Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 22
22 15. maí 2004 LAUGARDAGUR Margir sigurvegarar í Júróvisjón hafa vakið talsverða athygli og verið eftirminnilegir. En hefur það nokkuð upp á sig að sigra í keppninni? Eftirminnilegir sigurvegarar - en hvar eru þau nú? Dana International Kynskiptingurinn Dana International frá Ísraelvann Júróvisjónkeppnina 1998 með laginu Diva. Dana hefur verið iðin við kolann eftir sigur- inn. Hún hefur ferðast vítt og breitt um heiminn, haldið tónleika, komið fram í sjónvarpsþáttum og sungið inn á plötur. Hefur velgengnin þó ekki orð- ið eins mikil og vonast var eftir í upphafi. Dana segist hafa átt erfitt uppdráttar í sálarlíf- inu eftir að hafa slegið í gegn í Júróvisjón. „Það sem ég man helst eftir að hafa unnið keppnina var hvað ég var langt niðri,“ sagði hún. „Við unnum keppnina eftir margra mánaða erfiðisvinnu og eft- ir að hafa reynt að komast áfram í bransanum í mörg ár. Hvar var allt gamanið við það að vinna keppnina? Það eina sem ég man er að eftir að hafa unnið keppnina sá ég ekkert nema hótelherbergi.“ Dana segist engu að síður vera tilbúin að taka aftur þátt í Júróvisjón ef henni verður boðin þátt- taka. „Þetta var frábær reynsla og ég og margir aðrir eigum yndislegar minningar frá keppninni. Ef ég fæ tækifæri til að gera þetta allt aftur myndi ég ekki hika við það,“ sagði Dana að lokum. ■ Olsen-bræðurnir Olsen-bræðurnir dönsku, Jørgen og Niels, unnu Júróvisjónkeppnina 2000með laginu Fly on the Wings of Love og hefur gengið alveg ágætlega síð- an. Hafa þeir gefið út hvorki meira né minna en átta plötur eftir sigurinn enda jukust vinsældir þeirra gífurlega eftir sigurinn í Júróvisjón. Nýjasta plata þeirra bræðra heitir More Songs og er framhald Songs sem kom út fyrir fjórum árum. Á báðum þessum plötum syngja þeir lög sem voru í upp- áhaldi hjá þeim í æsku og setja þau í eigin búning. Þetta eru lög á borð við Bye Bye Love, You Don’t Have to Say You Love Me og All My Loving. ■ Sandra Kim Aðeins þrettán ára söng Sandra Kim lagið J’aime la vie,eða Ég elska lífið, fyrir hönd Belgíu í Júróvisjónkeppn- inni árið 1986 sem var haldin í Bergen í Noregi. Varð hún þar með yngsti sigurvegari keppninnar frá upphafi og á sama tíma stjarna á einni nóttu. Smáskífa með laginu J’aime la vie hefur selst í 1,4 milljónum eintaka síðan það sló í gegn og 350 þúsund þeirra seldust í heimalandinu Belgíu. Þetta vorkvöld í Bergen 1986 er okkur Íslendingum einnig minnisstætt því þá sendum við fyrsta lagið okkar til keppni; Gleðibankann eftir Magnús Eiríksson sem endaði í sextánda sætinu fræga. Sandra Kim heitir réttu nafni Sandra Calderone og held- ur hún upp á 32 ára afmælið sitt þann 15. október. Eftir að hún sló í gegn í Júróvisjón hefur hún sungið inn á fjöldann allan af plötum og notið mikilla vinsælda í heimalandi sínu. Hefur henni meðal annars verið líkt við bæði Barböru Streisand og Céline Dion. Kim hefur aldrei stigið aftur á svið í Júróvisjónkeppninni en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? ■ Johnny Logan Írinn Johnny Logan, eða Seán Pat-rick Michael Sherrard eins og hann heitir réttu nafni, hefur unnið Júró- visjónsöngvakeppnina þrisvar sinn- um, þar af tvisvar sem söngvari. Fyrst vann hann árið 1980 með laginu What’s Another Year, næst 1987 með laginu Hold Me Now og loks árið 1992 með lagi sínu Why Me? sem var sung- ið af Lindu Martin. Alls hafa fjögur lög eftir Logan komist í úrslit Júróvisjón. Árið 1984 lenti lag hans Terminal 3 í öðru sæti keppninnar og þá söng einmitt Linda Martin eins og hún gerði í síðasta lagi hans sem komst í keppnina. Auk þess að semja mörg lög fyrir írska Júróvisjónfara samdi Logan ekki alls fyrir löngu Júróvisjónlagið The Story of My Life fyrir Holland sem tók þátt í undankeppninni í ár. Hann virðist því vera með Júróvisjón- klær sínar víða úti. Logan hefur gefið út fjölmargar plötur á ferli sínum. Auk þess að vera vinsæll í heimalandi sínu hefur Logan notið mikilla vinsælda bæði í Dan- mörku og Þýskalandi. Þess má geta að kappinn varð fimmtugur þann 13. maí og óskum við honum að sjálfsögðu til hamingju með þann merka áfanga. ■ BARNASTJARNAN SANDRA KIM Hún skaut Íslendingum ref fyrir rass að- eins 13 ára að aldri árið 1986. Síðan þá hefur hún gert það nokkuð gott. HIN ALÞJÓÐLEGA DANA Hún segist hafa fallið í doða og drunga eftir sigurinn. Hvar var allt gamanið? BRÆÐURNIR OLSEN Þeir hafa gefið út hvorki meira né minna en átta plötur eftir sig- urinn í Júróvisjón árið 2000. HJARTAKNÚSARINN LOGAN Johnny Logan á tilkall til þess að vera Júróvisjónstjarna allra tíma. Hann hefur sigrað þrisvar. 22-23 euro stjörnur 14.5.2004 15:18 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.