Tíminn - 09.06.1973, Síða 7

Tíminn - 09.06.1973, Síða 7
Laugardagur 9. júni 1973. TÍMINN 7 mín komin heim, i Júlíana þegar hún heimsótti r ■ • var klædd íslenzkri Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Islenzks markaðar hf. síðan 1. janúar 1971. Jón er fæddur i Ólafsvík og stundaði verzlunarnám i Reykjavik og siðar i Bretlandi. Hann starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum, áður en hann gerðist Framkvæmdastjóri tsl. markaðar hf. Jón starfaði hjá Verzlunar og þróunarstofn- un SÞ, UNCTAD og hjá ICT, sem rekin er sameiginlega af Gatt og Sameinuðu þjóðunum. með ferðum manna inn i landið. Þetta eru að lengmestu leyti venjulegir ferðamenn, sem vita oftast litið um land og þjóð. Það virðistkoma flatt upp á þá flesta, að hér skuli vera glæsileg verzlun með miklu úrvali af sérstæðum, þjóðlegum varningi og tizku- vörum, sem hugur og hönd hefur búið úr innlendum, oft sjald- fengnum hráefnum. Mér virðist að menn kaupi mest til eigin þarfa, bæði flikur og matvörur. Þeir kaupa sér kannski hand- prjónaðar peysur úr lopa og islenzkt lambakjöt i sunnudags- matinn, osta og kaviar, en svo eru það aðrir, sem kaupa gjafir eða vörur, sem oft eru ætlaðar til gjafa eins og skartgripi og keramik, svo eitthvað sé talið upp. Lika kemur það fyrir að við erum spurðir um íslendinga- sögurnar, um Njálu og um kennslubækur á islenzku. Þess vegna reynum við að hafa á boð- stólum þær fornsögur, sem fáan- legar eru á erlendum málum i pappirskiljum. Heimsfrægt fólk meðal viðskiptavina Viðskiptamenn okkar eru frá öllum heimshlutum. Það er óþarft að leyna þvi, að það hefur mikið að segja fyrir framleiðslu okkar að svo er. Hver einasti viðskiptavinur, sem kaupir hér muni, kynnir Island erlendis á sinn hátt. Þess vegna er það mikið atriði, að vandað sé til framleiðslunnar ogaðaðeins séu úrvals vörur á boðstólnum. Algengast er að ferðamaður verzli fyrir 20-200 dollara, en siöarnefnda verðið er á mokka- kápunum, sem hér eru mikið seldar. Það má geta þess að þegar Júlianna Hollands- drottning kom hér við á dögunum á leiðsinnii einkaþotu yfir hafið, þá tókum við eftir að hún var i is- •lenzkri mokkakápu. Drottningin kom og skoðaði sig um i verzlun- inni og hafði orð á þvi þegar hún sá kápurnar okkar, að nú væri „sin kápa komin heim.” Drottningin dáðist mjög að is- lenzku vörunum og þegar hún kvaddi færðum við- henni að gjöf handprjónað sjal úr þellopa og litla silfurnælu i fornum stil. Mikið er um að heimsfrægt fólk komi i verzlun okkar og meðal „fastra” viðskiptavina eru ýmsir frægir leikarar og skemmtikraft- ar. Nixon og Pompidou komu þvi miður ekki til að verzla hjá okkur, en blaðamennirnir, sem fylgdu þeim, hreinsuðu bókstaflega allar matvörur úr búðinni, svo við urð- um að fá aukasendingu i einum hvelli. Starfslið og fram- leiðendur Hjá Islenzkum markaði h.f. starfa þegar flest er um 46 manns. Við fjölgum yfir sumar- mánuðina, þegar mest er að gera og flugumferðin er i hámarki. Arið 1972 komust um 90 manns á launaskrá hjá okkur. Við gerum ákveðnar sérkröfur til þeirra, sem hér vinna. Krafizt er almennrar menntunar og góðrar tungumálakunnáttu . Hér eru töluð Norðurlandamálin, enska, þýzka og franska. Einnig þarf starfsfólkið að hafa hæfileika til að umgangast fólk af ólikum þjóðernum. Ég er mjög ánægður með starfsliðið hér. Þetta er úr- valsfólk og gæti ekki verið betra. Starfsmenn búa svo til allir hér i nágrenninu, i Keflavik og á Suðurnesjum. Starfsþjálfun fer að mestu fram hér i verzluninni. Heimsóknir framleiðenda eru tiðar og þær eru mjög mikils virði. Þeir kynna fólkinu nýjar vörur, og jafnframt fá fram- leiðendur oft dýrmætar upp- lýsingar um óskir viðskiptavin- anna frá starfsfólkinu hér og ég veit dæmi þess,að fjöldafram- leiddar hafa verið vörutegundir, að undirlagi starfsmanna Isl. markaðar h.f. sem siðan seldust með afbrigðum vel. Póstverzlun og kynn- ingarrit. 25.000 adressur Einn veigamesti liðurinn i starfsemi okkar er póstverzlun. Við sendum vörur i pósti út um allan heim. Strax i upphafi var gert ráð fyrir þessari verzlun. Undir- búningur undir slika verzlun tekur hins vegar mörg ár. Það þarf að prenta bæklinga (catalouge) og pöntunar-lista og það þarf að koma sér upp adressum, en svo nefnast við- skiptavinirnir þar. Þegar ég kom til starfa höfðum við auðvitað engar adressur. Nú höfum við hins vegar 25.000 adressur. Adressurnar fáum við með ýmsu móti. Menn skilja eftir nafnið sitt hér i búðinni og biðja um að fá senda pöntunarlista i haust, þegar nýjar vörur koma. Framleiðendur fá fyrirspurnir og við sendum myndalista. Þannig hefur safn okkar farið vaxandi og við höfum þegar sent um 6000 pantanir til útlanda fyrir um 13 milljónir króna. Við höfum ekki hagnazt af þessu enn sem komið er, en að þvi kemur, að þetta verður arðbær verzlun. Pöntunarlisti i 100.000 eintökum Pöntunarlisti okkar er lit- prentaður i 100.000 eintökum. 