Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 24
24 15. maí 2004 LAUGARDAGUR Morgunganga 11.00 Laugavegi Morgunganga verður um Laugaveginn undir leiðsögn arkitekta. Skoðuð verða verk arkitekta, grunn- og listaskólanema og hvaða víddir þeir draga upp af Laugaveginum, sem sýndar eru meðal annars í formi veggspjalda, innsetninga og í búðargluggum. Lifandi líkneskjur 13.00 Hljómskálagarðinum Tæplega 200 nemendur úr grunnskólum Reykjavíkur sýna listir sínar undir leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Verkefnið hefur farið út um allan heim en hugmyndina að því á ástralska lista- konan Tamara Kirby. Fágæti 13.00 Hljómskálanum Stuttir tónleikar verða á tuttugu mínútna fresti lungann úr laugardeginum í Hljómskálanum. Hátt í fjörutíu afburða tónlistarmenn leika fágæta tónlist frá ýmsum þjóð- löndum, til dæmis Spáni, Tékklandi, Kína, Ísrael og Íslandi. Ókeypis aðgangur. Útskriftarsýning Listaháskólans 14.00 Listasafni Reykjavíkur Útskriftasýning nema úr Listaháskóla Íslands opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Tæplega 60 nemendur taka þátt í sýningunni; 26 úr myndlist og 33 úr hönnun. Óvenju mikið er af skjávarpa- og myndbandsverkum í ár, eða um fimmtán talsins. Að dýfa sér fram af 15 metra byggingu 14.30 Austurstræti Leikhópurinn Vesturport sýnir í tvígang ástaratriði í háloft- unum í Austurstræti undir leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar. Verkið nefnist Að dýfa sér fram af 15 metra byggingu en þar munu karlar keppast um hylli föngulegrar konu í háloftunum með því að kasta sér fram af byggingum með tilheyrandi áhættu, áhorfendum til hryllings og gleði. Austan við sól - vestan við mána 15.00 Hljómskálagarðinum Barnaleikhúshátíð á vegum Assitej verður haldin í Hljómskálagarðinum. Fimm til sex innlendar sem erlendar sýningar verða á fjölunum og mun fjöldi barna taka þátt í þeim. Aðgangur ókeypis. Karlakór St. Basil-dómkirkj-unnar í Moskvu er eitt aðal- númer Listahátíðar Reykjavíkur í ár. Kórinn heldur tvenna tónleika í Hallgrímskirkju í dag, þá fyrri klukkan fimm en seinni klukkan ellefu í kvöld. Ofboðsleg fegurð Í kór St. Basil-dómkirkjunnar eru langskólamenntaðir tónlist- armenn og einsöngvarar sem hafa helgað líf sitt rétttrúnaðar- kirkjunni. Kórinn hefur lítið ferðast út fyrir heimaland sitt, að fyrrum ríkjum Sovétríkjanna undanskildum. Í fyrra tók hann þó þátt í Ólafsdögum, kirkju- legri menningarhátíð, í Niðarósi í Noregi. „Þessi kór er magnað fyrir- bæri og tónlist rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar er ein sú fallegasta sem til er,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson tónlist- armaður, sem lék einnig á Ólafs- dögum í fyrra. Hilmar Örn missti að vísu af kórnum en hefur hlustað talsvert á hann af geisladiskum. „Ég held að Leonard Cohen sé undir miklum áhrifum frá tónlist rétt- trúnaðarkirkjunnar – maður heyrir allavega einhverja samsvörun í tónlist hans,“ segir Hilmar. „Það er einhver upp- hafinn tregi og ofboðsleg fegurð sem einkennir kórinn. Þessar rosalegu bassaraddir og einn ungur drengur sem syngur með tærri rödd. Þetta er svo ótrúleg blanda að maður fær gæsahúð.