Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 16
Til umhugsunar
Það væri til gagns ef dómsmálaráðherra,
minn ágæti flokksbróðir, íhugaði alvarlega
að láta af árásum sínum á þá úrskurðar-
aðila sem honum eru ósammála og velti
því fyrir sér í alvöru hvort vera kynni að sú
gagnrýni sem hann hefur hlotið sé byggð
málefnalegum grunni. Það er ekki
mönnum til minnkunar að hafa stöku
sinnum rangt fyrir sér – en það að læra ekki
af reynslunni og hlusta ekki álit annarra er
engum hollt.
Andri Óttarsson á deiglan.com
Dugleysi
Hvernig stendur á því að flokkur sem fer
með ráðuneyti jafnréttismála setur Birni
Bjarnasyni ekki stólinn fyrir dyrnar? Hvernig
stendur á því að flokkur sem fer með utan-
ríkismálin yfirgefur ekki lista hinna stað-
föstu þjóða eftir að okkur berast viður-
styggileg tíðindi af pyntingum hernáms-
liðsins í Írak? Hvernig stendur á því að
flokkur sem kennir sig við félagshyggju
skríður fyrir gerræðislegu fjölmiðlafrum-
varpi Davíðs Oddssonar?
Grímur Atlason á vg.is/postur
Vonbrigði
Það eru okkur því mikil vonbrigði að fyrst
ríkisstjórnin ætli sér að setja leikreglur um
fjölmiðla að hún gangi þá ekki skrefið til
fulls, heldur fari einhverjar fjallabaksleiðir
þá vegferð að stokka upp fjölmiðla-
markaðinn og taki þá ekki jafnframt á úr-
eltri fjölmiðlun á vegum ríkisins. Er ástæða
til að hvetja ráðherra og alla forystumenn
Sjálfstæðisflokksins til að vinna af krafti að
því að ná fram breytingum á úreltu rekstrar-
fyrirkomulagi RÚV. Sá dagur mun renna
upp, vonandi fyrr en seinna, að
skattgreiðendur í þessu landi haldi ekki úti
náttrisa í samkeppni við einkaframtakið í
fjölmiðlum. Því fyrr sem fólk viðurkennir að
þörf er á breytingum á RÚV og helst binda
enda á ríkisvædda fjölmiðlum, því betra.
Stefán Friðrik Stefánsson á frelsi.is
Skyggn þingmaður?
Í sjálfu sér er fátt við hugrenningar Gunnars
[Birgissonar um að Halldór Ásgrímsson vilji
bola Guðna Ágústssyni burt] að athuga en
víst er að í okkar röðum kannast enginn við
hið mikla samsæri Gunnars. Gunnar
Birgisson er einn fremsti jarðvegsvinnu-
sérfræðingur þjóðarinnar og státar m.a. af
doktorsgráðu í þeim efnum. Þar mun hann
hafa lært að draga ályktanir og finna
niðurstöður á grundvelli forsendna og
þekkingar. Forsendur þær, sem GIB byggir á
í pistli sínum, eru framsóknarmönnum
framandi nema auðvitað Gunnar lumi á
yfirskilvitlegum hæfileikum og sjái meira en
aðrir. Er hann e.t.v skyggn?
Hjálmar Árnason á althingi.is/hjalmara
M ikið hefur mætt á ungum og óreyndum þing-mönnum í störfum Alþingis síðustu vikur.Fáir hafa þó staðið í jafn ströngu og Bjarni
Benediktsson, tíundi þingmaður Suðvesturkjördæmis
og formaður allsherjarnefndar. Bjarni settist á
Alþingi fyrir réttu ári og hafði þá litla sem enga
reynslu af pólitísku starfi. Hann tók við embætti for-
manns allsherjarnefndar sl. haust og þennan fyrsta
vetur sinn hefur Bjarni þurft að leiða umdeild og
erfið mál til lykta í nefndinni.
Þessi ungi þingmaður ber mikið nafn. Hann er af
Engeyjarættinni, sonur Benedikts Sveins-
sonar fyrrverandi stjórnarformanns
Eimskipafélagsins og Guðríðar
Jónsdóttur. Alnafni Bjarna og afa-
bróðir, Bjarni Benediktsson, var
formaður Sjálfstæðisflokksins og
forsætisráðherra til fjölda ára.
Nafnið skipar óneitanlega
mjög sérstakan sess í hugum
sjálfstæðismanna enda Bjarni
heitinn einn merkasti stjórn-
málamaður landsins fyrr og
síðar. Bjarni yngri er fæddur 26.
janúar 1970, en um sumarið
sama ár fórst alnafni hans Bjarni
Benediktsson forsætisráðherra,
ásamt eiginkonu sinni og dóttur-
syni, í hörmulegum bruna á
Þingvöllum.
