Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 20
Göturnar tæmdust þegar Ís-land var með í söngvakeppn- inni í fyrsta sinn, árið 1986. Þjóðin öll mændi á Icy-hópinn og hélt vart vatni af hrifningu. Það var eins og landsmenn litu á það sem skyldu sína að horfa, enda Ísland komið fyrir alvöru á Evrópu- kortið, við vorum loks í hópi sið- menntaðra þjóða. Þetta ár og þau næstu á eftir var ekkert skvaldur í stofum Íslendinga á meðan á keppninni stóð. Það var hlustað af athygli og einbeitingu á lögin, þau vegin og metin sem og framkoma og flutningur. Engan bjór var að hafa á þess- um árum þannig að kókið fyllti glösin en einstaka var flottur áðí og skvetti vod- kaslettu út í. Eins höfðu heimsendar pitsur ekki rutt sér jafn svakalega til rúms og nú þannig að kótelettur á pönnu eða pottrétt- ir voru á borðum, innan um popp- korn og kartöfluflögur. Fall og ris Þannig gekk það fyrstu árin, fáir voru á ferli á meðan keppnin fór fram enda var hún mál mál- anna. Eftir að nýja brumið fór af dró hinsvegar úr áhuga lands- manna og það varð hallærislegt að hafa áhuga á söngvakeppninni. Árangurinn hafði sjálfsagt sitt að segja en það var jú krafa íslensku þjóðarinnar að sigur ynnist og á því lifðum við lengi vel. Eftir að sextánda sætið varð okkar, þrjú ár í röð og það neðsta árið 1989 var mönnum nóg boðið og þó fjórða sætið næðist árið 1990 varð það ekki til að forða keppninni frá álitshnekki meðal manna. Margir héldu þó áfram að fylgjast með en fóru leynt með það enda vildi fólk al- mennt ekki að litið væri á það sem einhverja júrónörda. Um keppnina var sagt að margir elsk- uðu að hata hana. Seinna gerðist það svo að söngvakeppnin varð vinsæl á ný, ekki síst vegna þess að fólk sá í henni gott tæki- færi til að koma sam- an og halda partí. Meira að segja þeir sem töldust hipp og kúl og töff viður- kenndu áhuga sinn og lögðu talsvert upp úr veislunum. Pitsur og grillmatur eru meðal vinsælla rétta og bjór er drukkinn í tals- verðum mæli. Vin- sælt er að spá fyr- ir um niðurstöð- urnar yfirleitt sem og gengi okkar manna auk þess sem besti og versti flytjandinn er valinn, flottasti og ljótasti bún- ingurinn og fleira það sem fólki dettur í hug. Afstaða þjóðarinnar Segja má að söngvakeppnin hafi gengið í gegnum þrjú skeið eftir að Íslendingar hófu þátttöku. Það fyrsta nær frá árunum 1986 til 1991 en þá var keppnin afar vinsæl. Næsta tímabil er frá 1992 til 1996 en þá þótti keppnin heldur hall- ærisleg. Það þriðja nær frá 1997 til dagsins í dag og markast af talsverðum vin- sældum. Inni Keppendur fyrstu árin voru Icy-hópurinn (16. sæti ‘86), Halla Magrét Árnadóttir (16. sæti ‘87), Sverrir Stormsker og Stefán Hilmarsson (16. sæti ‘88), Daníel Ágúst Haraldsson (22. sæti ’89), Stjórnin (4. sæti ‘90) og svo Stefán og Eyjólfur Kristjánsson (15. sæti ‘91). Sigurvissan var lengst af til staðar og alltaf fylgdu því sömu vonbrigðin og undrunin að aðrir íbúar álfunnar væru ekki sömu skoðunar og við. Búningar og framkoma flytjenda þóttu al- mennt í lagi og lögin hreint út sagt framúrskarandi. Úti Næstu ár lá leiðin niður á við. Lögin þóttu ekki nægilega góð, búningarnir hallærislegir og flytjendurnir hálf slappir eitt- hvað. Þjóðin hafði ekki lengur trú á sínu fólki, væntingarnar voru litlar og sjálfstraust kepp- enda virtist fara þverrandi. Á þessu tímabili kepptu fyrir okk- ar hönd: Sigríður Beinteins og Sigrún Eva (7. sæti ‘92), Inga (13. sæti ‘93), Sigríður Beinteins (12. sæti ‘94), Bjöggi (15. sæti ‘95) og Anna Mjöll (13. sæti ‘96). Inni Páll Óskar Hjálmtýsson hóf söngvakeppnina til vegs og virð- ingar á nýjan leik og síðan hefur þjóðin fylgst með af kappi þó við höfum ekki verið með í tvö af síðustu sjö skiptum vegna slæ- legs gengis. Leðrið hans Palla, takturinn og dansinn kveiktu í mönnum og sá eldur logar enn í hjörtum þjóðarinnar. Annars hafa keppendur undanfarinna ára verið: Páll Óskar (20. sæti ‘97), Selma (2. sæti ‘99), Einar Ágúst og Thelma (12. sæti ‘00), Gunnar Óla og Kristján Gísla (22. sæti ‘01), Birgitta (8. sæti ‘03). Jónsi stendur sig vel Þórunn E. Clausen leikkona er mikil áhugamanneskja um söngvakeppnina: „Við erum svona júróvisjónfjölskylda og horfum alltaf saman á keppn- ina,“ segir hún. Þórunn verður þó fjarri góðu gamni í kvöld því hún þarf að vinna: „Ég er að sýna Le Sing á Broadway þannig að ég missi af þessu og er mjög spæld vegna þess.