Tíminn - 09.06.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.06.1973, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Laugardagur 9. júni 1973. Einhvcrn — cha einhverja — þessara fallegu islenzku hunda sjáum við kannski á hundasýningunni i haust. Þetta er árangur 6 ára þrotlauss starfs Sigriðar. langt fram yfir aðrar tegundir. Nú, svo er hann mátulega stór til að þægilegt sé að eiga við hann, en það bezta þykir mér hversu skapgóður hann er. Hann er góð- ur og gæfur og ekkert grimmt er til i honum. Það er til dæmis hægt að húðskamma hann. Það er svo- litið annað en ýmsar aðrar teg- undir hunda, sem taka þvi illa ef maður skammar þá. Þeir útlendu biðja bara fyrirgefningar á sjálf- um sér og eru svo tilbúnir að vinna aftur það yerk, sem þeir eiga að leysa af hendi . . . — Attu við að sá islenzki sé stoltur og viti nokkurnveginn hver hann er? — Já, hann er allavega frekar góöur með sig og er mjög skyn- samur. 1 þessum svifum kom inn i stof- una, þar sem við sátum,eftirlætis hundur Kjartans bónda, Kátur frá Keldum, sem er nú 12 ára gamall og annar þeirra, sem þau fengu i upphafi frá Páli Agnari. Kátur er virðuleg skepna og úr svip hans má lesa mikinn visdóm. Hann er greinilega orðinn þreytt- ur, karlanginn, og lætur ekki amstur og eril umheimsins hafa mikil áhrif á sig. Yfir tebolla sagði Kjartan okk- ur undan og ofan af kostum is- lenzka hundsins sem fjárhunds og taldi hann sérlega vel fallinn til dæmis til að smala af fjalli. — Aðrir hundar, til dæmis skozku fjárhundarnir, sagði Kjartan, — eru full galsafengnir i návigi og eiga til að bita dálitið. Sá islenzki er ekki mikið fyrir það, enda ákaflega skynsamur, eins og Sigriður var að segja. Staðfesta og þolinmæði Ég var til dæmis að tala við manninn, sem hafði i upphafi út- vegað Páli Agnari á Keldum sin- Draumurinn um hvolpinn varð að stærsta hundaræktarbúi hérlendis Fyrsti hundur þeirra ólafsvallahjóna, Kátur frá Keldum, liggur mak indalega á hlaðinu á meðan Sigrlður ræðir við gesti. IIUNDARÆKT er tiltölulega óþekkt fyrirbæri meðal almenn- ings á Islandi, en þó eru það nokk- uð margir aðilar hér, sem fást við slikt. Eins og skýrt var frá í Tlm- anum á miðvikudag verður fyrsta hundasýningin hérlendis haldin i Ilveragerði í ágúst næstkomandi og verða þar meðal annars sýndir hreinræktaðir, islenzkir, hundar. Meðal þeirra verða án efa hundar frá Sigríði Pétursdóttur á Ólafsvöllum á Skeiðum, sem er ritari Hundaræktunarfélags Is- lands, en það félag hefur að markmiði að hreinrækta hunda- stofna og þó þar sé höfuðáherzlan lögð á ræktun islenzka hunda- stofnsins, eru aðrir stofnar ekki vanræktir. Þegar blaðamaður og ljós- myndari Timans voru á ferð um Arnessýslu ekki alls fyrir löngu, var komið viö á þvi mynaarDúi', Ólafsvöllum, þar sem Sigriöur Pétursdóttir býr ásamt manni sinum Kjartani Georgssyni, þremur börnum þeirra hjóna, öðru starfsfólki og fjölda skepna. Kjartan er til dæmis með 45 mjólkandi kýr og var á fyrri ári annar stærsti mjólkurframleið- andi til Mjólkurbús Flóamanna. Við sátum með þeim eina dag- stund og spjölluðum um heima og geima en náttúrlega helzt um hundarækt og islenzka hundinn. Langaði i hvolp — hefur fóstrað 100 hunda — Ég byrjaði á ræktun 1967, sagði Sigriður. — Undanfari þess var sá, að mig langaði til að eign- ast islenzkan hund, þó svo að ég vissi varla hvernig þeir litu út, og var ég þá búin að biða á þriðja ár eftir þvi að fá einhversstaðar hvolp. Við höfðum komizt að þvi, að islenzkir hundar voru i ræktun á Keldum hjá Páli Agnari yfir- dýralækni, en eitthvað virtist ætla aö ganga erfiðlega að fá þar hvolp. Svo einhverntima þegar Kjartan var eitthvað að spjalla viö Pál Agnar spurði hann, hvort við myndum kannski vilja rækta islenzka hunda, ef út i það færi. Kjartan sagðist mundu tala við mig, þvi að það yrði þá ég, sem myndi gera það. Nú, ég talaði svo við Pál og lýsti mig fúsa til þess og reiknaði þá með, að ég myndi hafa svo sem eina eða tvær tikur og einn hund, en málin æxluðust þannig, að áður en ég leit við var ég komin með fjórar tikur og tvo hunda. Siðan hefur þetta smáauk- izt og i augnablikinu er ég með tólf. — Hvað hefur þú verið með mest? * — Tja, hausatalan hefur mest veriö um 30 i einu, en ég hef látið frá mér rúmlega tvö hundruð hvolpa. Svo er náttúrlega i þessu eins og öðru, að maður getur ekki látið frá sér nema það, sem heppnast vel og þá eru einstaka, sem maður verður bara að láta hverfa. Sem betur fer hefur samt verið ákaflega litið um það hjá mér. Skapgóður hundur — Hvað er það nú, sem islenzki hundurinn hefur fram yfir aðra hunda? — Mér þykir það helzt vera skapgerðin, hana hefur hann ar tlkur, hélt Kjartan áfram, —- og hann sagði sögu af þvi, að hann ætti svo góðan hund, islenzkan, að hann gengi bara eftir miðjum vegi og svo smalaði hundurinn alltaf fram fyrir hann kindunum: upp eftir öllum hliðum báðum megin. Þeir eru afbragðs góðir fjárhundar ef þeir njóta þeirrar þolinmæði og þess uppeldis, sem þeir þurfa. — Það er náttúrlega þannig með alla hunda, ef þeir eiga að vinna eitthvað, skaut Sigriður inn I. — Hvað þarf til að þjálfa hund? — Fyrst og fremst staðfestu og þolinmæði, svaraði Sigriður, — og svo þarf maður vitaskuld að vita i hvaða átt þjálfunin á að beinast. Hjá mér njóta hundarnir til dæm- is allir sömu undirstöðuþjálfunar, ef svo má segja, en svo veltur á framtiðarhlutverki þeirra hvert framhaldið verður. Maður veit nokkurnveginn fyrirfram hvernig hundurinn verður, skapgerð hans, stærð og lögun. — Nú er sagt aö mest riði á uppeldi barna á fyrsta aldursári þeirra og að öll framtið þeirra komi til með að mótast af þessu fyrsta ári. Er það eins eða svipað meö hunda? Með hunda eins og börn — Þaö er hægt að móta hunda alveg gifurlega mikið frá þvi að þeir fara frá vitum og um svona tveggja mánaða skeið. A öðrum til fjórða mánuði er eiginlega ekkert hægt að kenna þeim nema nafnið sitt og húshreinlæti, en beztir og móttækilegastir eru þeir á siðari hluta fyrsta ársins. Þeir — Heimsókn á Ólafsvelli á Skeiðum, þar sem unnið er skipulega að hreinræktun íslenzka hundastofnsins og rætt við húsróðendur, Sigríði Pétursdóttur og Kjartan Georgsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.