Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 14
Auðsætt er að stjórnmálamenn sem stóðu að forvarnarstríði gegn óöld í Írak hafa ekki vitað að her- menn þeirra unnu góðverk sín með ódæði. Illt er það en líka gott. Að vita ekkert sannar að Bush og Halldór Ásgrímsson, ef ekki Valgerður Sverrisdóttir og Davíð Oddsson líka, séu saklaust fólk sem leitar ekki sér til fróunar í frítímum inn á klámvefinn. Reyndar þarf enginn að leita. Þegar frelsið hófst kom kippur í klámið sem hundelti neytendur. Þetta kom á réttum tíma, neytendur voru orðnir þreyttir á leikurum lærðum í að skaka sér á hærra kaupi en stynjandi leikkonur í stúdíóum í LA. Með stríðinu í Írak komu í skakið, líkt og við upphaf kvikmynda með kynmökum, ekta karlmenn, her- menn í fullum skrúða með al- væpni við að losa írakskar konur við höfuðblæju og meyjarhaft með bandarísku og bresku fram- taki að aftanverðu. Þetta var fagnaðarefni um allan hinn samfaraþyrsta heim og kröfur jukust um aukið framboð og fjölbreytni. Frelsisstríð fram- varðasveita kristinna þjóða gegn fylgjendum skepnunnar Múham- eðs leiddi til svipaðs ástands í Írak og hér á stríðsárunum í söng revíunnar Halló Ameríka: „Áður þurfti bóndinn að borga fyrir kúna / er bola þurfti að sækja en nú er þessu breytt / því hér er komið úrvalslið frá Ameríku núna / sem óðar býðst að gera þetta fyrir ekki neitt. En þegar þetta úrvalslið iðkar kálfasmíði / hverju haldið þið að úrhrakið í Ameríku ríði?“ Myndbönd af svipuðu eru leyfð en revían var bönnuð. En börnum sem unnu í bændamenningu sveitanna á revíutímanum var kennt lag og texti, svo þau héldu sakleysinu, kysu Framsókn full- orðin og verðu sig þannig gegn bandarískri spillingu og belju- rössum meðan heimurinn stendur! Ó íslenska þjóð, vertu ætíð saklaus og sjáðu eins og stjórnmálamaður ekkert rangt í verkum þínum, annars birtist þér ömurlega samtíð annarra í ljósi fortíðar þinnar. Varaðu þig samt á að loka ekki alveg augunum, þótt lokuð augu borgi sig betur en opin! Nú hefur efni íslenska revíusöngsins endurtekið sig á myndböndum, en hvorki forsprakkar karlmannlegs friðar né frelsishreyfingar kvenna tóku eftir því. Eða þorði enginn að sjá sannleikann með opnum augum af ótta við að sjónin kæmi upp um hann? Hvað um það, markaðurinn færir sig stöðugt með stinningu upp á skaftið og fjallið fer til neytandans en Múhameð til fjand- ans. Varla er hægt að fara inn á síður erlendra blaða án þess að fá „smell“. Frelsið morar í þeim: Tveir fyrir einn. Og börn, konur og dýrin í Írak emja af ánægju á DVD-diskum við að fá í sig engilsaxneska úrvalsbelli, en kvenhermenn svíða með Camelsígarettum auma limi mús- lima. Neytendur á vestrænum menningarsvæðum fá mikið „kikk“ út úr þessu. Myndir frá Írak eru ekki eins- dæmi. Úr Flóastríðinu eru til svipaðar, birtar í blöðum. Enginn tók eftir slíku. Engilsaxneska blæjan var enn fyrir augum heimsins og Kaninn ekki kominn í þær ógöngur sem hann lenti í með aðstoð vina. Nú er hann í ónáð. Því almenningur er þannig að eðlis- fari að hann dáir með háværu lófataki í fyrstu en ekki lengi þann sem fer sigraður úr sigur- för. Í fyrri för gegn Saddam birtu erlend blöð myndir af banda- rískum hermönnum að skrifa á sprengjur: Farðu með friði í rass- gatið á Múhameð! En flugkonur gerðu fátt meðan verið var að hlaða þeim á vélar þeirra. Þær lyftu bara hlífinni yfir sætinnu með andlit móti sól og sneru heim brúnar eins og stríð væri lega á ljósabekk. Í viðtölum sögðu þær stoltar: Við fórum í jafn margar árásarferðir og strákarnir og gegndum skyldu okkar. Kannski er merki um hvað Ísland er smátt, líka sem hagnaðarvon í kynlífsiðnaði, að hægt er að fara inn á dagblöð án þess að fá „smell“ með prufu til að gá hvort bitið verði á agnið. Hér kafna ekki tölvupóstföng í tilboðum um stækkun á tillum og brjóstum. Í útlöndum byrja litla Gunna og litli Jón daginn með því að hreinsa