Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 56
44 15. maí LAUGARDAGUR SJÁ ROÐANN Í AUSTRI Aðdáandi Liverpool sést hér koma út úr versluninni Liverpool-kaupum. Í gær var það tilkynnt að forráðamenn Liverpool hefðu hafnað boði Steve Morgan í stóran hlut í félaginu. Nú er horft stíft í austurátt og líklegast að ríkisstjórn Taílands fái eftir allt að kaupa 30% hlut í félaginu. FÓTBOLTI Juan Sebastian Veron vill aftur til Ítalíu: Á leið frá Chelsea FÓTBOLTI Haft er eftir Fernando Hidalgo, umboðsmanni Juans Sebastians Veron, að Veron hafi sagt Peter Kenyon, yfirmanni knattspyrnumála hjá Chelsea, að hann vilji yfirgefa félagið. Argentínski miðvallarleikmaðurinn hefur átt erfitt með að festa sig í sessi hjá Chelsea eftir að hann kom til félagsins fyrir 15 milljónir punda frá Manchester United síðastliðið sumar. Hann er sterklega orðaður við stórlið Inter. „Veron átti fund með Kenyon og tjáði honum að hann vildi verða settur á sölulista. Hann hefði ekkert á móti því að snúa aftur til Ítalíu þar sem hann átti sín bestu ár í boltanum,“ sagði Hidalgo. Veron brást við þessum vanga- veltum um framtíð sína með þessum orðum: „Ég væri meira en til í að ganga til liðs við Inter en við verðum að bíða og sjá hver muni þjálfa liðið eftir að þessu tímabili lýkur. Það væri mjög spennandi kostur að fara til Mílanó og ekki síst þar sem Inter hefur ekki unnið stóran titil í mörg ár og það væri gaman að taka þátt í því að brjóta þann ís“. ■ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 12 13 14 15 16 17 18 Laugardagur MAÍ LEIKIR  16.00 Ísland og Danmörk mætast í vináttulandsleik í handbolta kvenna í Íþróttahúsi Seltjarnarness.  17.00 KR og FH eigast við í opnunar- leik Landsbankadeildar karla í knattspyrnu á KR-velli. SJÓNVARP  13.25 Þýski boltinn á RÚV. Bein út- sending frá leik Werder Bremen og Bayer Leverkusen í þýsku 1. deildinni.  13.50 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Arsenal og Leicester í ensku úrvalsdeildinni.  15.20 Saga EM í fótbolta (3:16) á RÚV.  15.50 Saga EM í fótbolta (4:16) á RÚV.  16.20 Landsleikur í handbolta á RÚV. Bein útsending frá landsleik Íslands og Danmerkur í kvenna- handbolta.  16.30 Landsbankadeild karla á Sýn. Bein útsending frá leik KR og FH í Landsbankadeild karla í fótbolta.  23.30 Hnefaleikar á Sýn. Bein út- sending frá bardaga Roy Jones jr. og Anthony Tarver. SKAGAMENN FAGNA „Skaginn er með feikilega sterkt lið,“ sagði Njáll Eiðsson, þjálfari Vals. Ár Skagamanna? „Ég gæti vel trúað því að þetta yrði ár Skagamanna í Landsbankadeildinni,“ segir Njáll Eiðsson, þjálfari Vals. FÓTBOLTI Landsbankadeild karla hefst í dag með leik Íslands- meistara KR og deildabikarmeist- ara FH á KR-velli. Á morgun leika Grindavík og ÍBV í Grindavík, KA og Keflavík fyrir norðan, ÍA og Fylkir á Akranesi og Fram og Vík- ingur í Laugardalnum. Að baki er langt undirbúnings- tímabil. Félögin hafa leikið yfir tvo tugi leikja, ýmist æfingaleikja eða leikja í deildabikarkeppninni, Canela-bikarkeppninni, Power- dare-mótinu eða Reykjavíkur- mótinu. Talsverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópum allra fé- laga frá því í fyrra. Við upphaf móts eru 24 erlendir leikmenn á mála hjá félögunum í Lands- bankadeildinni og níu Íslendingar sem léku erlendis í fyrra leika hér á landi í sumar. Fréttablaðið bað Njál Eiðsson, þjálfara Vals, að meta stöðu lið- anna við upphaf mótsins. FH verður að hafa meira fyrir þessu núna „FH-ingar hljóta að vera sterk- ari en þeir voru í fyrra,“ sagði Njáll. „Ef eitthvað er ættu þeir að vera betur mannaðir heldur en þeir voru í fyrra. Það hefur verið svona stígandi hjá þeim. Þeir byrjuðu ekki vel en enduðu sem deildabikarmeistarar. Þeir virðast vera á réttu róli þegar mótið byrj- ar.