Hvort
þeir verði alveg strax í byrjun
með fullskipað lið en þá verða KR-
ingar mjög fljótt komnir með lið
sem á að geta farið alla leið.“
„Auðvitað skiptir það máli að
þeir misstu Veigar Pál Gunnars-
son. Hann skoraði mikið í fyrra og
bjó til mikið en það verða bara
aðrir að taka við.“
Töff sumar og spennandi
hjá Víkingi
„Ég er búinn að sjá Víkinga í
vor og mér finnst þeir vera vel á
sig komnir líkamlega og mjög
duglegir og spila varnarleikinn
vel,“ sagði Njáll. „Það er spurn-
ing hvort þeir nái að skora eitt-
hvað af mörkum en þeir skoruðu
ekki mikið í 1. deildinni í fyrra.
Ef þeir ná að leysa þennan
vanda þá eiga þeir alla mögu-
leika í þessari deild.“
„Ég veit það bara að þegar ég
var með ÍR og allir spáðu því að
við myndum ekki fá stig. Það
munaði þó ekki meira en því að
ef við hefðum við unnið í síðasta
leik, þegar við gerðum jafntefli,
hefðum við haldið sætinu í
deildinni. Þetta er ekki ósvipað
dæmi hjá Víkingum. Það býst
enginn við neinu af þeim en þeir
þurfa að berjast fyrir hverju
einasta stigi. Þeir eiga eftir að
hala inn nokkur stig og svo er
það bara spurning hvort þau
verði nógu mörg til að bjarga
þeim. Þetta verður töff sumar
hjá þeim og spennandi. Allir spá
þeim 10. sæti en ég held að þeir
sem eigi meiri möguleika en
menn halda. Þeir eiga flottan
völl og hafa flotta umgjörð og
þetta á að geta orðið smá gryfja
inni í Víkinni.“
Fjögur eiga möguleika á
titlinum, nokkur geta fallið
„Það er ekkert að marka
fyrstu þrjár, fjórar umferðirnar.
Það er oft sem lið koma á óvart í
fyrstu umferðunum,“ sagði
Njáll. „Þegar komnar eru fjórar,
fimm umferðir fara línur að
skýrast. Ég held að þetta verði
spennandi mót. Það eru fjögur
lið sem eiga möguleika á að
sigra og nokkur sem geta farið
niður.“ ■
ÁSGEIR ELÍASSON
Þjálfari Þróttara spáir því að taugaspenna muni einkenna leik KR og FH framan af því
alltaf sé fiðringur í mönnum þegar boltinn byrjar að rúlla á vorin.
56-57 (44-45) Sport 14.5.2004 19:54 Page 3