Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 44
■ MAÐUR AÐ MÍNU SKAPI 32 15. maí 2004 LAUGARDAGUR Fyrir sumum er sumarið ekkiannað en knattspyrna. Fríið er skipulagt í kringum niður- röðun leikja, garðverk og golf eru einungis til að drepa tímann milli stórátaka og í spjalli við vini og kunningja eru mark- varslan, föstu leikatriðin, dóm- gæslan og möguleikarnir í næsta leik helsta umræðuefnið. Áhugi á knattspyrnu hefur aukist með árunum og helgast það jöfnum höndum af vaxandi áhuga í heiminum öllum og bættri umgjörð um íslensku lið- in og leikina. Heilu fjölskyldurn- ar hópast á völlinn, börnin máluð litum liða sinna í andliti og full- orðna fólkið með húfur og trefla í stíl. Þeir hörðustu láta sér ekki nægja að sækja viðureignir sinna liða heldur reyna að fara á sem flesta leiki enda fallegar fyrirgjafir og vel útfærðar tækl- ingar með því fegursta sem þeir sjá. Allur gangur er á hvort við- komandi hafi getað eitthvað í fótbolta á sínum yngri árum, sumir voru efnilegir og urðu jafnvel einhvern tíma góðir á meðan aðrir voru alltaf valdir síðastir í liðið í skólavellinum. Svo eru það þeir sem næstum aldrei hafa sparkað í tuðru en eru engu að síður að springa úr áhuga á knattspyrnu. Hinir sömu vita hverjir höfnuðu í þriðja sæti efstu deildar árið 1978, muna eftir sigurmarkinu í leik Víkings og Keflavíkur árið 1983 og kunna innáskiptingar í liði sínu á síðasta tímabili utan bókar. Bannað að fara úr treyjunni Landsbankinn er, líkt og í fyrra, helsti stuðningsaðili ís- lensku knattspyrnunnar og virðist leggja talsvert upp úr samstarfinu við KSÍ og liðin í efstu deild. Bankinn borgar dá- góð laun fyrir sigur í deildinni eða eina og hálfa milljón króna, sem raunar er aðeins milljón króna hærri fjárhæð en liðin fá sem falla úr deildinni. Þá verð- ur félögum greitt sérstaklega fyrir líflega og skemmtilega framkomu stuðningsmanna en þeim er sérstaklega upp á lagt að vera samstilltir og háværir, vel merktir félagi sínu og sýna af sér drengilegt atferli. Við dómgæslu inni á vellin- um sjálfum verður líka horft til drengskapar og ber dómurum að gæta þess sérstaklega að leikmenn missi ekki fótanna af leikaraskap einum saman til að klekkja á andstæðingnum. Óheiðarlegur leikur og óíþróttamannsleg framkoma verða ekki með nokkru móti lið- in. Einnig hafa línur verið lagð- ar fyrir leikmenn um hvernig þeim ber að fagna marki, eða öllu heldur hvernig þeim ber ekki að fagna marki. Þannig skulu menn áminntir ef þeir rífa sig úr keppnistreyjunni og eru þær reglur settar fyrir til- stilli Alþjóða knattspyrnusam- bandsins. Ekki má heldur lyfta treyjunni þannig að skíni í slag- orð eða auglýsingar á nærbol né heldur fagna með ögrandi hætti eða með því að egna mótherja og hæðast að þeim. Hverjir eru bestir? Að vanda leika tíu félög í Landsbankadeildinni og eins og gengur setja þau markið mishátt. Nokkur stefna á Íslandsmeistara- titilinn og líta á annað sem tap, öðrum nægir að tryggja sig í sessi í deildinni eða jafnvel að halda sæti sínu. Nokkrar spár um gengi liðanna í sumar hafa birst síðustu daga og séu þær dregnar saman má sjá að flestir gera ráð fyrir að fjögur lið berjist á toppnum, þ.e. KR, Fylkir, FH og ÍA. Flestir búast við sigri Vesturbæjarliðsins en skiptar skoðanir eru um röð hinna þriggja liðanna. Um miðja deild verða KA, Keflavík og Fram en á botninum berjast Grindavík, Víkingur og Vestmannaeyjar. Vart þarf að taka fram að um spár er að ræða sem sjálfsagt byggja á mannavali, árangri í vor- leikjum og hefð en verða oftar en ekki að engu þegar upp er staðið. Fyrstu leikirnir Það verður ekkert elsku mamma á KR-vellinum í dag þar sem heimamenn taka á móti FH- ingum. Þetta eru liðin sem höfn- uðu í fyrsta og öðru sæti deildar- innar á síðasta tímabili og elduðu Dagbjartur Einarsson út-gerðarmaður hefur fylgt sínum mönnum í Grindavík í gegnum þykkt og þunnt. Hann segir sumarið leggjast ágæt- lega í sig. „Ja, ég er allavega að reyna að vera bjartsýnn,“ segir Dagbjartur. „Ég á svo sem ekki von á neinum titli eða slíku en reikna með að við verðum fyrir ofan miðja deild. Það er best að segja ekkert meira um það. Við ætlum ekkert að fara að falla.