Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 52
40 15. maí 2004 LAUGARDAGUR ■ VEIÐIFRÉTTIR s í m i 5 5 3 8 0 5 0 • w w w . e c c o . c o m KOMDU OG UPPLIFÐU! af völdum tegundum af Receptor skóm alla helgina, fyrir dömur og herra. Fyrstu 40 fá vasaútvarp með. 15% afsláttur Sportdagar Þau Erlingur Óttar Thoroddsen,Dagbjört Hákonardóttir og Baldvin Kári Sveinbjörnsson fá það vandasama hlutverk í sumar að stjórna þættinum Hjartsláttur á Skjá einum. Krakkarnir taka við þættinum af Þóru Karítas Árnadóttur og Maríkó Margréti Ragnarsdóttur sem hafa stjórnað honum undanfarin ár. Tíndi sígarettustubba „Það er eiginlega löng og flókin saga hvernig við fengum starfið. Við sóttum um annað starf en fengum þetta,“ útskýrir Erlingur um aðdraganda þess að þau voru ráðin til að taka við Hjartslætti. Erlingur og Dagbjört eru bæði nemendur í Menntaskólanum í Hamrahlíð, en Baldvin Kári er í heimspekinámi við Háskóla Íslands. „Ég og Erlingur höfum þekkst síðan í grunnskóla en hann og Dagbjört kynntust í MH,“ segir Baldvin Kári, en krakkarnir hafa unnið saman að myndbandagerð í ein fimm ár, hafa meðal annars gert tónlistarmyndbönd og stuttmyndir. „Við höfum gert nokkrar stuttmyndir sem eru hálfgert drasl en einhver myndbönd eftir okkur hafa verið sýnd á Skjá einum og í Sjónvarpinu,“ segir Baldvin Kári. Krakkarnir hafa meðal annars gert myndbönd við tónlist Guitar Islancio en þar eru hæg heimatökin því Erlingur er sonur Björns Thoroddsen gítarleikara. „Pabbi hefur alla vega verið ánægður með myndböndin hingað til,“ segir Erlingur og brosir. Á sumrin hafa krakkarnir unnið hin ýmsu störf þar á meðal í unglingavinnunni, í Eymundsson og á bókasafni. „Ég vann við að tína upp sígarettustubba hjá kvikmyndafyrirtæki,“ segir Baldvin Kári hlæjandi, sem vann sem aðstoðarmaður á tökustað þegar verið var að skjóta myndina Næsland. Þau tóku starfinu því fegins hendi þegar það bauðst. Ekki of karlmannlegt Þóra Karitas og Maríkó Margrét skiluðu sínum hlutverkum vel þegar þær stjórnuðu Hjartslætti. Krakkar- nir segjast ekki óttast að feta í fótspor þeirra. „Við erum svo heppin að við verðum með sama dagskrárgerðarmanninn, Jón Þór Þorleifsson, þannig að við rennum ekki blint í sjóinn,“ segir Baldvin Kári og Dagbjört bætir við. „Þetta er í raun allt sama liðið, Hreiðar Þór Björnsson myndatökumaður er til dæmis í Hjartsláttargenginu fjórða sumarið í röð og við höfum mjög trausta bakhjarla á Skjá einum sem við getum leitað til. Okkur líst ofsalega vel á þetta verkefni og hlökkum mikið til sumarsins.“ Nýjar áherslur koma með nýju fólki þótt formið á þæt- tinum verði hið sama. „Nú koma tveir strákar inn í þáttinn og það hlýtur að hafa einhverjar breytingar í för með sér,“ segir Baldvin Kári. „Ekki að ég hafa nokkrar áhyggjur af því að þetta verði of karlmannalegur þáttur,“ skýtur Dagbjört inn í – hörð á sínu. Kveðja Henson Henson-gallarnir frægu sem Þóra Karitas og Maríkó Margrét kynntu þjóðinni á ný fá að víkja í sumar. „Minningin um Henson verður heiðruð en ekki til lofts. Við verðum öðruvísi klædd – í borgaralegum klæðum,“ segir Dagbjört. Erlingur, Dagbjört og Baldvin Kári útiloka þó ekki að reyna koma nýrri tískubylgju af stað. „Það er aldrei að vita,“ segir Dagbjört. Stjórnendur Skjás eins hafa hingað til verið óhræddir við að prófa nýja þætti en kippa þeim jafnharðan af dagskrá ef þeir ná ekki vinsældum. Hjartsláttar- krakkarnir óttast ekki að þætt- inum verði kippt af dagskrá. „Hjartsláttur er rótgróið konsept á stöðinni og hefur verið mjög upplýsandi um hvað er að gerast á sumrin. Ég held að þetta sé frekar öruggt dæmi. Það er samt aldrei að vita hvernig þjóðin á eftir að fíla okkur,“ segir Dagbjört. „Meikdraumar“ Íslensk dagskrárgerð hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár og sjónvarpsstöðvarnar gagn- rýndar fyrir að sýna ekki meira af íslensku efni. Hjartsláttar- krakkarnir segjast þó vera ánægð með marga af þeim þátt- um sem hafa verið