Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 54
Breska ljóðskáldið StephenSpender lést árið 1995, 86 ára gamall. Hann var 24 ára þegar fyrsta ljóðabók hans kom út og fékk frábærar viðtökur. Í þau rúmu 60 ár sem Spender átti ólif- að tókst honum aldrei að fylgja þeirri bók eftir á sannfærandi hátt. Hann sagði sjálfur að öfund- in sem velgengni hans vakti hefði eitrað viðhorf gagnrýnenda gagnvart sér og áleit sig vera stórskáld sem hefði ekki notið sannmælis. Mjög skiptar skoðan- ir hafa verið um skáldskap hans. Spender sagði eitt sinn í fyrir- lestri: „Öll skáld tala sama tungu- mál“. „Andskotans lygi,“ sagði Dylan Thomas, „hver vitnar svo sem í Spender?“ Nú hefur ævisagnaritari Spenders, og fyrrum samkennari hans við Lundúnaháskóla, John Sutherland, snúið vörn í sókn með ævisögu skáldsins, sem hrifnustu gagnrýnendur segja meistara- lega. Sutherland efast ekki um hæfileika Spenders á ljóðasviðinu og bók hans þykir líkleg til að endurreisa orðspor skáldsins. Friðarsinni, sósíalisti og snillingur Spender var sonur Harold Spender, sem var blaðamaður og stjórnmálamaður. Þegar Harold bauð sig fram til þings fékk hann Stephen, sem þá var 14 ára, og yngri son sinn til aðstoðar. Þetta starf átti sinn þátt í að efla athygl- issýki Stephen Spender, en hún var alla tíð mjög áberandi þáttur í persónuleika hans. Í sjálfsævi- sögu sinni viðurkenndi hann að hann fylltist stundum hryllingi við að lesa blöð þar sem nafn hans var ekki nefnt. Spender var einstaklega léleg- ur námsmaður. Hann komst þó í Oxford og stimplaði sig inn með því að tilkynna að hann væri frið- arsinni, sósíalisti og síðast en ekki síst snillingur. Hann hengdi eftirlíkingar af myndum eftir Gauguin, van Gogh og Klee á her- bergisveginn og á sólríkum dög- um fór hann með stóran púða út í skólagarðinn, hlammaði sér þar niður og las ljóð. T.S. Eliot gaf út fyrstu ljóðabók hans, sem kom út árið 1933. Spender sagði Eliot að hann vildi verða skáld. Eliot svaraði: „Ég get skilið að þú vilj- ir yrkja ljóð en ég skil ekki alveg hvað þú átt við með því að vilja verða skáld.“ Hæfileiki til að vera ham- ingjusamur Í Oxford kynntist hann skáld- unum W.H. Auden og Christopher Isherwood, sem hann bar sam- stundis mikla lotningu fyrir. Þeir voru samkynhneigðir en Spender hneigðist jafnt til karla og kvenna. Hann kom samkyn- hneigðum vinum sínum verulega á óvart með því að finna sér konu sem hann kvæntist. Hún yfirgaf hann vegna annars manns. Seinni kona hans var píanóleikari, Natasha Litvin, sem var tíu árum yngri en hann. Þau eignuðust sam- an tvö börn og voru saman allt þar til hann lést. Hún lýsir honum sem sannleiksleitandi manni, mjög op- inskáum og segir að hann hafi búið yfir einstökum hæfileika til að vera hamingjusamur. Hann gat oft verið barnalega trúgjarn. Hann gekk í breska Kommúnistaflokkinn árið 1937 og hafði þá lýst á prenti efa sínum um hin frægu Moskvuréttarhöld. Ritari Kommúnistaflokksins full- vissaði hann um að þar hefði allt farið vel fram og niðurstaðan ver- ið réttlát. Spender var fljótur að skrifa grein þar sem hann leið- rétti fyrri skoðun sína. Sönn væntumþykja Hann gaf út endurminningar sínar árið 1951, World Within World þar sem hann skrifaði op- inskátt um samkynhneigð sína á yngri árum. Samkynhneigð var refsiverð á Bretlandi á þeim tíma og hann sýndi mikið hug- rekki með játningu sinni. Hann átti alla ævi í ástríðufullum samskiptum við unga karlmenn. „Ég skildi þetta,“ sagði ekkja hans í nýlegu viðtali. „Hjóna- band snýst ekki um eignarhald, heldur um væntumþykju. Ég var aldrei í minnsta vafa um væntumþykju hans í minn garð – eða mína í garð hans. Þannig að þetta snerti mig ekki eins og manneskju sem hugsar: „Hann er eiginmaður minn, hvað er hann að gera með þessari mann- eskju?“ Það gerðist ekki. Ég þekki fólk sem lætur eins og það hafi keypt eiginmann sinn í Sel- fridge.