Tíminn - 09.06.1973, Síða 17

Tíminn - 09.06.1973, Síða 17
Laugardagur 9. júni 1973. TÍMINN AAyndir: Gunnar V. Andrésson Texti: Ómar Valdimarsson 17 Eins og fram kemur i greininni er isienzki hundurinn sérlega geðprúð skepna og fjörmikil. Þaö fengum við aðreyna þegar við gengum út i girðingu til hunda Sigriðar á Ólafsvöilum, þeir flööruðu upp um hana eins og börn: Mamma er komin! verða náttúrlega að byrja að um- gangast manneskjur strax eftir fæðingu, alveg eins og ungbörn, til þess að þeir verði ekki feimnir. — Hvað eru það annars margir, sem fást við hundarækt hér á landi? — Það eru allmargir, sem eru með eina eða tvær tikur og halda þeim hreinum, en ég held ekki að nokkur reki hundarækt i jafn rik- um mæli og ég geri. Svo er náttúrlega Búnaðarfélagið, sem ræktar veiðihunda, en það er gert á annan hátt. Þeir eru með ýmsar blandanir á milli kynja en ég er með hreinræktun. Þá má einnig nefna Keldur, tvo bændur hér niður i Flóa, út i Rangárvalla- sýslu og hér upp á Skeiðum, það er töluvert af fólki, sem hefur eina eða tvær tikur. — Það hafa verið þeir á Keld- um, sem byrjuðu að rækta upp is- lenzka stofninn? — Já, þeir voru með tvær fyrstu tikurnar, sem farið var að rækta frá og notuðu Klóa Birgis Kjaran. Þaðan kemur stofninn minn meðal annars. Ég hef fengið viðar að siðustu árin. Maður er með allar klær úti til þess að ná i nýtt blóð. Anægð? Já, ég er það eiginlega, maður reynir að sjálf- sögðu alltaf að betrumbæta. — Dr. Mark Watson hefur komið eitthvað töluvert nálægt hreinræktun islenzka hunda- stofnsins, hver er hans raunveru- legi þáttur i þessu máli? Minn kæri Watson . . . — Upp úr 1950, ’52 og ’53, fór Watson að safna saman islenzk- um hundum og beita sér fyrir söfnun þeirra. Hann hafði orðið var við á ferðum sinum um land- ið, að þeim fór sifækkandi og sá að ekki var hægt að láta þar við sitja, islenzki hundastofninn var að deyja út. Hann bjó þá i Kali- forniu og fór þangað með nokkra af þeim hundum, sem hann hafði safnað saman. Hann tók reyndar með sér lika islenzka hesta, en við erum að tala um hundana. Wat- son fékk hjálp frá Keldum og svo voru hans hundar auðvitað heilsufarsskoðaðir þar. Þá komu þrjár tikur vestan af Tálknafirði, ef ég man rétt — ég þori sannast sagna ekki að fullyrða um þennan þátt málsin — og af þeim tók hann eina, en skildi tvær eftir á Keldum. Áður var hann búinn að fara út með átta islenzka hunda. Einhverjir þeirra drápust skömmu eftir að þeir komu út, það mun hafa verið virus af ein- hverri tegund, sem þeir voru mjög viðkvæmir fyrir, mun við- kvæmari en aðrir hundar erlend- is, af þvi að hér er allt sjúkdóma- laust. Svo flutti Watson hunda sina með sér til Bretlands og hélt eitthvað áfram ræktuninni, en hætti siðan. Hundarnir fóru siðan yfir i hendur annars fólks og eru nú hjá ungfrú Jean Lanning, þeirri sömu og verður dómari hjá okkur á hundasýningunni i haust. Hún sér nú aðallega um ræktun islenzka hundsins i Bretlandi, þannig að hún þekkir hann vel til að geta dæmt hann. Aðallega ræktar hún þó Great Dane. — Ef við vikjum þá aðeins að þessari sýningu og væntanlegri frammistöðu islenzka hundsins þar. Nú segir þú Sigriður islenzka hundinn mjög skapgóðan og jafn- framt, að á sýningunni verði aðallega dæmt eftir skapgerð, út- liti og hreyfingum . . . Að urra framan i dómarann — Já, þú veizt nú hvernig það er á hestasýningum, þar telja menn sig ver að dæma eftir skapgerð, en það getur aldrei verið nema yfirborðskennt. Ef hundur urrar framan i dómarann er náttúrlega haldið að hann sé skapillur og óhæfur. Ef hann er svo leikandi léttur og kátur og virðistekkert láta á sig fáihvernig fólkið er i kringum hann, þá veit maður að hann er i skaplegu jafn- vægi og fyrir það færhann háaein kunn. A svona sýningum eru þeir settir á borð, þuklaðir allir og skoðað upp i þá og slikt reynir náttúrlega dálitið á hvort þeir eru góðlyndir eður ei. Hvað snertir hreyfingar, þá hefur hver tegund sinn réttagang, sé hann ekki fyrir hendi er dýrið