“ Væntingar FH-inga til síns liðs eru meiri en oft áður og forráða- menn liðsins gera kröfu um titil í ár. „Þeir eru ekki núna það lið sem enginn veit um. Það er ljóst að lið- in sem þeir spila við taka fastar á móti þeim. FH-ingum var spáð falli í fyrra en voru liðið sem kom mest á óvart. Þeir verða að hafa meira fyrir þessu núna,“ sagði Njáll. „Krafan hjá þeim sem eru í kringum liðið er að það komi titilll í ár. Þá vilja hlutirnir kannski ekki verða eins og menn ætla að sér. En þeir eiga alla vega möguleika á því að vera með í baráttunni.“ Framarar gera betur en síðastliðin ár „Ég tel að þeir eigi möguleika á að gera mun betur en þeir gerðu í fyrra,“ sagði Njáll um Framara. „Það veltur alveg á því hvort þeir ná að halda þessum mannskap heilum en þeir hafa verið í vand- ræðum í vor vegna meiðsla. Ef all- ir eru heilir er engin spurning að þetta er mannskapur sem á að geta gert betur en þeir hafa verið að gera síðastliðin ár.“ Rúmeninn Ion Geolgau hefur tekið við þjálfum Fram og þeir hafa fengið til sín tvo færeyska leikmenn. „Það er langt síðan Framarar hafa verið með útlend- ing sem þjálfara og það er spurn- ing hvort það geti ekki verið til góðs. Þeir eru heilmiklir jaxlar þessir Færeyingar og þeir ættu alveg að geta gert fína hluti í ís- lenskum fótbolta. Ég held að Framarar verði í betri málum en í fyrra.“ Aðrar áherslur hjá Fylki „Fylkir er bæði búið að fá leik- menn og missa,“ sagði Njáll. „Það er slæmt fyrir þá að missa Hauk Inga Guðnason og Hrafnkel Helgason í meiðsli og þeir leyfðu Kjartani Antonssyni að fara í Breiðablik. En þeir hafa líka feng- ið fínan liðsstyrk. Þeir verða með aðrar áherslur en í fyrra. Upp- byggingin verður hægari og þeir halda boltanum meira hvort sem það gefur fleiri mörk eða betri ár- angur. það skal ég ekki segja um. Ég álít að þeir séu með svipað lið og í fyrra að styrkleika.“ Grindavík gæti átt erfitt sumar „Grindavíkingar verða spurn- ingarmerki. Þeir áttu mjög erfitt sumar í fyrra og vorið hefur verið mjög erfitt og þeir gætu átt erfitt sumar framundan,“ sagði Njáll. „Það hafa verið einhver þyngsli yfir þeim.“ „En svo veit maður aldrei. FH var í vandræðum alveg fram að Íslandsmótinu í fyrra. Það getur allt breyst og menn hrökkva í gír- inn. En vorið hefur verið þeim mjög erfitt og þeir hafa fengið á sig mikið af mörkum. Ef þeir halda því áfram þá fer ekki vel.“ „Grindvíkingar misstu Ólaf Örn Bjarnason sem er gríðarlega sterkur en þeir hafa endurheimt Albert Sævarsson og svo er spurning með þessa útlendinga. Ég hef ekki séð þá.“ Ár Skagamanna „Skaginn er með feikilega sterkt lið. Þeir fóru í gegnum seinni hluta mótsins í fyrra með glæsibrag og fengu á sig fæst mörk í fyrra. Ég gæti vel trúað því að þetta yrði ár Skagamanna í Landsbankadeildinni,“ sagði Njáll. „Þeir hafa bættt við sig mannskap frá því í fyrra og mér finnst vera komið að því hjá þeim. Ef ekki nú, þá hvenær?“ Skaga- menn hafa fengið Harald Ingólfs- son aftur eftir sex ár í Svíþjóð og Noregi. „Stefán Þórðarson verður ■ TALA DAGSINS Við upphaf leiktíðar eru24 erlendir leikmenn á mála hjá félögunum í Landsbankadeild karla. Níu hafa leikið hér á landi áður en hinir fimmtán leika hér í fyrsta sinn. Fjórir útlendingar leika með Grindavík og KA, þrír með FH, ÍBV og KA, tveir með ÍA, Fram og Kefla- vík, einn með KR en Fylkir hefur eitt félaga engan erlendan leikmann í sínum röðum. Englendingurinn Dean Martin hjá KA hefur lengsta reynslu er- lendu leikmannanna af íslenskum fótbolta. Hann hefur leikið hér á landi frá 1995 en Serbinn Sinisa Kekic hjá Grindavík og Skotinn Scott Ramsey hjá Keflavík komu hingað sumarið 1996. Paul McShane hefur leikið hér á landi frá árinu 1998. ■ 24 JUAN SEBASTIAN VERON Hysjar hér upp um sig buxurnar. 56-57 (44-45) Sport 14.5.2004 19:36 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.