póstfangið af þannig framboðum. Hvað þetta varðar er Ísland alger hjóna- paradís! Gæti strik.is ekki boðið smellþreyttum útlendingum örugg póstföng og bjargað þannig hag sínum? En þau mættu ekki vera ókeypis eins og Fréttablaðið, því þá fengi Strikið „smell“ á sig eða klámhögg meirihlutans á Alþingi. ■ F jölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar var ekki lagt fram tilað skapa sátt eða frið í samfélaginu. Ég efast um að nokkursé tilbúinn að blekkja sig með því. Efnisatriði frumvarpsins beinast gegn tjáningarfrelsi, athafnafrelsi, eignarrétti og alþjóð- legum skuldbindingum Íslendinga og það er augljóst öllum sem skoða, að frumvarpið mun ekki ná yfirlýstum tilgangi sínum; að auka fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum á Íslandi. Ég efast hins vegar um að nokkur hafi séð fyrir hversu víðtæk eituráhrifin af þessu frumvarpi yrðu. Undirbúningur frumvarpsins, framlagning þess, umfjöllun um það í þingsölum og nefndum Alþingis, tillits- leysi stjórnarflokkanna undir hörðum athugasemdum flestra utan þings sem um málið hafa fjallað; allt hefur þetta skapað meiri úlfúð í samfélaginu en við munum um langa tíð. Og fátt virðist benda til að þessari úlfúð linni í bráð. Þvert á móti herðist þetta mál með hverjum klukkutímanum sem líður. Þótt fylgjendur þess séu fáir og standi frammi fyrir almennri og einarðri andstöðu stærsta hluta þjóðarinnar og flestra sem hafa tjáð sig um málið, þá virðast þeir ekkert vilja gefa eftir. Í þessu máli er ekki boðið upp á frið. Staðan í þjóðmálunum er orðin í hæsta máta undarleg. Forseti Íslands situr heima á Bessastöðum og horfir á konunglegt brúð- kaup í sjónvarpinu. Hann segist ekki geta farið utan til að vera við- staddur vegna óvissu um málalok á Alþingi. Þótt ákvörðun forset- ans sé einstök og skýringar hans séu óljósar býst ég við að flestir skilji hana sem svo að eftir ríkisráðsfundinn á heimastjórnar- afmælinu treysti forsetinn ekki ríkisstjórninni lengur. Hann situr heima af ótta við að hún kalli handhafa forsetavalds til að undirrita lög þegar forsetinn hefur fulla ástæðu til að velta fyrir sér að neita að staðfesta þau og skjóta þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þingmenn stjórnarliðanna sitja undir ámæli fyrir að styðja frumvarpið þótt þeir séu í raun andsnúnir efnisatriðum þess. Frumvarpið stangast ekki aðeins á við stjórnarskrá og alþjóðlega sáttmála heldur er ómögulegt að fella það að stefnuskrá stjórnar- flokkanna. Ekkert félag innan stjórnarflokkanna tveggja hefur lýst yfir stuðningi við frumvarpið en fjöldi félaga hefur annaðhvort samþykkt ályktanir gegn því eða hvatt til að það verði dregið til baka. Þingmenn stjórnarflokkanna virðast því ganga í berhögg bæði við vilja flokksmanna og stefnu eigin flokks. Það er því ef til vill ekki að undra að þetta frumvarp sé farið að hafa eituráhrif víða um samfélagið. Eins og málin standa í dag bendir flest til að ríkisstjórnin ætli að knýja þetta mál í gegn þrátt fyrir víðtæka andstöðu meðal félagsmanna stjórnarflokkanna og í samfélaginu öllu og gegn ráðleggingum svo til allra sem hafa haft málið til umfjöllunar. Málið hefur stuðning meirihluta þingsins – en það er viðtekin skoðun í samfélaginu að sá meirihluti byggi á flokksaga fremur en sannfæringu þingmanna. Ég hef áður lýst mig andsnúinn efnisatriðum þessa frumvarps og þörf á lagasetningu um þetta málasvið. En hvort sem menn telja þörf fyrir slíkt frumvarp eða ekki held ég að öllum sé fyrir löngu orðið ljóst að undirbúningur og umfjöllun málsins hafi keyrt það í óleysanlegan hnút. Á meðan hann er óleystur mun málið halda áfram að valda eituráhrifum í samfélaginu. ■ 15. maí 2004 LAUGARDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Fjölmiðlafrumvarpið er orðið óleysanlegur hnútur. Eituráhrif Af góðu og illu ORÐRÉTT Forsetinn og handrukkararnir Spurningin er ... hvort