Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 28
Ekki eru allir á einu máli umrétt forseta til að neita að undirrita lög. Þorri lögfræðinga hefur þó haldið því fram að forsetinn hafi ótvíræðan rétt til þess að hafa úrslitavald um setn- ingu laga og að hann geti einn ákveðið að bera þau undir atkvæði þjóðarinnar. Fáeinir hafa hins vegar túlkað lögin svo, að rét- tur forsetans samkvæmt stjórnarskránni sé einungis form- legs eðlis. 26. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands kveður á um það að forseti Íslands geti neitað að undirrita lög sem samþykkt hafa verið af Alþingi. Lögin öðlast engu að síður gildi en verða borin undir atkvæði þjóðarinnar. Í sögu lýðveldisins frá 1944 hefur það aldrei gerst. Þjóðaratkvæða- greiðsla hefur aldrei verið haldin á Íslandi og ekki eru til lög um hvernig að henni skuli staðið. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gerði málskotsrétt að umræðuefni sínu fyrir for- setakosningarnar 1996. Hann sagði í umræðuþætti á Stöð 2 í júní það ár að markmiðið með 26. grein stjórnarskránnar væri ekki endilega það að forseti beitti því. „Fullveldisrétturinn er hjá þjóðinni. Ef hugsanlega er að myndast gjá milli þjóðarvilja og þingvilja er það eðli þessa ákvæðis að forseti veiti þeim aðila sem hefur fullveldisréttinn aðstöðu til þess að segja sitt álit,“ sagði Ólafur Ragnar í sjón- varpsviðtalinu. Hann sagði þó að æskilegt væri að ávallt væri slíkt samræmi milli þjóðarvilja og þingvilja að ekki þyrfti að koma til þess að forseti neitaði að undirrita lög og bera málið undir atkvæði þjóðarinnar. Í kjölfar skoðanakannana sem sýna að meirihluti þjóðarinnar er ósáttur við fjölmiðlafrumvarpið hefur spunnist umræða um hvort forseti eigi að beita svokölluðum málskotsrétti sínum um lög um eignarhald á fjölmiðlum, verði þau samþykkt á Alþingi. Vísað hefur verið í þessi ummæli Ólafs Ragnars og bent á að málið sé til þess fallið að leggja það undir atkvæði þjóðarinnar. Málskotsrétturinn einungis formlegur Almennur skilningur lögfræðinga er sá að túlka eigi 26. grein stjórnarskrárinnar sam- kvæmt orðanna hljóðan. Að hún gefi forseta úrsli- tavald um staðfestingu laga. Fáeinir lögfræðingar vilja hins vegar halda því fram að þessi túlkun sé röng. Þar ber hæst Þór Vilhjálmsson prófessor og Þórð Bogason lögmann sem ritað hafa greinar um þetta. Einnig hafa Jón Steinar Gunnlaugsson prófessor og Jakob Möller lögmaður tjáð sig á opinberum vettvangi um málið. Að sögn Jóns Steinars Gunnlaugssonar er deilt um hvort að atbeina ráðherra þurfi til svo að forseti geti nýtt sér þennan rétt. Hann segir að sumir fræði- menn hafi talið að í skýringu á 26. grein stjórnarskrárinnar, sem kveði á um þetta, beri að hafa hliðsjón af 11. grein þar sem segir að „forseti lýðveldisins [sé] ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum“ og 13. grein sem segir að „forsetinn [láti] ráðherra framkvæma vald sitt“. Jón Steinar vísar í grein Þórs Vilhjálmssonar sem birtist í afmælisriti til heiðurs Gauki Jörundssyni 1994. Þar heldur Þór því fram að réttur forsetans til að neita að undirrita lög eigi einungis við ef ráðherra geri það að tillögu sinni. Sigurður Líndal prófes- sor er ekki á sama máli um þessa túlkun. Sagði Sigurður í grein sinni, Stjórnskipuleg staða for- setans, sem birtist í Skírni 1992 að forsetinn þurfi atbeina ráðherra til flestra beinna athafna, en hins vegar ekki til synjana sem honum eru heimilar að stjórnlögum. „Ákvæði 11. greinar stjórnarskrárinnar um að