Tíminn - 09.06.1973, Qupperneq 11

Tíminn - 09.06.1973, Qupperneq 11
Laugardagur 9. júni 1973. TÍMINN 11 Landsbankinn á Akranesi í í nýju húsi Heildarvelta útibús Landsbankans á Akranesi 8.000 milljónir. Hefur fjórfaldazt á átta árum Landsbankaútibúið á Akranesi flutti í nýtt húsnæði i gær og var gest- um boðið til að skoða húsa- kynni og starfsemi bankans síðastliðinn fimmtudag. Þar voru viðstaddir, auk bankastjóra aðalbanka Landsbankans og ýmissa forráðamanna hans, ýmsir þeir er unnið höfðu að smíði hússins. 1 ræðu, sem Björgvin Vil- mundarson bankastjóri flutti við þetta tækifæri, sagði hann meöal annars á þessa leið: Björgvin Vilmundarson, banka- stjóri flytur ræðu við opnun Landsbankaútibúsins á Akranesi. Ræða bankastjórans Svo sem kunnugt er hóf Lands- bankinn rekstur útibús á Akra- nesi með yfirtöku Sparisjóðs Akraness 31. október 1964. Starf- semi útibúsins hefur aukizt jafnt og þétt með hverju ári sem liður og var heildarvelta útibúsins 8 milljarðar kr. á árinu 1972 og hafði hún þá aukizt um 22% frá árinu áður og fjórfaldazt á þvi 8 ára timabili, sem liðið er frá þvi að Landsbankinn yfirtók starf- semi Sparisjóðs Akraness. Þaö var ljóst frá upphafi, að hinn öri vöxtur i starfsemi útibúsins krafðist bættra húsakynna og aukins húsakosts. 1 lok september árið 1970 var hafizt handa viö byggingu þessa húss og þvi valinn staður við hliö gamla bankahúss- ins við Akratorg. Ég hef ekki hugsað mér að lýsa þessum glæsilegu húsakynnum, þar sem flestir þeirra, sem hér eru viðstaddir hafa á einn eða annan hátt átt þátt i þvi að byggingin yrði til. Ég vil þakka arkitektum, verktökum og verkafólki, sem hér hefur starfað fyrir vel unnin störf. Ég býð leigjendum okkar hjá bæjarfógetaembættinu vel- komna. Ég óska útibússtjóranum Sveini Eliassyni, og starfsliði hans, til hamingju með þessi glæsilegu húsakynni, sem nú verða tekin i notkun. Ég leyfi mér að vona^að bætt starfsaðstaða og aukinn húsa- kostur útibúsins verði viðskipta- mönnum þess til hagræðis og að okkur reynist unnt, að bæta þjón- ustuna við þá, við bætt starfsskil- yrði. Landsbankinn á Akranesi nýja húsiö Bygging þessa nýja húss hófst i lok september 1970. Hér er um að ræða þriggja hæða steinhús með kjallara. Grunnflötur fyrstu hæð- ar er rúml. 300 ferm. heildar- flatarmál 1.300 ferm. og alls er húsið ruml. 4.000 rúmmetrar. TAIKO T 805 I stereo E segul bands I tæki í bílinn fyrir ferða- lagið L Á ARMULA 7 - SIMI 84450 Óskum eftir að ráða strax. enskan einkaritara til starfa við stærsta innflutningsfyrirtæki landsins. Þarf helzt að geta hraðritað. íslenzkukunnátta ekki nauðsynleg. Vinsamlegast leggið inn nafn og simanúmer til blaðsins fyrir 15. júni n.k. merkt 1938. — Þagmælsku heitið. Starfsfólk Landsbankans á Akranesi, ásamt bankastjóranum Afgreiðslusalur bankans og öll vinnuaöstaða er á fyrstu hæð hússins, auk tveggja bókhalds- herbergja og kaffistofu starfs- fólksins á annarri hæð. t kjallara -eru verðmæta- geymslur bankans, rammger hvelfing með öryggishólfum til afnota fyrir viðskiptamenn svo og almennar geymslur og herbergi fyrir hita- og loftræstitæki. Bæ j a r f ógeta skr i f sto f a n flytur A annarri hæð er auk þess sem áður er nefnt, um 200 ferm rými, sem fyrirhugað er að bæjar- fógetaembættið á Akranesi flytji i. A þriðju hæð er ibúð útibús- stjóra, gistiaðstaða fyrir aðkom- andi starfsmenn og um 70 ferm. skrifstofurými. Teikningar og aðalumsjón með byggingunni annaðist Arkitekta- stofan s.f., Ormar Þór Guð- mundsson og Ornólfur Hall, arki- tektar F.A.Í. Af hálfu Arkitektastofunnar s.f. hafði Gunnar G. Einarsson innanhússarkitekt umsjón með innréttingum hússins. Listskreytingu úti og inni gerði Snorri Sveinn Friðriksson. Hönnun burðarvirkja og hita- loftræsi og hreinlætislagna, svo og daglegt eftirlit annaðist Njörð- ur Tryggvason verkfræðingur, Vérkfræði- og teiknistofunni s.f. Akranesi. Teikningar raflagna gerði Magnús Oddsson, tæknifræðing- ur. Af hálfu Landsbankans var stjórnun framkvæmda á höndum skipulagsdeildar bankans. Verktakar og meistarar voru: Verktaki að fokheldu húsi: Trésmiðja Guðmundar Magnússonar. Húsameistari hússins: Narfi Sigurþórsson, múrara- meistari. Auk þess vann fjöldi iðnaðar- manna og iðnfyrirtækja á Akra- nesi að smiði hússins, sem er mjög vönduð. J.G. Gólfdúkur Hollenzk og amerísk gæðavara Fagmenn á staðnum. I jlaver Grensásvegi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.