Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 71
59LAUGARDAGUR 15. maí 2004
■ FÓLK Í FRÉTTUM
Íslensku skákáhugafólki gefst ein-stakt tækifæri á morgun þegar
Hrókurinn býður upp á fjöltefli við
stórmeistarana Reginu Pokorna og
Thomas Oral í höfuð-
stöðvum sínum í
Skúlatúni 4. Regina,
sem er ein besta
skákkona heims, er
einn mikilvirkasti
meðlimur Hróksins.
Hún hefur teflt á Ís-
landsmóti skákfélaga með Hrókn-
um, stórmótum sem Hrókurinn
hefur skipulagt og verið afar virk í
barnastarfi félagsins þar sem hún
hefur meðal annars heimsótt skóla
og teflt fjöltefli við nemendur og nú
gefst Hrókskrökkum og foreldrum
þeirra tækifæri til að etja kappi við
skákdrottninguna en Regina og
Thomas setjast að tafli klukkan 14 á
sunnudaginn. Stórmeistarinn Thom-
as Oral hefur líkt og Regina tekið
þátt í Íslandsmótinu og heimsótt
fjölmarga skóla á höfuðborgarsvæð-
inu til að kynna skákina fyrir yngri
kynslóðinni. Liðsmenn Hróksins
hvetja bæði krakka og foreldra að
missa ekki af þessu skemmtilega
tækifæri til þess að etja kappi við
skákmenn á heimsmælikvarða.
Blaðamannafélag Íslands heldurúti „faglegum“ spjallvettvangi á
heimasíðu sinni Press.is. Þar er
meiningin að menn ræði vitrænt um
málefni er snerta
fjölmiðla og fjölmiðl-
un en þrátt fyrir að
allt sé að verða brjál-
að á fjölmiðlamarkaði
hefur umræðan verið
hálf loðmulluleg. Ró-
bert Marshall, for-
maður Blaðamannafélagsins, og
Birgir Guðmundsson, ritstjóri vef-
sins, virðast að mestu leyti rekja
doðann til Ingimundar, nokkurs,
Kjarval sem þeir telja drepa niður
alla umræðu með gríðarlegum lang-
hundum. Þeir hafa nú opinberað þau
áform sín að loka fyrir aðgang allra
sem ekki eru skráðir í Blaðamanna-
félagið að vefnum. „Nú er svo kom-
ið að enginn nennir lengur að skrifa
hér á vefinn. Það er því miður að
verða augljóst að loka verður vefn-
um öllum þeim sem eru ekki félag-
ar í BÍ.“
Forsvarsmenn Press.is hafa ítrek-að bent Ingimundi að hann sé
best geymdur á spjallvefnum
Malefnin.com en þar hafa margir
þéttir alvitringar
hreiðrað um sig og
fá álíka útrás og
Þjóðarsál Rásar 2
bauð mönnum upp
á á sínum tíma.
Blaðamenn virðast
því telja sínar um-
ræður öllu merkilegri en argaþrasið
á Málefnunum þó oft megi vart
milli sjá hvar vitleysan er meiri.
Spekingarnir á Málefnunum hafa,
að því er virðist, jafn lítið álit á
blaðamönnum og blaðamenn á þeim
en hafa fyllst vandlætingu nú þegar
BÍ íhugar að skella á nefið á þeim.
Ingimundur Kjarval lætur þó ekk-
ert raska ró sinni og segir á Málefn-
unum: „Ég fyrir mína parta er
ánægður með þennan árangur að
hafa verið hent út af þeim vef,
reyndi alltaf að skrifa það sem ég
taldi satt. Spái að hann verði dauður
innan tíðar, það sem þeir skrifa er
svo ægilega leiðinlegt.“
Tekið til hendinni
Mikið gekk á hjá Íslenska út-varpsfélaginu í gær þegar
haldinn var hinn árlegi Hreinsunar-
dagur. Allir starfsmenn á Lyng-
hálsinum mættu í búningum í tilefni
dagsins, tóku til í kringum sig og í
lok dags var haldin mikil grillveisla.
Dómnefnd gekk á milli, með
Ingólf Bjarna Sigfússon í broddi
fylkingar, í gervi Davíðs Oddssonar
ásamt skósveinum sínum og má
segja að Bláa höndin hafi verið
þemað í ár í samræmi við tíðar-
andann uppi á Lynghálsi. Hlutverk
dómnefndar var að meta hverjir
stæðu sig best í því að hreinsa í
kringum sig en ekki er víst að sigur-
vegarar Hreinsunardags séu þeir
hreinlátustu, því alsiða er að gera
tilraunir til að múta dómnefndinni
með súkkulaði eða öðru góðgæti.
Búningar voru mismunandi á
milli deilda. Framleiðsludeildin
mætti til dæmis sem málaliðar,
markaðsdeildin klæddi sig eins og
helsta hetjan sín úr söngleiknum
Fame og þjónustudeild mætti í
flugfreyjubúningum, þjónustu-
glöð að vanda. Þar að auki mætti
dagskrárdeild sjónvarps sem
indjánar og fréttadeildin mætti í
eiturefnabúningum. Ekki er vitað
hvort það hafi verið sökum þess
að þeir hafi ekki tekið til hjá sér í
langan tíma eða hvort frá þeim
komi svona eitrað efni.
Útvarpssviðið þótti taka sig
mjög vel út í gervi helstu popp-
stjarnanna. Þar mátti sjá Bjarna
Ara svífa um ganga, klæddan eins
og Kónginn, Kiddi Bigfoot hélt sig
vera Enrico Iglesias og Sigga
Lund tók Lovegúrúinn sér til
fyrirmyndar. Einnig mátti sjá
Siffa í fötum kærustu sinnar,
hennar Tinnu Maríu. ■
SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON OG PÁLL MAGNÚSSON
Félagarnir mynda hreinsibrúsann til að taka svolítið til í kringum sig.
YFIRMENN ÍSLENSKA ÚTVARPSFÉLAGSINS
Taka við skipununum um hvar skuli taka næst til hendinni.
HREINSUN
ÍSLENSKA ÚTVARPSFÉLAGIÐ
■ hélt hinn árlega hreinsunardag.
70-71 (58-59) Fólk 14.5.2004 21:36 Page 3