“ Í kórnum er einnig ein vin- sælasta rokkstjarna Rússlands, Mikhail Seryshev, sem syngur með hljómsveitinni Master. Hann kemur degi seinna til Íslands en kórinn þar sem hann er á tónleikaferðalagi um heima- land sitt. Reyna við íslenskt verk St. Basil-dómkirkjan á Rauða torginu hefur löngum þótt ein fegursta kirkja heims og er eitt af byggingartáknum gamla Rúss- lands. Hún var lengi vel aðeins tákn því engin þjónusta var veitt þar á árunum1930 til 1991. Í október 1991 var fyrsta messan leyfð í St. Basil en þá kom kórinn fram fullskapaður undir stjórn Sergeis Krivobokov. Hann mun einnig stýra kórnum á tón- leikunum í Hallgrímskirkju. Á tónleikunum í kvöld mun kirkjukórinn meðal annars flytja fræg rússnesk þjóðlög, miðaldartónlist og tónlist tón- skálda rússnesku rétttrúnaðar- kirkjunnar, sem yfirvöld þar í landi bönnuðu á tímum kommúnismans. Í tilefni af heimsókninni hingað til lands ætlar kórinn einnig að spreyta sig á íslenska verkinu Ár vas alda úr Völuspá í útsetningu Þórarins Jónssonar. ■ Kenjarnar eftir Goya 15.00 Listasafni Akureyrar Einn af stærstu listaviðburðum Listahátíðar 2004 er sýning á Kenjunum eftir Francisco de Goya. Aðeins örfá frumþrykk eru til af Kenjunum sem Goya gerði sjálfur og verða þau til sýnis í Listasafninu á Akureyri. Sýningin er í samvinnu við Svartlistasafn Spánar í Madríd, Calocografía Nacional. Kaþarsis 15.00 Gallerí i8 Gabríela Friðriksdóttir opnar einkasýningu í Gallerí i8. Hún er kunn fyrir hæðnislegan og einfeldningslegan ídealisma. Gabríela hannaði veggspjald Listahátíðar í ár og verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum á næsta ári. Aðgangur ókeypis. Marc-André Hamelin 16.00 Háskólabíói Kanadíski píanóleikarinn Marc-André Hamelin heldur tvenna tón- leika í Háskólabíói, þá fyrri í dag klukkan 16. Í dómum um píanóleik Hamelins er sagt að hann búi yfir einstakri fágun og afburðatækni sem er engri lík. Á efnisskránni er meðal annars verk eftir Alkan, Liszt og Albeniz. Verð: 3.800 / 3.300 kr. Trúnaður 16.00 Listasafni ASÍ Opnun á innsetningunni Trúnaður eftir Magnús Sigurðarson og Ragnar Kjartansson verður í Listasafni ASÍ. Hún byggir meðal annars á samtali listamannanna í hlutverkum ræningjanna tveggja við hlið Krists á Golgatahæð. Tíu trúbadorar munu leggja félögunum lið á opnuninni, þar á meðal meðlimir úr Sigur Rós. Aðgangur ókeypis. Karlakór St. Basil dómkirkjunnar í Moskvu 17.00/23.00 Hallgrímskirkju Tvennir tónleikar karlakórs St. Basil-dómkirkjunnar í Moskvu verða í Hallgrímskirkju. Djúpir flauelsbassar og silkimjúkir tenórar eru lýsingarorð sem gjarnarn eru notuð yfir kórinn, sem flytur heimsþekkt rússnesk þjóðlög, miðaldatónlist og tónlist tónskálda rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar sem var bönnuð af yfirvöldum þar í landi á tímum kommúnismans. Rokkmunkurinn Mikhail Seryshev syngur einsöng með kórnum. Verð: 2.800 kr Þrettándakvöld 20.00 Þjóðleikhúsinu Rustaveli-þjóðleikhús Georgíu sýnir Þrettándakvöld Shakespeares í Þjóðleikhúsinu. Leikhússtjóri Rustaveli þjóðleikhússins, Robert Sturua, sem jafnframt er leikstjóri sýningarinnar, var valinn af breskum gagnrýnendum einn af fremstu Shakespeare leik- stjórum allra tíma. Verð: 3.400 kr. Það er þéttskipuð dagskrá á Listahátíð í dag. Ýmiss konar uppákomur verða fyrir unga sem aldna í höfuðborginni og á Akureyri. Listahátíð á laugardegi Karlakór St. Basil-dómkirkjunnar í Moskvu er meðal hápunkta á Listahátíð. Hann heldur tvenna tónleika í Hallgrímskirkju í dag. Ofboðsleg fegurð KARLAKÓR ST. BASIL Hilmar Örn Hilmarsson lýsir kórnum sem mögnuðu fyrirbæri. MASTER Mikhail Seryshev, meðlimur hljómsveitarinnar Master, syngur með kórnum. Seryshev er fyrir miðju. Hverfisgat a Laugavegu r Fríkirkjuvegur Læ kjargata Hringbra ut Suðurgata Háskóli Skólavörðustígur Bankastræ ti Akureyri 1 2 6 9 3 10 11 12 1 8 7 4 5 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 24-25 listahátíðarkort 14.5.2004 15:07 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.