forseti sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum ná ekki til þeir- ra,“ segir hann í greininni. Ef minnihlutastjórn er í landinu Jón Steinar segir að sú staða geti komið upp að minni- hlutastjórn sé í landinu, það er að segja ríkisstjórn sem styðst ekki við meirihluta Alþingis. Þá gæti Alþingi hugsanlega sett lög gegn vilja ríkisstjórnar. Í því tilviki geti ráðherra skotið málinu til þjóðarinnar með því að leggja til við forseta að frumvarpi verði synjað staðfestingar. Í þessu til- felli myndi skýring Þórs Vilhjálmssonar á ákvæðinu hafa fullt gildi. Þór Vilhjálmsson telur afdráttarlaust að stjórnskipuleg staða forsetans sé einungis form- legs eðlis og hafi hann ekki synjunarvald af neinu tagi. Hann segir í grein sinni: „Forseta ber því skylda til þess eftir stjórnarskránni að fallast á tillögu ráðherra um staðfestingu (undirritun) lagafrumvarps sem Alþingi hefur samþykkt. Ef svo ólíklega færi, að forsetinn undirritaði ekki, væri sú neitun þýðingarlaus og lögin tækju gildi sem staðfest væru og án þess að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram“. Stjórnarskrá skilgreinir ekki eftirmála neiturnarvalds Þórður Bogason lögmaður ritaði grein í afmælisrit Gunnars G. Schram sem gefið var út árið 2002. Þar heldur hann því fram að „þingræðisreglan, sem varin er af stjórnskipunarlögum, hafi leitt af sér aðra stjórnskipunar- venju, jafngamla, sem er sú að persónulegt vald þjóðhöðfðing- jans til að neita staðfestingu laga sé ekki fyrir hendi, þrátt fyrir ákvæði stjórnarskrár þar um“. Þórður segir í greininni að íslenska stjórnarskráin hafi verið samin undir erfiðum aðstæðum og ávallt hafi það verið ætlunin að hún yrði endurskoðuð. Hann segir að af orðanna hljóðan megi skilja 26. grein stjórnarskrárinnar þannig að forsetinn hafi þetta vald. Þórður heldur því þó fram, líkt og Jón Steinar, að það stangist á við aðrar greinar stjórnarskrán- nar. Hann segir jafnframt að ef litið sé svo á að forseti hafi per- sónulega það vald sem 26. grein geri ráð fyrir „þá eru skilyrði til að beita því valdi, án þess að það sé talið fara í bága við stjórn- skipun landsins, svo þröng að vart er hægt að hugsa sér þær aðstæður geti skapast. Ágreiningur verður að vera milli tveggja handhafa löggjafar- valdsins og stjórnskipunin gerir ekki ráð fyrir að forseti lendi í slíkri stöðu“. Þórður bendir á í grein sinni að stjórnarskráin fjalli ekki í raun um efnislega þátttöku forse- ta í löggjafarmálum né skilgreini hún til hlítar hvaða reglum skuli fylgt ef persónulegu synjunar- valdi forseta er beitt. Athugasemdir við stjórnar- skrána skýra 26. grein Sigurður Líndal talar fyrir stórum hópi lögfróðra manna sem vilja túlka 26. grein á þann veg að forseti hafi fullan og sjálfstæðan rétt til að synja lagafrumvarpi staðfestingar. Í grein í nýjasta hefti Skírnis, sem kom út í gær, færir Sigurður rök fyrir máli sínu með því að vísa í athugasemdir við þessa grein stjórnarfrumvarpsins 1944. Þar segir að ekki hafi þótt fært að veita forseta algert synju- narvald, eins og konungur hefur haft, heldur er honum „einungis fenginn réttur til að skjóta lagafrumvörpum Alþingis undir alþjóðaratkvæði. [...] Ákvörðun um slíka staðfestingarsynjun eða málskot til þjóðaratkvæðis tekur forseti, án þess að atbeini ráðherra þurfi að koma til“. Sigurður segir að þó svo að greinargerðir með lögum séu ekki lög eru þær hins vegar mikilvæg staðfestingargögn við skýran texa. Hann segir að greinargerðirnar vegi jafn- framt enn þyngra þegar