ekki rétt skapað. Um útlit eru til ákveðnar reglur, þótt það sé að sjálfsögðu alltaf matsatriði. — Hvernig er þá islenzki hund- urinn sem heimilishundur? — Alveg afbragð. — Þá er kannski ekki svo frá- leitt að spyrja i framhaldi af þessu, hvert álit Hundaræktunar- félagsins er á þvi ástandi, sem rikir i hundamálum Reykvik- inga? Óviðunandi ástand i Reykjavik — Við höfum ekki viljað taka opinbera afstöðu til þess að öðru leyti en þvi, að við höfum sagt ástandið óviðunandi eins og það er I dag, þar sem vel agaðir og góðir hundar eru ekki til óþæg- inda fyrir annað fólk, enda er það svo mikið undir fólkinu sjálfu komið, hvernig til tekst með hundahald i þéttbýli. Hundar þurfa fyrst og fremst á félags- skap mannsins að halda og þá er ekki spurning um þéttbýli eða dreifbýli svo mikilvæg. Það var greinilegt, að Sigriður vildi sem minnst um þetta við- kvæma mál tala, en þó lét hún þess getið þegar við spurðum um álit hennar á þeim rökum að eftir hunda lægi afgangurinn um allt, að slikt væri algjörlega á valdi mannsins. Þau Kjartan hafa búið á ölafs- völlum i rúman áratugten sjálf átti Sigriður á sinum tima aðeins skammt eftir i BA-próf I félags- fræði frá háskóla I Sviss. Hún veiktist skömmu fyrir próf og kom heim. Þegar við spurðum hana hvers vegna háskólamennt- uð manneskjan hefði tekið upp á þvi að flytjast upp i sveit, slikt væri heldur óvenjulegt, brosti hún aðeins og sagði: — Maðurinn minn er búfræðikandidat. Góð málakunnátta Sigriðar hefur orðið til þess, að á Ölafs- völlum hafa lengi vel verið út- lendingar til aðstoðar við búskap- inn, þar á meðal einar fimm svissneskar stúlkur. Sem stendur eru þau hjón með bandariskt par, ungan tréskurðarmann og bráð- fallega stúlku, sem hafa hug á að halda áfram ferð sinni og dvelj- ast eitthvað i Noregi, enda koma þau úr byggðum norrænna manna i Wisconsin. Þau Sigriður og Kjartan sögð- ust bæði þeirrar skoðunar, að bæði hundarnir og hinir erlendu gestir (Þó eiginlega ekki gestir, sögðu þau, heimilislifið hér geng- ur sinn gang og okkar gestir ganga beint inn i það.) ykju mjög á fjölbreytni hins daglega lifs. — Það er náttúrlega ófriður að hundunum á köflum, sagði Sigrið- ur, — og maður verður að taka til- lit til þess. Ef ég nefni sem dæmi umferð að nóttu til, þá láta þeir mig allir vita i einu, svo ekki verður um villzt. Þegar við vorum að búa okkur til brottferðar dró Sigriður fram möppu og sýndi okkur. Það var skrá yfir alla þá hunda, sem hún hefur uppfóstrað, greint frá nafni, ættefni, núverandi eiganda, helztu einkennum og svo fram- vegis. — Þetta er meira fyrir mig svona privat, sagði hún og hló við, — en mér finnst nauðsynlegt að vita hvað verður um börnin min. Annars held ég að hver sú manneskja, sem umgengst skepnur, sagði Sigriður, — og þá sérstaklega hunda, þvi maður hefur svo náin samskipti við þá, sé betri en ella. Þetta á kannski sérstaklega við um börn, um- gengni þeirra við skepnur eykur á umburðarlyndi þeirra bæði gagn- vart mönnum og skepnum. Við skildum hvað hún átti við: þegar við gengum út á hlaðið sá- um við hvar ungur sonur þeirra hjóna þeyttist um i háværum og hressilegum eltingaleik við einn hundinn, sem hafði tekið sér örlit- ið fri frá bræðrum sinum, systr- um, frændum og frænkum i búrinu aftan við ibúðarhúsið á Ólafsvöllum. — Minn framtiðardraumur er, sagði Sigriður að lokum, — að fleiri taki upp hjá sjálfum sér að hafa eina eða tvær tikur til rækt- unar. Við veröum að halda is- lenzka hundinum hreinum, þá er engin hætta á að hann deyi út. VI 1973 Vauxhall Viva Notiö tækifæriö og eignist Vívu á hagstæóu verói. Rúmgóðan bíl meö stórum vönduðum sætum. Þýöan og lipran í akstri. Sparneytinn: 62,5 ha vél eyðir ekki nema 8 lítrum á hundraðið. Hátt endursöluverð sannar góða endingu. Notið tækifærið-komið eða hringið- kynnist Vauxhall Vívu af eigin raun. SÝNINGARBÍLL í SALNUM A SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA $ Véladeild ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.