Bjarni er 34 ára gamall og telst
því til nýrrar kynslóðar sjálf-
stæðismanna á þingi, ásamt þeim
Birgi Ármanssyni, Guðlaugi Þór
Þórðarsyni og Sigurði Kára
Kristjánssyni. En ólíkt þeim þre-
menningum hefur Bjarni ekki
gengið hina hefðbundnu leið í
gegnum flokkinn. Guðlaugur Þór
og Sigurður Kári voru báðir for-
menn Sambands ungra sjálfstæðis-
manna og Birgir formaður
Heimdallar. Bjarni hefur aldrei
gefið sig sérstaklega út fyrir að
vera mikill frjálshyggjumaður en í
prófkjöri fyrir síðustu þing-
kosningar sigldu hinir þrír mjög á
þau mið, einkum Sigurður Kári og
Birgir. Bjarni hefur því að ósekju
mátt sitja undir því síðustu vikur
að vera einn af ungu frjáls-
hyggjumönnunum á þingi sem
víkja frá hugsjónunum í stuðningi
við umdeild mál.
Samferðarmenn Bjarna bera honum afar
vel söguna. Æskivinur hans lýsti honum sem
heilsteyptum karakter, hógværum og skyn-
sömum. Hann er sagður léttur í lund og mikill
húmoristi. Bjarni er jarðbundinn eins og hann á kyn
til og hefur alla tíð borist afskaplega lítið á, sagður
vel upp alinn. En sá eiginleiki Bjarna sem hefur nýst
honum hvað best undanfarnar vikur er að hann
klárar það sem honum er falið að gera og það sem
hann tekur sér fyrir hendur.
Stjórnarandstæðingar í allsherjarnefnd sem rætt
var við segja Bjarna mjög viðkunnanlegan og hann sé
blessunarlega laus við frekjubrag sem einkenni hina
ungliðana í nefndinni, þá Sigurð Kára og Birgi
Ármannsson. Þeir finna þó ýmislegt að störfum
Bjarna eins og við er að búast. Hann er sagður ósjálf-
stæður í störfum og slakur fundarstjórnandi.
Stjórnarandstöðuþingmaður í allsherjarnefnd sagði
þó engum vafa undirorpið að Bjarni væri mjög
greindur og hann hefði yfir sér það yfirbragð að það
mætti treysta orðum hans, þó svo að enn hefði ekki
mikið reynt á það.
Það hefur komið mörgum á óvart hversu vel
Bjarni hefur haldið á hinum erfiðum málum gagnvart
fjölmiðlum, einkum og sér í lagi þegar haft er í huga
reynsluleysi hans af stjórnmálum. Bjarni hafði þar til
síðastliðið vor eingöngu unnið sem lögfræðingur frá
því að hann lauk prófi frá lagadeild Háskóla Íslands
árið 1995. Fyrst var hann hjá sýslumanninum í
Keflavík og síðan hjá Eimskip til 1999, en þá hóf hann
eigin rekstur sem lögmaður á Lex-lögmannstofu. Í
samskiptum sínum við fjölmiðla í umdeildum málum
á borð við útlendingafrumvarpið og fjölmiðlafrum-
varpið hefur Bjarni sýnt mikil klókindi. Hann hefur
komið fram sem formaður allsherjar-
nefndar og gætt sín á því að ræða
málin ekki mikið efnislega
heldur formhlið þeirra fyrst
og fremst. Þar nýtur hann
sín enda best og það er
mikill styrkur fyrir
stjórnmálamann að hafa
vit á því að velja sér
orrustuvettvang hverju
sinni. Sá sem spilar alltaf
á heimavelli er líklegri til
að vinna fleiri leiki.
Reynsluleysi Bjarna
kemur einna helst fram
þegar hann tekur þátt í póli-
tískri orðasnerru við and-
stæðinga sína. Þrátt fyrir að
Bjarni sé ágætlega máli
farinn er hann ekki leiftrandi
í málflutningi og á erfitt með
að fara í þann ham sem
tíðkast gjarnan í slíku
orðaskaki. Samflokksmaður
Bjarna hafði á orði að hann
væri of einlægur, allt að því
viðkvæmur fyrir bein-
skeyttum og pólitískir
hrægammar væru fljótir að
finna blóðlyktina þegar ein-
hverjum sárnaði.
En skrápurinn þykknar
með tímanum og hin góða
byrjun Bjarna á þingi er talin
lofa góðu, svo góðu að margir
líta til hans sem efni í
f r a m t í ð a r f o r y s t u s v e i t
flokksins. Vitað er að sjálf-
stæðismenn í Suðvestur-
kjördæmi lögðu mikla áherslu
á að fá Bjarna á lista fyrir
síðustu kosningar. Hann þykir
einkar glæsilegur maður og
það hefur aldrei talist mikill löstur í stjórn-
málum. Þá skemmir ætterni Bjarna að
sjálfsögðu ekki fyrir framgöngu hans innan
Sjálfstæðisflokksins og ljóst er að mörgum
flokksmönnum, sem horfa til formennskutíðar
Bjarna heitins Benediktssonar í hillingum, væri það
síður en svo á móti skapi ef alnafni hans tæki að sér
forystuhlutverk í flokknum.
15. maí 2004 LAUGARDAGUR16
Forseti Íslands íhugar nú réttilega
að synja fjölmiðlafrumvarpi
forsætisráðherra staðfestingar.
