Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 24
24 15. maí 2004 LAUGARDAGUR
Morgunganga
11.00 Laugavegi
Morgunganga verður um Laugaveginn undir leiðsögn arkitekta.
Skoðuð verða verk arkitekta, grunn- og listaskólanema og hvaða
víddir þeir draga upp af Laugaveginum, sem sýndar eru meðal
annars í formi veggspjalda, innsetninga og í búðargluggum.
Lifandi líkneskjur
13.00 Hljómskálagarðinum
Tæplega 200 nemendur úr grunnskólum Reykjavíkur sýna listir
sínar undir leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Verkefnið hefur farið
út um allan heim en hugmyndina að því á ástralska lista-
konan Tamara Kirby.
Fágæti
13.00 Hljómskálanum
Stuttir tónleikar verða á tuttugu mínútna
fresti lungann úr laugardeginum í
Hljómskálanum. Hátt í fjörutíu
afburða tónlistarmenn leika fágæta tónlist frá ýmsum þjóð-
löndum, til dæmis Spáni, Tékklandi, Kína, Ísrael og Íslandi.
Ókeypis aðgangur.
Útskriftarsýning Listaháskólans
14.00 Listasafni Reykjavíkur
Útskriftasýning nema úr Listaháskóla Íslands opnuð í Listasafni
Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Tæplega 60 nemendur taka þátt í
sýningunni; 26 úr myndlist og 33 úr hönnun. Óvenju mikið er af
skjávarpa- og myndbandsverkum í ár, eða um fimmtán talsins.
Að dýfa sér fram af 15
metra byggingu
14.30 Austurstræti
Leikhópurinn Vesturport sýnir í tvígang ástaratriði í háloft-
unum í Austurstræti undir leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar.
Verkið nefnist Að dýfa sér fram af 15 metra byggingu en þar
munu karlar keppast um hylli föngulegrar konu í háloftunum með
því að kasta sér fram af byggingum með tilheyrandi áhættu,
áhorfendum til hryllings og gleði.
Austan við sól - vestan við mána
15.00 Hljómskálagarðinum
Barnaleikhúshátíð á vegum Assitej verður haldin í
Hljómskálagarðinum. Fimm til sex innlendar sem erlendar
sýningar verða á fjölunum og mun fjöldi barna taka þátt í þeim.
Aðgangur ókeypis.
Karlakór St. Basil-dómkirkj-unnar í Moskvu er eitt aðal-
númer Listahátíðar Reykjavíkur í
ár. Kórinn heldur tvenna tónleika í
Hallgrímskirkju í dag, þá fyrri
klukkan fimm en seinni klukkan
ellefu í kvöld.
Ofboðsleg fegurð
Í kór St. Basil-dómkirkjunnar
eru langskólamenntaðir tónlist-
armenn og einsöngvarar sem
hafa helgað líf sitt rétttrúnaðar-
kirkjunni. Kórinn hefur lítið
ferðast út fyrir heimaland sitt,
að fyrrum ríkjum Sovétríkjanna
undanskildum. Í fyrra tók hann
þó þátt í Ólafsdögum, kirkju-
legri menningarhátíð, í Niðarósi
í Noregi.
„Þessi kór er magnað fyrir-
bæri og tónlist rússnesku rétt-
trúnaðarkirkjunnar er ein sú
fallegasta sem til er,“ segir
Hilmar Örn Hilmarsson tónlist-
armaður, sem lék einnig á Ólafs-
dögum í fyrra. Hilmar Örn
missti að vísu af kórnum en
hefur hlustað talsvert á hann af
geisladiskum. „Ég held að
Leonard Cohen sé undir miklum
áhrifum frá tónlist rétt-
trúnaðarkirkjunnar – maður
heyrir allavega einhverja
samsvörun í tónlist hans,“ segir
Hilmar. „Það er einhver upp-
hafinn tregi og ofboðsleg fegurð
sem einkennir kórinn. Þessar
rosalegu bassaraddir og einn
ungur drengur sem syngur með
tærri rödd. Þetta er svo ótrúleg
blanda að maður fær gæsahúð.“
Í kórnum er einnig ein vin-
sælasta rokkstjarna Rússlands,
Mikhail Seryshev, sem syngur
með hljómsveitinni Master.
Hann kemur degi seinna til
Íslands en kórinn þar sem hann
er á tónleikaferðalagi um heima-
land sitt.
Reyna við íslenskt verk
St. Basil-dómkirkjan á Rauða
torginu hefur löngum þótt ein
fegursta kirkja heims og er eitt af
byggingartáknum gamla Rúss-
lands. Hún var lengi vel aðeins
tákn því engin þjónusta var veitt
þar á árunum1930 til 1991. Í
október 1991 var fyrsta messan
leyfð í St. Basil en þá kom kórinn
fram fullskapaður undir stjórn
Sergeis Krivobokov. Hann mun
einnig stýra kórnum á tón-
leikunum í Hallgrímskirkju.