sýndir. „Það hafa verið gerðir margir góðir magasínþættir í vetur eins og Mósaík og At-ið á RÚV,“ segir Baldvin Kári. „Við erum ekki að fara finna upp hjólið en ég held að þátturinn verði samt hressilegri en gengur og gerist,“ bætir Dagbjört við. „Hjartsláttur hefur verið hressilegur þáttur og við verðum að reyna halda uppi þeim merkjum. Miðað við það sem við höfum verið að pæla í núna á þátturinn eftir að verða frekar skemmtilegur,“ segir Erlingur, en krakkarnir ætla að reyna kynna ungar upprennandi stjörnur í bland við þær eldri. „Er ekki alltaf einhver að reyna meika það á Íslandi?“ kristjan@frettabladid.is HJARTSLÁTTARKRAKKARNIR Fyrsti Hjartsláttarþátturinn undir stjórn þeirra verður sýndur fimmtudaginn 3. júní. Nýir þáttastjórnendur hafa tekið við sjónvarpsþættinum Hjartslætti. Nýjar áherslur með nýju fólki. Henson-gallarnir fá að víkja. Úr stubbatínslu í sjónvarpið Við erum ekki að fara finna upp hjólið en ég held að þátt- urinn verði samt hressilegri en gengur og gerist. ,, Það er uppselt í ána [Langá] ísumar og það hefur gengið vel að selja veiðileyfi fyrir næsta sumar. Við vorum efsta laxveiðiáin síðasta sumar og það hefur sitt að segja,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson aðspurður spurðum um stöðuna í Langá á Mýrum fyrir sumarið. Vel hefur gengið að selja veiðileyfi almennt, bæði í lax og silung. „Það hefur gengið vel að selja í Hrútafjarðará og Breiðdalsá,“ sagði Þröstur Elliðason hjá Veiðiþjónustinni Strengjum. Og það hefur líka selst vel í Minni- vallarlæk.“ Löngu er uppselt í Leirvogsá og hefði verið hægt að selja í ána mörgum sinnum. Talsmenn Veiðifélags Laxár segja að veiði- leyfasala gangi vel og í sama streng taka fleiri sem selja veiðileyfi. Veiðileyfamarkaðurinn veltir um 3,5 milljörðum og sífellt fleiri erlendir veiðimenn koma til að veiða hér á landi. Fyrstu veiðiárnar opna 1. júní og verður spennandi að sjá hvernig veiðin byrjar. Aðstæður eru fínar og fiskurinn örugglega á leiðinni, allavega í Norðurá. Skemmtinefnd SVFR hættir Skemmtinefnd Stangaveiði- félags Reykjavíkur með Brynju Gunnarsdóttur, Hrefnu Ósk Benediktsdóttir, Ragnheiði Thorsteinsson og Þórdísi Klöru Bridde lét af störfum á síðasta opna húsi vetrarins og er nú leitað ljósum logum að nýrri skemmtinefnd. „Þetta var orðinn góður tími og kominn tími til að hætta,“ sagði Brynja Gunnarsdóttir, frá- farandi formaður skemmti- nefndar félagsins. Sigmundur Ófeigsson talaði um Fnjóksá á opna húsinu, en ána þekkir hann feiknavel og hefur oft veitt laxa í henni. Þá talaði Stefán Jón Hafstein einnig um silungsveiði. Góð mæting var á þetta síðasta opna hús vetrarins. Skemmtinefnd SVFR hefur séð með ágætum um árshátíð og opið hús. ■ Á VEIÐUM GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiðiskap. MOKVEIÐI Í GRENLÆK Holl sem var við veiðar í Grenlæk í Fitjaflóðinu fyrir fáum dögum lenti í sannkallaðri veislu. Stórar torfur eru af fiski á svæðinu og veiddi hollið um 300 fiska. VINNINGSHAFI Kristján P. Arnarsson hlaut á dögunum fyrsta vinning hjá Veiðifélaginu Laxá, en vinningurinn er ekki af verri endanum, þrír dagar í Miðfjarðará, í sumar. NÁMSKEIÐ Í GRÍMSÁ Grímsá í Borgarfriði er í útboði, en engin veit hver mun ná henni til sín. Tíu hafa sótt útboðsgögn. Í næstu viku á að halda námskeið í sam- vinnu við Veiðifélag Borgar- fjarðar, í veiðihúsinu við Grímsá. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru frá Landbúnaðarháskólanum, Landssambandi Veiðifélaga og Veiðimálastofnun. ÆFINGAR Veiðimenn geta æft sig víða eins og í Seltjörn, Reynis- vatni og Hvammsvík. Veiðimaður sem var í Hvammsvík fyrir fáum dögum, veiddi feiknavel og fiskurinn var vænn. Veiðileyfasala gengur vel: Uppselt í nokkrar veiðiár SKEMMTINEFND HÆTTIR Í nefndinni sátu þær Hrefna Ósk Benediktsdóttir, Þórdís Klara Bridde, Brynja Gunnarsdóttir og Ragnheiður Thorsteinsson. 52-53 (40-41) veiði 14.5.2004 15:31 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.