Verði ekki gerðar á því verulegar
breytingar, óvissu eytt um lögfræði-
leg álitamál og tekin upp vandaðri og
lýðræðislegri málsmeðferð hlýtur
það að verða niðurstaðan. Þar með
væri málinu vísað í dóm þjóðarinnar.
Fimm lykilatriði leiða að þeirri
niðurstöðu. Í fyrsta lagi undirstrika
tildrög málsins og málflutningur
ráðamanna að lagasetningin beinist
gegn ákveðnu fyrirtæki og
eigendum þess. Það er ekki boðlegt í
réttarríki.
Í öðru lagi er málstaður
ríkisstjórnarinnar studdur rökum
þar sem einstakar skoðanir,
frásagnir og framsetning frjálsra
fjölmiðla er sagt réttlæta laga-
setningu til að koma á þá böndum.
Þetta er grímulaus ritskoðun. Það er
ekki boðlegt í lýðræðisríki.
Í þriðja lagi er álitaefnum stungið
undir stól. Eindregnum efasemdum
fjölmargra sérfræðinga – um að
frumvarpið standist ekki mannrét-
tindaákvæði, stjórnarskrá og reglur
Evrópska efnahagssvæðisins – hefur
ekki verið mætt með óháðri athugun.
Því hefur verið hafnað. Það er ekki
boðlegt í upplýstu samfélagi.
Í fjórða lagi hefur leið átaka og
valdbeitingar verið valin fram yfir
leið sátta og samstöðu. Ákvæði
frumvarpsins ganga miklu lengra en
markmið þess réttlæta og áhrifin
verða fyrst og fremst þau að
þrengja að frjálsri fjölmiðlun. Það er
ekki boðlegt í opnu samfélagi.
Í fimmta lagi hefur aðdragandi
málsins, misbeiting valds og fram-
ganga ráðamanna gengið fram af
flestu sanngjörnu fólki. Enginn sem
ekki hefur hagsmuna að gæta hefur
mælt málinu bót. Það hefur opnast
gjá milli þings og þjóðar. Án
lýðræðislegrar málsmeðferðar er
Alþingi án umboðs. Og þá á þjóðin að
eiga síðasta orðið. Annað er ekki
boðlegt.
Ástandið í samfélaginu á sér fáar
hliðstæður. Þegar sambærilegar
deilur hafa risið hefur undan-
tekningarlaust verið lagt mat á
lögfræðileg álitaefni með ítarlegum
greinargerðum. Eðlilegur tími hefur
verið gefinn til álits og umsagna.
Alþingi hefur ekki verið niðurlægt.
Með málskotsrétti forseta gerir
stjórnarskráin ráð fyrir þeim
ósennilegu aðstæðum að réttkjörið
Alþingi misfari með vald sitt. Sú
staða er nú uppi. Að óbreyttu verður
gengið gegn grundvallargildum
frjálslyndra lýðræðisríkja sem
stjórnskipun okkar og
stjórnarskráin byggir á. Að
óbreyttu seilist Alþingi út fyrir
umboð sitt.
Málskotsrétturinn felur forseta
ekki að fella efnislegan dóm í því
efni. Vald forseta felst í að vísa
málinu til atkvæðagreiðslu meðal
þjóðarinnar. Enginn vettvangur
hefur ríkari rétt til að ákveða um
afdrif fjölmiðlafrumvarpsins. ■
MAÐUR VIKUNNAR
Treyst til að klára málin
BJARNI BENEDIKTSSON
FORMAÐUR ALLSHERJARNEFNDAR
M
yn
d:
H
el
gi
S
ig
ur
ðs
so
n
Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer
úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Morgunblaðinu
laugardaginn 15. maí. Upplýsingar um útdregin húsbréf má
finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is.
1. flokki 1991 – 50. útdráttur
3. flokki 1991 – 47. útdráttur
1. flokki 1992 – 46. útdráttur
2. flokki 1992 – 45. útdráttur
1. flokki 1993 – 41. útdráttur
3. flokki 1993 – 39. útdráttur
1. flokki 1994 – 38. útdráttur
1. flokki 1995 – 35. útdráttur
1. flokki 1996 – 32. útdráttur
3. flokki 1996 – 32. útdráttur
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa
í eftirtöldum flokkum:
Útdráttur
húsbréfa
Húsbréf
Koma þessi bréf til innlausnar 15. júlí 2004.
Í samskiptum sínum við fjölmiðla í
umdeildum málum á borð við
útlendingafrumvarpið og fjölmiðla-
frumvarpið hefur Bjarni sýnt mikil klókindi.
Hann hefur komið fram sem formaður alls-
herjarnefndar og gætt sín á því að ræða
málin ekki mikið efnislega heldur formhlið
þeirra fyrst og fremst.
,,
SKOÐUN DAGSINS
FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ
DAGUR B.
EGGERTSSON
Málskotsrétturinn
felur forseta ekki að
fella efnislegan dóm... Vald
forseta felst í að vísa málinu
til atkvæðagreiðslu meðal
þjóðarinnar.
,,
Alþingi án umboðs í fjölmiðlamálinu
AF NETINU
16-17 umræða 14.5.2004 20:39 Page 2