“ Hún býst hinsvegar við ágætu gengi. „Ég held að Jónsi muni standa sig mjög vel. Hann hefur mjög góða framkomu, býr yfir mikilli orku og útgeislun og er góður söngv- ari. Lagið er hinsvegar rólegt þannig að maður veit ekki hvort það fellur í kramið en Jónsi stendur sig með prýði.“ Frekar svartsýn Ágústa Johnson, framkvæmda- stjóri Hreyfingar, býst ekki við miklu í ár. „Ég er frekar svartsýn því mér finnst þetta hálf máttlaust lag, það grípur mig ekki og er dauf- legt,“ segir hún. Ágústa hefur ekki mikinn áhuga á keppninni nú frekar en fyrri daginn. „Ég fylgist með hverjir keppa í það og það skiptið og í hvaða sæti við lend- um.“ Og það er allur gangur á hvort hún horfir á sjálfa keppnina. „Ég laga ekki dagskrá mína að henni. Eitt árið gifti ég mig t.d. á júróvisjóndaginn og fylgdist þá ekki með en ef ég hef tækifæri til þá glugga ég í þetta,“ segir Ágústa Johnson, sem ekki hefur ákveðin plön varðandi kvöldið í kvöld. Bjartsýn eins og alltaf Þóra Sigurðardóttir sjónvarps- kona hefur mikinn áhuga á söngvakeppninni og hefur fylgst með af harðfylgi frá upphafi. „Ég kann yfirleitt öll lögin utan að svona viku fyrir keppni,“ segir hún. „Svo horfi ég nokkrum sinnum á keppnina eftir að henni er lokið.“ Hún segir áhugann kominn frá móður sinni sem er gríðarlega áhugasöm. „Ég held að hún sé verri en Páll Óskar og ég hef búið með henni svo lengi að þetta smitaðist.“ Og kvöldið í kvöld er löngu skipu- lagt. „Við borðum áður en keppni hefst og svo horfir fjölskyldan sam- an. Að þessu loknu fer ég í júró- visjónpartí. Ég er löngu hætt að nenna að horfa á keppnina í júró- visjónpartíum þar sem eru tugir manna og þú sérð ekki sjónvarpið og fólk tekur þessu ekki alvarlega,“ segir Þóra. Hún segir Jónsa verða glæsilegan á sviðinu og býst að vanda við miklu. „Ég hef jafn mikla trú á að við vinnum í ár eins og öll hin árin og verð jafn spæld og vana- lega ef það gerist ekki.“ bjorn@frettabladid.is 20 15. maí 2004 LAUGARDAGUR Augu landsmanna beinast án efa að skjánum í kvöld enda Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á dag- skrá. Á þeim tveimur áratugum sem liðnir eru frá því að Ísland var fyrst með hefur keppnin bæði náð hæstu hæðum og fallið ofan í dýpstu dali. Vonir og væntingar - sorgir og sigrar BESTI ÁRANGURINN Selma Björnsdóttir hefur náð besta árangrinum til þessa, annað sætið í Ísrael 1999. JÚRÓVISJÓN Í FYRRA Birgitta Haukdal söng fyrir Ísland í fyrra og náði 8. sæti. JÓNSI Hvað gerir hann í kvöld? ÁGÚSTA JOHNSON FRAMKVÆMDA- STJÓRI HREYFINGAR „Ég er frekar svartsýn því mér finnst þetta hálf máttlaust lag, það grípur mig ekki og er dauflelgt.“ ÞÓRA SIG- URÐARDÓTTIR SJÓNVARPS- KONA „Ég hef jafn mikla trú á að við vinnum í ár eins og öll hin árin og verð jafn spæld og vana- lega ef það gerist ekki.“ ÞÓRUNN E. CLAUSEN LEIKKONA „Ég held að Jónsi muni standa sig mjög vel. Hann hefur mjög góða fram- komu, býr yfir mikilli orku og útgeislun og er góður söngvari.“ Segja má að söngvakeppnin hafi gengið í gegnum þrjú skeið eftir að Íslendingar hófu þátttöku. Það fyrsta nær frá árunum 1986 til 1991 en þá var keppnin afar vinsæl. Næsta tímabil er frá 1992 til 1996 en þá þótti keppnin heldur hallærisleg. Það þriðja nær frá 1997 til dagsins í dag og markast af talsverðum vinsældum. ,, 20-21 júróeitthvað 14.5.2004 19:58 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.