Á tónleikunum í kvöld mun
kirkjukórinn meðal annars
flytja fræg rússnesk þjóðlög,
miðaldartónlist og tónlist tón-
skálda rússnesku rétttrúnaðar-
kirkjunnar, sem yfirvöld þar í
landi bönnuðu á tímum
kommúnismans. Í tilefni af
heimsókninni hingað til lands
ætlar kórinn einnig að spreyta
sig á íslenska verkinu Ár vas
alda úr Völuspá í útsetningu
Þórarins Jónssonar. ■
Kenjarnar eftir Goya
15.00 Listasafni Akureyrar
Einn af stærstu listaviðburðum Listahátíðar 2004 er sýning á
Kenjunum eftir Francisco de Goya. Aðeins örfá frumþrykk eru til
af Kenjunum sem Goya gerði sjálfur og verða þau til sýnis í
Listasafninu á Akureyri. Sýningin er í samvinnu við Svartlistasafn
Spánar í Madríd, Calocografía Nacional.
Kaþarsis
15.00 Gallerí i8
Gabríela Friðriksdóttir opnar einkasýningu í Gallerí i8. Hún er
kunn fyrir hæðnislegan og einfeldningslegan ídealisma. Gabríela
hannaði veggspjald Listahátíðar í ár og verður fulltrúi Íslands á
Feneyjatvíæringnum á næsta ári.
Aðgangur ókeypis.
Marc-André Hamelin
16.00 Háskólabíói
Kanadíski píanóleikarinn Marc-André Hamelin heldur tvenna tón-
leika í Háskólabíói, þá fyrri í dag klukkan 16. Í dómum um
píanóleik Hamelins er sagt að hann búi yfir einstakri fágun og
afburðatækni sem er engri lík. Á efnisskránni er meðal annars
verk eftir Alkan, Liszt og Albeniz. Verð: 3.800 / 3.300 kr.
Trúnaður
16.00 Listasafni ASÍ
Opnun á innsetningunni Trúnaður eftir Magnús Sigurðarson og
Ragnar Kjartansson verður í Listasafni ASÍ. Hún byggir meðal
annars á samtali listamannanna í hlutverkum ræningjanna
tveggja við hlið Krists á Golgatahæð. Tíu trúbadorar munu leggja
félögunum lið á opnuninni, þar á meðal meðlimir úr Sigur Rós.
Aðgangur ókeypis.
Karlakór St. Basil dómkirkjunnar
í Moskvu
17.00/23.00 Hallgrímskirkju
Tvennir tónleikar karlakórs St. Basil-dómkirkjunnar í Moskvu
verða í Hallgrímskirkju. Djúpir flauelsbassar og silkimjúkir tenórar
eru lýsingarorð sem gjarnarn eru notuð yfir kórinn, sem flytur
heimsþekkt rússnesk þjóðlög, miðaldatónlist og tónlist tónskálda
rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar sem var bönnuð af yfirvöldum
þar í landi á tímum kommúnismans. Rokkmunkurinn Mikhail
Seryshev syngur einsöng með kórnum. Verð: 2.800 kr
Þrettándakvöld
20.00 Þjóðleikhúsinu
Rustaveli-þjóðleikhús Georgíu sýnir Þrettándakvöld Shakespeares
í Þjóðleikhúsinu. Leikhússtjóri Rustaveli þjóðleikhússins, Robert
Sturua, sem jafnframt er leikstjóri sýningarinnar, var valinn af
breskum gagnrýnendum einn af fremstu Shakespeare leik-
stjórum allra tíma. Verð: 3.400 kr.
Það er þéttskipuð dagskrá á Listahátíð í dag. Ýmiss konar uppákomur verða fyrir unga sem aldna í höfuðborginni og á Akureyri.
Listahátíð á laugardegi
Karlakór St. Basil-dómkirkjunnar í Moskvu er meðal hápunkta á Listahátíð.
Hann heldur tvenna tónleika í Hallgrímskirkju í dag.
Ofboðsleg fegurð
KARLAKÓR ST. BASIL
Hilmar Örn Hilmarsson lýsir kórnum
sem mögnuðu fyrirbæri.
MASTER
Mikhail Seryshev, meðlimur
hljómsveitarinnar Master, syngur með
kórnum. Seryshev er fyrir miðju.
Hverfisgat
a
Laugavegu
r
Fríkirkjuvegur
Læ
kjargata
Hringbra
ut
Suðurgata
Háskóli
Skólavörðustígur
Bankastræ
ti
Akureyri
1
2
6
9
3
10
11
12 1
8
7
4 5
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
24-25 listahátíðarkort 14.5.2004 15:07 Page 2