Ólafur Ragnar Grímsson hefur þau sterku bein til að standast hand- rukkun fámenns hóps manna, sem er staðráðinn í að kollvarpa sitjandi ríkisstjórn og tryggja sjálfum sér ægisvald yfir allri opinberri umræðu hér á landi. Týr pistlahöfundur segir að eigendur Norðurljósa séu að rukka gamla skuld forsetans úr kosningabar- áttunni 1996 með því að knýja hann til að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar. Viðskiptablaðið 14. maí. Ragnarök Maður getur ekki varist þeirri tilhugsun að hálfgert upp- lausnarástand ríki í stjórnar- liðinu, þrátt fyrir eindregna viðleitni til að sýna samstöðu út á við. Samheldnin virðist byggja á valdboði, undirgefni, metorða- fíkn, ótta; maður hlýtur að ætla að slíkt ástand geti ekki varað lengi, einn daginn muni allt liðast í sundur. Egill Helgason um stjórnmála- ástandið. DV 14. maí. Betri heimur en ekki öruggari Veröldin er betri staður nú þegar Saddam [Hussein] hefur verið vikið til hliðar en við búum ekki við meira öryggi. Hans Blix, fyrrverandi yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna. Morgunblaðið 14. maí. Athyglisvert sjónarmið Víkverji vill hafa vaðið fyrir neðan sig og finnst því mikilvægt að tryggja sig og sína nánustu fyrir þeim skakkaföllum og óhöppum sem upp geta komið. Víkverji um alvöru lífsins. Morgunblaðið 14. maí. FRÁ DEGI TIL DAGS Frumvarpið stangast ekki aðeins á við stjórnarskrá og alþjóðlega sáttmála heldur er ómögulegt að fella það að stefnuskrá stjórnarflokkanna. ,, Vantraust á handhafa? Yfirlýsing Ólafs Ragnars Grímssonar, for- seta Íslands, í gær um að hann hafi ákveðið að vera ekki viðstaddur brúðkaup danska ríkisarfans vegna „óvissu um hvenær Alþingi lyki afgreiðslu mikilvægra mála“ markar ákveðin tímamót í sögu forsetaembættisins, hvert sem framhaldið verður. Forseti Íslands hefur aldrei áður, svo kunnugt sé, haft persónulegt frumkvæði að því að breyta út af dagskrá sinni vegna væntanlegrar lagasetningar Alþingis. Er ekki ólíklegt að sú túlkun muni heyrast að í þessu felist opinbert vantraust á handhafa forsetavalds, forsætisráðherra, forseta Alþingis og forseta Hæstaréttar. Sennilega mun einhverjum finnast að atburðirnir í kringum ríkisráðsfundinn á heimastjórnarafmælinu í febrúar réttlæti slíkt vantraust. Gömul skuld? Menn velta vöngum yfir því hvort Ólafur Ragnar muni synja væntanlegum fjölmiðlalögum staðfestingar. Á Viðskiptablaðinu nýtur forsetinn lítilla vin- sælda og þar er því haldið fram í rit- stjórnarpistli í gær að afstaða forsetans ráðist af því að eigendur og stjórnendur Norðurljósa hafi fjármagnað kosninga- baráttu hans á sínum tíma og eigi inni greiða hjá honum. „Nú er einhver harðasta og ósvífnasta innheimta sögunnar hafin,“ segir þar. Í annarri grein í blaðinu er haft eftir andstæðingum forsetans að furðulegt sé að hann ætli að koma til varnar „ein- hverjum voldugustu auðmönnum Íslands og fjölmiðlarisa þeirra“ og það eftir að hann hafi hætt við að stíga sama skref „til varnar öryrkjum, þegar leituðu ásjár hjá honum“. Umboðsmanni hótað? Frétt DV í gær um að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi reiðst svo álitsgerð umboðsmanns Alþingis vegna skipunar hæstaréttardómara að hann hafi hringt í hann og látið í veðri vaka að hann yrði ekki endurkjörinn hefur gert margan manninn forviða. Getur þetta virkilega verið satt? Ef fréttin er á einhverjum misskilningi byggð hlýtur að mega vænta þess að bæði forsætisráðherra og umboðsmaður leiðrétti hana. degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG ÍRAK OG FRELSIÐ GUÐBERGUR BERGSSON Myndir frá Írak eru ekki einsdæmi. Úr Flóastríðinu eru til svipaðar, birtar í blöðum. Enginn tók eftir slíku. Engilsaxneska blæjan var enn fyrir augum heimsins og Kaninn ekki kominn í þær ógöngur sem hann lenti í með aðstoð vina. ,, 14-15 Leiðari 14.5.2004 19:33 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.