“ Eftir seinna stríð gekk Spender í þjónustu UNESCO, menningardeildar Sameinuðu þjóðanna, og starfaði í 20 ár sem eins konar sendiherra sam- takanna og þeyttist á milli landa. Hann var meðritstjóri tímaritsins Encounter en sagði af sér árið 1967 eftir að upp komst að bandaríska leyniþjón- ustan hafði í áraraðir lagt fé til tímaritsins. Spender birti lítið af ljóðum síðustu árin sem hann lifði og kvartaði margoft undan því að fá litla athygli. Árið 1985 gaf hann út dagbækur sínar og við- brögðin voru hrifningarfull. Þegar ævisagnahöfundur hafði samband við hann og vildi skrifa ævisögu hans hafnaði Spender boðinu. Hann sagði af miskunn- arlausri sjálfsgagnrýni sem alla jafna einkenndi hann ekki: „Ég hef ekki skrifað bækurnar sem ég hefði átt að skrifa og ég hef skrifað margar bækur sem ég hefði ekki átt að skrifa.“ kolla@frettabladid.is Þann 23. júní næstkomandi hefðiMatthías Viðar Sæmundsson, bókmenntafræðingur og dósent við Háskóla Íslands, orðið fimmtugur. Í desember 2003 hófu þeir Eiríkur Guðmundsson og Þröstur Helgason að vinna að útgáfu að bók til heið- urs Matthíasi fimmtugum. Matthí- as Viðar lést þann 3. febrúar síðast- liðinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Bókin, Engill tímans, mun koma út þann 23. júní til minn- ingar um hann. Í hana skrifa á fjórða tug þekktra íslenskra fræði- manna og listamanna greinar, smá- sögur eða ljóð og varpa ljósi á þá tíma sem við nú lifum. JPV forlag gefur bókina út og býður mönnum að rita nafn sitt á lista þeirra sem vilja minnast Matthíasar Viðars Sæmundssonar sem birtur verður fremst í bókinni ásamt því að eignast bókina á sér- stöku kynningarverði: 3.980 kr. Hægt er að senda tölvupóst á johann@jpv.is með nafni, heimilis- fangi og kennitölu og bókin verður send viðkomandi við útkomu. Einnig er hægt að hringja í Sif Jóhannsdóttur í síma 575 5600. ■ 42 15. maí 2004 LAUGARDAGUR BÓK VIKUNNAR Einhvers konar ég eftir Þráin Bertelsson. Þessi manneskjulega og vel skrif- aða bók varð metsölubók fyrir síðustu jól og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Starfsfólk bóka- verslana valdi hana bestu ævi- sögu ársins 2003. Bókin er nú komin út í kilju. Þráinn Bertels- son rekur hér minningar sínar og fjallar meðal annars um fátækt, einelti og þunglyndi. Vissulega dapurleg umfjöllunarefni en bók- in er samt full af hlýju og húmor. ■ BÆKUR Metsölulisti Máls og menningar, Eymundssonar og Pennans ALLAR BÆKUR 1. Da Vinci lykillinn Dan Brown 2. Stóra garðabókin Forlagið 3. Skyndibitar fyrir sálina Barbara Berger 4. Náðhúsið 2004 Gústav S. Berg 5. Ótuktin Anna Pálína Árnadóttir 6. Afi og amma Inger Anna Aikman / Margrét Blöndal 7. Uppeldisbókin Susan Mortweet / Edward E. Christophersen 8. Ég er ekki hræddur Nicolo Amman- iti 9. Svo fögur bein Alice Sebold 10. Kortabók 1:300.000 Mál og menn- ing SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR 1. Stormur Einar Kárason 2. Svartir englar Ævar Örn Jósepsson 3. Alkemistinn Paulo Coelho 4. Silmerillinn J.R.R. Tolkien 5. Steinn Steinarr - Ljóðasafn Steinn Steinarr 6. Þjóðskáldin - stórbók Ýmsir höfundar 7. Kantaraborgarsögur Geoffrey Chaucer 8. Herra Alheimur Hallgrímur Helgason 9. Refskák Arturo Pérez-Reverte 10. Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna Ýmsir höfundar SKÁLDVERK - KILJUR 1. Da Vinci lykillinn Dan Brown 2. Ég er ekki hrædd- ur Nicolo Ammaniti 3. Svo fögur bein Alice Sebold 4. Öxin og jörðin Ólafur Gunnarsson 5. 39 þrep til glötunar Eiríkur Guðmundsson 6. Mýrin Arnaldur Indriðason 7. Vetrardrottningin Boris Akúnin 8. Villibirta Liza Marklund 9. Mynd af ósýnilegum manni Paul Auster 10. Röddin Arnaldur Indriðason Listinn er gerður út frá sölu dagana 28.04.-04.05. 2004 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum. Rit til minningar um Matthías Viðar Sæmundsson: Engill tímans Stephen Spender gaf út sína fyrstu ljóðabók 24 ára gamall, en náði aldrei að fylgja frábærum viðtökum eftir á 60 ára ferli. Nú er ný ævisaga komin út um skáldið, sem sögð er meistaraleg. Stephen Spender fær uppreisn æru STEPHEN SPENDER Í sjálfsævisögu sinni viðurkenndi hann að hann fylltist stundum hryllingi við að lesa blöð þar sem nafn hans var ekki nefnt. Spender var einstak- lega lélegur náms- maður. Hann komst þó í Ox- ford og stimplaði sig inn með því að tilkynna að hann væri friðarsinni, sósíalisti og síðast en ekki síst snillingur. ,, MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON Í júnímánuði kemur út bók til minningar um hann. 54-55 (42-43) bækur 14.5.2004 19:37 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.