“ Sumir vilja meina að það verði hlutskipti Grindvíkinga að falla í fyrstu deildina en Dagbjartur hlustar ekki á slíkt. „Það eru spekingarnir sem spá því. En þeim hefur nú stundum orðið hált á sínum spádómum.“ Grindvíkingar voru hárs- breidd frá falli í fyrra og þegar aðeins nokkrar mínútur lifðu af lokaleikjum Íslandsmótsins stefndi allt í að þeir kveddu úr- valsdeildina. „Guð minn almátt- ugur,“ segir Dagbjartur þegar hann rifjar þetta upp. „Við vor- um eiginlega dottnir. Ég var eiginlega búinn að sætta mig við fall. Ég leit upp til Guðs og hugsaði að ef hann vildi hafa þetta svona þá væri ekkert við því að segja.“ Dagbjartur tekur jafnan virkan þátt í leiknum og hvetur sína menn áfram. „Mér líður alltaf vel á vellinum og tek ekki tap með mér heim. Svoleiðis lagað heldur ekki fyrir mér vöku eða slíkt. Ég reyni hins- vegar að hvetja strákana og segi gjarnan: „Það liggur í loft- inu“. Maður verður að hafa gaman af þessu.“ Dagbjartur neitar því að vera hjátrúarfullur þegar knattspyrna er annarsvegar en hann hefur sinn hátt á undir- búningi fyrir leiki. „Ég legg ákveðinn kapal og spyr spilin hvernig þetta fari. Það er nú allur gangur á hvort þetta reyn- ist rétt.“ ■ Stuðningsmaðurinn DAGBJARTUR EINARSSON GRINDVÍKINGUR „Mér líður alltaf vel á vellinum og tek ekki tap með mér heim.“ Líður alltaf vel á vellinum Það er komið að því, loksins, loksins. Íslandsmótið í knattspyrnu hefst í dag. Undirbúningstímabilið er að baki, úrslit vorleikjanna skipta ekki máli og þaðan af síður árangur fyrri ára. Í næstu átján leikjum hvers liðs skilur á milli feigs og ófeigs. Hjá hörðustu knatt- spyrnuáhugamönnum er fótbolti ekki hluti af lífinu. Lífið er fótbolti Við vorum eiginlega dottnir. Ég var eig- inlega búinn að sætta mig við fall. Ég leit upp til Guðs og hugsaði að ef hann vildi hafa þetta svona þá væri ekkert við því að segja. ,, WILL OLDHAM Hann er maður að skapi Sverris Bergmann. Með flott skegg og skalla Maður að mínu skapi er tónlis-tarmaðurinn Will Oldham sem er einnig þekktur undir nafninu Bonnie Prince Billy,“ segir Sverrir Bergmann, söngvari hljóm- sveitarinnar Daysleeper og sjón- varpsmaður á Popptívi. „ O l d h a m semur góða og flotta tónlist. Ég fíla það sem hann er að gera sem t ó n l i s t a r - maður. Svo er hann líka með flott skegg og skalla.“ Bonnie Prince Billy hefur í tví- gang haldið tónleika hér á landi en Sverrir missti af þeim báðum. „Ég vissi ekki hver hann var þá og sé heldur betur eftir því í dag. Vinir mínir fóru á þessa tónleika og sögðu að þeir hefðu verið geðveikir,“ segir Sverrir, sem ætlar að reyna að sjá Bonnie Prince Billy á tónleikum seinna. ■ Ormurinn Pétur Nafnið mitt kemur úr móðurætt-inni. Afi minn hét Hans Pétur en nafnið er samt ekki mjög þekkt í fjölskyldunni minni,“ segir Pétur Úlfar Ormslev, fyrrverandi knatt- s p y r n u - hetja með Fram. „Ég veit ekki h v a ð a n Ú l f a r s - n a f n i ð kemur. Ég held að það sé bara út í loftið og ég nota það ekki mikið – bara ein- s t a k a s i n n u m . Ormslev-nafnið er hins vegar danskt og kemur úr föðurættinni.“ Samkvæmt Hagstofu Íslands eru 1.409 sem bera nafnið Pétur sem fyrsta eiginnafn en 600 sem annað. Nafnið er fengið úr biblí- unni, komið af gríska nafninu „Petros“ sem merkir klettur. Pétur hefur verið kallaður ýmsum nöfnum. Systkini hans kalla hann yfirleitt Pésa en vinir hans Orminn. „Ormurinn hefur verið helsta gælunafn mitt síðustu ár,“ segir Pétur. Honum var talsvert strítt á nafninu þegar hann var yngri. „Þá var það allt sem viðkom því að slefa ormum,“ segir Pétur, sem tók stríðnina talsvert nærri sér þegar hann var yngri. „Stríðnin er alltaf erfiðust þegar það eru krakkar í spilinu en í seinni tíð hefur þetta verið meira grín og ég tek því ekki mjög alvarlega,“ segir Pétur Úlfar Ormslev að lokum. ■ PÉTUR ÚLFAR ORMSLEV Pétur var lykilmaður í liði Fram fyrir nokkrum árum. Hann er yfirleitt kallaður Ormurinn af vinum og kunningjum. SVERRIR BERGMANN Missti af báðum tón- leikum Will Oldham hér á landi. ■ NAFNIÐ MITT 44-45 (32-33) fótbolti 14.5.2004 15:39 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.