3. útgáfa kemur i haust. Hann hefur hlotið viðurkenningu erlendis,- bæði er hans getið vinsamlega i Catalouge of Catalougesog siöast en ekki sizt i Family Circle, þar sem birzt hefur mjög lofsamleg grein um myndlista okkar. Enn- fremur höfum við haft söluher- ferðir. t.d. Santa service, en það eru ,gjafasendingar frá sjálfum jólasveininum, sem almennt er talið að búi á Islandi. Erlendum mönnum þykir af þvi nokkur fengur, að fá senda jólagjöfina sina frá Islandi. Útgáfa litprentaðra bæklinga er mjög timafrek og kostnaðar- söm. Við dreifum bæklingi okkar um allan heim. Við sendum hann á adressur og honum er dreift eftir öðrum leiðum. íslenzku sendiráðin nota bækling okkar mikið við kynningu á landinu og það sama gera ýmsir aðrir aðilar, sem erlendis starfa. Sú útgáfa, er nú er unnið að, kostar 3-4 mill- jónir króna. Gjaldeyrisöflun tsl. inarkaðar hf. Það er rétt að minnast þess hér, að nær allar okkar vörur eru borgaðar með gjaldeyri. Þegar gjaldeyrisskil ferðamálaiðnaðar- ins eru skoðuð, kemur i ljós að við erum þriðji hæsti aðilinn af þeim er afla gjaldeyris (netto). Komum næst á eftir stóru flug- félögunum tveim og skiluðum við bönkunum um 84 milljónum króna árið 1972. Þetta er þeim mun meira, þegar þess er gætt, að okkar vörur eru svo til allar unnar úr innlendum hráefnum, svo gjaldeyrisnotkun við fram- leiðslu þeirra er hverfandi litil. Vörur frá 137 framleið- enduin. Eins og áður hefur komið hér fram, voru það framleiðendur iðnaðarvöru, er stofnuðu tslenzkan markað hf. Nokkur er hið mikla kynningarstarf, sem Islenzkur isl. markaður byggði verzlunarhús tslenzkur markaður hf. byrjaði með þvi aö reisa 600 fermetra verzlunarhús á Keflavikurflugvelli i tengslum við sjálfa flugstöövarbygging- una. Þar er nú 465 fermetra sölubúð, en auk þess skrif- stofur og lager. Byrjað var að reisa verzlunarhúsið 12. mai 1970 og var húsið tekiö i notkun 1. ágúst sama ár. Bygging hússins tók óvenju skamman tima. Undirstöður eru steyptar, en sjálft húsið er stálgrindarhús, en útveggir eru úr gleri og timbri. Verzlunarhúsið er hannað af Teiknistofunni Ármúla 6, en innréttingar eru teiknaðar af Hákoni Hertervig, arkitekt hjá teiknistofu SIS. Um framkvæmdir sáu Keflavikurverktakar, en yfir- umsjón með smiði.hússins af hálfu Isl. markaðar hf„ hafði Svavar Jónatansson, verk- fræðingur. Þessir aðilar unnu mikið afrek, þvi smiði hússins tók raunverulega aðeins um 10 vikur, sem er mjög skammur byggingatimi, en verkföll töfðu fyrir verkinu. Húsið hefur reynzt mjög hagkvæmt og er i tengslum við „transit” sal flugstöðvarinnar og við Frihafnarsvæðið. Sjálf verzlunin var skipu- lögð með sölu og kynningu i deildum, sem voru þessar, lesendum til glöggvunar: 1) Ullar og skinnavörur 2) Tilbúinn fatnaður. 3) Keramik. 4) Skartgripir. 5) Kort, myndir og bækur. 6) Matvörur og sælgæti. 7) Útstillingar. 8) Húsgögn og húðir. 9) Loðskinn. Þetta gefur nokkrar upplýs- ingar um starfsemina. Gott samstarf — aukiö hlutafé — Það sem einkum verður að teljast markvert, er hið mikla kynningarstarf, sm lslenzkur markaður hefur unnið á islenzkum iðna-rvörum og svo svo hitt, hve vel allt samstarf hefur tekizt. Við stofnun þessa fyrirtækis er i rauninni farið inn á nýjar brautir. Fyrirtæki, sem höfðu litla eða enga sam- vinnu áður, hafa nú gengið til samstarfs og hafa sameinazt um stofnun, sem likleg er til að örva útflutning, til muna og afla nýrra markaða fyrir is- lenzkar iðnaðarvörur. Hlutafé hefur nú verið aukið i 10 milljónir króna. Stjórn félagsins skipa nú þessir menn: Formaður, Oskar Gunnars- son, framkvstj. Osta- og smjörsölunnar, en aðrir i stjórn eru: Pétur Pétursson, Einar Eliasson, Jón Arnþórs- son, Jón H. Bergs, Gerður Hjörleifsdóttir og Guðjón Guð- jónsson. Mjög gott samstarf hefur verið hjá stjórninni og áhugi stjórnarmanna er mikill, segir Jón Arnþórsson að lokum. — JG Jón Arnþórsson, sölustjóri utfl. hjá Iðnaðardeild SiS. Stjórnar- maður isl. markaðar frá upphafi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.