texti er óljós og „vaxa að gildi eftir því sem lög verða flóknari“. Sigurður bendir jafnframt á það í grein sinni að embætti forseta sé í grundvallara- triðum ólíkt embætti konungs því forsetinn sé þjóðkjörinn. Forseti hefði meira vald en konungur hefði haft. „Þess vegna var það nýmæli gert að synjunar- vald var takmarkað við málskot- srétt,“ segir Sigurður. Afleiðing neitunarvalds „Ég er þó ekki að fullyrða að sú skýring á 26. grein sé röng, að forseti hafi valdið til að synja lögum staðfestingar án atbeina ráðherra. Ég vil hins vegar benda á það að 26. grein stjórnarskránnar er mjög óljós og skortir þar nánari ákvæði um hvernig standa skuli að þessum málum,“ segir Jón Steinar. „Það verður að setja skýrari reglur um þetta í stjórnarskrána því það er alveg óviðunandi að það sé einhver óvissa af þessu tagi í gangi,“ segir Jón Steinar. Hann bendir jafnframt á að engin lög séu til um hvernig þjóðar- atkvæðagreiðslu skuli háttað enda hafi aldrei komið til þess að forseti hafi synjað lögum staðfestingar hér á landi síðan Ísland varð full- valda ríki. Ef forsetinn neitar að skrifa undir lög og hyggst leggja þau undir atkvæði þjóðarinnar hefur forsætisráðherra tvo kosti. Ef hann fellst á þá skýringu á 26. grein sem aðrir hafa þá myndi hann bera 28 15. maí 2004 LAUGARDAGUR Beiti forseti málskotsrétti mun ráðherra ekki véfengja Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands kveður á um það að forseti Íslands geti neitað að undirrita lög og borið þau undir atkvæði þjóðarinnar. Í sögu lýðveldisins hefur það þó aldrei gerst. Fáeinir lögfræðingar halda því fram að réttur forseta sé eingöngu formlegs eðlis. Engin lög eru til um þjóðaratkvæðagreiðslu. 26. GREIN STJÓRNARSKÁRINNAR Í 26. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands segir: „Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveimur vikum eftir að það var samþykkt og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrum- varpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi ef samþykkis er synjað en ella halda þau gildi sínu.“ MÁLSKOTSRÉTTUR Þáverandi forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, barst fjöldi áskorana árið 1993 um að neita að undirrita lög um aðild Íslands að Evrópska efnahags- svæðinu og vísa þeim þess í stað til þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsetinn varð ekki við þessum óskum og undirritaði lögin. Hins vegar boðaði frú Vigdís til ríkisrásfundar þar sem hún gerði grein fyrir afstöðu sinni til áskorananna sem henni hafði borist. Forsetinn sagði: „Frá stofnun lýðveldis á Íslandi hefur embætti forseta Íslands verið í mótun. Þar hefur jafnt og þétt styrkst sá meginþáttur embættisins að vera óháð og hafið yfir flokkapólitík og flokkadrætti, en um leið sam- nefnari fyrir íslenska þjóð- menningu, mennta- og menningar- stefnu Íslendinga, tákn sam- einingar en ekki sundrungar. Glöggt vitni um það eðli embættis- ins er, að enginn forseti hefur gripið fram fyrir hendur á lýðræðislega kjörnu Alþingi, sem tekið hefur sínar ákvarðanir með lögmætum hætti“. ■ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR Árið 1993 varð Vigdís ekki við áskorunum um að neita að undirrita lög um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands: Enginn forseti hefur gripið fram fyrir hendur Alþingis SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING RÉTTUR FORSETA TIL AÐ NEITA AÐ UNDIRRITA LÖG 28-29 Forsetinn 14.5.2004 15:45 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.